Morgunblaðið - 19.05.1979, Side 34

Morgunblaðið - 19.05.1979, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 Öruggur FH-sigur Reynir Tvö falleK mörk skoruð af þeim t>óri Jónssyni og Janusi Guðlaugssyni færðu FH sijfur yfir Reyni. Sandjcerði, á heima- velli þeirra sfðarnefndu í 2. deildinni f Kærkvöldi. TveKKja marka sijjur FH-inga var sann- Kjarn. þeir voru sterkari allan tfmann. Voru þeir fljótari á boltann ojf léku mun betur saman. í fyrri hálfleiknum höfðu FH-ingar nokkra yfirburði og sóttu nokkuð stíft. Þórir Jóns- son, fyrrum þjálfari FH, skoraði fyrsta markið með þrumskoti á 22. mínútu. Var þetta eina mark hálfleiksins. Strax á 2. mínútu síðari hálfleiks skoraði svo Janus Guðlaugsson stórgott mark með hjólhestaspyrnu rétt innan vítateigsins. Var þetta sérlega vel gert hjá Janusi og hans annað mark í deildinni í ár. Reynismenn áttu ekki mörg tækifæri í leiknum en þó skall hurð nærri hælum hjá FH-markinu á 12. mínútu fyrri hálfleiks, er Pétur Sveinsson átti þrumuskot sem Ólafur mark- vörður rétt varði í horn. Skömmu síðar átti Þórður Marelsson skot af löngu færi sem rétt sleikti stöngina. Reynis-menn léku öllu betur í síðari hálfleiknum og jafnaðist þá leikurinn nokkuð. jj/þr Janus Guðlaugsson sem hér sést reyndar skora f handknattleik skoraði glæsilegt mark móti Reyni með hjólhestaspyrnu. Forest í öðru sæti Nottingham Forest sigraði WBA 1—0 í ensku deildar- keppninni f gærkvöldi, og tókst þar með að ná 60 stigum f deildinni og öðru sæti á eftir Liverpool. West Bromwich féll hins vegar niður í þriðja sæti. Það var milljón punda maðurinn Trevor Francis sem skoraði eina mark leiksins að- eins 8 mfnútum fyrir leikslok, af um sex metra færi eftir að bjargað hafði verið á lfnu skoti frá Tony Woodcock. Leikmenn Forest fengu 1000 pund í auka- þóknun fyrir að ná 60 stigum. Liverpool hlaut 68 stig. Næsta stórvcrkefni Forest er úrslita- leikurinn í Evrópukeppni meistaraliða f Miinchen 30. maf á móti Malmö FF. Knattspyrnan um helgina ÞAÐ verður frekar róleg knattspyrnuhelgi sem framundan er aðeins þrír leikir fara fram í íslandsmótinu og allir í 2. deild. Öll 1. deildar liðin eiga frf vegna landsleiksins við Sviss á þriðjudag. Landsliðsmennirnir héldu utan f morgun, og eru væntanlegir heim á miðvikudag. mun þá strax hefjast undirbúningur fyrir landsleikinn við Vestur-Þjóðverja sem fram fer á Laugardalsvellin- um þann 26. maf. LEIKIR IIELGARINNAR: Laugardagur: 19. maf. 2. deild: Akureyrarvöllur kl. 14.00 Þór — Austri 2. deild: Melavöllur kl. 14.00 Fylkir — Þróttur Sunnudagur: 20. maí Kópavogsvöllur kl. 14.00 UBK — ÍBÍ Veðjað á Hafnfirðinga í harðri keppni Zdeildar AÐ LOKINNI fyrstu umferð- inni f 1. deildinni f knattspyrnu eru það tvö félög, sem sérstaka ástæðu hafa til að gleðjast. Fram og KA, en bæði þessi lið unnu sannfærandi 3—1 sigra, Fram á Vfkingi, KA á Haukun- um. í raun hafa Framarar þó enn rfkari ástæðu til að vera ánægðir, þeirra lið er mun betra en það var t.d. f fyrra og líklegt til afreka f sumar. Ekki nóg með það, heldur „gegnum- bláir“ Framarar í lykilhlut- verkum hjá KA, Jóhannes Atla- son þjálfari liðsins og Elmar Geirsson fyrirliði KA-manna. KR-ingar voru mjög sprækir í norðannepjunni á móti Val á þriðjudaginn og verðskulduðu annað stigið og að sögn þeirra, sem sáu, átti lið Keflvíkinga sízt minna í leiknum við bikarmeist- ara Akraness. Vissulega voru lið Vals og ÍA sigurstranglegri í