Morgunblaðið - 11.05.1979, Side 39

Morgunblaðið - 11.05.1979, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 39 Liverpool er ekkert meðallið 11 titlar nú í öruggri höfn UM 50.000 manns fjölmenntu á Anfield Road í Liverpool, þegar heimaliðið mætti Aston Villa í 1. deildar leik. Sigur þýddi, að ekki eitt einasta lið átti lengur svo mikið sem stærðfræðilegan möguleika á því að ná Liverpool að stigum. Aston Villa hefur leikið vel að undanförnu, en eigi að síður vann Liverpool auðveldan sigur, 3—0, og áhorfendur fögnuðu þeim lengi og innilega, því að ellefti Englandsmeistaratitill- inn var þar með í höfn. Er ekki ofsögum sagt, að ferill Liverpool hafi verið einstakur síðustu árin, en á sjöunda áratugnum hefur varla liðið keppnistímabil án þess að Liverpool hafi bætt stórbikurum í safnið og stundum fleiri en einum. Knattspyrnufélagið Liverpool FC var stofnað árið 1892 og ári síðar var það kosið í aðra deildina í Englandi, en í þá daga voru deildirnar aðeins tvær. Félagið var aðeins eitt ár í 2. deild áður en það tryggði sér sæti í 1. deild. Sæti sem félagið missti strax ári eftir. Síðan var félagið til skiptis í 1. og 2. deild, nokkur ár í senn á hvorum stað. Síðast var liðið í 2. deild tímabilið 1954 — 1962, en þá fór féiagið upp í fyrstu deild og hefur verið þar allar götur síðan. Afrekaskrá Liverpool er vægast sagt stórkostleg og væri ekki úr vegi að líta á hana. 1893—94: 1. sæti í 2. deild. 1895—96: 1. sæti í 2. deild. 1898—99: 2. sæti í 1. deild. 1900-1901: 1. sæti í 1. deild. 1904- 1905: 1. sæti í 1. deild. 1905— 1906: 1. sæti í 1. deild. 1909—1910: 2. sæti í 1. deild. 1914: 2. sæti í FA-bikarnum. 1921— 22:1. sæti í 1. deild. 1922— 23: 1. sæti í 1. deild. 1946—47: 1. sæti í 1. deild. 1950: 2. sæti í FA-bikarnum. 1961—62: 1. sæti í 2. deild. 1963—64:1. sæti í 1. deild. 1965: 1. sæti í FA-bikarnum. 1965—66: 2. sætið í Evrópukeppni bikarhafa. 1965-66: 1. sæti í 1. deild. 1968—69: 2. sæti í 1. deild. 1971: 2. sætið í FA-bikarnum 1972—73:1. sæti í fyrstu deild. 1972— 73: 1. sæti í UEFA-bikarnum. 1973— 74: 2. sæti í 1. deild. 1974: 1. sæti í FA-bikarnum. 1974— 75: 2. sæti í 1. deild. 1975— 76: 1. sæti í 1. deild. 1975— 76: 1. sæti í UEFA-bikarnum. 1976— 77: 1. sæti í 1. deild. 1977: 2. sæti í FA-bikarnum. 1976— 77: 1. sæti í Evrópubikar meistaraliða. 1977— 78: 2. sæti í 1. deild. 1977—78: 2. sæti í deildar- bikarnum. 1977— 78: 1. sæti í Evrópubikar meistaraliða. 1978— 79: 1. sæti í 1. deild. Það leikur ekkert lið þetta eftir Liverpool, en þarna innanborðs eru hvorki meira né minna en 11 meistaratitlar, auk ýmissa bikara t.d. Evrópubikar meistaraliða, sem hafði aðeins einu sinni áður unnist af ensku liði, Manchester Utd. 1968. Liverpool á einnig • Leikmenn Liverpool í sigurvímu eftir að hafa unnið Evrópubikar meistaraliða annað árið í röð á síðastliðnu vori, en þá bar liðið sigurorð af FC Brugge, 1—0, á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. • Núverandi stjóri, Bob Paisley, gefur Shanklcy lítið eftir sem hugsuður og afburða framkvæmdastjóri. möguleika á að setja tvö met í deildarkeppninni í ár. Annars vegar hefur liðið aðeins fengið á sig 16 mörk í leikjum sínum til þessa, en áður hafði ekkert lið fengið minna en 24 mörk á sig á heilu keppnistímabili. Liverpool slær því met þetta ef vörnin fær á sig færri mörk en 8 í tveimur síðustu leikjum sínum, en jafna metið verði mörkin 8. Það er mjög fjarstæðukennt að ætla að Liver- pool fái þann sæg marka á sig úr þessu eftir það sem á undan er gengið. Ofan á þetta bætist að liðið hefur skorað yfir 80 mörk í deildinni í vetur og hefur félagið líklega aldrei unnið titilinn á jafn glæsilegan hátt. Hitt metið sem leikmenn Liver- pool stefna nú að er að vinna titilinn á hærri stigafjölda en áður hefur gerst. Til þess þarf Liverpool að vinna síðustu tvo