Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 1979 Bændaskólanum á Hvanneyri slitið 90 ára afmælis skólans minnst 24. júní n.k. Guðrún P. Helgadóttir, forstöðukona Kvennaskólans, ásamt kennurum fyrir utan skólann. K vennaskólanum sagt upp: Nýjungar í starfsemi skólans á næsta vetri Bændaskólanum á Hvanneyri var slitið nýlega og hefur skóiinn þar með gegnt fræðsluhlutverki sínu í þágu landbúnaðarins í full 90 ár. Verður þessa afmælis minnst við sérstakt tækifæri 24. júni n.k. I vetur voru alls skráðir 65 nemendur til náms í bændadeild, 55 piltar og 10 stúlkur. Nám í bændadeild tekur nú 1 vetur og lýkur með búfræðiprófi. Við skóla- slitin voru útskrifaðir 54 búfræð- ingar, þar af einn með 1. ágætis- einkunn, 18 með 1. einkunn, 22. með aðra einkunn og 13 með 3. einkunn. Hæstu einkunn á búfræðiprófi hlaut Þorgeir Hlöðv- ersson, Björgum, Suður-Þingeyj- arsýslu. Fékk hann verðlaun frá Búnaðarfélagi íslands fyrir góðan námsárangur og afhenti Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri þau. Aðra hæstu einkunn á búfræðipr- ófi hlaut Kolbeinn Sigurðsson, Hvítárholti, Arnessýslu. IS niAwtfru FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Sumarbústaðaland Til sölu í Mosfellssveit og Grímsnesi. Verzlunarhúsnæöi Hef í einkasölu verzlunarhús- næði við Hjallaveg ca. 130 fm. ásamt 45 fm í kjallara. Húsnæð- ið hentar vel fyrir heildverzlun, léttan iönað, skrifstofur o.fl. Verzlunarhúsnæöi Hef í einkasölu verzlunarhús- næði í kjallara viö miöbæinn ca. 120 fm. Sér hiti. Sér inngangur. Hentar vel fyrir léttan iðnað eða heildverzlun. 3ja fasa raflögn. Æsufell 4ra herb. sérlega falleg og vönduð íbúð á 6. hæð. Suður svalir. Krummahólar 3ja herb. íbúö 85 fm. Rúmlega tilbúin undir tréverk og máln- ingu. Sameign frágengin. Skerjafjörður 4ra herb. risíbúð. Einstaklingsíbúö við Frakkastíg. Sér inngangur. Stokkseyri Einbýlishús 4ra herb. Söluverö 7,5 millj. Útborgun 3,5 millj. Laust strax. Helgi Ólafsson, löggiltur fasteignasali. Kvöldsími 21155. FASTEIGNA HÖLLIN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐB/ER - HÁALEITISBRAUT58-60 SÍMAR 35300&35301 Við Hraunbæ 2ja—3ja herb. 80 ferm. íbúð á jaröhæð. Vandaöar innrétting- ar, flísalagt baö. Við Löngubrekku 2ja herb. mjög góö kj. íbúð (samþykkt). Laus fljótlega. í Garðabæ 2ja herb. ný glæsileg íbúð á 3. hæð með bílskúr. Til afhending- ar í haust. Við Maríubakka 4ra herb. íbúð á 1. hæö ásamt einu herb. í kj. í smíðum við Smyrilshóla 6 herb. íbúö á tveim hæðum, tilb. undir tré- verk. Til afhendingar í nóvem- ber. Vogar Vatnsleysuströnd Einbýlishús hæö, ris og kjallari með bílskúr. Laust nú þegar. Hugsanleg skipti á íbúö í Reykjavík. Fasieignaviöskipti Agnar Ólafsson, Arnar Sigurösson, Hafþór Ingi Jónsson hdl. Heimasími sölumanns Agnars 71714. Blómlegt félagslíf var í skólan- um s.l. vetur. Leiklistarklúbbur og skólakór stóöu fyrir kvöldvöku og farið var með sýningu vestur í Dali og á Snæfellsnes auk sýninga í næsta nágrenni skólans. Hest- amannafélagið Grani hélt uppi miklu starfi. Eftir áramótin voru nær 40 hestar í tamningu á vegum nemenda. Bestum árangri í tamn- ingum náði Hróðmar Bjarnason, Hvoli, Árnessýslu. Margt fleira var unnið í félagsmálum bæði innan skólans og í samskiptum við aðra skóla í héraðinu. 1 skólaslitaræðu sinni ræddi skólastjórinn, Magnús B. Jónsson, þtyðingu nýlegrar löggjafar bún- aðarfræðslu fyrir skólastarfið og erindi frá hvernig framkvæmd laganna miðaði. Hann lagði áh- erslu á að hlutverk bændaskóla væri tvíþætt, bæði faglegt og félagslegt, og því afar nauðsynlegt að þessir þættir fléttuðust saman í starfi skólans. Að lokum brýndi hann fyrir þeim sem við og fyrir landbúnað starfa að standa vörð um atvinnuveginn sem nú sætti ómaklegri og háværri gagnrýni frá mönnum sem ekki gerðu sér grein fyrir samhenginu á milli landsgæða annars vegar og velm- egunar fólksins í landinu hins vegar. Margt gesta var við skólaslitin í