Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 27 Bylting í f ram- leidslu dísilvéla EFTIR þcim upplýsingum sem greinarhöfundur hefur aflað sér er komin á markaðinn mjög athyglisverð dísilvél framleidd á ítalíu. Stabiliment Meccanici VM, S.p.A. á ítalíu er ein af 10 stærstu verksmiðjum í heimin- um, sem framleiða dísilvélar f stærðum frá 10 til 600 hestöfl. Framleiðsla Stabilimenti Meccanici er vel þekkt í meir en 60 löndum undir nafninu VM, en svo merkja þeir alla sína fram- leiðslu sem nær yf ir léttbyggðar, loftkældar dísilvélar og meðal- þungar vatnskældar dísilvélar með strokkafjölda frá einum til sextán. VM-vélar hafa ekki verið fluttar til íslands fyrr en á þessu ári, en fyrsta vélin er komin í spánskan Madesa-fiskibát, 6,4 m langan, og vélin er 27 BHÖ, 2 strokka, olíukæld. Markar þessi vél nokkur tímamót í fram- lsiðslu verksmiðjunnar þar sem hún er talin mesta bylting í framlsiðslu dísilvéla í 30 ár. Fyrir fimm árum var hafin prófun á þessari vélargerð sem hlaut auðkenninguna HR-gerð og hefir hún nú verið sett á markað sem olíukældur orku- gjafi til ýmissa nota en sérlega þó fyrir báta. I stað vatns er smurolíunni dælt umhverfis strokkslífarnar eftir gormlaga göngum og stöðug olíubuna stendur upp í stimpilkollana og flytur hitann á mjög hagkvæm- an hátt frá heitustu stöðum vélarinnar, en fram að þessu hefur stimpilkæling verið erfið- leikum bundin, nema í stærstu skipavélum. Undir venjulegu álagi er þessi oiíuhringrás næg sem kæling, en hitni olían yfir 90°C opnar hitaliði rennsli inn í lítinn hitaskipti sem kældur er með lofti frá blásara sem knúinn er af sömu reim og alternator vélarinnar. Olía frýs við mínus 40°C og sýður við u.þ.b. 200 °C og er vélinni óhætt meðan hiti hennar er innan þessara marka. HR 9/A er til í 5 stærðum, 1—4 strokka og 13,5—70,5 HO, sú stærsta með túrbínu. VM hélt áfram að þróa HR-vélina og eru nú að koma á markaðinn athyglisverðar gerðir fyrir sportbátaeigendur sem horfa með angist á ört hækkandi bensínverð. 4 og 6 strokka vélar með 88 mm strokkvídd hafa Hér getur að lfta útlitsmynd af nýrri ítalskri dísilvél sem vægast sagt er mjög athyglisverð og sagt er nánar frá í meðfylgjandi grein. valdið ámóta byltingu í gerð bíladísilvéla og 9/A gerðin í bátavélum. Allar gerðir eru með afgastúrbínu og nýjustu gerð af Bosch-blíuverki með hámarks- snúningshraða 4200 RPM sem er óvenjulegt um dísilvél, en verk- smiðjan staðhæfir að bíll með þessari vél geti hiklaust ekið á 120 km hraða að staðaldri, rétt eins og hann væri búinn venju- legri bensínvél. Eftir að hafa haft nokkrar slíkar vélar til reynslu, pöntuðu Alfa-Romeo verksmiðjurnar 10.000 stk. til þess að setja í bíla sína. Á þessu ári kemur þessi gerð HR-véla með 92 mm strokkvídd og er það sú vél sem bátaeigendur munu líta girndarauga, en 6 strokka vélin, sem aðeins vegur um 285 Bátar Umsjón: HAFSTEINN SVEINSSON kg, getur afkastað nálægt 200 HÖ, en það mun gera hana léttustu vél miðað við orku sem völ er á á heimsmarkaði. Þessi útgáfa sem nefnist HT-gerð er ferskvatns eða beint sjókæld og með afgastúrbínu. 