leiki sína, en þá hlýtur liðið einu stigi meira en Leeds gerði þegar félagið vann titilinn fyrir fáum árum. Liverpool hefur þrátt fyrir allt aldrei tekist að vinna hina einu sönnu „tvennu“ sem Bretar kalla, eða bæði titilinn og FA-bikarinn á sama keppnistímabilinu. Tvö ensk lið hafa afrekað það, Lundúnaliðin Tottenham og Arsenal. Á allra síðustu árum hefur liðið þó verið aðeins feti frá því, en í bæði skiptin var það sama liðið sem hafði bikartak á meisturunum. Árið 1977 tapaði Liverpool í úr- slitaleik FA-bikarsins 1—2 fyrir Manchester Utd. og skemmst er að minnast þess, að sama félag og raunar sami leikmaðurinn Jimmy Greenhoff, skaut Liverpool út úr bikarkeppninni í undanúrslitum fyrir fáum vikum. í öðru tilvikinu, hinu fyrra, var Liverpool orðið enskur meistari og í síðara tilvik- inu var Liverpool með unnið mót, þrátt fyrir stærðfræðilega mögu- leika liða eins og WBA og Notting- ham Forest. Það sýnir þó kannski best hvers lags yfirburðalið Liver- pool er og hefur verið síðustu árin, að þremur dögum eftir að hafa tapað fyrir United á Wembley árið 1977, reif það sig upp úr hinum augljósa vonbrigðadal og gersigr- aði hið geysisterka vestur-þýska lið Borussia Mönchengladbach í úrslitum Evrópubikarkeppni meistaraliða. Ef undan er skilinn hálfur þriðji áratugur á þessari öld, kemur í ljós, að velgengni Liverpool hefur einkum verið á sjöunda áratugn- um og þeim áttunda. Það eru einkum leikmennirnir sjálfir sem þakka það tveimur óviðjafnanleg- um þjálfurum, þeim Bill Shankley og síðan arftaka hans, Bob Paisley. Það sýnir hinn góða liðsanda hjá Liverpool, að þeir kapparnir Shankley og Paisley hafa alltaf á hinn bóginn verið fljótir að eftirláta leikmönnunum allan heiðurinn. Stewart stendur sig ÞAÐ VAR töluvert um það rætt, þegar íslenska landsiiðið í körfuboita var á keppnisfcrðalagi fyrir skömmu, að Skotar, mótherjar íslendinga í tveimur landsleikjum, íétu í ljós mikinn áhuga á að fá ÍR-inginn Poul Stewart til liðs við sig, þar sem hann er af skosku bergi brotinn. Ekkert varð þó úr því um sinn, cn í leikjunum gegn íslendingum, mciddist einn skosku leikmannanna það illa, að hann varð að draga sig út úr hópnum. Fékk þá Stewart skyndilega bréf frá Skotum, þar sem nærveru hans væri óskað og var kappinn fljótur út. Síðan hefur töluvert vatn runnið til sjávar og Skotar leikið nokkra leiki. Stewart hefur verið misjafnlega mikið með og stendur lítið, enda hefur hann átt í nokkrum erfiðleikum eftir að hann slasaði sig í upphitun norður á Akureyri í vetur. Stewart vann þó bókstaflega einn leikinn fyrir Skota. en það var gegn Sviss. Skotar unnu naumlega og Stewart skoraði 29 stig í leiknum og var besti maður skoska liðsins. Skoska liðið hefur nú komið sér í úrslitakeppni sem fram fer á Ítalíu innan skamms. Tryggingamót í knattspyrnu í KVÖLD föstudag 11. maí gengst Brunabótafélag íslands fyrir innanhússknattspyrnumóti milli tryggingafélaganna. Keppt verður í íþróttahúsinu Ásgarði Garðabæ og hefst keppnin kl. 20.00. Sex lið taka þátt f keppninni, Brunabótafélag íslands, Tryggingamiðstöðin. Almennar tryggingar, Ábyrgð. Samvinnutryggingar og Trygging. Búast má við harðri keppni og spennandi. Keppt verður um veglegan bikar til eignar, sem gefinn er af Brunabótafélagi íslands. • Kenny Dalglish sækir að marki FC Brugge í úrsiitaleiknum um Evrópubikar meistaraliða 1978. Til varnar cru Birgir Jenscn markvörður og Eduard Kieger. Liverpool vann að sjálfsögðu og Dalglish skoraði sigurmarkið. Valur opið hús ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Valur er 68 ára í dag. í tilefni dagsins verður opið hús ásamt veitingum í Félagsheim- ilinu að Hlíðarenda og hefst það klukkan 15.00 og stendur til klukkan 18.00. Valsmenn bjóða velkomna alla félagsmenn og velunnara félagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.