Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 29 af þurfa að vista talsverðan hóp langlegusjúklinga sem betur væru komnir á þar til gerðum hjúkrun- arstofnunum. Forstöðumenn einkastofnana hafa og mikið gert úr löngum biðlistum og miklum þrýstingi fólks að koma gamal- mennum inn á þær. Mesta athygli hafa þó vakið upplýsingar frá landlæknisem- bættinu um að rúmafjöldi elli- og hjúkrunarheimila hérlendis væri hlutfallslega mun meiri en á öðrum norðurlöndum. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfir- völdum norðurlanda til land- læknisembættisins 1979 er rúma- fjöldi á elli- og hjúkrunarheimil- um á þúsund íbúa 65 ára og eldri á norðurlöndunum fyrir árið 1977 sem hér segir: ísland 90,7 Danmörk 70,1 Finnland 64,5 Noregur 76,8 Svíþjóð 75,5 í þessu sambandi ber einnig að hafa í hug, að hlutfall 65 ára og eldri er 9,2% á íslandi, en á öðrum norðurlöndunum 11—15% af heildaríbúatölu. í bæklingi frá British Medical Association: Care of the Elderly" frá 1976, er stofn- anahlutfallið áætlað mun lægra en á norðurlöndum, eða um það bil 35 elli- og hjúkrunarheimilispláss á 1000 íbúa 65 ára og eldri, en jafnframt skyldi vera til staðar fullkomin heimaþjónusta ásamt dagspítalastarfsemi og göngu- deildarstarfsemi fyrir aldraða. Á það ber að leggja áherzlu, að Skandinavar og Bretar eru taldir vera fremstir þjóða í heiminum varðandi öldrunarþjónustu, en þjóðfélagslegar aðstæður í þessum löndum eru um margt svipaðar og hér. Þá ber og að geta könnunar Jóns Gunnlaugssonar læknis í Reykja- vík á öldruðum sjúkum í heima- húsum, en hann telur, að um 450—470 aldraðir, sjúkir dveljist í heimahúsum og af þeim þurfi töluverður hluti að vistast á stofn- un. Hverjar eru ástæður öngþveitisins: Því er að vonum, að menn spyrji, hver sé ástæðan til vist- rýmisskorts og óleystra vandkvæða heimila og sjúkrahúsa, hvað þessu viðvíkur. Ymsar ástæður hafa verið nefndar sem orsakir fyrir hinni „óvirku öldrun- arþjónustu hérlendis": 1) Vantar heildarskipulag og alla samhæfingu hinna einstöku átta öldrunarþjónustunnar, svo sem þjónustu inni á stofnunum og utan þeirra, svo sem heimilisþjón- ustu, heimilishjálp — heima- hjúkrun og starfsemi félagsmála- stofnunar. Undirstrika ber sér- staklega samhæfingu heilsufars- og félagslegrar þjónustu, og um- fram allt verða menn að gera sér ljóst, að þessar þjónustugreinar verða að gera hvorttveggja: Styðja hver aðra og styðjast hver við aðra. Raunar hefur oft verið bent á, að öldrunarþjónustan þurfi að vera ein samhangandi þjónustu- keðja og því ekki von á mikilvirk- um afköstum, þar sem hver er að bauka í sínu horni án nokkurra tilrauna til samstarfs. 