Morgunblaðið - 02.06.1979, Síða 16

Morgunblaðið - 02.06.1979, Síða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 framar neinar sorgi nauðsynleg, það ríkir ' "ú ' ■ ■■ : : ■ /, ■ ■ ■: mmpf-'j/' V . jf «inmíb ■ Á Djúpalónssandi eru fjórir nafnkunnir aflraunasteinar, þar sem vermenn reyndu afl sitt og skyldi lyfta steinunum upp á um það bil mjaðmarháan stall. Steinarnir heita: Fullsterkur 310 pund, Hálfsterkur 280, Hálídrættingur 98 og Amlóði 46 pund. Steinarnir eru þarna ennþá, en Amlóði hefir brotnað í tvennt. Árið 1467 gerðist það á Rifi, að Björn Þorleifsson, hirðstjóri, var drepinn, ásamt 7 mönnum öðrum, af enskum verslunarmönn- um. Þetta mun vera steinn- inn, þar sem Björn var veginn. Við steininn stend- ur Jóhannes Kolbeinsson, alkunnur ferðagarpur og einn af forystumönnum Ferðafélagsins til margra ára. Ólafsvík er mesti útgerðarstaður Snæfellsness. Þarna sér til Búlandshöfða, en hann var ásamt Ólaísvíkurenni mesti farartálmi um norðanvert nesið. í höfðanum eru merkileg jarðlög frá fyrri hluta ísaldar, harðnað jökulberg og steingervingar sjóskelja. Það var dr. Helgi Pjeturss, sem fyrstur gerði jarðlagsrannsóknir í Búlandshöfða og Hallbjarnarstaðakambi. Það eru engir miklir fossar á nesinu, en nokkrir smáfossar gleðja þar augað. Þarna er einn þeirra, er hann í Kálfá og ber nafn af ánni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.