Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Jtt»rgunbUtt>i}> m^mmWmH'b Símínn á afgreiöslunni er 83033 JBereunblnbiíi 128. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 Kveiktuíá 5 stöðum íEyjum BRENNUVARGAR voru á f erð í Vestmannaeyjum í f yrri- nótt og kveiktu jþeir í á 5 stöðum á 20 mínútum. Urðu talsverðar skemmdir af völd- um íkveikjanna. Kveikt var í útihúsi við Kirkjuveg 86 en þar inni var aðeins drasl, í skúr við Hásteinsveg 20 og gjöreyði- lagðist þar Ford-bifreið sem var verið að gera upp. Þá urðu skemmdir 'af eldi á neta- geymslu við Norðursund og þar var keikt i tveimur gömlum, ógangfærum bílum. Annar bíllinn, Skoda, átti að fara í varahluti, en hinn bíllinn, Rambler, var ónýtur fyrir. Ekki er vitað hverjir kveiktu eldana. Viðmiðunarverð verðjöfnun arsjóðs bundið við dollara „ÞAÐ ER gert ráð fyrir því, að viðmiðunarverð fyrir freðfiskinn verði dagsverðið í dollurum og að væntanlega muni ekki þurfa að koma til greiðslna úr sjóðnum, enda er engin innstæða í freðfiskdeild hans," sagði Davíð Olafsson stjórnarformaður verðjöfnunarsjóðs sjávarút- vegsins, er Mbl. spurði hann um stöðu verðjöfnunarsjóðs gagnvart fiskverðshækkun. Mbl. spurði Davíð um aðrar deildir verðjöfnunarsjóðsins og sagði hann, að saltfiskurinn þyrfti á áframhaldandi greiðslum að halda úr sjóðnum, en sú deild ætti fyrir þeim greiðslum. Eins væru innstæður í ó'Jliim öðru deildum sjóðsins, nema freðfiskdeildinni. í verðjöfnunarsjóðnum hefur undanfarin ár hvað freðfisk varð- ar verið miðað við söluverð í íslenzkum krónum. Hefur þá oft og einatt verið sett viðmiðunar- verð í verðjöfnunarsjóði, sem byggt hefur verið á talsvert hærra markaðsverði en í raun gildir. Síðan hefur gengi krónunnar verið iátið síga upp í þessa viðmiðun og þannig komið í veg fyrir að greiðslur hafi átt sér stað úr sjóðnum, sem lítið hefur verið til í, eða að söluverð hefur hækkað.. Nú er hins vegar ákveðið, til þess að axla það að lán hafa verið tekin í erlendri mynt fyrir afurða- lánum, sem eru helmingur af framleiðsluverðmætinu, að setja viðmiðunina í verðjöfnunarsjóðn- um miðað við verðin eins og þau eru í dag á frysta fiskinum sem viðmiðunarverð í dollurum. Það þýðir, að úr sjóðnum koma engar greiðslur og verða stjórnvöld að aðlaga gengið að þessu nýja fisk- verði strax með gengisfellingu eða öllu heldur mjög hröðu gengissigi, þar sem ríkisstjórnin mun ekki tilbúin til þess að fella gengið formlega. Þessi dollaraviðmiðun á aðeins við afgreiðslu fjár úr eða í verð- jöfnunarsjóð sjávarútvegsins, en kemur ekki á neinn hátt við fiskverðið sjálft og það, sem til skipta kemur. Verða því engar greiðslur úr eða í sjóðinn, nema breytingar verði á markaðsverði erlendis. Er íslenzka krónan tekin út úr viðmiðuninni og dollarar settir í staðinn. Þegar verð hækk- 'ar erlendis, greiðist í sjóðinn og öfugt. Verður haft eitthvert ákveðið bil, þar sem engin breyt- ing verður á greiðslum, en fari verðbreyting út fyrir þau mörk, sem í gær höfðu ekki verið ákveð- in, breytist fjárstreymi til eða frá sjóðnum. Þessi breyting kemur í veg fyrir það að stjórnmálamenn geti eftir þessa breytingu notað verð- jöfnunarsjóðinn sem pólitískt vald hér innanlands. Yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins kom saman til fundar klukkan 9 í gærmorgun og stóð hann til hádegis og var þá ákveð- inn annar fundur k. 17.30 í gær. Frystihúsið á Stokkseyri: Full afköst á fimmtudaginn FISKVINNSLA hjá Hraðfrysti- húsi Stokkseyrar h.f. mun hefjast af fullum krafti á fimmtudaginn, og munu þá allir starfsmenn fyrirtækisins, rösklega 150 manns, hefja störf að nýju, að þvf er Snorri Snorrason verkstjóri „ Verulegt tap" „ÞAÐ liggur ljóst fyrir, að Flugleiðir verða fyrir verulega fjárhagslegu tapi vegna stöðvunar tíunnar," sagði Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða í samtali við Mbl. í gærkvöldi þar sem hann var staddur í New York. „Þetta er sá tími sem best nýting fæst á flugleiðunum," sagði Sigurður, „ og það er því ákafiega óhagstætt að missa þessa afkasta- miklu vél út úr áætlun. Það er vaxandi gagnrýni hér vestra á þess- ari afstöðu flugmálastjórnar Banda- ríkjanna og er viðbrögðunum