Morgunblaðið - 19.05.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ1979
33
fer afgreiðsla hennar fram í kjall-
ara Pósthússins í miðbænum. En
hvers konar fornaldarfyrirkomu-
lag og þjónustuleysi við viðskipta-
vinina er það að allir símnotendur
í bænum — um 38 þúsund talsins
— skuli þurfa að steðja á einn stað
til að sækja þetta bráðnauðsyn-
lega ritverk? Margir þurfa að fara
um langan veg og margir eru
gamlir eða lasburða, nema hvort
tveggja sé.
Eg heyri fyrir mér röksemda-
færslu ráðamanna þeirrar opin-
beru stofnunar, sem í hlut á. Það
er verið að spara. Vafasamt er að
þetta ráðslag hafi nokkurn sparn-
að í för með sér, eða hvað skyldu
ferðalög alls þessa fólks eftir
símaskránni kosta, að ekki sé
talað um vinnutapið. Auðvitað
kemur sá ferðakostnaður ekki á
útgjaldalið Pósts og síma, en
sendingarkostnaði mætti að skað-
lausu bæta á afnotagjaldið. Pósti
og síma skal bent á það að Póstur
og sími bjóða upp á sérstaka
þjónustu á sérstökum kjörum í
sambandi við dreifingu á prentuðu
máli, og er burðargjald allmiklu
lægra en þegar um venjulegan
póst er að ræða.“
• „Ég spyr að
leikslokum“
Ég ætla að vona að það þyki
ekki hótfyndni hjá mér þótt mér
finnist að fjölmiðlar gefi manni
aldrei nógu greinargóðar upplýs-
ingar um hagi þeirra Afríkuþjóða
sem eftir langa nýlendustjórn
fengu loks frelsi en urðu svo
sósíalismanum að bráð. Ég vil
ekki spyrja að vopnaviðskiptum
heldur að leikslokum og hvað
fékkst að lokum upp úr krafsinu.
Ég sá í blaði í fyrra efnahags-
lýsingu frá Mozamibque og var
hún ófögur. Aðalútflutningur
landsins væri hnetur. Bændur
seldu kaupmönnum þessar hnetur
en þeir seidu þær síðan óunnar
eða unnar út úr landi. Hneturnar
voru mikilvægar fyrir bændur í
skiptum fyrir matvörur sem þeir
framleiddu ekki sjálfir, auk þess
fengu þeir olíu og klæðnað. Kaup-
mennirnir máttu auðvitað ekki
þrífast þar frekar en annars stað-
ar þar sem sósíalisminn ræður.
Allt var „sósíalíserað" og gáfaður
sósialisti, Caravalho, gerður að
landbúnaðarráðherra. Þá skipti
snögglega um. Árið 1973, síðasta
stjórnarár Portúgala, var fram-
leiðslan 216 þúsund smálestir,
1976 var hún 95 þúsund tonn og
1977 aðeins 45 þúsund smálestir.
Þá var ráðuneytið kallað hungur-
málaráðuneytið. Caravalho var
rekinn og sami háttur hafður á og
á dögum Stalíns, að frá því að vera
gáfaðasti og besti landbúnaðar-
ráðherra heims þá var hann nídd-
ur og borinn öllum vömmum og
skömmum, en ekkert jókst fram-
leiðslan. Þetta er dæmigert fyrir
sósíalismann hvar sem er í heim-
inum.
• „Hver á að
framleiða?“
Hvar á að taka peninga til
launahækkunar hér til handa
þingmönnum og öðrum hátekju-
mönnum ef fiskframleiðslan
dregst saman hjá okkur íslending-
um. Rússland var kallað korn-
forðabúr Evrópu í minni landa-
fræði og þá voru engin nýmóðis
landbúnaðarverkfæri til. En núna
er alltaf matvælaskortur í sjálfu
kornforðabúrinu og það eina sem
Rússar senda til Afríku sem mest
vantar matinn, eru vopn og morð-
sveitir Castros.
Ætlar heimurinn að horfa að-
gerðalaus á að Afríka verði
kommúnismanum að bráð og
skortur, harðrétti og alls kyns
kúgun eigi að taka við af nýlendu-
veldunum sem voru hrein himna-
sending fyrir þá innfæddu miðað
við kommúnismann sem búinn er
að sýna sig í Austur-Evrópu. Hver
á að framleiða matinn fyrir mann-
skapinn þegar sósíalisminn er
orðinn allsráðndi, því hann er eins
og hesturinn hans Atla Húnakon-
ungs, það grær ekki gras í sporum
hans.
Húsmóðir.
Þessir hringdu . . .
• Eiga bíl-
stjórarnir
að hjálpa?
Kona í Laugaráshverf-
inu hringdi:
„Hjá mer er í vist sænsk
stúlka og þarf hún að komast í
miðbæinn á hverjum degi með
barn í lítilli kerru. Notar hún
strætisvagninn nr. 5 til að komast
i bæinn. En það er alveg sama
hversu erfiðlega henni gengur að
koma kerrunni inn í strætisvagn-
inn, bílstjórinn hjálpar henni
aldrei. Þeir sem helst hlaupa til og
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu i
Buenos Áires í fyrra kom þessi
staða upp í skák stórmeistaranna
Dzindzindhashvilis, ísrael, og
Browne. Bandaríkjunum, sem
hafði svart og átti leik.
23 . . . Bcl! (Vegna riddara-
skákarinnar á e2 er þessi biskup
friðhelgur) 24. Db3 (Eina vörnin
Dxb3, 25. axb3 — Bxa3, 26. Rxg4
- Rc2+, 27. Khl - Rd4, 28. Re5
— Rxb3, 29. Rc6 — a5 og svartur
vann endataflið án erfiðleika.
hjálpa henni er eldra fólk, hið
yngra situr bara og horfir á.
Dag nokkurn ætlaði vinkona
hennar með henni í bæinn og var
hún einnig með barn með sér en í
nokkuð stærri kerru. Var henni
því neitað um far í þessum vagni
nr. 5. Gekk hún þá að biðstöð fyrir
vagn nr. 4 og fékk far með honum
niður í bæinn. Bílstjórar á leið nr.
4 hafa einnig oft reynst hjálplegir
við sænsku stúlkuna.
Nú veit ég ekki hvort það er í
verkahring bílstjóranna að hjálpa
henni inn i vagninn með kerruna
en alla vega er hún óvön því að
enginn hjálpi henni þar sem það
er skylda strætisvagnabílstjóra í
Svíþjóð að rétta hjálparhönd í
þannig tilfellum."
HÖGNI HREKKVÍSI
"HMnfálMTffl KvARm'l/jjO&dd”
I
kajmar
ínnréttingar hf.
SKEIFUNNI8, SÍMI82645
Kvartmílu
keppni
Kvartmíluklúbburinn mun halda
kvartmílukeppni laugardaginn 26. maí
kl. 2 e.h.
Væntanlegir keppendur mæti meö eöa án
bíla dagana 19. og 20. maí á brautina til
æfingar og skráningar kl. 2—4 e.h.
Vinsamlega athugiö aö skyldutrygging af
keppnisbifreiöum veröa aö vera greiddar.
Keppnistrygging veröur innheimt á keppnis-
degi.
Nánari upplýsingar veittar í síma 52445
fimmtudag og föstudag kl. 8—9 e.h.
Stjórn Kvartmíluklúbbsins.
4