Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979
17
úrskarandi nemandi í slíkum
„skóla“, fyrir á að giska 50—60
árum), vita auðvitað upp á hár
hvernig svo ótrúlegur bjánaskap-
ur, sem hinir skuggalegu skálkar í
Vatíkaninu eru alltaf að troða upp
á sína menn, skuli hafa fest rætur
meðal hinna kaþólsku.
Þessir „fræðingar" hafa einnig
gert mönnum það ljóst — að
minnsta kosti séra Jóni Auðuns —
hvernig ýmsar aðrar vitleysur,
sem hugsandi menn geta ekki einu
sinni ímyndað sér, hafi smeygt sér
inn í huga margra auðtrúa krist-
inna manna. Hvernig gæti t.d.
nokkur skyni gæddur maður látið
sér detta í hug að svonefndur
Heilagur Andi geti verið guðleg
vera, guðleg persóna, eins og sá,
sem bað Guð að senda hann
lærisveinum sínum, sem sé Jesús
sjálfur? Þess vegna rr hinn skyni
gæddi maður ekki hissa á því, þótt
„kirkjukenningin um heil. anda
sem „þriðju persónu guðdómsins"
hafi orðið Þrándur í Götu einingar
innan kristninnar". Það er mér
sannarlega ráðgáta, hvers konar
guðfræði það er, sem hér skýtur
upp kollinum hjá séra Jóni. Ann-
ars er mér það einnig alger ráð-
gáta, hvernig hægt er að sam-
ræma hugmyndir séra Jóns trú
lúterskra bræðra minna á íslandi,
hvernig afstöðu hans er háttað til
þeirra játningarrita sem þeir hafa
fallist á. Ég ætla mér þó ekki að
spyrja séra Jón að því hér, því ég
held að það sé fyrst og fremst
hlutverk og skylda þeirra, sem
ábyrgð bera á því kirkjulega
samfélagi, sem hann ;,boðar“ hug-
myndir sínar fyrir. Ég vil aðeins
drepa á það í þessu sambandi, að
það er ekki laust við að guðfræð-
ingi daprist sýn er hann hlýtur að
lesa að séra Jóni virðist heitið
„eingetinn sonur", sem notað er
um Krist í trúarjátningunni frá
Níkeu-Konstantínópel, merkja hér
um bil það sama og að Kristur eigi
„engan jarðneskan föður“. Gæti
verið að svo þokukennd hugsun
eigi rætur sínar að rekja til
kenninga hins hálofaða lærimeist-
ara Friedrich Heilers?
Ég þakka yður, háttvirti aðal-
ritstjóri, fyrir að ljá þessum
orðum mínum rúm í blaði yðar,
sem ég met mikils, og ég vona,
bæði yðar og blaðs yðar vegna, að
okkur verði í framtíðinni hlíft við
móðgandi „hugvekjum" af þessu
tagi.
Hinrik biskup Frehen, S.T.Dr.
r Listasafni Alþýðu. Lengst til hægri á
Anna Bjarnadóttir skrifar frá Svíþjóð:
Fornar
minjar
og
rústir
Rústir bústaðar Flemmings aðalsmanns frá 17. öld og hluti borgarmúrsins.
grafnar upp í Stokkhólmi
— ......
Anders ödman við bústað Flemmings aðalsmanns
Tjöldin, sem unnið var f í kuldanum í vetur. Konungshöllin í baksýn.
Umfangsmesti fornleifagröí-
tur í Svíþjóð að undanförnu
hefur átt sér stað í miðjum
Stokkhóimi. Á Ilelgelandsholm-
en. þar sem þinghúsið stendur,
hafa fundizt minjar allt frá 13.
öld. Anders Ödman, fornleifa-
fræðingur, segir þær meiri og
merkari en nokkurn óraði fyrir
þegar gröftur hófst í júní s.l.
Uppgreftrinum er senn lokið og
framkvæmdir eru þegar hafnar
við að afmá verksummerkin
eftir fornieifafræðingana.
Framundan er margra ára
starf við rannsóknir á minjun-
um sem fundizt hafa.
Bflskúr þingmanna
Svíþjóð fékk nýja stjórnarskrá
árið 1974. Ein af breytingunum
sem í henni fólust, var sam-
eining þingsins í eina málstofu.
Við það varð þinghúsið ónothæft
og þingið varð að flytjast i ný
húsakynni. Nú leigir það hús-
næði í Kulturhuset sem upphaf-
lega var ætlað leikhússtarfsemi.
Þar eru innréttingar gljáandi
fínar og allt fullt af tæknibrell-
um til að auðvelda störf þings-
ins.
Nýju húsakynnin reyndust þó
ekki fullkomin, ræðustóllinn,
ljósaborðin, takkana, rúllustig-
ana og lyfturnar skortir alveg
virðingu gamla þinghússins. Það
var því fljótt ákveðið að flytja
þingið aftur á Helgeandsholmen.
Þingheimur ákvað að kosta til
breytinga á þinghúsinu svo að
þingið geti starfað þar sem ein
heild. Éinnig var ákveðið að
byggja bílskúr fyrir þingmenn-
ina 349 á hólmanum.
