Morgunblaðið - 19.05.1979, Side 24

Morgunblaðið - 19.05.1979, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 Flestir bestu stódhestar landsins sýndir á „Degi hestsins” á Melavellinum Náttíari frá Ytra-Dalsgerði hefur mikið verið til umræðu manna á meðal í vetur og sérstaklega þykir mönnum dómur á afkvæmum hans stinga í stúf við gæði hestsins sjálfs. Náttfari verður sýndur á Melavellinum en hér situr Albert Jónsson hestinn. EINS OG kunnugt er af fréttum gengst Hagsmunafélag hrossa- bænda fyrir sýningu og dómum kynbótahesta dagana 18. —20. maí. Sýningin fer fram í Reykja- vík en er sótt af féiögum af öllu suður- og austurlandi. Hápunkt- ur sýningarinnar verður síðan dagskrá sú á Melavellinum f Reykjavfk, sem kölluð hefur verið „Dagur hestsins“, og verður á morgun sunnudag 20. maf kl. 14. Þorkell Bjarnason hrossarækt- arráðunautur var af þessu tilefni spurður um aðdraganda þess að sýning og dómur stóðhesta er valinn þessi tími frekar en um mitt sumar eins og oftast hefur tíðkast. Þorkell taldi að þó maí- mánuður væri að þessu sinni eins kaldur og erfiður bændum og raun ber vitni, þá væri þetta bezti og réttasti tíminn til sýningar á stóðhestum. Þjálfun þeirra væri hvað bezt á þessum tíma og betri nýting fengist á þeim yfir sumar- ið, ef sýningarundirbúningur gripi ekki inn í. Ráðgert er að 5 ungir stóðhest- ar komi fram frá stóðhestastöð- inni að Litla-Hrauni. Stöðin er ætluð sem uppeldisstöð á ungum hestum. Þjónusta stöðvarinnar er mikið notuð og 37 folum í eigu hennar hefur nær öllum verið ráðstafað til leigu í sumar. Þor- kell var spurður að því hvort ekki orkaði tvímælis að lítt reyndir og jafnvel ótamdir folar væru notað- ir til kynbóta í svo ríkum mæli. Þorkell kvað sjálfsagt öruggara að bíða með þá til 4ra vetra aldurs en einhver tamning væri komin í þá og þar með gleggri upplýsingar um stöðu þeirra sem einstaklinga. Á fleira væri þó að líta. Þannig væri það afar mikilvægt að stytta sem mest kynslóðabilið og tiltölu- lega lítil hætta væri á því að vel ættaðir og vandlega valdir folar reyndust lakari en þeir stóðhestar sem hrossabændur notuðu ella sjálfir úr eigin stóði. Þá fengist líka fyrr reynsla á kynbótagildi folanna ef þeim væri strax komið út. Hrossaræktarráðuanautur var þá spurður álits, og sem flestir hafa unnið til 1. verðlauna. Hest- arnir eru taldir upp í stafrófsröð. Andvari frá Sauðárkrók: Reistur og myndarlegur hestur með nóg- an vilja og fjölhæfan og góðan gang. Bylur frá Kolkuósi: Fallegur hestur og glæsilegur töltari. Klár- hestur með tölti. Fáfnir frá Laugavatni: Afkvæmi hans eru töluvert gangfalleg hross. Mörg þeirra eru hálsgrönn og falleg, reisuleg án glæsibrags. Vilji allgóður. Lyftingagóð. Af- kvæmin vekja meiri athygli manns þegar komið er á bak þeim. Glaður frá Reykjum: Stólpa hest- ur, stór og myndarlegur, ekki fínlegur. Viljagóður, fjölhæfur, gangfallegur. Hefur ekki sýnt umtalsvert skeið ennþá þó trúlega megi vænta þess. Hlynur frá Hvanneyri: Vilja- og lundgóður. Mjög fríður og geðug- ur. Gangur fjölhæfur og rúmur, þó ekki teljist hann stólpagripur. Hrafn frá Holtsmúla: í afkvæma- úttekt s.I. ár reyndust afkvæmi hans óvenju bráðger að reiðhesta- hæfileikum og byggingu. Þau eru reisuleg og stór, falleg og vekja athygli í framgöngu. Afkvæmi Hrafns eru með því bezta sem Þorkell kvaðst hafa séð af svona ungu. Kolbakur frá Gufunesi: Hörku- mikiil getuhestur sem einstakl- ingur. Þorkell kvaðst ekki hafa séð mikið af afkvæmum hans, en þau virtust viðamikil og ekki fínleg en reikna mætti með tölu- verðu af getuhrossum. Náttfari frá Y-Dalagerði: Alveg einstakur hestur sem einstakling- ur. í hjarta sínu kvaðst Þorkell óska þess að hann brygðist ekki sem kynbótahestur en því væri ekki að naita að í afkvæmadómi s.l. ár hefðu afkvæmi hans reynst hestinum mikið síðri. Rosi frá Nýjabæ: Gullfallegur, stór og mjög glæsilegur töltari, langstígur og fótaburður mjög góður. Með alglæsilegustu töltur- um sem hann hefði séð. Skarði frá Skörðugili: Bráðfalleg- ur hestur, glæsilegur og hágengur töltari. Ekki nógu fíngerður og gangur helst til grófur. Sveipur frá Rauðsbakka: Úrvals- ganghestur, fjölhæfur og rúmur. Mjög álitlegur stóðhestur. Sörli frá Sauðárkróki: Sörli hlaut heiðursverðlaun á síðasta Lands- móti og undirstrikaði þar ágæti sitt sem kynbótahests. Afkvæmi hans hafa góðan og léttan vilja og góða lund. Þau