líkt við þá yfirkeyrslu sem varð t.d. ísam- bandi við óhappið í kjarnorkuverinu í Harrisburg." Hraðfrystihússin8 sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Snorri sagði að stefnt væri að því að hefja fiskvinnsluna í þeim hluta húsins sem ekki brann, þar sem áður var fiskmóttaka. Þar væri nú verið að mála og þrífa og gera aðrar nauðsynlegar ráðstaf- anir til að fiskvinnsla geti farið þar fram til bráðabirgða. Sagði Snorri að mestur hluti starfsfólks Hraðfrystihúsins ynni nú að þess- um breytingum, en þó hefði ekki verið unnt að finna störf fyrir alla, einkum hefði skólafólk orðið útundan. Allir fengju hins vegar vinnu þegar vinnslan hæfist að nýju, en starfsmennirnir eru alls ríflega 150 talsins eins og fyrr sagði. Langur tími mun hins vegar líða þar til nýbyggingin kemur í gagn- ið, en unnið er að því að byggja húsið upp að nýju. Nú er unnið að því að hreinsa til í brunarústunum og verið er að teikna þær bygg- ingar sem reisa verður að nýju. Ljónhi. Mbl. Kristján. Hvalvertíð hefst í dag er hvalbátarnir fjórir halda úr höfn. Stríðsmenn hins „græna friðar" verða varla langt undan þegar skipin leggja úr höfn, en í gærmorgun dólaði hraðbátur þeirra fyrir framan hvalbátana. Hvalveiðarnar hef jast í dag Um 220 manns við vinnslu og veiðar í sumar HVALVEIÐARNAR hef jast í kvöld, en að sögn Kristjáns Loftssonar, framkvæmdarstjóra Hvals hf, halda hvalbátarnir fjórir til veiða í dag. Eins og áður byrjar hvalvertfðin á sunnudag, en í mörg ár hefur verið reynt að láta veiðarnar byrja á þessum fyrsta degi vikunnar. Að sbgn Kristjáns verða um 220 manns í vinnu hjá fyrirtækinu þegar reksturinn verður kominn í fullan gang, 60 manns í áhöfnum hvalbátanna fjögurra, 100 manns í Hvalstöðinni í Hvalfirði og 60 manns í frystihúsinu í Hafnarfirði. Veiðarnar hefjast nokkru síðar nú en undanfarin ár og sagði Kristján, að ástæðan fyrir því væri óvissan, sem ríkt hefði á Dómararnir máttu ekki vera sekúndum seinni á ferðinni - ÞAÐ HEFÐI varla þurft að spyrja að leikslokum ef við hefðum verið andartaki íyrr á ferðinni, sagði IJjörn Helga- son ritari Hæstaréttar f gær er Morgunblaðið bar undir hann frétt þess efnis að hann ásamt fimm dómurum Hæstaréttar hefði verið hætt kominn er bjarg eitt mikið féll á veginn f Búlandshöfða síðastliðinn mið- vikudag, augnabliki áður en bifreið hæ8taréttardómaranna bar þar að. Þeir voru á „áreiðar- og vettvangsgöngu" vegna landamerkjamáls í Fróð- árhreppi og voru á leið til Stykkishólms. Bjargið féll úr Höfðanum og kom niður 70—100 metra fyrir framan bifreið þeirra en aðeins um 5 metrum fyrir framan jeppabifreið, sem kom á móti þeim. Bílarnir gátu naumlega komist framhjá bjarginu, sem lá á miðjum veginum, en fyrir neðan var þverhriípi í sjó fram tugi metra. Einn hæstaréttar- dómaranna mældi bjargið, sem var 2m á lengd, 1.20 á hæð, en hins vegar gleymdist að mæla breiddina, enda mönnum brugð- ið við að hugsa um hvað hefði gerzt ef þeir hefðu verið nokkr- um sekúndum fyrr á ferðinni. Þeir dómarar Hæstaréttar, sem þarna voru í vettvangskönn- un, voru þeir Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson, Magnus Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson, einnig Björn Helgason hæsta- réttarritari og bílstjóri frá Kjartani Ingimarssyni. Sjötti dómari Hæstaréttar, Logi Einarsson, var ekki með í ferð þessari. vinnumarkaðinum og einnig að allt líf í sjónum virtist hálfum mánuði síðar í ár en á venjulegu vori. Með þá von í huga að úr rættist á næstu dögum á báðum þessum vígstöðvum halda skipin úr höfn í dag. Aðspurður um markaði og hvert afurðir væru seldar, sagði Krist- ján, að á innanlandsmarkað væri selt hvalkjöt, sem talið væri hæft til þeirrar sölu og þá einkum kjöt af minni hvölum. Súrsað rengi er einnig selt innanlands. Frystar afurðir eru að öðru leyti seldar til Japans, en hvallýsi, búrhvalslýsi og hvalmjöl er selt á markaði í Evrópu. Kristján sagði, að útlit væri fyrir, að ágætt verð fengist fyrir afurðirnar á Japansmarkaði, en hins vegar héldist verð á lýsi og mjöli nokkuð í hendur við loðnu- mjöl og lýsi, en það hefði nokkuð lækkað að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.