Morgunblaðið - 19.05.1979, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979
23
- *r
yífc&sf* ■
komað
i tisM
- viö værum alveg viðbúnir því eins og öllum
breytingum og nýjungum.
krommenie gólfdúkur vísar veginn:
- einstæð hönnun - níðsterkur
- hagstætt verö - og leikur
að halda honum hreinum.
Lítið inn hjá okkur og skoðiö úrvalið.
liiurinn
Síðumúla 15 sími 3 30 70
sitjum í minnihluta bæjarstjórnar.
Og það athyglisverða er, að í ljós
kom bein hræðsla við almenna
umræðu um jafnsjálfsagt mál.
Fram voru komnar tvær tillögur
um sama efni, en í grundvallaratr-
iðum gerólíkar. Önnur var sett
fram til stuðnings einkahags-
munum fjárfestingarmanna, en hin
sett fram af félagshyKgjufólki til
stuðnintís aukins velferðarsamfé-
lajís. Þennan t;rundvallarmismun
þorðu meirihlutamenn t?reinilet;a
ekki að ræða.
Eins og fram kemur í frávísunar-
tillögu meirihluta bæjarstjórnar,
þá er hér á ferðinni alveg nýr
skilningur á vandamálum aldraðra.
Þau eru fyrst og fremst fólgin í því
að trygtíja fjárfestingarhagsmuni
aldraðra. og þá sjálfsagt einkum
eignamanna, en eins og segir í
Guðrún K. Þorbergsdóttir bæjarfulltrúi:
tillögu meirihlutans, þá á bæjarfé-
lagið að sjá um að „eldra fólki verði
gert mögulegt að tryggja fjármuni
sína í fasteignum ...“ Það má þvi
segja að hér ráði kapitalískt
steinsteypusjónarmið algjörlega
ferðinni.
Meirihlutamenn í bæjarstjórn
Seltjarnarness hafa ekki gert grein
fyrir því, hvernig tryggja beri hag
þeirra sem ekki eru nægilega fjár-
sterkir til að kaupa sér íbúð. Meðan
ekki er tryggður jafn réttur allra,
ríkra sem þeirra efnaminni til
búsetu í íbúðum fyrir aldraða, þá
búa íbúar Seltjarnarne'ss ekki í
velferðarsamfélagi.
Vilji íbúanna?
Draumabærinn Seltjarnarnes er
því miður ekki annað en draumsýn
nokkurra talsmanna bæjarins. Það
er sorglegt að þurfa að viðurkenna
það, og við upprifjun á ummmælum
þeirra minnist maí.ir stundum
ævintýris H.C. Andersen um „Nýju
fötin keisarans“. Það er auðvelt að
hafa útsvörin lág og veita afslátt af
fasteignagjöldum, þegar bæjarfé-
lagið heldur að sér höndum í
málefnum aldraðra og treystir á
eignamenn til að leysa þann vanda
fyrir sjálfan sig og hinir efnaminni
verða útundan. Þegar komið er í veg
fyrir byggingu dagheimila og skóla-
dagheimila fyrir börn og treyst á að
þeir sem þurfi á slíkri þjónustu að
halda flytji brott, þegar ráðist er í
framkvæmdir í heilsugæslumálum í
krafti þess, að ríkið borgi megin-
hluta kostnaðarins.
Nýjustu atburðir í bæjarstjórn
Seltjarnarness vekja hins vegar
upp spurningar um það, hvort íbúar
Seltjarnarness vilja eiga það að
mestu undir fjárfestingaspeku-
lasjónum eignamanna, hvort aldr-
aðir geti búið þar til æviloka.
Fjárfestingarhagsmunir eóa velferóarþjónusta?
Myndlist í
Hlégarði
ÁHUGAFÓLK um myndlist hef-
ur að undanförnu haldið sýningu
í Hlégarði í Mosfellssveit.
Sýnendur eru 14, en verkin alls
47, nær allt olíumyndir, og hafa
nokkrar þeirra þegar selzt.
Kvenfélag Lágafellssóknar
gekkst fyrir tveimur námskeiðum
á s.l. vetri og var sýningin opnuð í
tilefni af aðalfundi félagsins 14.
maí. Kennarar voru þeir
Guðmundur Karl og Gunnlaugur
Stefán Gíslason listmálarar. Er
þetta annar veturinn, sem kven-
félagið heldur slík námskeið.
Sýningin verður opin í dag,
laugardag, kl. 6—8, en henni lýkur
á sunnudag. Verður hún þá opin
frá kl. 1—10 e.h.
