Morgunblaðið - 02.06.1979, Page 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979
Kortið sýnir leiö Stern-blaöamannana frá Nairóbí til
þorpsins Katosi sem merkt er meö krossi.
fjóröa apríl, leggja Stiens og
Bollinger af stað að morgni til
Malaba, annarrar landamæra-
borgar Kenya og Uganda. Við
landamærin segja úganzkir her-
menn þeim að snúa aftur — Idi
Amin hefur gefið fyrirmæli um
að sleppa engum útlendingum
inn í landið.
Um hádegisbilið freista tví-
menningarnir gæfunnar í Búsía,
hinni landamæraborginni, en
aftur án árangurs. Klukkan
14.30 hringir Wolfgang Stiens til
eiginkonu sinnar, í þetta skipti
frá Bungoma, sjötíu kílómetra í
austur frá Búsía. Hann skýrir
henni frá ástandinu við landa-
mærin og aðgöngutálmunum:
„Einn vörðurinn sagði við okkur:
Guð einn veit hvenær þetta
tekur enda. Flóttamenn eru und-
arlega fáir og engan hermann að
sjá. Það var athyglisvert að ekki
einu sinni þjóðfáni Úganda
blakti lengur á tollvörzluhús-
inu.“
Skömmu síðar rekast þeir
félagar á tvo sænska starfsbræð-
ur á „Bungoma Tourist“ hótel-
inu. Það eru þeir Arne Lemberg
frá „Expressen" og Carl Berg-
man frá „Svenska Dagbladet".
Um þá gegnir sama máli, þeir
hafa árangurslaust reynt að
komast inn í Úganda á löglegan
hátt. Fyrir hádegi höfðu þeir
komizt einn kílómetra akandi í
átt til Kampala en þá verið
stöðvaðir og vísað til baka. Þeir
eru nú staðráðnir í að fara á bát
yfir Viktoríuvatn.
I augum Lembergs, sem er
þrjátíu og þriggja ára að aldri og
fyrrverandi fréttaritari í London
og Hong Kong, er árangur
Úgandaleiðangursins spurning
um heiður og starfsvirðingu. „Þó
engum takist þaö getur Arne
það“ er viðkvæðið á ritstjórninni
í Stokkhólmi, og Arne Lemberg
er ákveðinn í að glata ekki
orðheill þeirri er hann hefur
aflað sér með dirfsku og smellni.
Arne þarf ekki að eyða löngum
tíma í að sannfæra starfsbróður
sinn, Carl Bergman, sem sérhæf-
ir sig í málefnum Afríku. Þessi
stuttvaxni piparsveinn, þrjátíu
og eins árs að aldri, er strax
reiðubúinn. Þegar söguefni er
annars vegar gildir einu hvort
um er að ræða vikulanga jeppa-
ferð í Sahara-eyðumörkinni eða
þvæling með uppreisnarmönn-
um i Eritreu — allt er lagt í
sölurnar. „Ég hefði helzt viljað
vera landkönnuður" segir hann
við félagana frá Stern „en til
þess hefði ég orðið að vera uppi á
annarri öld.“
Fjórmenningarnir skjóta
saman á fundi og ræða útlitið.
Svíarnir þekkja aðstoðarmann
upplýsingamálaráðherra Kenýa
og heitir sá John Obora. Ákveðið
hefur verið að hann komi þeim í
kynni við bátsmann nokkurn
sem hefur góð sambönd í
Úganda. Þetta ræður úrslitum.
Fréttamennirnir fjórir ákveða
að fara saman á báti yfir
Viktoríuvatn til Úganda og taka
land í nánd við Kampala. Ef til
vill ná liðsveitir Tanzaníu að
komast á staðinn í millitíðinni.
Ef ekki, geta þeir reynt að
brjótast í gegn til þeirra annað
hvort akandi eða á bátnum yfir
Viktoríuvatn. Klukkan tíu að
kvöldi tilkynnir Stiens konu
sinni að þeim hafi bætzt lið-
veizla Svíanna.___________
Kóngur
kaffismyglara
Fimmtudagur, 5ta apríl.
Blaðamennirnir fjórir fara frá
„Bungoma Tourist Hóteli"
klukkan hálf átta á tveimur
bifreiðum í átt til Kisumu. Þar
bætist John Obora í hópinn.
Hálfri klukkustund síðar koma
þeir að húsi veiðimannsins
Michael Okumus. Hann kveðst
gjarnan vilja veita þeim lið en
ber því við að bátur hans sé
mótorlaus og bendir á staðinn á
„herra Dawa“. Dawa þessi, sem
býr með slíkri leynd að ekki einu
sinni nánustu samstarfsmenn
þekkja hann með nafni, er kon-
ungur kaffismyglara á staðnum.
