Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Augiýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiósla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Bandalag olíufélaga og viðskipta- ráðherra kommúnista Isíðustu viku var Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, í heimsókn í Washington. Þar hitti hann Carter Bandaríkjaforseta að máli. Eitt af umræðuefnum þeirra var olíumarkaðurinn í Rotterdam. Einmitt í dag var ráðgerður ríkisstjórnarfundur í Bonn, þar sem þýzki kanslarinn mun gera ríkisstjórn sinni grein fyrir viðræðum sínum við Carter um olíumálin og Rotterdammarkaðinn og áhrif hans á olíuverðið í heiminum. I síðustu viku var utanrikisráðherra Frakka, Jean Francois-Poncet, einnig í Washington. Hann átti einnig fund með Carter Bandaríkjafor- seta. Þeir ræddu einnig um olíumarkaðinn í Rotterdam og leiðir til þess að hemja verðþróunina á honum. Talið er, aö Bandaríkjamenn og Frakkar hafi áþekkar hugmyndir um nauðsyn þess að setja einhvers konar þak á olíumarkaðinn í Rotterdam, eins og Frakkar lögðu til innan Efnahagsbandalagsins. Orkuráðherra Bandaríkjanna, James Schlesinger, hefur gefið í skyn, að Bandaríkja- menn kunni að vera tilbúnir til að fella niður 5% niðurgreiðslu eða styrk á olíu til hitunar og dísilolíu, ef þak verði sett á Rotterdammarkaðinn. Frakkar berjast mjög ákveðið fyrir því, að þak verði sett á Rotterdammarkaðinn og sjálfir hafa þeir lagt bann við því að olía, sem kostar yfir ákveðið hámarksverð sé flutt inn til Frakklands. V-Þjóðverjar hafa ekki verið fylgjandi hugmyndum Frakka um þak og eftirlit á Rotterdam, en síðustu fréttir herma, að ríkisstjórnin í Bonn sé tilbúin til að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðum til þess að fylgjast með Rotterdammarkaðnum. Olíumarkaðurinn í Rotterdam sem er uppboðs- markaður á olíu hefur haft margvíslega truflun í för með sér fyrir olíuviðskipti í heiminum. Olíuframleiðsluríkin, sem hafa gert langtíma- samninga um afhendingu á olíu finna upp alls kyns afsakanir til þess að þurfa ekki að standa við gerða samninga og selja olíuna síðan á uppboðsmarkaðnum í Rotterdam. Til viðbótar má geta þess, að olíumálin og Rotterdammarkaðurinn verða til umræðu á fundi æðstu manna helztu iðnaðarríkja heims í Tokyo innan skamms. Olíumarkaðurinn í Rotterdam er því til umræðu meðal helztu valdamanna hins vestræna heims. Þeir ræða um þaö hvað þeir geti gert til þess að hemja þennan markað, setja hann undir eftirlit eða jafnvel setja á hann þak. Þeir ræða um það, hvort banna eigi innflutning á olíu, sem kostar yfir ákveðið hámark. Þeir ræða um það hvernig hægt sé að draga úr oliunotkun í hinum vestrænu ríkjum. Ekkert umræðuefni er nú ofar á baugi í Washington, London, París og Bonn en einmitt olíumarkaðurinn í Rotterdam. En hér á Islandi hefur myndast bandalag nokkurra spámanna í olíumálum, sem ekki mega heyra á það minnzt, að eitthvað sé athugavert við þá staðreynd að olíukaup okkar íslendinga frá Sovétríkjunum eru miðuð við verð í Rotterdam. Þessir spekingar tala um það, að þeir, sem sjái eitthvað athugavert við þessa verðviðmiðun fjalli um þessi mikilvægu mál af „fáfræði". Hér er á ferðinni bandalag a.m.k. sumra olíuforstjóra okkar, ráðherra viðskipta- mála, sem er kommúnisti og ákveðinnar klíku embættismanna, sem í áratugi hefur ekki mátt heyra á það minnzt, að olía verði keypt annars staðar frá en frá Sovétríkjunum. Það hefði einhverntíma þótt saga til næsta bæjar að þeir gengju i eina sæng til að verja okursamninga við Sovétmenn, viðskiptaráðherra kommúnista, olíukóngar og embættis- menn en svo er nú komið. Verði þeim að góðu. Breyttar aðstæður valda því, að viðmiðun við Rotterdammarkað í olíuviðskiptum við Sovétmenn, sem var sjálfsögð fyrir nokkrum árum er það ekki lengur. Sovétmenn taka nú ofsagróða í þessum viðskiptum, sem er ekkert annað en arðrán í stíl nýlenduvelda fyrri tíma. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hvatti ríkisstjórnina til þess í vetur að taka þegar í stað upp viðræður við Sovétmenn um breytta viðmiðun. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í að verða við þessari ábendingu. í sjónvarpsþætti fyrir skömmu mátti skilja það á Benedikt Gröndal, að slíkar viðræður hefðu verið ákveðnar. í samtali við Alþýðublaðið fyrir nokkrum dögum sagði Kjartan Jóhannsson að slíkar viðræður væru sjálfsagðar. En greinilegt er að kratar ráða engu í þessari ríkisstjórn. Olíukóngarnir, viðskiptaráðherra og embættis- mannaklíkan hafa ákveðið að ekkert verði gert í þessum efnum, annað en málamyndatal síðar á þessu ári. Á meðan þolir íslenzkur almenningur gífurlega kjaraskerðingu. I viðræðum við Sovétmenn væru rökin fyrir breyttri viðmiðun augljós. Mjög lítill hluti olíuviðskipta í heiminum byggist á Rotterdammarkaði. Það er því með öllu óeðlilegt eins og nú er komið málum, að olíukaup okkar frá Rússum byggist á þessari viðmiðun. Eðlilegra er, að viðmiðunin verði eitthvert grundvallarverð, sem gildir í langtímasamn- ingum milli vestrænna ríkja og olíuframleiðsluríkjanna. Fyrir skömmu var Opec-verð á hráolíu 16,50 Bandaríkjadalir en Rotterdamverðið 37 Bandaríkjadalir. Spekingarnir hér sjá ekkert athugavert við þetta. Jafnframt er nauðsynlegt, að við íslendingar hyggjum á meiri dreifingu olíukaupa okkar. Það er lítið öryggi í því fólgið, að vera komnir upp á Sovétmenn í olíuviðskiptum á sama tíma og við erum í varnarbandalagi til þess að verjast útþenslustefnu þeirra. Olíumenn okkar segja, að erfitt sé að fá keypta olíu. Það hefur nákvæmlega ekkert á það reynt. Kannski þeir séu orðnir svo bundnir á klafa vanans, að þeir treysti sér ekki til að taka upp eðlilega viðskiptahætti á ný við vestræn olíufyrirtæki. Við eigum að kanna rækilega hverjir möguleikarnir eru á olíukaupum annars staðar frá með eðlilegri viðmiðun en nú gildir í viðskiptum okkar við Rússa. Við íslendingar þurfum að stokka upp olíuviðskipti okkar frá grunni. Andstaða við það kemur úr ótrúlegustu átt. Olíufélögin þrjú ættu að athuga vel sinn gang áður en þau reyra sig fastar í bandalagið við viðskiptaráðherra kommúnista og embættis- mannaklíkuna. 1 þjónustu kri legrar einingí Bréf til aðalritstjóra Morgun- blaðsins í tilefni af „hugvekju" séra Jóns Auðuns í Morgun- blaðinu laugardaginn 2. júnf 8.1. Margt undrunarefnið ber manni að höndum á ævinni. Þannig mun hafa farið fyrir hverjum og einum, sem hefur þótt ekki sé nema lágmarksþekkingu á kenningum kaþólsku kirkjunnar um Maríu mey og síðan hefur lesið „hug- vekju" séra Jóns Auðuns í hátt- virtu blaði yðar laugardaginn 2. júní s.l. Þessa „hugvekju" nefnir höfundur „Einingu", nafni sem gefur viss fyrirheit, og yfirskrift af þessu tagi vekur ósjálfrátt þær vonir hjá lesandanum að hér sé höfundurinn að leggja litla stein- inn sinn í vegg hinnar samkirkju- legu byggingar, ljá þeirri hreyf- ingu lið sem á síðastliðnum árum hefur einkennt samskipti kirkju- deildanna og miðar að sem bestri samvinnu þeirra. Fáum mun koma til hugar að neita því að séra Jóni Auðuns detti margt frumlegt í hug, enda reynir hann svo sannarlega á sinn sérstaka hátt að gera sitt til þess að á komist sú eining lærisveina Krists sem Meistari þeirra þráði. Hann útlistar nefnilega fyrir les- andanum, hvernig sundrungin hafi, samkvæmt skoðunum hans, læðst inn í raðir þeirra sem trúðu á Krist í rás aldanna, til þess að geta síðan ráðist að rótum meins- ins. Og hann telur að höfuðorsök sundrungarinnar sé þröngsýnin. Hlýðum á orð hans sjálfs: „Eftir því sem hin kirkjulega guðfræði hefur reyrt fastari böndum frjálsa hugsun, hefur flokkum (sic.) innan kristninnar fjölgað." . Og nú veit lesandinn væntan- lega, hvar skórinn kreppir hjá þeim kristnu, því að nú hefur sérfróður maður útlistað það fyrir honum. Og vilji hinn fróðleiksfúsi lesandi fá að heyra einhver dæmi, þessu til sönnunar, þá hefur sér- fræðingurinn í trúarbragðasögu þau að sjálfsögðu á reiðum hönd- um. Samt verður hann að setja sér takmörk í upptalningu þeirra en þess vegna tilfærir hann aðeins tvö slík, sem þjaka samvisku manna og eiga rót sína að rekja til þröngsýninnar. Ég ætla líka að Hinrik Frehen setja mér takmörk og því mun ég aðeins taka fyrra dæmi hans til athugunar, enda nægir það fylli- lega til þess að upplýsa lesendur mína um hvorttveggja: hugarfar séra Jóns Auðuns, svo og um þann vísindalega grundvöll sem hann byggir staðhæfingar sínar á. „Ekki eru margir áratugir liðnir síðan sá úrskurður páfagarðs var gefinn út, að sáluhjálparskilyrði væri rómv. kaþ. mönnum að trúa því, að María móðir Jesú hafi verið eingetin eins og sonur henn- ar og engan jarðneskan föður átt.