„1) Að bæjarfélagið veiti aðstöðu
til að einstaklingarnir geti hjálpað
sér sjálfir og 2) að hjálpa þeim
einstaklingum, sem af ýmsum óvið-
ráðanlegum og félagslegum
ástæðum geta ekki af eigin ramm-
leik búið að hag sínum á efri árum.“
Það er hart til þess að hugsa, að það
flokkist undir getuleysi og þjóðfé-
lagslegt afbrigði hafi maður ekki
náð að fjárfesta í ýmsum stærðar-
gráðum af húsnæði til að geta
tryggt sér viðunandi lífsviðurværi
áður en ævin er öll. Tillaga þessi
brýtur svo gersamlega í bág við
hugmyndir þær sem félagshyggju-
fólk gerir sér um slíkar fram-
kvæmdir, að minnihluti bæjar-
stjórnar lagði fram eftirfarandi
tillögu:
„Bæjárstjórn beiti sér fyrir og
annist byggingu og rekstur á íbúð-
um aldraðra svo fljótt sem auðið er.
Við byggingu húsnæðisins skuli
tryggt að þar verði aðstaða til að
veita íbúum þess alhliða þjónustu
og nauðsynlega umönnun. Við
Ákveðnar hugmyndir eru ríkj-
andi um það í hverju velferðarsam-
félag eigi að vera fólgið. I velferðar-
samfélagi er veikum séð fyrir lækn-
ishjálp og hjúkrun. í velferðarsam-
félagi er leitast við að sjá þeim
foreldrum fyrir dagvistun barna
sinna sem á henni þurfa nauðsyn-
lega að halda. Þar er sinnt jafnt
ungum sem gömlum, ríkum sem
fátækum. Þar er félagslegri hjálp
og þjónustu beint á eins víðtækan
hátt og auðið er. Það bæjarfélag er
ekki velferðarsamfélag þar sem það
er undir fjárhag einsaklingsins
komið, hvernig búið er að honum í
eliinni, hvernig hlúð er að honum í
veikindum eða í örkuml, eða hvern-
ig búið er að yngstu kynslóðinni.
Hvað eftir annað á undanförnum
mánuðum hafa frásagnir af hinu
einstæða bæjarfélagi, Seltjanar-
nesi, verið lestrarefni í dagblöðun-
um. Talsmenn Sjálfstæðismeiri-
hlutans hafa hvað eftir annað
komið fram á sjónarsviðið og látið
hafa eftir sér frásagnir af dásemd-
um bæjarins og hinum lágu skött-
um sem lagðir eru á íbúana. Að
þeirra dómi er Seltjarnarnes
draumabær, sem skortir ekkert
nema áfengisútsölu. Þar er vel-
megunin svo mikil að ekki er nýtt
til fulls heimild til 11% útsvars-
álags og meiri afsláttur er veittur
af fasteignagjöldum en í flestöllum
öðrum sveitarfélögum landsins.
Félagslejí þjónusta
í lágmarírí
Bæjarstjórnarmeirihlutinn á Sel-
tjarnarnesi virðist heldur ekki hafa
áhyggjur af félagslegri þjónustu.
Hún er í algjöru lágmarki. Meiri-
hlutamenn stinga höfðinu í sandinn
og leyna staðreyndunum í hugarór-
unum um dásemdirnar. Þeir minn-
ast ekkert á það, að á Seltjarnar-
nesi er ekkert dagheimili fyrir
börn, ekkert skóladagheimili, eng-
inn einasti leikvöllur á norðurhluta
Nessins, leikskólinn býr við hrör-
legan húsakost, lágmarksþjónusta
er veitt fyrir aldraða, svo ekki sé
minnst á dagvistun fyrir þann
aldurshóp. Aldraðir Seltirningar
vistast nú einkum á Hrafnistu og
Grund.
Einnig má nefna að brunavarnir
sækja Seltirningar til Reykjavíkur,
svo og strætisvagnasamgöngur og
heilsugæsluþjónustu, þótt úrbóta á
því sviði sé von, en þá er það líka
ríkið sem borgar brúsann að lang-
mestu leyti.
Stundum hvarflar það að manni,
að sjálfstæðismeirihlutanum á Sel-
tjarnarnesi sé engan veginn ljóst,
hverjar séu félagslegar þarfir íbú-
anna og hvers vegna það sé skylda
forvígismanna bæjarfélagsins að
sjá íbúunum fyrir víðtækri félags-
legri þjónustu. Það er sorglegt til
þess að vita að sumir forvígismann-
anna virðast skoða það sem hreins-
un á „óþurftarlýð" þegar íbúarnir
flytja burt vegna skorts á félags-
legri þjónustu.