Þrisvar í viku kemur starfsfólk
hans með svikið kaffi frá
Úganda til Kenya til þess að
selja það þar sem gæðakaffi frá
Kenya á þreföldu verði.
Blaðamönnunum tekst fljót-
lega að komast að samkomulagi
við herra Dawa. Hann leigir
þeim einn af bátum Okumus með
fimmtíu hestafla vél og fær
fjögur hundruð og tuttugu og
fimm þúsund ísl. kr. fyrir vikið.
Um ellefuleytið hefur Stiens
enn samband við eiginkonu sína.
Hann biður hana að leita aftur
eftir leyfi hjá aðalstöðvum þjóð-
frelsishreyfingarinnar í Dares-
salam til þess að fá að fljúga til
Úganda. Hann segir henni að
verði því synjað muni þeir síð-
degis þann sama dag leggja af
stað í bátnum.
Á hádegi hitta fjórmenning-
arnir aftur smyglarakónginn
Dawa að máli í íbúð hans á
strönd Viktoríuvatns. Þeir
ganga frá smáatriðum og Dawa
fullvissar þá um að bifreið muni
bíða þeirra við komuna til
Úganda.
Stuttu eftir hálf fimm hringir
Rita Stiens samkvæmt áætlun í
mann sinn á Nýja Kisumu
hótelið. Þetta er síðasta samtal
hjónanna. Frú Stiens skýrir
manni sínum frá því að ekkert
leyfi hafi fengizt frá UNLF til
lendingar á einhverju frelsuðu
svæðanna. Bátsferðin er eini
kosturinn. Stiens segir konu
sinni að förin muni taka um
ellefu klukkustundir og að þeir
muni koma að landi einhvers
staðar á svæðinu milli Kampala
og Jinua við þorp með heitinu
Katosi. Hann biður hana að láta
þýzka sendiráðið í Kampala vita
svo og stjórnarskrifstofu Stern.
Arne Lamberg hefur einnig ósk
að koma á framfæri: Hann yrði
þakklátur ef frú Stiens gæti
hringt til „Expressen“ í Stokk-
hólmi og gefið ritstjórum upp
símanúmerið á Nýja Kisumu
hótelinu.
Ekki líður á löngu unz smygl-
arakóngurinn er mættur ásamt
Okumu bátsstjóra til að sækja
blaðamennina. Eftir tuttugu
minútna ökuferð koma þeir að
bátalægi „Sameignarfélags
Donga fiskimanna". Þar bíða
þeirra tveir ungir blökkumenn í
bát. Þeir hjálpa til við að stafla
farangrinum í gráleitan bátinn,
tíu metra langan og tveggja
metra breiðan. Hver farþeganna
hefur eina tösku og bakpoka
meðferðis, Bollinger tvær
myndavélar og Svíinn Lemberg
eina. Einnig fylgja ábreiður,
fistir, tveir fimm litra dunkar
með sódavatni, tveir plastbrúsar
með tuttugu lítrum af benzíni
hvor — fyrir ökutækið sem bíður
þeirra að sögn Dawas í Katosi —
ennfremur útvarp og áttaviti.
Blaðamennirnir klöngrast um
borð.
Fjórmenning-
arnir hverfa_____________
Sól gengur til viðar um sex-
leytið og báturinn lætur úr
höfninni í Kisumu. Enn er stillt
yfir Viktoríuvatni. Það ríkir
góður andi, tónlist í útvarpinu og
blaðamennirnir fjórir — svo
greindi Okumu bátsmaðurinn
frá síðar — syngja. En fáeinum
klukkustundum síðar skellur á
stormur. Hitabeltisþrumur
drynja. Þar sem báturinn lekur
verða svertingjarnir að hafa sig
alla við að ausa með dósum.
Föstudagur 6. apríl. Klukkan
hálf ellefu setur Okumu blaða:
mennina fjóra á land í Katosi. í
stað ellefu stunda hefur það
tekið garpana sextán klukku-
stundir að komast á áfangastað.
Ástæðan er sú að milli tvö og sex
um nóttina urðu þeir að leita
skjóls á smáey vegna óveðursins.
