Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 Urnsjón: Séra Jón Dalbií Hróbjartsson Séra Karl Sis/urbjörtissón Siguröur Pdlsson Ærottinsdbgi :¦¦**"¦.: Ur frœðum Lúthers: Faðir vor Fjórða bæn. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Hvaö er þaö? Svar: Guð gefur að sönnu daglegt brauð, einnig án bæna okkar, jafnvel öllum vondum mðnnum. En við biðjum í þess- ari bæn, að hann láti okkur kannast við það að þiggja dag- legt brauð okkar með þakklæti. Hvað er þá nefnt daglegt brauð? Svar: Allt sem heyrir til þarfa líkamans, svo sem: matur, drykkur, klæði, skæði, hús, heimili, jarðnæði, fénaður, pen- ingar, fjármunir, guðhrædd eiginkona eða eiginmaður, guð- hrædd börn, guðhrædd hjú, guð- hræddir og trúir yfirmenn, góð landstjórn, góð verðrátta, frið- ur, heilbrigði, siðsemi, heiður, góðir vinir, trúir nágrannar og því um líkt. Fimmta bæn. Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér fyrirgefum vorum skuldunautum. Hvað er það? Svar: Við biðjum í þessari bæn, að okkar himneski faðir líti ekki á synd okkar né synji okkur um bænheyrslu hennar vegna — því við erum einskis þess makleg sem við biðjum, og höfum ekki verðskuldað það — heldur vilji gefa okkur allt af náð sinni. — Því að daglega syndgum við og verðskuldum einbera hegningu. — Svo viljum við þá aftur á móti fyrir gefa af hjarta og gjarna gjöra gott þeim er misgera við okkur. Þrenningarhátíð Fornt tákn heilagrar þrenningar. Pistillinn Róm. 11,33—36: Hvílíkt djúp ríkdóms og speki og þekkingar Guðs. Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans... Því að frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Honum sé dýrð um aldir alda. Amen. Guðspjallið Jóh. 3,1—15: (Jesús sagði við Nikodemus:) Sannlega, sannlega segi ég þér: ef maðurinn fæddist ekki af vatni og anda, getur hann ekki komist inn í guðsríkið. Bihlíulestur Vikuna 10. — 16. júní. Sunnudagur 10. júní Jóh. 3: 1—15 Mánudagur 11. júní Post. 5: 12—42 Þriðjudagur 12. júní Post. 6: 1 — 15 Miövikudagur 13. júní Post. 7: 51—8:8 Rmmtudagur 14. júní Post. 9: 1—31 Föstudajgur 15. júní Post. 10: 1—23 Laugardagur 16. júní Post. 10: 24—48 FRETTAMOLAR Barátta gegn umferðarslysum Trúarleg og siðferðileg vakning 1 fyrra dóu 1353 börn af völdum umferðarslysa í Vestur-Þýzkalandi. Þetta eru hinar sorglegu staðreynd- ir, sem eru ástæðan fyrir nýrri samvinnu kirkjudeilda: Þýzkir mótmælendur og kaþólikkar hafa hafið sameig- inlega herferð fyrir auknu umferðaröryggi: Leggja ber aukna áherslu á umferðarfræðslu barna og unglinga og öryggi aldraðra verður að auka. „Það er augljóst," segja þeir sem að herferðinni standa, „að kirkjan verður að stuðla að öryggi þeirra hópa sem harðast verða úti. barnanna og gamalmennanna". Lélegprestmenntun í Svíþjóð? Margt bendir til, að skóli Evangeliska Posterland- stiftelsen í Stokkhólmi, Johannelund, sem fram að þessu hefur fyrst og fremst menntað predikara fyrir hreyfinguna, muni innan tíðar taka til við guðfræðilega menntun fyrir þá sem hyggjast verða prestar í sænsku kirkjunni. Rektor skólans, Agne Nordlander, fram- kvæmdastjóri skólans, Kurt áberg og Birger Olsson kennari við skólann hafa lagt fram tillögu um menntun presta við Johannelund — skólann. Agne Nordlander segir í blaðaviðtali að það sé skoðun margra að menntun sænskra presta megi gagnrýna. Þetta eigi einkum við um tvö svið segir Nordlander: Grundvöllur prestsmenntunarinnar er hvorki nógu guðfræðilegur né Biblíulegur og hagnýtum predikunar- æfingum stórlega áfátt. Ef af verður mun hin nýja menntun presta greina sig frá háskólamenntunininni á tveimur sviðum: 1) Meiri áhersla verður lögð á trúfræði og Biblíugreinar