2) Innlagnir á þau elli- og dval- arheimili í landinu, sem rekin eru af sjálfseignarstofnunum og ráða yfir um 75% af öllu vistrými í öldrunarþjónustunni, fara eftir samkomulagi umsækjanda um vistrými og forráðamanna við- komandi stofnana, án heilsufars- legs mats, án yfirsýnar þessara aðila, hverjir séu í mestri þörf fyrir vistun á hverjum tíma. Eins og áður greinir þekkjast slík vinnubrögð ekki meðal nágranna- þjóða okkar í Skandinaviu og Bretlandi, og enginn fer þar inn á langdvalarstofnanir, sem fá rekstrarfé frá opinberum aðilum án undangengins heilsufarlegs og félagslegs mats, sem framkvæmt er af læknum og félagsfræðingum í opinberri þjónustu. í Bretlandi er svo mikil áherzla lögð á þennan þátt öldrunarþjónustunnar, að öldrunarlækningadeildir þar draga af því nafn sitt og kallast „Assessment Geriatric units." Það er því ekki nema sjálfsögð krafa stjórnvalda og skattgreiðenda. sem ieggja til allan reksturs- kostnað til hjúkrunardeilda og hluta af reksturskostnaði dvalar- og eiliheimila, að fulitrúar í. opinberum stöðum hafi eftirlit með því, hvernig þessum fjár- munum sé úthlutað og sjái til þess, að þeir sem í mestri þörf eru á hverjum tíma, gangi fyrir við úthiutun vistrýma og tryggi, að hún sé byggð á heilsufars- og féiagslegu mati sérfróðra manna. Eigi öldrunarþjónustan að vera sómasamlega af hendi leyst, er hér um að ræða það miklar fjár- hæðir, að óforsvaranlegt er fyrir stjórnvöld að láta einkaaðila og forráðamenn stofnana eina ráða um, hvernig þessu fé er varið. 3) Heimilisaðstoð er rekin hér í mun minna mæli en meðal ná- grannaþjóða okkar. Má þar nefna heimahjúkrun, heimilishjálp, heimsendingu matar, dagvistanir, dagspítalastarfsemi og ýmsa fleiri þjónustuþætti, sem fluttir eru inn á heimilin. Auk þess vantar sam- tengingu þessara þjónustuþátta innbyrðis, einsog áður hefur kom- ið fram, en slíkt dregur úr virkni þeirra. Hér þarf að koma til stórátak í skipulagsmálum. 4) Almenningur í landinu er mjög stofnanasinnaður, því að allt fram á síðustu ár hafa menn ekki þekkt aðra lausn á vandamálum gamals fólks, sem á í erfiðleikum með að bjarga sér, en að setja það á stofnun. Um þetta veldur starf- semi sjálfseignarstofnananna sjálfsagt mestu. Þær hafa leyst brýnasta vandann, og það er út af fyrir sig góðra gjalda vert, en þær hafa því miður markað ranga stefnu í öldrunarþjónustunni og stungið heilbrigðis- og félags- málayfirvöldum landsins slíkum svefnþorni, að þau hafa lítið sem ekkert aðhafzt til að leysa þennan stóra vaxandi þátt opinberrar þjónustu. Jafnframt hafa önnur umsvif þessara stofnana verið svo í sviðsljósinu, bæði vegna fjáröfl- unarstarfsemi sinnar (Happ- drætti DAS) og annarra umsvifa, að fólk hefur hyllzt til að trúa því, að þarna sé fólgin einföld lausn allra vandamála öldrunarþjónust- unnar, en slíkt verkar raunar sem opium í þjóðarlíkamann. 5) Tryggingakerfið verkar einn- ig stofnhvetjandi á allan almenn- ing vegna hins lága lífeyris, þann- ig að það er ekki fjárhagslega hagkvæmt fyrir fjölskyldu að hafa aldinn meðlim sinn í heimahúsum, sérstaklega, ef hann er ekki heill heilsu. Á Norðurlöndum, sérstak- lega í Noregi, er þessu öfugt farið. Lífeyrir þar er það hár, að hann er talsvert búsílag fjölskyldu, og í Svíþjóð er t.d. hægt að fá umtals- verðan styrk til að hafa sjúkling í heimahúsum (sjukbirdrag i hemmet). Slíkt er að vísu hægt hér í undanþágum, en styrkurinn það lítill, að ekki munar verulega um hann. 6) Fjármögnunaraðferðir þær, sem tíðkazt*hafa sumsstaðar við byggingu dvalarstofnana, að menn geti lagt fram fé gegn