Morgunblaðið - 02.06.1979, Side 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979
Myndir Kristján Einarsson
Texti Hreinn Loftsson.
Rætt við bændur í
V-Húnavatnssýslu um
„t>ad gengur
fljótt
á fódur-
birgdirnar”
urn Björnsson hafði verið skrifstofumaður í 17 ár í Reykjavík áður en hann gerðist kúabúndi á
Gauksmýri fyrir um þremur árum og ekki komið nálægt búskap síðan hann var í sveit sem
smástrákur.
„Kúnum verður ekki
sleppt fyrr en í lok júní”
—segir Orn Biörnsson á Gauksmýri
„Ástandið er nú ákaflega
bágborið hérna víða og ekkert
virðist bóla á sumrinu ennþá“,
sagði Örn Björnsson á Gauks-
mýri. En Örn er með um hundr-
að kýr í fjósi, þar af fimmtíu
mjólkandi. Hann hóf búskap á
Gauksmýri ásamt sambýlis-
konu sinni Þórdísi Vilhelms-
dóttur, íyrir aðeins þremur
árum, en áður hafði hann starf-
að á skrifstofunni hjá Sam-
vinnutryggingum og Líf-
tryggingafélaginu Andvöku f
17 ár. „Það var vitaskuld mjög
erfitt að rífa sig af mölinni“,
sagði Örn; „en ég sé alls ekki
eftir því og er staðráðinn í að
halda þessu áfram.“
Örn sagði að veturinn hefði
verið óvenju harður meö miklum
snjóalögum. Maí hafi verið mjög
kaldur og aðeins hafi verið
forstlaust á nóttunni síðustu
þrjár nætur. Hann sagði að allar
líkur bentu til þess að ekki yrði
unnt að sleppa kúnum út fyrr en
í fyrsta lagi í kringum 20. júní
eða um mánðaðamótin
júní—júlí. Fyrsta árið hans á
Gauksmýri var þeim sleppt úr
húsi 23. maí, árið þar á eftir var
þeim sleppt 28. maí og 16. júní í
fyrra. „Maður vonar að
heybirgðirnar endist því þetta er
nú gjafafrekasti árstíminn þeg-
ar kýrnar eru að bera eða
nýbornar“, sagði Örn.
„Annars verð ég nú að segja
það að forysta bænda hefur
brugðist bændum. Tökum bara
sem dæmi samanburð á sam-
tökum bænda og verkalýðsfélagi.
Ég var á fundi með 200 bændum
um daginn og það var nokkurs
konar hallelúja samkoma um
það að skerða ætti kjör bænda
um 20—25%, en ætli viðbrögðin
yrðu ekki einhver önnur er slíkt
yrði lagt til í einhverju verka-
lýðsfélagi?
Svo er talað um að bændur séu
lægst launaðasta stéttin, og það
eru þeir miðað við vinnutímann,
en samt á að lækka kaup þeirra
og það er raunar þegar búið að
gera!
Mér finnst að bændaforystan
hafi ekki staöið sig í stykkinu og
vandi bænda er að miklu leyti
forystunni að kenna“, sagði Örn.
Hann sagði hluta
offramleiðsluvandans stafa af
því að markaðsrannsóknum
fyrir landbúnaðarvörur hafi ekki
verið sinnt nægilega. Sem dæmi
tók hann það að mjólkurbúið á
Hvammstanga hafi ekki undan
við að framleiða sinn vinsæla
ost, en hvergi annars staðar sé
unnt að framleiða slíkan ost
vegna þess að tæki til fram-
leiðslu hans séu ekki til annars
staðar. Annað slíkt dæmi væri
45% rjóminn sem nýkominn er á
markað. Hann hefði átt að vera
kominn á markað miklu fyrr.
„Allt sannar þetta", sagði Orn;
„að markaðsmöguleikarnir fyrir
framleiðslu landbúnaðarins hafa
ekki verið rannsakaðir nógsam-
lega, það á að framleiða það sem
er vinsælt".
„Með eindæmum
hvemig ráðist hef-
ur verið á eina stétt
að undanförnu”
— segir Jóhannes Levý í Hrísarkoti
„Það gengur fljótt á fóður-
birgðirnar og sumir bændur
hér um slóðir eru orðnir
heylausir enda eru allar skepn-
ur á gjöf úti og inni“, sagði
Jóhannes Levy, fyrrverandi
bóndi í Hrísakoti. Jóhannes er
hættur bústörfum fyrir nokkru,
en sonur hans Agnar hefur
tekið við. Jóhannes er oddviti
Þverárhrepps og hefur verið
samfleytt undanfarin 32 ár og
sagðist hafa nóg að sýsla við
þau störf sín.
Hann sagði að nýlega hafi
verið keyptir þrír bílar af heyi
úr Eyjafirðinum með leyfi
Sigurðar Sigurðssonar, dýra-
læknis á Keldum. Jóhannes
sagði að bændur væru nú ýmsu
vanir og sjálfsagt myndu þeir
þrauka af heim harðindi.
„En þetta hlýtur að vera ákaf-
lega erfitt fyrir þá sem eru að
hefja búskap. Ég hef alltaf verið
þeirrar skoðunar að það eigi að
aðstoða unga og efnalitla menn,
því að það eru nú einu sinni þeir
sem koma til með að erfa landið.
En það er alveg auðsætt að þetta
er allt orðið svo dýrt að fáir fást
til þess að hefja búskap. Það er
alla vega ekki hægt að standa í
byggingarframkvæmdum eins
og skattar og annar kostnaður er
orðinn ofboðslegur", sagði
Jóhannes.
Hann sagðist ekki skilja þá
stefnu að fækka ætti í sveitun-
um og að við offramleiðslu ætti
að bregðast með öðrum hætti en
nú er gert. „Það þarf að byggja
upp iðnað og halda lífinu í
sveitunum því hvað annað ætti
það fólk að taka sér fyrir hendur
sem flytst þaðan? Hvaða
þýðingu hefði það fyrir þjóðina
ef landbúnaður leggðist niður,
Jóhannes Levý, fyrrverandi
bóndi í Hrfsakoti, en hann
hefur verið oddviti Þverár-
hrepps samfleytt f 32 ár, Agnar
sonur hans hcfur nú tekið við
búi f Hrfsarkoti.
yrði um kaupstaðina sem iifa á
sveitunum? Mér finnst þetta
alveg fáránleg stefna og það er
með fádæmum hvernig ráðist
hefur verið á eina stétt að
undanförnu. Ætli þeir séu ekki
ánægðir með þetta ástand sem
segja að fækka þurfi bændum?",
sagði Jóhannes.
„Þér sýnist annars þetta
þjóðfélag allt vera að fara á
hausinn, alla vega er ríkisstjórn-
in með eindæmum undarleg. Ég
skil satt að segja ekkert í honum
Ólafi Jóhannessyni að vera að
draga þessa kommúnista á eftir
sér. Það getur ekki leitt til
velfarnaðar, þeir svíkja allt sem
þeir lofa“, sagði Jóhannes levý
að lokum.