þessum leikjum, en það er ekki sanngjarnt gagnvart þessum ungu liðum að segja að „mölin hafi náð öðru stiginu", eins og iesa hefur mátt á milli línanna í viðtölum við talsmenn Vals og Akraness. ÍBK og einkum þó KR eiga eftir að gera góða hluti í sumar, ef það þá kemur einhvern tímann. Þrátt fyrir góðan vílja tókst ekki að koma á öllum leikjum, sem ákveðnir voru um síðustu helgi. Vestmanneyingar komust ekki til meginlandsins til leiks við Þrótt og einnig varð að fresta tveimur leikjum í 2. deildinni. í þessum þætti var í dag ætlunin að fjalla lítillega um liðin í 2. deildinni og þó svo að öll liðin hafi ekki enn fengið að spreyta sig í deildinni verður það gert eigi að síður. Kunningsskapur frá fyrra sumri verður að bæta upp það sem ekki hefur verið hægt að skoða í vor. FH ÆTTI AÐ SIGRA ÖRUGGLEGA í 2. DEILD Undirritaður spáir því að FH sigri í 2. deildinni í ár, ekki kannski með miklum yfir- burðum eins og KR í fyrra, en örugglega eigi að síður. Góður leikur þeirra á móti Fylki rennir stoðum undir þá skoðun. Reynd- ar væri annað óeðlilegt en FH næði að komast upp í 1. deild á ný. Liðið féll mjög slysalega niður í 2. deild síðastliðið haust. Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir FH, en aðrir menn komið í staðinn og liðið er alls ekkert veikara en það var í fyrra. Ég hef trú á að Breiðablik fylgi FH-ingum upp í 1. deild, en hæpið jafntefli gegn Selfyssing- um krefst þó sérstakrar um- hugsunar áður en nokkuð er fullyrt um þetta atriði. Jú, Blikarnir fara upp í 1. deild að nýju. Þeir hafa misst mikið, Einar og Hinrik, syni Þórhalls Einar'ssonar fyrrum Framara, yfir í KA og Víking og tveir af yngri mönnum félagsins hafa haldið í Víking upp á Akranes. Blikarnir hafa þó öðrum liðum frekar átt sterka yngri flokka á undanförnum árum og það ætti því ekki að vera erfitt að fylla í skörðin þó að Blikarnir hafi misat talsverða reynslu með þeirrt bræðrum. Undirritaður hefur tröllatrú á Fylkisliðinu og Árbæingarnir eiga eftir að standa sig vel í sumar, þó að þeir hafi tapað fyrir FH í Kaplakrika í sínum fyrsta leik í deildinni í ár. Fylkir nær sennilega þriðja sætinu í deildinni í ár, en þá verða þeir líka að breyta hugsunarhætti sínum frá því sem var í fyrra, en þá bjargaði Fylkir sér með herkjum út úr vandræðum í lok mótsins. Það er spá mín að þessi þrjú lið verði í efstu sætum deildar- innar í haust, en erfitt er að spá um hver röð annarra liða verður. Ekki kæmi á óvart þó að Selfoss, Þór, Þróttur, Austri, Reynir og ísafjörður yrðu í baráttu í miðri deildinni og eitt þessara liða félli niður í 3. deild. Magni á eftir að fá nokkur stig í 2. deildinni, en tæplega nógu mörg til að halda sér uppi. Strákarnir frá þessum litla stað við utanverðan Eyjafjörð komust öllum á óvart upp í 2. deildina og hafa svo sannarlega baráttuna og viljann til að vera þar áfram, en hæpið er að það dugi þeim. Þó gæti heimavöllur þeirra orðið liðinu drjúgur, heldur tætingslegur grasvöllur, sem varla verður kominn í gagn- ið fyrr en eftir hálfan annan mánuð. Selfyssingar komu upp með Magna í fyrra og sigruðu reyndar í 3. deildinni og þeir halda sæti sínu örugglega, enda lentu þeir í 3. deild fyrir ein- hvern misskilning. Isafjörður og Þór voru í toppbaráttunni í fyrra, en slökuðu á klónni undir lokin og máttu sætta sig við að sjá Haukana fljúga upp í 1. deild með sigri í síðustu umferð. Þetta sumar verður enginn dans á rósum hjá