Morgunblaðið - 11.05.1979, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.05.1979, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 t Moöir okkar HALLDÓRA SAMÚELSDÓTTIR, Sjafnargötu 3, lést fimmtudaginn 10. maí. Kristín og Marta Pétursda Gunnar Pétursson. itur, t JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Langholtsvegí 131, Reykjavík, fyrrum húsfreyja aö Álfadal á Ingjaldssandi, andaöist í Land- spítalanum að morgni fimmtudags 10. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín og móöir okkar SIGRÍDUR V. EGGERTSDÓTTIR, Bragagötu 24, Reykjavík andaöist hinn 9. maí síðastliðinn. Óskar Bergsson, Elsa Óskarsdóttir, Eggert Óskarsson. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi ÁRNI JÓNSSON, fyrrverandi verkstjóri í Járnsteypunni h.f., andaöist á heimili sínu Byggöarenda 22 9. maí. Jarösungiö veröur frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriöjudaginn 15. maí ki m 'in Soffía M. Jóhannesdóttír, börn, tengdabörn og barnabörn. Móöir mín, fóstra og amma SOFFÍA H. ÓLAFSDÓTTIR er andaöist 27. apríl síöastliöinn veröur jarösungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 14. maí kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, María Jóhannesdóttir, Guólaugur Guómundsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Erla Strand Eínar Strand. t Jaröarför bróöur okkar og fósturbróöur, EINARS SVEINSSONAR, frá Ólafsvík, fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 12. maí n.k., kl. 14. Systkini og fóstursystir hins látna. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför JÓNS GUÐBJARTSSONAR, Saabraut 18, Seltjarnarnesi. Sérstakt þakklæti færum viö starfsfólki gervinýrans og deildar 3D Landspítala. Unnur Þóröardóttir, Steinn Jónsson, Jónína Jónasdóttir, Jónína Guðrún Jónsdóttir, Guömundur Ragnarsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar og fósturdóttur JÓNÍNU ADALSTEINSDÓTTUR, Hátúni 10B. Valdimar Örn Jónsson, Rósa Einarsdóttir. t Þökkum innilega vináttu og hlýhug viö fráfall og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, frá Stykkishólmi. Hilmar Gestsson, Hanna Kristinsdóttir, Ólafur Gestsson, Ingibjörg Axelsdóttir, Gyöa Gestsdóttir, Viöar Gestsson, Halldóra Karlsdóttir, Erla Gestsdóttir, Skarphéöinn Njálsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjónaminning: Ólafía Björg Jónsdóttir Guðjón Bjamason frá Gestsstöðum, Búðum Hjónin ÓLafía Björtc Jónsdóttir Fædd 2. desember 1892 Dáin 25. júnf 1964 ok Guðjón Bjarnason Fæddur 15. marz 1892 Dáinn 25. apríl 1979 Frá Gestsstöðum. Búðum, Fá- skrúðsfirði. Minnintí. Aðfaranótt 25. apríl 1979 andað- ist á sjúkrahúsinu í Neskaupstað Guðjón Bjarnason frá Fáskrúðs- firði, 87 ára að aldri. Guðjón var fæddur 15. marz 1892 að Ánastöð- um i Breiðdal. Foreldrar hans voru hjónin Sigurveig Daníels- dóttir, hálfsystir Þórhalls Dan- íelssonar kaupmanns á Horna- firði, hins landsþekkta athafna- manns og Bjarni Bjarnason, Niku- lásar Sverrissonar frá Keldunúpi í Vestur-Skaftafellssýslu. Móðir Nikulásar hét Ólöf Sverr- isdóttir en kona Nikulásar, Hall- dóra Pálsdóttir, Snjólfssonar, Finnssonar sterka. Börn Nikulásar og Halldóru voru 13 að tölu. Dóu mörg þeirra ung að aldri. Ein systirin, Ólöf, kemur mest við sögu sunnan jökla fyrir hetjudáð er hún drýgði með því að bjargast af sjálfsdáðum til byggða, ásamt dóttur sinni, eftir að snjóflóð hafði tekið af bæ hennar, Víðidal í Lóni, og orðið bónda hennar að bana ásamt tveim börnum. En þær mæðgur komu fram í Álftafirði löngu eftir slysið. Bjarni afi Guðjóns hélt einnig i austurveg eins og ÓLöf systir hans, settist að í Breiðdal og eignaðist þar afkomendur. Þau Sigurveig og Bjarni voru foreldrar 9 myndarlegra barna, sem öll áttu það sameiginlegt síðar meir að koma meira og minna við sögu Fáskrúðsfjarðar. Þar settu þau svipmót sitt á samtíð sína og unnu af sæmd og dugnaði að uppbyggingu