Morgunblaðið - 11.05.1979, Síða 22

Morgunblaðið - 11.05.1979, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 Frumvarp um framhaldsskóla: Kostnaðarþáttur sveitarfélaga Hér fer á eftir nefndar- áiit minnihluta mennta- málancfndar um stjórnar- frumvarp um framhalds- skóla, sem mjög hefur ver- ið til umræðu meðal sveitarstjórnarmanna, einkum kostnaðarþáttur sveitarfélaga. „Við undirritaðir nefndarmenn í menntamálanefnd neðri deildar erum ekki sammála meiri hluta nefndarinnar um afstöðu til frum- varps til laga um framhaldsskóla. Meiri hlutinn mælir með sam- þykkt frumvarpsins með þeim breytingum, sem lagðar eru til á þingskjali 619. Við erum hins vegar ekki reiðubúnir til að mæla með samþykkt frumvarpsins að svo stöddu. Ástæðurnar eru eink- um eftirfarandi: • 1. Fyrir hefur legið, að kostn- aður sveitarfélaga mun aukast mjög verulega vegna þeirra kostn- aðarskiptingar, sem frumvarpið gerir ráð fyrir og felst í því, að kostnaður af tveimur fyrstu skóla- árum framhaldsskólans skiptist milli ríkis og sveitarfélaga eftir sömu meginreglum og kostnaður við grunnskóla. Eftir kröftug mótmæli Sam- bands ísl. sveitarfélaga er sú breyting lögð til, að komið verði til móts við sveitarfélögin með því að viðhaldskostnaður grunnskóla leggist jafnt á ríki og sveitarfélög, í stað þess að hann sé að öllu leyti greiddur af sveitarfélögum eins og nú er. Þessari breytingu erum við algjörlega andvígir, enda gengur það þvert á stefnu Sambands ísl. sveitarfélaga og Sjálfstæðis- flokksins um kostnaðar- og verka- skiptingu á þessum vettvangi. Jafnframt stendur eftir það samkrull á kostnaðarskiptingu á framhaldsskólastiginu, sem við teljum afar óæskilegt og erfitt. • 2. Engar raunhæfar upplýsing- ar liggja fyrir um það, hvaða útgjaldaauka samþykkt frum- varpsins hefur í för með sér. Að vísu fylgir kostnaðaráætlun með frumvarpinu, og í nefndaráliti meiri hlutans er gerð tilraun til að meta áhrif frumvarpsins á heild- arkostnað framhaldsskóla, en í báðum tilfellum er rennt blint í sjóinn eins og raunar er viður- kennt í nefndarálitinu. Óskað hefur verið álits sveitar- félaga og þá sérstaklega Reykja- víkurborgar á kostnaðarákvæðum frumvarpsins, eins n<i þau munu verða ef breytingatillögurnar verða samþykktar, en þær upplýs- ingar hafa ekki verið lagðar fram í nefndinni. Ekki hefur heldur verið lagt fram kostnaðarmat fjárhags- og hagsýsludeildar né Þjóðhags- stofnunar þrátt fyrir ítrekaða beiðni þar um. Ljóst er þó að full óvissa ríkir um kostnaðarauka ríkis og sveit- arfélaga, en slíkt er auðvitað óviðunandi þegar svo stórt og umfangsmikið mál er á ferðinni. • 3. Miðað við það, sem að fram- an er sagt, og með hliðsjón af ástandi í skólamálum, sérstaklega er varðar nemendur, er veruleg hætta á því, að hér sé verið að samþykkja löggjöf sem í sjálfu sér kann að vera góðra gjalda verð, en hefur það eitt í för með sér að raska stórlega núverandi kerfi, án þess að, ríki, sveitarfélög eða fræðsluyfirvöld hafi nokkur tök á að framkvæma þau svo viðhlítandi sé. • 4. Ágreiningur hefur verið um framtíð sérskólanna. Samkv. frumvarpinu og breytingartillög- um meiri hl. nefndarinnar er ekki skorið á þann hnút. Þessi þáttur málsins er þó svo veigamikill, að ótækt er að af- greiða þetta frumvarp án þess að tekin sé ljós og skýr afstaða til hans og staða sérskólanna ákveðin í tengslum við stefnumótun á framhaldsskólanámi. • 5. Framkvæmd iaganna mun verða mjög undir því komin, hvernig reglugerðir verða úr garði gerðar. Heimildir um setningu reglugerða eru svo rúmar og vaíd ráðuneytis þar með svo víðtækt, að þar getur brugðið til beggja átta. Það er skoðun undirritaðra, að þessar heimildir eigi að þrengja, og setja nánari