Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979
27
sem samtíð og framtíð mætti þar
að miklum auði verða. Þetta
þrennt verður að vægja um sér-
stakt efni íslenzku blaðanna,
þegar horft er heim.
En tökum nú samanburð sunnu-
dagsblaðs Berlingske Tidende og
Morgunblaðsins, sem fyrr var frá
horfið.
Þar má telja 105 fyrirsagnir
greina um hin marvíslegu málefni
innlend sem útlend. Og eru sumar
þessara greina margar blaðsíður
að lesmáli, þótt aðrar séu örstuttir
fréttapistlar. Víða eru heilar blað-
síður helgaðar vissu efni, t.d.
börnum, trúmálum, íþróttum og
eru þar aðskildar greinar undir
sömu fyrirsögn, svo efnisyfirlit
þetta er erfitt og umdeilanlegt. En
þar er reynt að nota sömu sjónar-
mið og við danska blaðið. Svo
samanburður ætti því að njóta sín.
Auglýsingarsíður eru nálægt 40.
En þar er erfitt um talningu, því
sumar blaðsíðurnar eru bæði með
lesmáli og auglýsingum og annars
staðar erfitt að ákveða hvort
upptalning fermingarbarna eða
dagskrá útvarps og sjónvarps eru
efnisgreinar eða auglýsingar.
Hafa verður einnig í huga, að
síður Morgunblaðsins eru helm-
ingi minni en í Berlingske
Tidende.
Fréttagreinar eru nær 35 að
tölu. Fyrir utan margt sem minnzt
er á í fréttunum viðvíkjandi
stjórnmálum heimsins fann ég
enga grein um pólitík, nema ef
telja ætti leiðarann, sem er þó
miklu fremur trúmálagrein í
fyrsta flokki frjálslyndis og víð-
sýnis en stjórnmálaþref. Um trú-
mál, sem danska blaðið ymtir
hvergi að, eru a.m.k. fjórar
greinar og ein þeirra 4—5 síðna
viðtal við hinn einlæga og kraft-
mikla foringja Fíladelfíusafnaðar-
ins á íslandi, Einar Gíslason.
Hinar greinarnar einkennast af
því viðsýni ritstjórnar að opna
öllum skoðunum leið, svo verða
lesendur að velja um.
„Hugvekju" blaðsins ritar einn
frjálslyndasti guðfræðingur
íslands eins og jafnan. En kirkju-
málasíðu, sem nefnist „Á drottins-
degi“, sjá þrír ungir guðfræðingar
að venju, allir úr hópi „hinna
rétttrúuðu" í landinu.
Um listir eru 7—8 greinar og
erfitt að greina milli frétta eða
annarrar umfjöllunar um þau
efni.
Sögulegar eða sagnfræðilegar
greinar, viðtöl og persónukynn-
ingar aðrar en áður hafa fram
komið eru nær 12 að tölu og sumar
mjög ítarlegar. Auk þess eru
íþróttamál rædd í fjögra blað-
síðna grein um Norðurlandaför ÍR
1947 o.fl. Fjórar blaðsíður, raunar
fastur þáttur í blaðinu, helgaðar
börnum. Heimilishornið fyrir hús-
freyjur og matreiðslufólk, heil-
brigðismál, ferðamál, áfengismál
og vísindarannsóknir er allt til
umræðu í þessu blaði og mun þó
mörgum finnast miklu sleppt.
Samt má geta þess að lokum, að
hér er ekki með tvennt, sem telja
má til sérstakra efnisþátta
Morgunblaðsins, en það er Les-
bókin og minningargreinar um
látið fólk. Lesbókin vikulega,
minningar daglega.
Hér er um páskablað að ræða,
sem ekki má gleyma. En það gerir
þó ekki grand. Efnið nær frá Kína
til Grænlands, frá Iran til
Englands, frá deginum í dag til
sumartíðar fyrir 60 árum, frá
Vilhjálmi Stefánssyni landkönn-
uði til Maríu Maack hjúkrunar-
konu, frá Magga í Rín til Frú
Astrid Hannesson kristniboða.