staðar- ins. Guðjón var einn af þeim, en samt tengdist hann ekki Fá- skrúðsfirði strax. Kornungur fer hann í fóstur til vandalausra, er foreldrar hans þurftu að bregða búi, vegna jarðnæðisskorts. Guðjón ólst upp við alla algenga sveitavinnu í Breiðdal, og þar á meðal smalamennsku og hjásetu eins og títt var á þeim tíma. Hann þótti trúr hjarðsveinn og hlaut að launum kalsár á fæti, eitt sinn er hann var við slík gæzlu- störf og var talið að hundurinn hans hafi bjargað því að ekki fór verr. Ást sína á sauðkindinni hefur hann tekið með sér í vega- nesti yfir fjöllin, því alltaf átti Guðjón margt fé, sem var mikil uppistaöa í búskap hans, og síð- ustu árin sér til augnayndis, þegar flest annað var horfið á braut. Guðjón var 2 ár vinnumaður að Hafranesi eftir að hann flyzt úr Breiðdal. Síðan stundar hann sjómennsku um stundar sakir, bæði frá Skálavík og siðan úr Vestmannaeyjum. Vorið 1917 flyzt hann alkominn að Búðum og fæst þá við eigin útgerð um tíma með öðrum manni, en ekki mun útgerðin hafa staðið lengi, og tekur þá við almenn daglaunavinna. Guðjón giftist 25. nóvember 1917 Ólafíu Björgu Jónsdóttur sem þá var ráðskona við útgerð hans. Ólafía var Árnesingur að ætt og uppruna, fædd 2. desember 1892. Hún var fóstursystir Bjarna Bjarnasonar fyrrum skólastjóra að Laugarvatni og ólust þau upp í Auðsholti á því myndar heimili. Þaðan lágu sporin til höfuðborg- arinnar og víðar í vist og vinnu- mennsku, þar sem hún kynntist mönnum og málefnum og nam í því sambandi margt til munns og handa, sem átti eftir að koma sér vel síðar meir á lífsleiðinni. Ólafía hafði því talsverða lífsreynslu er hún steig á land á Austfjörðum. Á öðrum tug aldarinnar var algengt að fólk af Suðurlandi, bæði menn og konur, leituðu eftir sumarvinnu á Austfjörðum, og sýnir það vel uppgang þess landshluta á þeim árum. Þannig voru örlög þessarar sunnlenzku konu ráðin, Fá- skrúðsfjörður varð hennar fyrir- heitna land eftir komuna þangað. Börn Guðjóns og Ólafíu eiga því rætur í blandaðri moid sömu fósturjarðar. Ólafíu voru gefnir margir góðir kostir í vöggugjöf, bæði líkamleg hreysti og andlegt atgerfi. Hún var virðuleg kona í allri framgöngu svo engum duldist að þar fór meira en meðal mann- eskja. Hún vakti á sínum yngri árum verðskuldaða athygli og koma mér þá í huga ummæli gamallar konu frá Tannastöðum undir Ingólfsfjalli. Er hún rifjaði upp sínar æskuminningar, þá minntist hún Ólafíu ungrar stúlku í Kotstrandarkirkju, fyrir það hvað hún bauð af sér ferskan æskuþokka og hinn smekklegi klæðaburður kom henni enn fyrir sjónir eftir öll þessi umliðnu ár. Þannig var Ólafía allt sitt líf, smekkleg kona, þótt efnin væru ekki alltaf mikil á veraldar vísu. Hún var í eðli sínu lista sauma- kona og saumaði mikið á sínu heimili. Var orð á því haft hvað börn hennar voru jafnan snyrti- lega til fara í skólanum. Allt fór vel úr höndum Ólafíu, þótt oft væri saumað tvisvar úr sömu flíkinni. Þessi snyrtimennska og dugnaður hefur gengið í arf til margra hennar niðja, en hún var kona sem gerði mestar kröfur til sjálfrar sín, og var heimilinu stjórnað af fastmótaðri reglusemi af hennar hendi. Ólafía lést 25. júní 1964, eftir nær 47 ára farsælt hjónaband. Lengst af bjuggu þau hjón í litlu -húsi, sem Geststaðir heita, en áður í Byggðarholti, en það hús byggði Guðjón. Geststaðir standa um það bil í miðjum kaupstaðnum og teygir túnið sig niður að götunni gegnt barnaskólanum. Til beggja handa streyma lækir ofan úr fjallinu, með ljúfan klið, syngjandi inn í hugljúfa morgna og róandi kvöldljóð hins deyjandi dags. Guðjón lagði mikla vinnu í að rækta upp túnið sitt, sem var himn mesta staðarprýði og einn af gróskublettum bæjarins. Vísa vinnu átti Guðjón í mörg ár við afgreiðslu skipaútgerðar- innar hjá Jóni Davíðssyni verzlun- arstjóra á Tanganum og síðar Þorvaldi syni hans. Oft kom vinnulúinn maður heim að kvöldi eftir dagstritið og beið