Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1979 3 Miðstjórn ASÍ um verkbannið: Ekki beinar aðgerðir Félagar ASÍ verði viðbúnir að rísa til vamar og sóknar MIÐSTJÓRN Alþvðusambands íslands fjallaði í gær á fundi sínum um stöðuna í launamálunum og viðbrögð við vcrkbannsboðun Vinnuveitendasambands íslands. í ályktun. sem fundurinn samþykkti einróma, segir m.a. að miðstjórnin fordæmi harðiega þá stefnu sem Vinnuveitendasambandið hefir nú tekið upp með boðun allsherjarvcrkbanns. Orðrétt segir í ályktuninni: „Miðstjórnin vekur sérstaka athygli á að verkbanni þessu er beint gegn félögum innan ASÍ. sem ekki eiga í neinni vinnudeilu við Vinnuveitendasambandið. Verkbannsboðun þessi er algert einsdæmi og á ekkert skylt við samúðarvinnustöðvanir verkalýðsfélaga gegn atvinnurekanda. sem þau hafa átt f deilu við. Aiþýðusambandið lýsir fullri ábyrgð á hendur Vinnuveitendasambands íslands vegna hinnar gerræðislegu verkbannsboðunar. sem mun hafa skaðlegar afleiðingar um ófyrirsjáanlega framtíð." Að siðustu hvetur miðstjórnin félaga ASÍ og allt launafólk til að fylgjast nákvæmlega með því sem gerist í launa- og kjaramálum á næstunni og vera við því búið að rísa til varnar og sóknar gegn hinum ósvífnu hótunum Vinnuveitendasambandsins, eins og segir í ályktuninni. í ályktun miðstjórnarinnar segir að þegar núverandi ríkisstjórn hafi verið mynduð í lok ágústmánaðar á sl. ári. hafi verið dökkt um að litast í efnahagsmálum landsins. Alþýðusambandið hafi fallist á þá mcginstefnu. að grunnlaun yrðu látin standa óbreytt fram til 1. desember 1979, enda yrði stefna ríkisstjórnarinnar við það miðuð að tryggja fulla atvinnu og kjarasamningarnir frá því í júní 1977 yrðu virtir. Mcð þcssari afstöðu hafi verkalýðsfélagi innan ASÍ gefið stjórnvöldum tækifæri til þess að fást við verðbólguvandann við þær aðstæður, að ekki var með neinu móti hægt að kenna kauphækkunum verkafólks um hvernig til tækist. Þá segir að frá því að ríkisstjórnin var mynduð hafi vísitöluþakinu svonefnda verði lyft af að fullu. með þeim afieiðingum að hæstu launin hafa hækkað mest. allir opinberir starfsmenn, bankamenn, blaðamenn og fl. hafi fengið 3% grunnkaupshækkun en atvinnurekendur hafi hins vegar neitað hinum almennu verkalýðsfélögum um hliðstasða hækkun. og ríkisstjórnin hafi þrátt fyrir yfirlýsta launajöfnunarstefnu. hikað við að tryggja hinum lægst launuðu þcssa grunnkaupshækkun. Ríkisvaldið leysi ekki kjaradeilur með tilskipunum Að loknum miðstjórnarfundinum hitti blaðamaöur Mbl. nokkra miö- stjórnarmenn og spuröi þá áiits á verkbanni VSÍ og stööuna í launa- málum almennt. „Viöbrögö ASÍ við þessu verk- banni", sagöi Karl Steinar Guðna- son, „mótast af þeirri ábyrgðartil- finningu, sem þaö hefur sýnt í meöferð kjaramálanna. Mér finnst forkastanlegt aö VSÍ ætli nú aö ráöast til atlögu viö lægst launaöa fóikiö, sem auk þess hefur á engan hátt tekið þátt í þessari deilu. Viö ætlum ekki aö svara meö aögerð- um að sinni og vonum aö Vinnu- aö grípa inn í yfirstandandi kjara- deilur meö lögum, sagöi Guömund- ur, aö þaö væri matsatriöi hvernig afskipti ríkisstjórn ætti að hafa af kjaradeilum hverju sinni og verk- lýöshreyfingin heföi ekki alltaf veriö hrifin af því aö gripið væri inn í þær með lögum en þaö gæti komiö til þess aö ríkisstjórn þyrfti aö greiöa fyrir þessum málum með einhverj- um hætti. Ekki fylgjandi beinum aðgerðum „Eins og staöan er nú, er ég ekki fylgjandi því aö gripið verði til beinna aögeröa vegna verkbanns VSÍ,“ sagöi Bjarni Jakobsson, „og fengju 3% grunnkaupshækkun meö lögum, þar sem stór hluti launþega hefói þegar fengiö þessa hækkun. Um farmannadeiluna sagói Jón aö æskilegast væri aö leysa hana meö samningum en slíkt ástand gæti skapast aö ríkis- valdiö yröi aö grípa þar inn í. Ekki sagðist Jón vilja dæma um þaö hvort 3% kauphækkun dygöi til lausnar á farmannadeilunni en mjög líklegt væri aö láglaunamenn hugsuöu sér til hreyfings, ef þeir, sem hærri launin hefóu fengju stórfelldar launahækkanir. Takmarkalaus _________ósvífni__________ „Mér finnst þetta takmarkalaus ósvífni,“sagöi Guðmundur J. Guö- Karl Steinar Guðnaaon Guðmundur Þ. Jónaaon Bjarni Jakobaaon Jðn Agnar Eggertsaon Guðmundur J. Guðmundsson. veitendasambandió sjái aö sér þegar þungi almenningsálitsins kemur í ljós.