Víðáttan er furðuleg. Efnið allra
landa og tíma eftir álitum.
Vafalaust finnst ýmsum annað
um það, sem hér er rætt. Það er
gott, að fram komi sem flestar
hugmyndir um margþætt mál.
Gætu þessi orð vakið til umhugs-
unar og nokkurs heilbrigðs
metnaðar ofar öllum stjórnmálum
líðandi stundar og ágreiningsefn-
um, þá er tilganginum náð.
Heiður þeim sem heiður ber.
Litlar þjóðir hafa oft, já, nær
alltaf, verið forystuþjóðir á menn-
ingarbrautum mannkyns. Hví
ættum við ekki að vera það?
„Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk
á helgast afl um heim.
Eins hátt sem lágt mun falla
fyrir kraftinum þeim.“
Köbenhavn, 1. maí 1979.
Áreiíus Níelsson.
r
Arelíus Níelsson:
V orkappreidar Fáks
á sunnudaginn
N/ESTKOMANDI sunnudag 13.
maí. heldur Ilestamannafélagið
Fákur sínar árlegu vorkapp-
reiðar og fara þær fram á svæði
félagsins. á Víðivöllum og hefj-
ast kl. 11.30.
Þetta eru fyrstu kappreiðar,
sem haldnar eru á þessu sumri.
Keppt verður í eftirtöldum
greinum: skeiði 250 m, brokki,
800 m, stökki 800 m, 350 m og 250
m.
Þarna koma fram milli 60—70
hestar og meðal þeirra eru
þekktustu hlaupahestar landsins
ásamt mörgum óþekktum hest-
um, sem geta komið á óvart og
má því búast við spennandi
keppni þeirra á milli. Veðbanki
verður starfræktur eins og venja
er og gerir það mikla spennu í
hlaupunum.
Félagið hefur nú komið sér
upp mjög góðu áhorfendasvæði
svo allir ættu að geta fylgst vel
með kappreiðunum.
Börn innan 10 ára aldurs fá
frían aðgang að kappreiðunum.
Sr. Árelíus Níelsson
son og Árni ÓJa verða ógleyman-
legastir í mótun Morgunblaðsins.
Og núverandi ritstjórar frjáls-
lyndir og víðsýnir, nieð eitt efni-
legasta nútímaskáld íslands á
skrautstóli í öndvegi sínu við
Aðalstræti.
Hér eru þó aðeins nefndir örfáir
úr stórum hópi frábærra fulltrúa
og erfitt um val. Og vissulega
sýnist sitt hverjum, ekki sízt þar
sem pólitík hnusar að hverju orði.
Og á eitt má þó minna við þessa
yfirsýn í einu hugleiftri. Greinar
Svarthöfða virðast sérstæður
þáttur, sem vart mun eiga margar
hliðstæður. Lesbók Morgunblaðs-
ins er einstæð að víðsýni, list-
hyggju, sögulegri eða sagnfræði-
legri innlifun íslenzkri og sér-
stæðu efnisvali.
Eins mun erfitt að finna neitt í
öðrum blöðum Norðurlanda, sem
líkist fylgiriti Tímans með
minningargreinum og öllu því,
Dagblöð á Islandi og
dagblöð Norðurlanda
Þegar ég lít á þessa yfirskrift
mína og fletti nokkrum blöðum,
sem ég hef viðað að mér, sé ég og
finn, að þetta er viðamikið verk-
efni. Alltof mikið í eina grein „Við
gluggann". Það er áreiðanlega
nægilegt og verðugt verkefni í
heila doktorsritgerð.
Og skora ég hér með á einhverja
snjalla, unga íslenzka mennta-
menn að velja það sem fyrst.
Satt að segja vissi ég sem
montinn íslendingur, að við stönd-
um ótrúlega í ístaðinu á móts við
milljónaþjóðir á mörgum sviðum,
bæði íþróttum, skák og listum alls
konar. Og erum samkvæmt yfir-
lýsingum stórmenna með
„handrit" og forntungu lifandi í
hugsun og á vörum mesta bók-
menntaþjóð miðað við fólksfjölda.