forgangs- rétti að vistun, hefur þann galla að mismuna öldruðum eftir fjár- hagslegri getu þeirra. Einnig er sú hætta fólgin í þessu, að vistrýmin nýtist verr en skyldi, vegna þess, að þeir, sem lagt hafa þar í fé, flytja inn þegar vistrými er tilbú- ið, burtséð frá því, hvort þeir eru þá í þörf fyrir stofnanavistun eða ekki. Þetta er eðlileg viðleitni fólks til að tryggja sig í því öryggisleysi, sem ríkir í öldrunar- þjónustu hér, en ódrýgir óneitan- lega heildarnýtingu vistrýmanna til muna. 7) Öldrunarlækningar (Geriatri) hafa ekki verið stund- aðar sem slíkar hér við heilbrigð- isstofnanir. Slíkar deildir eru nú við öll stærri sjúkrahús nágranna- landa okkar, og t.d. í Bretlandi eru það víðá stærstu deildir við spítal- ana og sjá þá yfirleitt um hjúkr- unarheimili nágrennisins (hvort sem þau eru í opinberri eigu eða privatstofnanir), svo er og í Sví- þjóð. Af þessum sökum hafa öldr- unarlækningadeildir orðið leið- andi þáttur í allri heilbrigðisþjón- ustu fyrir aldraða, jafnframt þvi, að þær hafa orðið aðsetur kennslu í öldrunarlækningum og vísinda- legum rannsóknum á öldrunar- sjúkdómum. Hérlendis hafa öldr- unarlækningar fengið lítinn hljómgrunn, og er sérgreinin ekki viðurkennd af Háskóla íslands og engin skipulögð kennsla í öldrun- arlækningum við læknadeild Há- skólans, nema að á sl. ári voru haldnir þrír fyrirlestrar í öldrun- arlækningum á vegum kennslu- greinarinnar í félagslækningum. Kennsla er einnig í lágmarki í hjúkrunarskólunum. Hafa til- raunir til að fá sérgreinina viður- kennda og kennslu tekna upp í læknadeild lent í útideyfu. Sennilega eru öll þau atriði, sem hér hefur verið drepið á orsaka- valdar að því öngþveiti, sem ríkir í öldrunarþjónustu hér á landi. Þetta öngþveiti háir þó mest heilbrigðisþjónustunni við gamla fólkið, en geta má þess, að heim- spekideild Háskólans og félagsvís- indadeild hafa sýnt öldrunarfræð- um mun meiri áhuga en lækna- deildin, og hefur öldrunarsálfræði verið kennd um árabil í heim- spekideild og í félagsvísindadeild. Hafa félagsfræðingar gert merkar vísindakannanir á högum aldr- aðra hérlendis. Flókin þjón- ustugrein, vantar skipulagningu Ég hef í þessari grein lagt áherzlu á, að öldrunarþjónustan í nútímaþjóðfélagi er flókin og margbrotin þjónustugrein, sam- sett af mörgum þjónustuþáttum, og að rekstur ævivistunarstofnana sé aðeins einn hlekkur í þeirri þjónustukeðju. Eigi slík þjónustu- keöja að ná tilgangi sínum, má hún enga veika hlekki hafa. Um- fram allt má eðlileg framvinda þessara mála ekki stöðvast í flöskuhálsum þeim, sem sjálfs- eignarstofnanirnar virðast nú vera vegna þröngsýni og vanþekk- ingar þeirra sem þar ráða húsum á heildarmynd öldrunarþjónust- unnar. Hjá okkur er reyndar ótímabært að tala um þjónustu- keðju, því að flestir hlekkir henn- ar eru ennþá ósamsettir, og styrk- leiki hennar (þ.e. þjónustunnar) eftir því. Hver þjónustueining er að bauka í sínu horni með andlitið upp við vegginn án samvinnu sín á milli. í einu horninu sjálfseignar- stofnanirnar eftir sínu lagi, heimahjúkrun í öðru, heimilis- hjálp í þriðja og deildarskiptu