Smíði bílskúrsins leiddi til
hins mikla fornleifagraftar sem
enn stendur yfir. I sænskum
lögum segir, að ekki megi byggja
ný mannvirki án þess að forn-
leifafræðingum sé fyrst gefinn
kostur á að rannsaka jarðlög
grunnsins. Fornleifafræðingar
bjuggust ekki við miklu þegar
gerð bílastæðanna hófst. Það
hafði þó ekki verið grafið lengi
þegar þeir sáu að þeir höfðu
dottið ofan í gullnámu og bíl-
skúrsframkvæmdum var frestað
um óákveðinn tíma.
Viðkomustaður
Hansa-
kaupmanna á 13. öld
Anders Ödman, fornleifa-
fræðingur frá Lundi, hefur yfir-
umsjón með greftinum á
Helgeandsholmen. Þar starfa 23
fornleifafræðingar og alls kyns
fræðingar aðrir sem safna fróð-
leik um fortíðina og ráða í rúnir
hennar. Áður var ekki mikið
vitað um hólmann en nú hefur
saga hans verið rakinn allt frá
13. öld.
Sund lá í gegnum hólmann
fram á 14. öld og skipti honum í
tvær litlar eyjar. Sundið var að
öllum líkindum fjölfarið þar sem
það var á leið báta á ferð úr
Botnshafinu til Málaren, næst
stærsta stöðuvatns Svíþjóðar.
Grunnar tveggja útsýnisturna
og þó nokkrir þátar hafa fundizt
frá þessum tíma. Meðal bátanna
er einn 10—15 metra langur sem
smíðaður var í Slésvík og er
trúlega úr kaupskipaflota
Hansamanna.
Birgir Jarl Svíakonungur,
1250—1266, gerði á sínum tíma
samning við Hansakaupmenn
um verzlun og viðskipti. Til að
geta fylgzt betur með ferðum
kaupmannanna reisti hann kast-
ala og borgarmúr á eyju aðeins
steinsnar frá litlu eyjunum
tveimur sem var upphaf Stokk-
hólms sem borgar. Þorp Birgis
Jarls var kallað Staden Mellan
Broarna en í dag er eyjan yfir-
leitt kölluð Gamla Stan.
Gistihús, kirkju-
garður og
myntslátta
Vitað er að árið 1302 var
Helgeandsholmen orðinn ein
eyja. Hvarf sundsins dró þó ekki
úr ferðamannastraumnum. Auk
þess að vera í siglingaleið var
hólminn á leið vegfarenda á leið
frá Upplandi til Suðurmanna-
lands eða frá Norður- til
Suður-Svíþjóðar. Það er því ekki
undarlegt þó að leifar gistihúss
hafi fundizt á hólmanum.
Á 15. og 16. öld var einnig
elliheimili og kirkjugarðar á
Helgeandsholmen. I garðinum
voru fleiri grafnir en þeir sem
létust úr elli. Við uppgröftinn
kom í ljós að margir létust af
slysförum, af höfuðkúpunum að
dæma voru höfuðkúpubrot ekki
svo óalgeng á þessum tíma. Og
sjúkdómar hafa hrjáð marga.
Borgarmúr var reistur á
hólmanum á 16. öld og stór hluti
hans hefur verið grafinn fram
óskemmdur.
Konungar launuðu gjarnan
hermönnum sínum á 17. öld með
nafnbótum og aðalsmönnum
með landskikum. Tveir aðals-
menn hlutu hvor sinn skikann í
Norrström norðan við Helge-
andsholmen. Þeir urðu sjálfir að
fylla upp strauminn til að geta
reist sér húsnæði en þannig
stækkaði hólminn. Leifar
bústaða þeirra hafa fundizt og
verður tígulsteinninn úr þeim
hreinsaður og notaður síðar til
viðgerða á gömlum húsum í
borginni.
Á árunum 1670—1674 var
apótek starfrækt á hólmanum.
Mikið af áhöldum þess hefur
varðveitzt, að mestu glervörur
sem svipar mjög til keramíkvöru
nútímans. Myntslátta var hafin
á hólmanum á 17. öld og haldið
áfram lengi. Sænski seðlabank-
inn var til húsa á hólmanum
langt fram á þessa öld. Talið er
að leyniherbergi sem fannst við
borgarmúrinn hafi verið notað
sem peningageymsla fyrstu
myntsláttunnar.
Hagsaga og
þjóðfélags-
þróun í nýju ljósi
Þegar í ljós kom hversu fornar
minjar fólust á hólmanum hófu
ýmis áhuga- og stjórnmálafélög
baráttu fyrir verndun þeirra og
gerð „minjagarðs" við þinghúsið
í stað bílskúrs. Nefnd sú er
fjallaði um málið í þinginu fór
milliveginn og ákvað að aðeins
40 neðanjarðar bílastæði yrðu
gerð og garöur ofan á. Borar-
múrinn fær að standa en aðrar
rústir hverfa. Þingmenn fá því
ekki bílastæði og umhverfisvinir
fá ekki „minjagarð".
Áætlaö er að stofna lítið
minjasafn við borgarmúrinn
þegar fræðimenn hafa lokið
rannsóknum sínum. Leikmanni
virðast flestar minjarnar sem nú
fylla allar hirzlur í þinghúsinu
bara vera glerbrot, spýtur, möl
og sandur en fornleifafræðingar
líta þær öðrum augum. Anders
Ödman sagði, að af þeim mætti
læra mikið um hagsögu og þjóð-
félagsþróun Svíþjóðar sem væri
takmark fornleifagraftarins.
Gröftinn sjáifan kvað hann
aukaatriði en aðalatriði að ráða
af minjunum lifnaðarháttu
fortíðarinnar.
ab.