“ Aðspuröur um, hvort hann teldi rétt að ríkisstjórnin gripi inn í farmannadeiluna meö lagasetningu sagöi Karl Steinar aö hann væri því andvígur. Um hvort hann teldi aö setja ætti lög um aö ASÍ-félagar fengju 3% grunnkaupshækkun eins og opinberir starfsmenn og fl. sagöi hann: „Ég er almennt á móti því aö ríkisvaldiö leysi kjaradeilur meö tilskipunum en hins vegar á ríkisvaldið aö stuóla aö félagsleg- um umbótum fyrir verkafólk." Verkbann á fólk sem ekki stendur í deilu „Með þessu verkbanni," sagði Guömundur Þ. Jónsson," er veriö aö setja fólk í verkbann, sem ekki stendur í deilu viö vinnuveitendur. Viö munum ekki grípa til aögeröa aö sinni, því viö höfum ekki áhuga á aö setja fólk í verkfall, og þaö má heldur ekki gleyma því aö þetta verkbann er ekki algert, t.d. standa sveitarfélögin, samvinnuhreyfingin og ýmis fyrirtæki í félagseign utan viö það.“ Um þaö hvort ríkisstjórnin ætti heldur ekki þó aö viö höfum ekki fengið þessi 3% sem þorri annarra launþega í landinu hefur fengið en ég vil í því sambandi vitna til ályktunar miöstjórnarfundarins í dag, þar sem segir aö ríkisstjórnin hafi þrátt fyrir launajöfnunarstefnu, hikaö viö aö tryggja hinum lægst launuöu þessa grunnkaupshækk un. Verkbann VSÍ kemur niöur á þeim; sem engan þátt á í þeirri kjaradeilu, sem nú stendur yfir og ég er síður en svo sáttur viö þessi vinnubrögö." Um það hvort ríkisstjórnin ætti aö grípa inn í farmannadeiluna meö lögum sagöi Bjarni aö persónulega væri hann andvígur því aö gripiö væri inn í slíkar deilur meö lögum. Ekki óeðlilegt að ASÍ-félagar fái 3% með lögum „Þetta eru gérræöisleg vinnu- brögö af hálfu VSÍ aö setja verk- bann á félaga ASÍ,“ sagöi Jón Agnar Eggertsson, „því þetta bitn- ar harðast á þeim lægst launuöu sem einnig standa ekki í neinum aðgeröum." Jón sagöist ekkert telja óeðliegt viö aö félagar ASÍ mundsson, „og spá mín er sú aö fari VSÍ út í þetta verkbann þá fái þeir aö greiöa afleiöingarnar af því. Þaö er út af fyrir sig fróölegt aö fylgjast með því að vinnuveitendur segjast hafa sömu stefnu og ASÍ í launamálum. Voru þeir ekki búnir aö uppgötva þessa stefnu þegar þeir sömdu viö flugmenn um 150 til 270 þúsund króna hækkun á mán- uöi án þess að það væri krafa flugmanna. Þetta var tilboð Vinnu- veitendasambandsins. Þaö hefur heilagur andi komiö yfir þá síðan. Nú setja vinnuveitendur verk- bann á þá lægst launuöu í nafni launajafnréttis. Ég vil frábiöja mér þeirra launajafnrétti. Þeir ætla að hefna sín á lægst launaöa fólkinu og stööva alla framleiöslu í þjóö- félaginu." Aðspurður um, hvort hann teldi rétt að ríkisstjórnin gripi inn í farmannadeiluna meö lögum sagði Guðmundur: „Ég held aö ríkisvald- iö ætti að grípa inn í og banna verkbann VSÍ en um hvort setja eigi lög í farmannadeilunni vil ég ekki úttala mig nema hvaö ég tel aö vinnuveitendur hafi viljaö koma þessu í hnút.“ Guömundur sagöi að það væri algjört hneyksli aö félagar ASÍ skyldu ekki vera búnir aö fá 3% og þau ættu þeir aö fá með lögum. brjár ungar stúlkur við humarvinnu í frystihúsi KASK á Höfn í Hornafirði. Humarveiðin hefur verið treg það sem af er vertíðar, en glæddist þó heldur í síðustu viku. (Ljósm. — áij.). Mývatnssveit: Jörð græn undan snjó Mývatnssveit. 12. júní. ISINN var nú fyrst að fara af Mývatni, og er það um það bil viku fyrr en árið 1949, því þá fór hann af rétt um 20. júní. Hér urðu mjög snögg veðrabrigði eins og annars staðar á Norðurlandi, og um hvíta- sunnuna komst hitinn upp í um 20 stig. Geysilega örar Ieysingar urðu því og mikill vatnagangur, og gróður kom mjög fljótlega því segja mátti að jörðin kæmi græn undan snjón- um. Nú eru margir búnir að sleppa lambám, og virðist vera kominn alveg sæmilegur sauðgróður, einkum í sandlendi og á ræktuðu landi. Er nú ágætt hljóð í mönnum og vorhug- ur í öllum. — Kristján. BKATTHHm UPPHAF TIZKUOLDU SU FLAUELIS- OG DENIM BUXUR 26“—38 Austurstræti 10 sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.