4 strokka, 100 HA vélin vegur aðeins 215 kg sem sjóvél og 202 kg sem bílvél. Þyngd vélanna er minnkuð með sérstöku byggingarlagi, en ekki með því að nota léttmálma. Með því að breyta leguhbnnun er unnt að minnka veggþykkt blokkarinnar til muna og í stað þess að nota eitt „head" er VM-vélin með sér „heddi" fyrir hvern strokk en það gerir öryggi mun meira og viðgerðir einfald- ari. 4 strokka vélin er með 5 höfuðlegum og 6 strokka með 7 legum og gilda sömu legubakkar fyrir báðar vélarnar, svo og slífar, stimplar, hringir og yfir- leitt allt sem slitnað getur. Umboð fyrir Stabilimenti Meccanici VM á íslandi hefir Ásgeir Long, sem rekur verslun- ina BARCO, báta- og vélaversl- un að Lyngási 6, Garðabæ. ¦ ¦: ¦ . Dæmigerð mynd frá basli Reykvíkinga við að sjósetja skemmtibáta. Hver getur trúað því að höfuðborg þeirrar þjóðar sem umflotin er sjó á alla vegu skuli ekki geta boðið upp á betri aðstöðu, og þá ekki höfn fyrir þann stóra flota smábáta sem Reykvíkingar eiga, sem nú skipta hundruðum. Það er leitt til þess að vita, þar sem fyrrverandi borgarstjórn var búin að samþykkja byggingu smábátahafnar, að núverandi borgaryfirvöld skuli alveg hundsa þá ákvörðun með því að halda að sér höndum og láta sem það hafi aldrei gerst. Aðalfundur Snarfara AÐALFUNDUR Snarafara. félags sportbátaeigenda, var haldinn í húsi Slysavarna- félags íslands, Grandagarði, 29. maf síðastliðinn, húsfyllir var sem endranær á Snarfara- fundum. Mörg mál voru rædd svo sem sjórall '79 umhverfis land- ið sem hefjast á fyrsta dag júlímánaðar n.k. Búist er við mikilli þátttbku, ennfremur hópsigling Snarfaramanna f Breiðaf jarðarcyjar, svo og sjó- veikikeppni í Faxaflóa. Einnig drap formaöur á hópsiglingu félagsmanna til Evrópu 1980 sem verðuttt verkefni og hlotið hefur góðar undirtektir félagsmanna. Mikil gremja var f fundar- mönnum út í borgaryfirvbld fyrir að aðhafast ekkert við- vfkjandi því ófremdarástandi sem smábátaeigendur eiga við að stríða hér í borg, vegna aðstöðu- og hafnleysis. Margt f leira var rætt. Formaður félagsins, Haf- steinn Sveinsson, var endur- kjörinn. Til sölu á Grundarfirðí 80 fm. einbýlishús meö kjallara undir hálfu húsinu ásamt 40 fm bílskúr. Laust strax. Makaskipti koma til greina á íbúö í Reykjavík eöa Kópavogi. Uppl. ísíma 71845. TÆKNIÞJÓNUSTA Á SVIÐI PLASTIÐNAÐAR Jorolv Holten ráögjafi viö Tæknistofnun ríkisins í Osló heldur erindi um tækniþjónustu við plastiönaö í Noregi í löntæknistofnun íslands, Skipholti 37, Reykjavík, miövikudaginn 13. júní n.k. kl. 17:00. Stjórnendum og tæknimönnum plastiönaöar- fyrirtækja er sérstaklega boöiö aö hlýða á ráogjafann. löntæknistofnun íslands. Nýtt símanúmer frá og með 1. júní 84599 Húsasmidjan, Súöavogi3 Þessi glæsilegi sportbíll Chevrolet Camaro Z 28, árg. '78, ekinn 11. þús. mílur er til sölu. 8 cyl. 350 cub, sjálfsk. vökvastýri, veltistýri, power bremsur, rafdrifnar rúöur+læsingar, útvarp, segulband, sumardekk, vetrardekk. Uppl. í síma 32524 á kvöldin og um helgar. ANATOMIC dömubindi isasaiF^ Nýja dömubindiö, sem tekur meiri raka til sín. Bindiö sem þú finnur minna fyrir. Bindiö sem sést minna. Bindiö sem er algjörlega lagaö eftir líkamanum. Anatomic dömubindiö er þykkast, þar sem þörfin er mest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.