og 2) möguleikar verða á að vinna með hinar ýmsu spurningar um trú og lífsviðhorf, sem upp koma í háskólakennslunni. í tengslum við úthlutun Nóbelsverðlauna í bókmennt- um í desember síðastliðnum, hélt Alexander Solsjenit- syn blaðamannafund í Stokkhólmi. Fundurinn stóð í fjórar klukkustundir. Á fundinum ræddi hann meðal annars hve mikið vanti upp á að vestrænir fréttamiðlar skilji í raun og veru það sem er að gerast í Sovétríkjunum og komi því á framfæri af nægilegum þunga. „Ég er enn furðu lostinn, hve illa vestrænir fréttamenn skilja ástandið í landi okkar," sagði hann. „Sérhvert orð, sem talað er í vestri og birt í útvarpi, sjónvarpi, dagblöðum o.s.frv. hefur firna mikið gildi. Fólk þarfnast meiri vitneskju. Fjölmargt gerist sem aldrei vitnast — einfaldlega vegna þess að fréttamenn á vesturlöndum hafa ekki áhuga á því. í Ukraínu eru t.d. margir, sem verið hafa í fangelsi í 25 ár. Um þá hefur ekkert verið skrif að." Spurningu um hið andlega ástand í Sovétríkjunum svaraði Solsjenitsyn þannig, að margt benti til trúarlegrar endurnýjunar og hann lét það álit í ljós að í því væri fólginn vonarneisti. „Það eina, sem getur bjargað þjóð minni er trúar- og siðferðileg vakning, sagði hann. Sálfræðin — andkristileg trúarbrögð? Sálfræðin er orðin trúarbrögð, byggð á tilbeiðslu sjálfsins, fullyrðir dr. Paul C. Witz, sem er prófessor í sálarfræði við New York University. í nýlegri bók, sem hann hefur skrifað, „The Cult of Self-Worship", ræðst hann gegn þessum trúarbrögðum, sem hann kallar „síngirni". Hann fullyrðir, að þessi „síngirni", sem leggur áherslu á algjört sjálfræði einstaklingsins og það að maðurinn sé mælikvarði alls, sé í reynd and-kristi- leg. Hún útiloki og standi í vegi fyrir kristnum kenningum um veruleik syndarinnar og kærleika til Guðs og náungans. Réttur barna til vitneskju um þróun og sköpun. í Bretlandi er undirbúin ráðstefna, sem halda á í London með yfirskriftinni: Réttur barnsins til vitn- eskju. Það sem hér er í brennidepli er réttur barna til að fá vitneskju um að þróunarkenningin hefur aldrei verið sönnuð! David C.C. Watson, einn af frumkvöðlum ráðstefnunnar, segir að það sem aðstandendur hennar vilji leggja áherslu á sé að sterkar vísindalegar líkur mæla gegn þróunarkenningunni. Fjölmargir vísinda- menn hafi látið sannfærast af þessum líkum, en börnunum sé enn kennt að þróunarkenningin sé staðreynd. I USA hefur hreyfing vísindamanna, sem trúa á sköpun fremur en þróun, vaxið úr 6 meðlimum í 1963 it500. Skilyrði fyrir inngöngu er að menn hafi a.m.k. tvær háskólagráður („degrees"). í Californiu hefur nú verið samþykkt, að börn skuli jöfnum höndum frædd um hinar vísindalegu líkur sköpunar og þróunar. í þessu sambandi bendir Watson á að skýringarmyndir af þróunarferli hestsins og þróunarferlinum api — maður orki mjög tvímælis og megi færa gegn þeim mikilvæg rök. Kanada áhyggjufullir Hin sterka staða opinberra skóla í Kanada er ógnun við mikilvæga þætti borgaralegra réttinda, segir Geoffrey Shaw, ráðherra á Newfoundland. Trúin á trúarlegt hlutleysi er ímyndun ein, fullyrðir hann. Ef nafn Guðs er ekki nefnt í kennslubókunum, fá nemendurnir þá hugmynd að trú á Guð sé lítils virði eða skipti ekki máli, — og það er trúarleg afstaða. Guðleysingi og efahyggjumaður taka einnig trúarafst- öðu. Trú guðleysingjans er „einskis-guðs-trúarbrögð" og efahyggjumannsins „efi- um-guð" trúarbrögð, segir Shaw. — Áhyggjur evangel- isk kristinna manna í Kanada eykst stöðugt, að því er varðar fræðslukerfið og kristnum barnaskólum fjölgar Stöðugt, samkvæmt fréttum frá EP News Service.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.