Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. JÚNÍ 1979
19
Æskulýðssönghópur Hjálpræðishers-
ins á Akureyri í ferðalag um Noreg
Æskulýðssönghópur Hjálpræð-
ishersins á Akureyri leggur aí
stað í ferðalag um Noreg n.k.
miðvikudag. f hópnum eru 17
unglingar en auk hans verða 5
fararstjórar með í ferðinni.
Unglingarnir hafa í vetur æft
söng fyrir þessa ferð. Flogið verð-
Æskulyðssónghópur Hjálpræðishersins á Akureyri ásamt stjórnanda
og undirleikurum.
ur á miðvikudaginn til Stavanger
með millilendingu í Ósló. Síðan
verður ferðast um í Noregi og
komið við í Kopervik, Haugesund,
Sandnes, Saudá, Notodden, Gjövik
og Eidsvoll. Loks halda ungling-
arnir til Óslóar þar sem þeir mæta
150 öðrum unglingum úr Hjálp-
ræðishernum í Noregi og hafa þeir
þá einnig ferðast um aðra hluta
Noregs í 6 hópum. Unglingarnir
munu halda 1—2 samkomur á
hverjum stað og heimsækja stofn-
anir en í Ósló munu þeir taka þátt
í ársþingi Hjálpræðishersins.
Áður en lagt verður af stað til
Noregs halda unglingarnir sam-
komu á Hjálpræðishernum í
Reykjavík, n.k. þriðjudag kl. 20.30.
Einnig hafa unglingarnir frá Ak-
ureyri nýlega sungið inn á söng-
snældu sem gefin var út á 75 ára
afmæli Hjálpræðishersins á Ak-
ureyri 3. maí s.l. til styrktar
æskulýðsstarfinu.
Fiskar eru meðal annarra gæludýra í Aniazon.
Gæludýr í Amazon
VERSLUNIN Amazon, sem er
sérverzlun með gæludýr, opnaði
nýlega í húsnæði sínu að Njáls-
götu 86. Á boðstólum eru margs
konar gæludýr og varningur í
tengslum við hald gæludýra, t.d.
vörur og fóður fyrir skrautfiska,
búrfugla, hunda og ketti. Eigend-
um gæludýra er velkomið að líta
við eða hringja í síma 16611 til að
skoða eða fá upplýsingar. Vörur
eru sendar út um land ef þess er
óskað.
Eigendur Amazon eru Árni,
Gylfi og Helgi Helgasynir.
Bandarísk
negra-
söngkona
í Þórscafé
„ÉG SEM lög mín sjálf og
aðallega vinn eg nú í Evr-
ópu," sagði Viola Wills,
bandaríska söngkonan sem
nú er að byrja að syngja í
Þórscafé. Viola er frá Los
Angeles. Hún kom beint til
Reykjavíkur frá París en þar
hefur hún verið að vinna að
plbtu sem gefin verður fljót-
lega út.
Viola Wills hefur komið
fram í sjónvarpi í Englandi og
komið fram með þekktu fólki.
Hún hefur unnið með stjörn-
um, eins og Smokey Robinson,
Johnny Nash og George Ben-
son.
„Eg var að syngja í Los
Angeles þegar Joe Cooker kom
þar. Ég fór með honum til
Evrópu og söng talsvert með
honum," sagði Viola Wills.
Þá hefur verið skipt um
hljómsveit í Þórscafé. Lúdó og
Stefán hafa hætt og í þeirra
stað koma nú Galdrakarlar.
Þeir hafa nú starfað saman í
þrjú ár án þess að breyting
hafi orðið á hljómsveitinni.
HEMPEIS
þakmákiing.
GerÓ fyrir skipsskrokk
en boóin þér á
þakmálningarverói.
Hvaó hef ur þú
út úr því?
Skipamálningu er ætlaó aö standast
særok, nudd, frost, snjó og fugladrit
meó öllum þeim eyöandi efnum sem í
því eru. Þess vegna teljum viö aó betra
efni fyrirfinnist ekki á íslensk húsaþök.
J Slippfélagid íReykjavfk hf
Málningarverksmiöjan Dugguvogi
Símar 33433 og 33414