Eigum tungumál við hlið sanskrít-
ar, grísku og hebresku og sagnir
og ljóð t.d. Hávamál við hlið
Gamla Testamentis Israelsmanna.
„Þeir ættu að geyma arfinn sinn,
sem eiga slíka tungu."
Það erum við sennilega öll sam-
mála um. En vissulega ekki öll
sammála, né samtaka. Og því kom
mér svo þægilega á óvart, hve
samanburður íslenzkra dagblaða
við önnur blöð Norðurlanda virð-
ist jákvæður fyrir Island, að
undrun sætti. Því sannarlega
munu Norðurlönd í þessu sem
mörgu öðru ekki standa í skugga
annarra jafnvel mestu
menningarþjóða á þessu sviði.
Vafalaust er verkefnið of stórt
til mikilla fullyrðinga. Og mín er
því ábyrgðin eins lítils smælingja,
ef hrakinn verður sem vesæl
óskhyggja. En hitt væri þá stærra,
ef aðrir vöknuðu til hugsunar og
rannsókna um þennan daglega
þátt lifandi máls hins mikla arfs
tungu og menningar. Og hvað sem
sannast reynist, skal sleitulaust
sótt að fjarlægu merki fullkomn-
unar í fjölmiðlun á íslandi.
En víkjum nú að verkefninu án
fleiri formálsorða. Að ýmsu
athuguðu setti ég upp lista með
tuttugu málefnisflokkum. Þar
skulu nefndir hér til að gefa
hugmyndir:
Dægurmál, stjórnmál, trúmál,
vísindi, sagnfræði, heilbrigðismál,
atvinnumál, íþróttir, bókmenntir,
listir (aðrar), auglýsingar og
minningargreinar.
Við örstutt yfirlit kom í ljós
(fyrir mínum augum) að öll
íslenzku dagblöðin standa sig
ótrúlega vel í samanburði við hin
stóru blöð milljónaþjóðanna í
nágrannalöndunum. Þar sem við
erum aðeins rúm 200 þús. að tölu
eða svipað og í einni meðalstórri
borg þessara landa.
Öll íslenzku blöðin eiga og hafa
átt snjalla orðsins og andans
menn til að gefa tóninn, velja
efnið. Þótt ekki séu allir sammála.
Frelsið satt að segja furðulegt og
útsýnið gott af svo fjarlægu skeri.
íslenzkir blaðamenn virðast flest-
ir samtaka um að meta ýmiss
konar menningarmál og vísinda-
leg og söguleg viðfangsefni miklu
meira en starfsbræðurnir erlend-
is. Það eru siðdegisblöðin hér í
Reykjavík, sem mest líkjast
erlendu blöðunum. Þar eru dægur-
mál og fréttir, einkum í æsilegum
stíl mest áberandi. En glitrar þó á
gull tungunnar einkum í leiðurum
og sérstökum þáttum vissa daga.
Einn þáttur er samt alveg sér-
stakur í íslenzkum blöðum í þess-
um samanburði en það eru íþrótt-
ir. Þar hljóta að liggja einhverjar
leyndar orsakir að baki. En séu
íþróttafréttirnar, sem stundum
eru allt að þriðjungi lesmáls
íslenzkra blaða eða meira, þess
megnugur, sem raun ber vitni, að
hvetja æskuna til dáða, svo sem
öll veröld veit á þessu sviði, þá
heill þeim, sem þar vinna. En hví
ekki að sanna slík áhrif á öðrum
sviðum? „Mikið er skraddarans
pund.“
En hér verður að fara fljótt yfir
sögu. Að síðustu tók ég tvo blöð til
samanburðar:
Hátíðarblað Morgunblaðsins
fyrir páskana, sem eiginlega gaf
mér hugmynd þessara útsýnar
„við gluggann", þegar ég tók þetta
síðasta blað heiman að upp úr mal
mínum hér og hins vegar sam-
stætt blað úr Berlingske Tidende.