sjúkrahúsin í því fjórða. Og svo mætti lengi telja. Það er því varla við því að búast, að gamalmenni, (sem við getum hugsað okkur staðsett á miðju gólfi þessa undar- lega herbergis) viti hvernig þau eiga að snúa sér til að fá þá aðstoð, er þau þurfa, oft skyndi- lega, sérstaklega þar sem þjón- ustugreinarnar sýna þeim oft á tímum aðeins óæðri endann. Það er ekki óalgengt að heyra þessa yfirlýsingu frá þeim sem aðstoðar leitar: „Það er eins og maður komi allsstaðar að lokuðum dyrum.“ Þó ber að geta einnar undantekning- ar frá þessari lýsingu hér að framan, en það er sú samvinna, sem tekizt hefur milli öldrunar- lækningadeildar Landspítalans annars vegar, svo og samvinnu Sólvangs við heimahjúkrun og félagsmálastofnun Hafnarfjarð- arbæjar. Af reynslu þeirrar sam- vinnu hafa þeir sem þátt í henni taka, sannfærzt um gildi og nauð- syn samhæfinga allra þátta öldr- unarþjóaustunnar, bæði á heilsu- farslegum og félagslegum grund- velli, svo og samtengingu þjónust- unnar, bæði inni á stofnunum og utan þeirra. Ég mun í næstu grein skýra lesendum frá hugmyndum um hvernig skipuleggja má slíka starfsemi og tryggja, að allir fái notið hennar, sem á þurfa að halda. Bróderuð straufrí sængurverasett verö kr. 13.500- Gardínuhúsið, Iðnaðarhúsinu v/Hallveigarstíg. Símaskráin 1979 Afhending símaskrárinnar 1979 hefst mánu- daginn 14. maí til símnotenda. í Reykjavík veröur símaskráin afgreidd á Aöalpósthúsinu, gengiö inn frá Austurstræti, mánudag til föstudags kl. 9—17. í Hafnarfirði verður símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni við Strandgötu. í Kópavogi verður símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni, Digranesvegi 9. Þeir símnotendur, sem eiga rétt á 10 síma- skrám eöa fleirum, fá skrárnar sendar heim. í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði verður símaskráin aðeins afhent gegn afhendinga- seðlum, sem póstlagðir voru í dag til símnotenda. Athygli símnotenda skal vakin á pví aö símaskráin 1979 gengur í gildi frá og með föstudeginum 1. júní 1979. Símnotendur eru vinsamlega beönir aö eyöi- leggja gömlu símaskrána frá 1978 vegna fjölda númerabreytinga, sem oröiö hafa frá því aö hún var gefin út, enda er hún ekki lengur í gildi. Póst- og símamálastofnunin. Evrópumarkaðsdeild Laser seglbátanna óskar eftir umboðsmanni til að annast dreifingu á íslandi. Allir áhugamenn um siglingar vita aö Laser hefur aflað sér heimsfrægðar. Laser er í aljóðaflokki seglbáta, sem einn maður getur stjórnað, cg auðvellt er að koma honum fyrir á bílþaki. Báturinn er mjög vinsæll hjá þeim sem stunda siglingar að staðaldri ekki síður en þeim sem skreppa á sjó öðru hvoru. Yfir 70.000 Laserbátar hafa þegar selst um heimallan. Áhugasamur og virkur kunnáttumaður óskast sem gæti varið nokkru af tíma sínum til sölu og markaðsþjónustu á framleiðslu sem áreiðanlega ryður sér til rúms á íslandi. Sendið bréf (tilboð) með upplýsingum um fyrir- típki vníi r f-11 PERFORMANCA SAILCRAFT SA Quai Suchard 20, 2003 Neuchatel/Switzerland sími 038/25 52 52, telex 35659 pssa ch

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.