Fiskimannaþorpið Katosi
hefur aðeins um hundrað og
fimmtíu íbúa. Jaðar þess liggur
að fjörutíu hektara búgarði Bob
Astles, majórs, fyrrverandi
undirliðsforingja í brezka hern-
um, sem náði í seinni tíð að
verða einn nánasti ráðgjafi Idi
Amins. Astles, sextíu og eins árs
að aldri, hjálpaði við að koma á
fót hinni alræmdu „Ríkisrann-
sóknarstofu" og giftist fyrrver-
andi menntamálaráðherra
Úganda. Hann gengur undir
viðurnefninu „slátrarinn" vegna
grimmdar sinnar og er í öðru
sæti á dauðalista fyrrverandi
útlaga, á eftir Idi Amin.
Stiens, Bollinger og Svíarnir
eru samstundis umkringdir íbú-
um í Katosi. Þeir hrópa
„Muzungus, Muzungus" —
Evrópumenn, Evrópumenn. Bíl-
inn sem Dawa hafði lofað, er
hvergi að sjá. Þess vegna fara
þeir á stúfana i leit að fiski-
manni sem flutt geti þá á vatn-
inu til Entebbe. Meðan þeir
skipta við fiskimennina leysir
Okumu landfestar og snýr aftur
til Kenya. Klukkuna vantar
fimmtán mínútur í ellefu. Upp
frá þessari stundu er enginn til
frásagnar um það sem gerðist
næst.
Laugardagur, 7. apríl. Árásar-
lið Tanzaníumanna hefur tekið
sér stöðu skammt frá Kampala.
Idi Amin hefur flutt aðalstöðvar
sínar til borgarinnar Jinja í
áttatíu kílómetra fjarlægð frá
höfuðborginni. Úganzkar her-
sveitir slá eign sinni á allt sem
fyrir verður á flóttanum, bifreið-
ar, útvörp, fjármuni og umfram
Elkomus K. N. Luyombya,
sjónarvottur aö moröunum
allt matvöru. íbúar Kampala
streyma út á yfirgefna akrana
og niður að hinu gjöfula
Viktoríuvatni í fæðuleit.
Um morguninn lætur yfir-
maður Þróunaráætlunar Sam-
einuðu þjóðanna fyrir Úganda,
Þjóðverjann Gert Kallwas, aka
sér til Kisoga, lítillar borgar um
þrettán kílómetra norður af
fiskiþorpinu Katosi. Lögregla á
staðnum hafði hringt hinn sama
morgunn og sagt honum frá því
að Mercedes-bifreið hans, merkt
Sameinuðu þjóðunum, hafi fund-
izt en bifreiðinni hafði verið
stolið tveim dögum áður.
Við komuna til Kallwas klukk-
an ellefu sér hann að lögreglu-
stjórinn er í miklu uppnámi.
Segir hann Kallwas frá því að
fjórir evrópskir blaðamenn hafi
verið skotnir á strönd Katosi
daginn áður. Herinn hefur sent
skilríki þeirra til Kampala.
Meira veit lögregluforinginn
ekki. Kallwas snýr aftur til
Kampala. Þar lætur hann þýzka
sendiráðið vita en eiginkona
Stiens hafði þá þegar látið það
vita um ferð fjórmenninganna.
Grunur vaknar strax að um
Bollinger og Stiens og hina
sænsku félaga þeirra sé að ræða.
Ráðherra
reiðist__________________
Um kvöldið skýrir Kallwas
fréttastjóra erlendra frétta hjá
Londonblaðinu „Daily Express",
John Allison, frá þeim orðrómi
sem á kreiki er, en Allison er
staddur í Kampala.
Sunnudaginn 8. apríl flýgur
Allison frá Kampala til Nairóbí.
Þaöan hefur hann samband við
blað sitt í London, en einnig
„Svenska' Dagbladet", „Express-
en“ og „Stern“ og lætur vita að
hermt sé að fjórir blaðamenn
hafi verið skotnir aðfaranótt
laugardags og kunni að vera um
starfsmenn áðurnefndra blaða
að ræða. Hann bendir á að
fregnin hafi ekki verið staðfest.
Ritstjórn Stern gerir þegar í
stað út fréttamenn til að ganga
úr skugga um hvað hæft sé í
fréttinni.
Mánudaginn 9. apríl dregur
þýzki sendiherrann í Kampala
Dr. Walter Fröwiss, þá ályktun
að fyrirliggjandi upplýsingar
geti aðeins átt við Stern-frétta-
ritarana Bollinger og Stiens.
Eftir að hafa rætt við yfirvöld í
Úganda símar hann til Bonn.