skipakomu næturinnar til áframhaldandi vinnu. í átta ár var hann utanbúðar- maður hjá kaupfélaginu og kjöt- matsmaður á Fáskrúðsfirði um áraraðir, enda átti enginn betra saltkjöt en Guðjón á Geststöðum. Sem fyrr getur drýgði Guðjón ætíð tekjur sínar með myndarlegu fjárbúi. Oft fékk hann fallegar kindur af fjalli á haustin. En hann vildi líka vera heybirgur, þegar harðnaði á dalnum og ekki minnk- aði stabbinn eftir að ungu menn- irnir komu til sögunnar með véltæknina. Eftir það varð Guðjón bara heiðursfélagi við heyskapinn. Þar unnu þessar tvær kynslóðir hlið við hlið og var það Guðjóni mikill ánægjuauki er sú þriðja fylgdi fast á eftir því Guðjón var afar barngóður maður. Þrálátur sjúkdómur ásótti hann oft, svo hann var tilneyddur að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta gekk yfir í bylgjum og alltaf vildi Guðjón heim í bæinn sinn á ný. En nú var allt breytt. Húsið bergmálaði ekki lengur af glöðum barnaröddum og konan löngu dáin. En heima vildi Guðjón vera, þar sem hver hlutur var á sínum stað, rétt eins og í tíð Ólafíu. Þannig vildi Guðjón hafa það. Hann bar ætíð mikla virðingu fyrir konu sinni og stóð helgan Hrefíia Ingimarsdóttir frá Litla-Hóli -Minning Látin er gömul og góð vinkona mín, frú Hrefna Ingimarsdóttir frá Litla-Hóli í Eyjafirði. Hún var fædd 9. janúar 1889, og var því níræð er hún lést. Laugardaginn fyrir páska, 14. apríl s.l., er hún var að borða hádegisverðinn, hné hún út af og var þegar látin. Síðuatu árin dvaldi hún að Minni-Grund við Blómvallagötu 12 í Reykjavík. Lét hún vel af verunni þar. Nú stóð til að stækka hælið og átti hún von á að fá þar nýtt herbergi, og hlakkaði til þess. Annars hafði hún gott herbergi á fyrstu hæð allan tímann þar á hælinu. Hrefna var mikilhæf og merk kona, og góður vinur vina sinna. Eg man eftir henni sem fallegri, ungri stúlku heima á Akureyri, snemma á öldinni. Hún starfaði hjá Kaupféalgi Eyfirðinga. En ég kynntist henni um 1920, í Reykja- vík. Þá rak hún snyrtistofu á Aðalstræti 6. Þar kynntist ég henni fyrst, sem viðskiptavinur. En kynnin urðu fljótlega meiri, og urðum við góðar vinkonur, og hefir sú vinátta haldist, þó langt hafi verið á milli okkar síðustu fjörtíu og tvö árin og við því sjaldan sést. En á þessum árum 1920 — ’37 (er ég flutti aftur til Akureyrar), voru Ásthildur Kol- beins, skrifstofumaður og Þor- björg Guðjónsdóttir, bankagjald- keri, miklar stöllur mínar og vinkonur alla tíð. Við höfðum saumaklúbb, og fórum ýmislegt saman. Og nú bættist Hrefna í hópinn, og svo Henny Kristjánsson (kona Arngríms skólastjóra) er kom til landsins. Þetta voru mjög skemmtileg ár. Allar eru þær látnar, og nú síðast Hrefna. Guð blessi þær allar. Starfsgrein sína lærði Hrefna í Kaupmannahöfn, og seinna fór hún til New York, að læra það sem nýjast var í hár-, hand- og andlits- snyrtingu. Hún var snillingur í sinni starfsgrein. En einn góðan veðurdag giftist hún Guðmundi Bergssyni, fyrrv. póstmeistara. Keyptu þau hús á Bergstaðastræti, og bjuggu þar í mörg ár. Fyrir allmörgum árum lést Guðmundur, og þá fékk Hrefna sér minna húsnæði. En hún vann aldrei utan heimilis eftir að hún giftist. Hrefna var vel greind og las mikið, góðar bókmenntir. Einnig vann hún mikið í höndum. Var lagin og vandvirk. Upp á síðkastið var sjónin farin að deprast, svo hún gat ekki lengur lesið. En margir lásu fyrir hana, og hún hlustaði mikið á útvarp, og minnið var gott. Mér fannst hún halda sér mjög vel, bæði andlega og í útliti. Ég vissi ekki annað en að hún væri heilsuhraust, og þakklátur er maður fyrir að hún fékk að fara á þennan hátt. Hrefna vissi ætíð hvað hún vildi. Hún var búin að segja fyrir, að í kyrrþey vildi hún hverfa héðan, og að líkið skyldi brennt. Ég þakka minni kæru Hrefnu Ingimarsdóttur vináttu í sextíu ár, og óska henni blessunar á nýjum leiðum. Ragnheiður 0. Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.