Félagshyggjufólk á Seltjarnar-
nesi hefur lengi haft það á stefnu-
skrá sinni að ráða bót á málefnum
aldraðra. Fyrir mér hefur það alltaf
verið sjálfsagt mál, að yrði ráðist í
það verkefni að reisa húsnæði fyrir
aldraða, þá yrði það mál bæjarfé-
lagsins sjálfs. Það hefði frumkvæði
og getu til að sjá um framkvæmd
slíks verkefnis.
íbúðir fyrir
aldraða
Á undanförnum þrem fundum
bæjarstjórnar Seltjarnarness hafa
íbúðabyggingar fyrir aldraða verið
á dagskrá og kemur það skýrt fram
að bæjarstjórnarmeirihlutinn ætl-
ar nú enn einu sinni að skjóta sér
undan skyldum sínum. Hann ætlar
ekki að standa að slíkum fram-
kvæmdum. Hann ætlar að kasta af
sér ábyrgðinni og leita til einstakl-
inga og þá væntanlega þeirra efna-
meiri, því hverjir aðrir eiga það
umframfé sem nauðsynlegt er til að
taka þátt í byggingu húsnæðis
sameignarfyrirtækisins sem nú að
að leysa vanda íbúðabygginga aldr-
aðra?
Á bæjarstjórnarfundi fyrir
nokkru síðan var flutt tillaga sjálf-
stæðismeirihlutans um byggingu
íbúða fyrir aldraða. Þar sýnir
meirihluti bæjarstjórnar vissulega
sína réttu hlið. Tillagan er svo-
hljóðandi:
„Bæjarstjórn Seltjarnarness
samþykkir að taka þátt í sameign-
arfélagi um byggingu og rekstur
íbúða fyrir aldraða, ef af verður.
Bæjarstjórn samþykkir að kjósa nú
þegar 3ja manna nefnd til þess að
gera tillögur um stofnsamning fyrir
sameignarfélagið eða finna annað
rekstrarform ef hentugra þætti.
Framlag bæjarsjóðs til félagsins
yrði m.a. lóð og gatnagerðargjöld
auk beinna fjárframlaga."
Tillagan gerir ekki kröfur til þess
að bæjarfélagið tryggi framkvæmd
verksins, heldur skuli leitað hóf-
anna hjá efnuðum bæjarbúum til
að mynda sameignarfélag þar sem
þeir gætu lagt í fé sitt og þannig
fjárfest í íbúðum. Bærinn ætlar
re.vndar að leggja fram lóð og gefa
eftir gatnagerðargjöld og þá sjálf-
sagt til að létt yrði örlítið á
útgjöldum eignamannanna í fast-
eignasöfnun þeirra. í greinargerð
kemur fram, að bæjarféiagið má
aðeins eiga allt að helmingi eignar-
innar og að megintilgangurinn með
stofnun sameignarfélagsins sé tví-
þættur:
rekstur húsnæðisins skuli tryggt að
allir bæjarbúar án tillits til efna-
hags, hafi jafnan rétt til búsetu í
húsnæðinu."
Fjárfcstingar-
hagsmunir í stað
velferðarþjónustu
Þegar kom að umræðu um tillögu
minnihluta bæjarstjórnar á fundi
sl. miðvikudag sýndi meirihluti
bæjarstjórnar þá fáheyrðu ósvífni
að vilja ekki einu sinni ræða tillög-
una og lagði strax fram undarlega
frávísunartillögu: „Tillaga D-list-
ans gerir ráð fyrir mikið víðtækari
uppbyggingu og því að eldra fólki
verði gert mögulegt að tryggja
fjármuni sína í fasteignum. Sel-
tjarnarnesbær mun að sjálfsögðu
tryggja rétt þeirra sem ekki hafa
bolmagn til þátttöku. Samkvæmt
framansögðu leggjum við til að
tillögunni verði vísað frá.“
Viðhorf sjálfstæðismeirihluta
bæjarstjórnar Seltjarnarness, til
félagslegrar þjónustu hafa löngum
verið ljós, eins og áður hefur komið
fram. En jafnfáheyrð vinnubrögð
og hér birtust vöktu þó engu að
síður furðu mína og okkar sem
Málef ni aldraðra
á Seltjarnarnesi