„Mér tókst að hafa uppi á utan-
ríkisráðherranum í síma á heim-
ili hans. Ráðherrann reiddist
greinilega fyrirspurn minni um
örlög Stiens og Bollingers og
sagði mér byrstur að fjórir
vopnaðir hermenn hefðu komið
yfir Viktoríuvatn. Þeir hefðu
verið skotnir. Væri einkennilegt
ef stjórn Sambandslýðveldisins
ætlaði nú að taka upp hanskann
fyrir hermenn sem stríddu gegn
Úganda. Væri mér fyrir beztu að
vera ekki að skipta mér af
málinu ella myndi ég hljóta
verra af.“
Stern-fréttaritarinn Carsten
Moser og Klaus Imbeck, blaða-
maður GEO, koma með fyrstu
vél til Nairóbí. Þeir bíða eftir
vegabréfsáritun til Úganda í
fyrstu án árangurs.
Nýir
stjórnarherrar
Þriðjudagur, 10. apríl. Úrslita-
orrustan um Kampala er hafin.
Hermenn sem óbreyttir borgar-
ar flýja borgina unnvörpum. Um
nóttina ná hersveitir Tanzaníu
og Úganda-útlaga borginni á sitt
vald. Á föstudaginn langa kemur
hin nýja stjórn Úganda saman í
Kampala undir forystu prófess-
ors Yussuf Lules. Á nóni þánn
dag lendir á Entebbe-flugvelli
flugvél af gerðinni Boeing 707
frá „Air Tanzanía" með sjötíu
blaðamenn innanborðs,
hvaðanæva að úr heiminum. I
hópi þeirra er Klaus Imbeck.
Fyrir framan laskaða flugstöðv-
arbygginguna er Fokker Friend-
ship hins nýja forseta, við hlið-
ina ónýt Boeing-þota
Úganda-flugfélagsins. Búið er að
fjarlægja myndina af Amin yfir
innganginum. Blaðamennirnir
eru fluttir til Kampala. Ekkert
nýtt hefur frétzt um afdrif
Stiens, Bollingers Lembergs og
Bergmans.
Sunnudagur, 14. apríl. Banda-
ríski fréttamaðurinn Greg
Dobbs frá ABC-sjónvarpsstöð-
inni er við efnisöflun í Kampala
að morgni er Úgandamaður,
James Rogers Musoke að nafni,
kemur að máli við hann. Hann
segist hafa verið sjónarvottur að
morðunum á blaðamönnunum og
afhendir Dobbs mynd úr vega-
bréfi Wolfgangs Stiens auk
blaðamannaskírteinis Arne
Lembergs.
Síðdegis er ekið með blaða-
mannahópinn að stórri sykur-
verksmiðju í Kampala eftir vís-
bendingu stjórnarinnar. Lule
forseti vill sýna heimspressunni
hvernig Idi Amin hamstraði á
þessum stað gífurlegar mat-
vælabirgðir einkum sykur, fyrir
hermenn sína meðan hungur-
sneyð ógnaði þjóðinni. Hermenn
opna sykurbirgðaskemmuna og
vörunni er útbýtt í sekkjum til
fólksins sem þyrpist að. Úppi er
fótur og fit. Hermennirnir
skjóta upp í loftið til að reyna að
stilla til friðar. Klaus Imbeck
hrópar yfir fjöldann á ensku
hvort einhver geti sagt frá því
sem kom fyrir blaðamennina
fjóra. Ungur maður í brún-
köflóttri skyrtu gefur sig þá
fram og kynnir sig sem Elkumus
K.N. Luyombya, tuttugu og sjö
ára gamlan og þar til fyrir
stuttu aðstoðarmann í mennta-
og byggðaþróunarráðuneytinu.
Luyombya leysir frá skjóðunni í
aðalstöðvum lögreglunnar eftir
að hafa sýnt hermannsskilríki
sín og eru Klaus Imbeck og
sænski blaðamaðurinn Christer
Golach viðstaddir. Vitnisburður
hans byrjar með eftirfarandi
setningu: „Síðastliðinn föstudag
varð harmleikur í nágrenni
okkar sem snart flesta íbúana að
dýpstu hjartans rótum. „Hann
átti vð föstudaginn 6. apríl
Formálalausar
sekúndur
Þennan tiltekna dag hafði
Elkumus Luyombya lagt af stað
frá heimkynnum sínum í
Lewetega klukkan niu að morgni
og haldið til þorpsins Katosi í tíu
kílómetra fjarlægð. Þangað
sagðist hann hafa verið kominn
klukkan tíu. Það var ætlun
Luyombya að kaupa fisk í
Katosi. Það var eini staðurinn í
nágrenninu þar sem enn var
hægt að kaupa matvöru af ein-
hverju tagi. Vegna styrjaldar-
ástandsins höföu þó verið lagðar
á tímahömlur. Fiskimennirnir