laga- ákvæði þar að lútandi. • 6. Mjög miklar efasemdar hafa komið fram hjá reyndum skóla- mönnum um ágæti þeirrar stefnu að breyta menntaskólum í núver- andi mynd í framhaldsskóla eða fjölbrautaskóla. Þá er ekki dregið úr mikilvægi verkmenntunar og því að auka veg hennar, en bent á að þar með megi ekki um leið draga úr gæðum hins klassíska bóknáms, eins og líkur verða til með þessari kerfisbreyt- ingu. Vakin hefur verið athygli á því, að sambærilegt framhaldsskóla- kerfi, m.a. í Svíþjóð, hefur leitt til þess, að nemendur séu mun verr undir háskólanám búnir, og hefur raunar dregið mjög úr möguleik- um þeirra til að fá aðgang að viðurkenndum háskólum. Af þeim ástæðum, sem að fram- an eru raktar, og ýmsum öðrum erum við undirritaðir ekki reiðu- búnir til að mæla nú með sam- þykkt frumvarpsins á þessu þingi, en leggjum til að frumvarpið fái frekari athugun. Sú stefna, sem fram kemur í frumvarpinu um samræmt nám, Ellert B. Schram. þar sem fleiri leiðir verða opnaðar og forðast blindgötur og þar sem hlutur verknáms er aukinn, er í rétta átt. Að því leyti erum við samþykkir frumvarpinu, og við erum sammála því, að nauðsyn ber til að setja nýja löggjöf um framhaldsskólanám hér á landi. En hér er svo veigamikið og viðkvæmt mál á ferðinni, sem úrslitum ræður um gæði náms og hæfni nemenda til að takast á hendur frekara nám eða almenn störf, að ekki má rasa um ráð fram. Fræðsluyfirvöld og almenn- Á FUNDI neðri deildar á þriðju- dag var til umræðu frumvarp ríkisstjórnarinnar þess efnis, að beinir samningar verði milli bænda og rfkisvaldsins um fram- leiðslu- og sölumál landbúnaðar- ins. Gert er ráð fyrir, að nefnd sex manna ákveði afurðaverð til framleiðenda og verð land- búnaðarvara f heildsölu og smá- sölu. Skal stjórn Stéttarsam- bands bænda skipa tvo menn f nefndina, Framleiðsluráð land- búnaðarins einn, en rfkisstjórn þrjá og skulu þeir jafnframt gæta hagsmuna neytenda. Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra sagði, að ekki hefði náðst samstaða innan ólafur G. Einarsson. ingur allur verða að vera samstiga í ákvörðunum, sem hafa í för með sér róttækar breytingar, sem þetta frumvarp kann að leiða til. Með þetta í huga berum við fram svofellda" RÖKSTUDDA DAGSKRÁ: „Það sem frumvarp þetta þarf bersýnilega frekari athugunar við, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Alþingi, 9. maí 1979. Ellert B. Schram, ólafur G. Einarsson." ríkisstjórnarinnar um heildar- endurskoðun Framleiðsluráðslag- anna, en brýna nauðsyn hefði borið til að taka þennan þátt út úr, enda væri það í samræmi við málefnasamning ríkisstjórnarinn- ar. Hann sagði að offramleiðslu- vandamál bænda væri meira en svo, að þeir gætu einir undir því risið, enda næmi það 1,3 milljón- um króna á meðalbú. Vilmundur Gylfason (A) lagði áherzlu á, að fulltrúar ríkisins yrðu eingöngu valdir út frá sjónarmiði neytenda, en lét í ljós ótta um, að svo kynni að fara, að aðeins einn fulltrúi af sex gætti hagsmuna þeirra. Pálmi Jónsson (S) lýsti fylgi við frumvvarpið, enda sagði hann, að það væri í samræmi við þings- ályktunartillögu sem hann ásamt fjölmörgum þringmönnum Sjálf- stæðisflokksins flyttu, að ríkið semdi beint við bændur, þótt deila mætti um það form, sem í frum- varpinu fælist. Friðrik Sóphusson (S) taldi óeðlilegt, að ein stétt framleið- enda, í þessu tilfelli bændur, næðu þeim réttindum fram yfir aðra framleiðendur að geta ákveðið verðið með slíkum beinum samningum við ríkið. Hann taldi, að rétt væri að hafa svipaðan hátt á um verðákvörðun landbúnaðar- vara eins og fiskverðsákvörðun og sagðist vera einn þeirra þing- manna Sjálfstæðisflokksins, sem hefði haft fyrirvara um beina samninga ríkisins og bænda í tillögum sjálfstæðismanna. