Morgunblaðið - 02.06.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.06.1979, Qupperneq 1
Blaðsíða 33-64 Laugardagur 2» f r . jum Arne Lemberg frá „Expressen“ Carl Bergman frá „Svenska Dagbladet" Wolfgang Stiens blaöamaöur Stern Hans D. Bollinger Ijósmyndari Stern Þeir lögðu upp í þeim tilgangi að verða vitni að endalokunum á ógnarstjóm Idi Amins. En landamæri Úganda vom lokuð útlendingum. í félagi með tveimur sænskum starfsbræðrum tóku fréttamenn vesturþýzka túnaritsins Stem, Hans D. Bollinger og Wolfgang Stiens, það ráð að sigla með smyglarafleytu frá Kenýa tQ Úganda. Þrem klukkustundum eftir að þeir komu á áfangastað vom þeir myrtir. Eftirfarandi er stytt frásögn af því sem á síðustu daga þeirra dreif og byggir á vikuritinu Stem. Þegar Bollinger og Stiens yfirgáfu Nair- óbí vissu þeir að ár- ásarher útlaga og Tanzaníumanna var enn rúmlega fjörutíu kílómetra frá höfuðborg Úganda, Kamp- ala. Þeir vissu að Kampala og Entebbe-flugvöllur myndu brátt sæta stórskotaliðsárásum. Ljósmyndara Stern, Hans D. Bollinger, þrjátíu og fjögurra ára gömlum, voru vel ljósar hætturnar af slíkum glæfraför- um. Þessi bláeygði og ljóshærði æfintýramaður, sem þekktur var á ritstjórninni jafnt fyrir persónutöfra sem hugrekki, átti að baki stríðið í Kambódiu og Víetnam, hafði setið tvær vikur í fangabúðum Norður-Víetnama og lifað af lífshættuleg átök við Beduin-ættflokka á ströndum Rub-al-Khalil. Hann var kunn- ugur gerræðisstjórn Amins af eigin raun. Eftir að hann hafði komizt löglega inn í landið aðeins tveimur vikum áður tók úganzka leynilögreglan hann höndum og lét hann dúsa í hinum illræmdu aðalstöðvum lögreglunnar í fjóra daga. Átti hann líf sitt fyrst og fremst að launa þeirri heppni að geta iaumað út skilaboðum til þýzka sendiráðsins sem kom honum úr landi. Hafði leynilögreglan þeg- ar haft í ráðum að skjóta hann, „að lífláta hvítan hermann" eins og það var orðað. Bollinger var fréttamaður af því tagi sem fylgja vildi atburð- um eftir. Helzt hefði hann kosið að slást í hópinn með „Þjóðfrels- ishreyfingu Úganda" (UNLF), sem nú fylkti liðí með tanzanísk- um hermönnum, úr suðri í átt til Kampala. En forysta UNLF, með aðsetur í höfuðborg Tanzan- íu, Daressalam, hafði vísað því á bug og neitað að hleypa nokkr- Amin yfirhershöföingi var meðal hinna fyrstu sem flýðu Kampala. í aðalstöðvum hans fundust leyniskjöl og myndamappa er sýnir marskálkinn sitja makindalega fyrir í styrjaldarumhverfi. um blaðamönnum inn á víg- stöðvarnar. Það var fyrst í september síðastliðnum að Wolfgang Stiens kom til Nairobí sem fréttaritari tímaritanna Stern og GEO, en hann hafði um tveggja ára skeið starfað í bækistöðvum GEO í Hamborg. Eiginkona hans, Rita, kom síðan um jól. Þessi rólegi og aðgætni blaðamaður hafði heill- ast af málefnum svörtu Afríku við nám í Heidelberg, en þar stundaði hann nám í hagfræði og stjórnvísindum með þriðja heiminn sem aðalgrein. Frétta- skrif af fyrirsjáanlegu hruni Úganda-stjórnarinnar, sem lagt hafði líf heillar þjóðar í rúst, voru honum ekki einungis kappsmál sem blaðamanni held- ur pólitískt áhugamál. Þannig bar til að Hans D. Bollinger og Wolfgang Stiens afréðu enn sem fyrr að reyna að komast inn í Úganda sem ferða- menn. Einnig höfðu þeir búið til átyllu til að friðþægja vega- bréfseftirliti: Þeir ætluðu að reyna að hafa upp á vinkonu Bollingers sem grunur lék á að hefði týnzt í Kampala, en frú þessi var að sjálfsögðu ekki til. Starfsheiður_______________ Ferðin er lýjandi, það rignir viðstöðulaust á veginum. Þar fyrir utan er hann í mjög bágbornu ástandi og umferð mikil. Örþreyttir koma þeir klukkan níu að kvöldi til Kisumu, þriðju stærstu borgar Kenya. Þeir halda til hótels í borginni þar sem Stiens hringir til konu sinnar í Nairóbí: „Okkur hefur miðað vel. Ekkert sérstakt annars." Daginn eftir, miðvikudaginn Sjá nœstu síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.