“ Þessa sömu staðhæfingu hafði ég, ekki alls fyrir löngu, séð bókfesta af penna þessa sama, hálærða manns, en í það skipti sagði ég við sjálfan mig: „Ojæja, quandoque bonus dormitat Homerus — það getur svo sem öllum orðið á í messunni." En þegar ég sá þessa staðhæf- ingu fyrir mér á ný og nú setta fram af sigurreifu sjálfsöryggi og þar að auki í þegar tilgreindu sambandi, þá átti ég ekki lengur auðvelt með afsaka prestinn með því að „honum hefði mismælst." Og nú spyr ég sjálfan mig: Hvernig stendur á þessum ósköp- um? Byggist þessi staðhæfing á vanþekkingu eða óvild í garð kaþólsku kirkjunnar? Af hverju dettur manninum ekki einu sinni í hug að verða sér úti um einföld og auðskilin kaþólsk fræði (kver) handa börnum? Með lestri slíkra bókar gæti hann gengið úr skugga um að hugmyndir kaþólsku kirkj- unnar um „flekklausan getnað" Maríu eru með allt öðrum hætti en honum hefur skilist og hann vill eigna Vatíkaninu. Annars hef ég ávallt reynt marga af lúterskum bræðrum mínum, einnig hér á íslandi, að góðum vilja. Þeir hafa í fullri alvöru gert sér far um að vinna að því að allir kristnir menn sameinist á ný, og hið fyrsta sem heiðarlegir fylgjendur samkirkju- stefnunnar reyna að gera er að kynna sér það sem aðrir kristnir menn trúa og hvernig þeir skilja það. Með því vilja þeir reyna að koma í veg fyrir það, sem áður leiddi til sundrunar eða jók á hana og hafði í för með sér fjandsam- legar og ókristilegar yfirlýsingar, sem sé misskilning. Vitnisburður um heiðarlegt hugarfar af slíku tagi er, ásamt mörgum öðrum skjölum, sem birt hafa verið á síðustu árum, sameiginleg yfirlýs- ing nefndar, sem skipuð var bæði rómversk-kaþólskum og evangel- isk-lúterskum sérfræðingum, um kvöldmáltíðina. Lítur séra Jón Auðuns ef til vill svo á að hann sé undanþeginn þeirri grundvallarskyldu að leita sér áreiðanlegra upplýsinga um skoðanir þeirra, sem á öðru máli eru? Eða lítur hann frá upphafi á þá sem „þröngsýnismenn", sem frjálshyggjumaðurinn eigi skil- yrðislaust að koma á kné eða að minnsta kosti að gera hlægilega? Það liggur við að maður haldi það, að minnsta kosti þegar maður les útlistanir hans á kenningum kaþólsku kirkjunnar. Hann virðist vera viss í sinni sök og líta þannig á að málið hljóti að vera með þeim hætti sem hann hugsar sér það. Það er eins og honum finnist hin staðgóða, vísindalega þekking sín, sem honum er síður en svo leitt að láta skína í, veita sér heimild til að leggja barnalegar hugmyndir sínar um trúaratriði kaþólsku kirkjunnar fyrir lesend- ur sína (og áheyrendur), án þess að ganga fyrst úr skugga um hvort þær séu á rökum reistar. Enda hafa „fræðikenningar trúar- bragðasögunnar" hvort sem er fyrir löngu upplýst öll slík mál. Þeir sem hafa kynnt sér, þótt ekki sé nema að litlu leyti, aðferðir þessara „óskeikulu" fræðimanna (og það skal ekki dregið í efa að séra Jón Auðuns hafi verið fram- Breytingar í Alþýðu- bankanum BREYTINGAR hafa verið gerðar í húsi Alþýðubankans í Reykja- vík. Þær hafa staðið yfir í nokkra mánuði, þó mest hafi verið unnið frá því um páska. Afgreiðslusal- ur neðstu hæðar hefur verið stækkaður og hefur rými aukist þar mikið. Bankinn nýtir nú svo til allt húsið fyrir starfsemi sfna. Samfara opnun hins nýja hluta bankans hefur verið ákveðið að efna til sýningar á 11 verkum Jóns Stefánssonar og prýða þau veggi í afgreiðslusal bankans. I ráði er að verkin hangi þarna næstu 3 mán- uði en þá verði skipt um og ný sýning hefjist. Vonast forráðamenn eftir að þessi nýbreytni mælist vel fyrir hjá viðskiptavinum bankans og annarra sem þangað kunna að leggja leið sína. Sýning á málverkum Jóns Stefánssonar er í Alþýðubankanum, en verkin eru ú myndinni er forstöðumaður safnsins, Þorsteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.