þessum liðum, sem misst hafa mikið af mönnum og lítið fengið í staðinn. Austfjarðaliðin Þróttur og Austri hafa sömuleiðis misst mikið af mannskap, en ættu bæði að sleppa frá sumrinu án áfalla. Reyni hefur gengið illa í vorleikjunum og e.t.v. verða þeir í erfiðleikum með að halda sæti sínu. Undirritaður þekkir þó ekki nægilega vel til liðsins til að dæma um styrk þess á þessu sumri. - áij. Stórsigur Selfoss gegn Magna Seifoss Magni SELFOSS sigraði Magna frá Grenivík með sex mörkum gegn engu í leik liðanna í 2. deild f knattspyrnu í gærkvöldi á Sel- fossi. Lið Selfoss hafði allmikla yfirburði f leiknum og lék vel, jafnt í vörn sem sókn. Þrátt fyrir að liðsmenn Magna sýndu góða baráttu f leiknum og lékju oft meira af kappi en forsjá tókst þeim ekki að skapa sér mikið af hættulegum sóknum f leiknum. Þeir Sumarliði Guð- bjartsson og Heimir Bergsson voru hins vegar á skotskónum og skoruðu þrjú mörg hvor fyrir Selfoss. Það var strax á 13. mínútu leiksins sem Sumarliði skoraði fyrsta mark leiksins og rétt tveimur mínútum síðar hafði Heimir bætt öðru við. Þannig var staðan í leikhléi. Þrátt fyrir að Selfyssingar lékju á móti smá golu í síðari hálfleik tókst þeim að skapa sér hvert marktæki- færið á fætur öðru og skoraði Heimir á 58. mínútu, Sumarliði bætti fjórða markinu við úr vítaspyrnu, eftir að Einar mark- vörður Magna hafði brotið illa á honum innan vítateigsins. Sum- arliði var svo aftur á ferðinni á 77. mínútu og skoraði með góðu skoti. Heimir rak svo endahnút- inn á markaskorunina og inn- siglaði stórsigur Selfoss. kp/þr. (slandsmútlð 2. delld Metin hríðféllu fyrir Liverpool LIVERPOOL hélt sínu striki og sló öll met sem innan seilingar voru. Með sigri yfir Leeds á Elland Road í fyrrakvöld, fékk Liverpool fleiri stig samanlagt í deildarkeppninni heldur en nokkurt annað lið hefur önglað saman á jafnlöngum tfma. Liverpool hlaut þvf 68 stig, einu stigi meira heldur en Leeds hlaut fyrir 10 árum síðan. Og ekki nóg með það, heldur fékk Liverpool á sig færri mörk heldur en nokkuð annað á undan því eða alls heil 16 mörk, sem er undraverður árangur í 42 leikjum. Met. Auk þess lék Liverpool þann leik, að skora að meðaltali 2 mörk f leik, sem einnig er framúrskarandi árangur. Þessum stefnumörkum náði Liverpool eins og fyrr segir með því að sigra Leeds á Elland Road í síðasta leik liðanna í deildarkeppninni í vor. Sigurinn var bæði stór og ótrúlega auðveldur. Dave Johnson skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik bætti Jimmy Case öðru marki við. Tveir aðrir úrslitaleikir fóru fram í ensku knattspyrnunni í fyrrakvöld. Millwall féll endanlega niður í 3. deild ásamt Sheffield Utd. og Blackburn, Charlton slapp því með skrekkinn. Jafntefli Millwall á heimavelli gegn Wrexham dæmdi liðið niður, en Lundúnaliðið varð ekki aðeins að vinna þann leik, heldur einnig síðsta leik sinn, báða samtals með 9 marka mun. Þá vann Shrewsbury 3. deilar titilinn með því að sigra Exeter á heimavelli 4—1. Upp í 2. deild fara ásamt Shrewsbury, Swansea og Watford. Elmar Geirsson fyrirliði KA og tannlæknir á Akureyri bauð ólaf Jóhannesson velkominn í 1. deildina fyrir leikinn á móti KA á Akureyri á laugardag. Um leið og Elmar afhenti Haukunum fallegan blómvönd sagðist hann vona að Haukunum gengi vel í 1. deild — að leikjunum við KA undanskildum. ÁGÚST INGI JONSSON: Á EFTIR B0LTANUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.