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og nefndar. Lækkun lög- ræðisaldurs í GÆR voru tvenn lög samþykkt á Alþingi. Önnur þeirra fela í sér fjölgun hæstaréttardómara úr sex í sjö. Ennfremur er gert ráð fyrir, að dómendur geti skipt sér í tvo þriggja manna dóma, sem fjalli um minniháttar mál í einkarétti. Þá var samþykkt að lögræðis- aldur skyldi miðast við 18 ár í stað 20. gjaldmiðilsins mörk og eyrir Heiti verði Tillaga Eyjólfs K. Jónssonar o.fl. felld með 8 atkv. gegn 6 Eyjólfur K. Jónsson. ásamt tveimur öðrum þingmönnum efri deildar. Ágústi Einarssyni og Karli Steinari Guðnasyni, hefur flutt breytingartillögu á alþingi um breytt verðgildi fslenzks gjaldmiðils, þar sem lagt er til, að heiti gjaldmiðils- ins verði mörk og eyrir í stað krónu og eyris. Hér verða rakt- ir nokkrir kaflar úr ræðu Eyj- ólfs K. Jónssonar fyrir þessari breytingartillögu. Það er með öllu óverjandi að mínu mati að ætla að fara að viðhalda danskri kóngahefð í nafni á mynt lýðveldisins ís- lands, úr því að á annað borð er verið að breyta um. Á mynt hljótum við að taka upp íslenzkt heiti og þjóðlegt heiti. Þar kem- ur ýmislegt til álita. Það er hægt að hugsa sér mörkina og aurana að sjálfsögðu. Það má líka hugsa sér skilding eða þá bara hrein- lega pening. Allt eru þetta rammíslenzk og forn orð, en kóróna er að vísu íslenzkt orð, en bendir til þess tíma,- er við illu heilli vorum konungsríki og mér finnst, að það væri langt fyrir neðan virðingu Alþingis að ákveða að viðhalda þessu gamla heiti. Þó að Seðlabankinn leggi til, að þessu heiti verði haldið, þá er það ekkert guðsorð, sem frá þeirri stofnun kemur. Alþingi á að ráða þessu en ekki Seðlabank- inn og sumt í skýrslum og greinargerðum þeirrar ágætu stofnunar er nú raunar með þeim hætti, að það mætti gjarna skoða það málfar eins og t.d. þessi nýyrði eins og „peningaleg- ur sparnaður", sem nú er farið að tala um í staðinn fyrir „spari- fé“ eða þá þetta síðasta með „jákvæða" og „neikvæða" raun- vexti og allt það. Ef breytingartillaga okkar sem er við 1. gr. verður sam- þykkt, þarf aðeins að fresta afgreiðslu málsins og annarra greina, en það er ekkert í vegin- um með það, tjá mér stjórnar- sinnar. Við munúm stjórnarandstæðingar greiða fyrir öllum afbrigðum og slíku, en Seðlabankinn mundi þá sjálf- sagt vilja hafa hönd í bagga með umorðun annarra greina og ekkert nema sjálfsagt að svo yrði. Þess má geta, að það er auðvitað til verulegra óþæginda að þurfa að vera með gamal- krónu og nýkrónu og býður heim ruglingi og ýmiss konar erfiðleikum. Þess vegna er auðvitað miklu betra að taka upp annað heiti, sem allir skilja, og þegar talað er um þessa sálfræði í sambandi við peningaskipti þá ætti það líka frekar að vera sálfræðilegt atriði að það er hreinlega verið að gefa krónuræfilinn upp á bátinn úr því að verið er að segja hún sé gömul, — þá hverfur hún sem sagt. Jón Helgason (F) tók fram að meirihluti fjárhagsnefndar væri á móti tillögunni. Bragi Sigur- jónsson (A) sagði, að sér þætti sem gömlum íslenzkukennara Eyjólfur K. Jónsson. mörk og eyrir öllu skemmtilegra en króna og eyrir en kvaðst þó ekki myndu greiða því atkvæði. Tillaga þeirra þremenning- anna um nafnaskiptin var síðan felld að viðhöfðu nafnakalli með 8 atkvæðum gegn 6. Já sögðu Ágúst Einarsson, Bragi Níels- son, Eyjólfur K. Jónsson, Guðmundur Karlsson, Karl Steinar Guðnason og Oddur Ólafsson. Nei sögðu Bragi Sigurjónsson, Geir Gunnarsson, Helgi Seljan, Jón Helgason, Stefán Guðmundsson, Soffía Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson og Alexander Stefánsson. Bændur semji beint við ríkið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.