eru auðtamin og fljót til. Þau eru yfirleitt ganglag- in og uppí það að vera snillingar. Þau mættu vera með fínlegra höfuð. Mörg þeirra eru ágætlega myndarleg og reist og yfirleitt með góðan fótaburð. Þröstur frá Kirkjubæ: Fínlegur og fríður og ganggóður. Vantar meiri glæsibrag í frambyggingu. Ágætlega viljugur. Flest jákvætt í byggingu og kostum. Þröstur frá Teigi: Myndarlegur hestur, ágætlega góður reiðhest- ur. Mjög fjölhæfur, viljagóður, Hestar Umsjón« Tryggvi Gunnarsson gangmikill og fallegur. Lyftir vel. Lundgóður. Þá munu koma fram nokkrir ungir stóðhestar sem komið hafa fyrir dóm áður, en eru nú dæmdir öðru sinni, þá væntanlega full- tamdir og búnir að taka út fullan þroska. Þeirra á meðal er stóð- hesturinn Örvar er sýndur var á landsmóti s.l. sumar í flokki 4 V stóðhesta. Þó ekki sé unnt að telja 5 vetra fola fullþroskaðan, þá er hitt víst að foli þessi, tinnusvart- ur, fjallhár og föngulegur, mun eflaust vekja athygli fyrir mynd- arskap og reiðhestakosti. Eins og ráða má af yfirliti þessu er hér um mikið hestaval að ræða og má telja fullvíst að hestamenn hafi um nóg að hugsa og spjalla þegar þeir hafa litið hópinn augum. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Teiknistofa Teiknistofa óskar eftir starfskrafti, um er aö ræöa almenn skrifstofustörf. Umsækjandi veröur aö geta unnið sjálfstætt. Vinnutími frá kl. 9—12. Tilboö sem greinir aldur og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir miðvikudaginn 23. maí merkt: „ T — 5862“. Matsveinar — matreiðslumenn Vantar nú þegar eöa sem fyrst góöan reglusaman matsvein á Hótel Höfn. Mikil vinna. Hvort tveggja kemur til greina, vinna í nokkra mán. eða framtíöarstarf. Uppl. gefur Árni Stefánsson, símar 97-8215-eða 8240. Vantar innréttingasmiði Mikil vinna. Smíöastofan, Hjallahrauni 11, sími 52106. Einkaritari Stórt fyrirtæki í Reykjavík á sviöi utanríkis- viöskipta óskar að ráöa nú þegar til starfa einkaritara forstjóra. Umsækjendur þurfa aö hafa góða menntun. Góð kunnátta í íslenzku, ensku og einu Norðurlandamáli nauösynleg, svo og vélritunarkunnátta. Starfsreynsla er æskileg. Um er aö ræöa fullt starf, en þó kemur hálfsdagsstarf til greina. Eiginhandarumsóknir skulu sendar augl.deild Mbl. merktar: „Einkaritari — 9970“ sem allra fyrst, ásamt uppl. um menntun og fyrri störf. Fariö verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. Góö launakjör. Skipstjóri og 1. vélstjóri Óskum að ráöa skipstjóra og 1. vélstjóra á skuttogara, sem veröur gerður út frá Suð- vesturlandi. Tilboö ásamt uppl. um starfsreynslu, sendist Mbl. fyrir 26. maí 1979 merkt: „Skuttogari — 5941“ Frá Tónlistarskóla Húsavíkur 3 kennara vantar aö skólanum í haust: Strengjakennara, Blásarakennara og píanókennara. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 41697 eöa 41560. Kynningar- og sölustarf Sérverslun sem tekur til starfa í byrjun júní n.k. óskar eftir aö ráöa starfskraft til kynningar og sölu nýrrar tegundar heimilis- tækja og áhalda. Starfið krefst snyrti- mennsku, sjálfstrausts, frumkvæðis og að viðkomandi eigi auðvelt meö aö tjá sig. Æskilegur aldur 30—45 ára. Góö laun fyrir hæfan starfskraft. Tilboö merkt: „S — 5974“ sendist augld. Mbl. fyrir mánudagskvöld n.k. Skrifstofustarf Starfskraftur óskast til starfa strax. Starfið felur í sér aö annast vélritun, útskrift reikninga, bókhald, frágang víxla, skjala- vörslu og almenn skrifstofustörf tengd inn- flutningi. Æskilegt er að umsækjandi hafi haldgóöa reynslu á erlendum bréfaskriftum og gott vald á enskri tungu. Æskilegur aldur á umsækjanda er 22—30 ára. Verslunar- skóla- eöa stúdentsmenntun áskilin eöa hliðstæö menntun. Umsækjandi þarf aö vera þægilegur r umgengni, sjálfstæöur og meö töluverða starfsreynslu. Skólafólk kemur ekki til greina. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist Morgun- blaðinu merkt: „S — 9965“. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mánaöamótin maí—júní n.k. í skólann veröa teknir unglingar fæddir 1964 og 1965 og/eða voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla Reykjavíkur skólaáriö 1978—1979. Umsóknareyðublöö fást í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 1 sími 18000 og skal umsóknum skilað þangaö eigi síöar en 23. maí n.k. Nemendum, sem síðar sækja um, er ekki hægt að tryggja skólavist. Vinnuskóli Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.