Blaðsíðustærð þessa blaðs er
helmingi meiri en Morgunblaðs-
ins, en blaðsíðufjöldi nánast hinn
sami, eða 112 blaðsíður. Greinar
með fyrirsögnum voru nálægt 75,
en raunar er erfitt að greina t.d.
ýmiss konar efni til sjálfstæðra
málefna. En auglýsingar þöktu
samkvæmt tölum blaðsins sjálfs á
forsiðu, 68 blaðsíður, með mjög
smáu letri flestar. Ólíklegt að
aðrir lesi en þeir, sem það efni
varðar sérstakíega. Dægurmál eða
fréttir er mjög erfitt að flokka.
Þar eru að sjálfsögðu hin ,fjöl-
breyttustu málefni til umræðu. En
það voru nálægt 35, þar af íþrótta-
fréttir á fimm blaðsíðum.
Þá mætti telja nær 10 greinar í
stjórnmálastíl. Þar af þrjár í
leiðara. En annars mjög erfitt að
greina þær frá almennum frétta-
greinum, t.d. frá öðrum löndum,
þar sem frásögn virðist lituð af
aðstöðu blaðsins, sem eðlilegt má
teljast.
Hljómlist og leiklist var til
umræðu í fimm greinum. Annað
fann ég ekki helgað listum yfir-
leitt, nema þá í frétt um lista-
verkagjöf til Grænlendinga og
flutning á leiksýningu í sjónvarpi.
Bréf um ýmiss konar efni voru á
þriðja hluta einnar síðu. Afmælis-
dagar með örstuttum greinum á
einni héilli blaðsíðu. Myndir
fylgdu af flestum afmælisbörnun-
um, sem voru á aldrinum 60—90
ára. Auk þessa mörg starfsafmæli
með myndum. Hins vegar aðeins
tvær örstuttar minningargreinar.
Myndir og tákn af Stórriddara-
krossinum og stórriddurum hans
þöktu heila forsíðu eins af fjórum
heftum þessa helgarblaðs. Mátti
raunar bæði telja það sögulegt og
listrænt efni og hið athyglisverð-
asta á síðum blaðsins. Fáeinar
greinar snertu heilbrigðismál.
Einkum notkun p-pillunnar og
aukningu almennrar streitu.
Þá má geta einnar hálfsíðu
greinar um mikinn danskan iðn-
frömuð, sem telja má góða
persónukynningu.
Athyglisvert má teljast, að hér í
sunnudagsblaði var ekkert efni
um trúmál, ekkert fyrir börn, fátt
eða ekkert um ferðamál og
skemmtanir. Annars verka þessi
stóru blöð milljónaþjóðanna að
mestu sem dulbúnar auglýsingar,
sem eru samt ekki læsilegar nema
með stækkunargleri.
Islenzku blöðin virðast yfirleitt
hafa hinu fræknasta liði fram að
tefla. Ekki sízt „miðað við fólks-
fjölda“ eins og oft er sagt. Þar er
samanburður hér hins vegar
óhugsandi í örstuttri blaðagrein
og alltof lítil kynni og yfirleitt frá
minni aðstöðu nú. En til við-
miðunar því, sem hér er haldið
fram að persónulegu áliti, skal
minnt á menn eins o og Magnús
Kjartansson, ritsnilli hans,
orðfæri og samúð með þeim bág-
stöddu. Hreinskilni og hispurs-
leysi Vilmundar Gylfasonar,
einurð hans og orðheppni. Rökvísi
og raunhyggja ritstjóra Dagblaðs-
ins, Jónasar Kristjánssonar. Sögu-
legur skilningur Jóns Helgasonar
og djúp innlifun hans í hjartar-
slátt þjóðar sinnar á ýmsum
tímum, fram sett af listrænum
hagleik. Hvernig Vísismönnum
tekst að halda sínu blaði á mótum
nútíma æsifréttaleiðar og erfðum
grunni hins liðna. Valtýr Stefáns-