fögru veðri en fremur köldu miðað við árstíma. Ófeigur. Landkynningarmynd á vegum Ferðamálaráðs Á SÍÐASTLIÐNU vori efndi Ferða- málaráð íslands til samkeppni meðal íslenskra kvikmyndagerðar- manna um gerð landkynningar- kvikmynda. Sex tillögur bárust. Dómnefnd skipuðu Kristín Þorkelsdóttir, aug- lýsingateiknari, Hinrik Bjarnason, æskulýðsfulltrúi og Ludvig Hjálm- týsson, ferðamálastjóri. Samdóma álit dómnefndar var, að Þorsteinn Jónsson skyldi hljóta fyrstu verðlaun kr. 200 þúsund. Önnur verðlaun kr. 100 þúsund féllu í hlut Hrafns Gunnlaugssonar, en þriðju verðlaun kr. 50 þúsund voru dæmd Gísla Gestssyni. Á RÁÐSTEFNU Lífs og lands á Kjarvalsstöðum á laugardag urðu miklar umræður um Bern- höftstorfuna, enda voru þar flutt framsöguerindi um friðun og varðveislu. Beindust umræður einkum að því hvort hægt væri að kalla „hakaríið“ gamla norðan við Gimli brunarústir svo sem gert var í bréfi forsætisráðherra, og hreinsa burt sem slfkar, án þess að fá heimild byggingar- nefndar til að rífa „húsið“. Einn- ig var rætt um hugmynd forsætis- ráðherra um samkeppni arki- tekta um nýtt hús á lóðinni, til að vita hvað gæti komið í staðinn fyrir gömlu húsin. M.a. benti Gestur Ólafsson, arkitekt, þar á að Arkitektafélagið hefði ein- róma tekið þá afstöðu að vernda skyldi gömlu húsin og tækju arkitektar því varla þátt í að gera tillögur um nýbyggingar í stað þeirra. Hugmyndin að slíkri samkeppni kom fram i erindi Björns Bjarna- sonar, skrifstofustjóra forsætis- ráðuneytisins. En í lok erindis síns sagði hann: „Þetta mál á því að leggja þannig fyrir: Hve hátt verð vilja Reykvíkingar greiða fyrir verndun svonefndrar Bernhöfts- torfu? Spurningunni geta þeir Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Kvennaskólanum í Reykjavfk: Kvennaskólanum í Reykjavík var sagt upp laugardaginn 26. maí sl. að viðstöddum mörgum gestum og afmælisárgöngum. Forstöðukona gerði grein fyrir starísemi skólans þetta skólaár og þeim breytingum, sem fyrir- hugaðar eru næsta vetur. Teknir verða inn nemendur á fyrsta ári á uppeldissviði, og starfræktar verða þrjár brautir, mennta- braut sem leiðir til stúdentsprófs eftir fjögur ár, fóstur- og þroskaþjálfabraut, og félags- og fþróttabraut, sem ljúka má á tveimur árum en einnig geta leitt til stúdentsprófs eftir fjögur ár. Samkvæmt þvitverður ekki tekið við nemendum f 1. bekk skólans næsta vetur. í vetur stunduðu 186 nemendur nám á grunnskólastigi og 7 á uppeldisbraut, en 63 stúlkur luku grunnskólaprófi 9. bekkjar og hlutu allar rétt til framhalds- náms. Þá var skýrt frá úrslitum prófa. Bestum árangri á grunnskólaprófi náði Jórunn Ella Þórðardóttir, en í 2. bekk var hæst Harpa Rúnarsd óttir og itl. bekk Hildur Svavarsd- óttir. Á Uppeldisbraut náði Val- gerður Hallgrímsdóttir bestum árangri í námi. ekki endanlega svarað, fyrr en þeir sjá, hvernig hús ríkissjóður ætlar að reisa á lóð sinni. Látum því fara fram almenna samkeppni um það, fljótt og skipulega, og tökum síðan skjóta ákvörðun út frá réttum forsendum og leiðum þetta leiðindamál til lykta.“ Þór Magnússon, þjóðminjavörð- ur, sem einnig flutti erindi um Bernhöftstorfuna taldi að hér væri ekki um slíkt val að ræða. Hann sagði m.a.: „Bernhöftstorfan er ekki einangruð, hún er hluti af stærri heild. Hér sjáum við fyrir okkur elstu húsaröð í Reykjavík, og hina einu, sem eftir er frá 19. öld. Hún hefst nyrst með Stjórn- arráðshúsinu, steinhúsi frá 1770, síðan koma Bernhöftshúsin, Gimli, Landlæknishúsið, þá Menntaskólinn sunnan Amt- mannsstígs, síðan bókasafnið, íþaka og loks timburhúsið Laufás- vegur 2. Þetta eru allt 19. aldar hús, að „stjórnarráðshúsinu og Gimli undanteknu og bera dæmi- gerðan svip síns tírna." Og í lok máls síns sagði hann: „En ég segi það enn, að fari þessi húsaröð eru Islendingar sýnu fátækari eftir, Reykjavík svipt menningarsögu- legum minjum, einkennum gömlu byggðarinnar, sem nú á svo víða í Við skólauppsögn voru Kvenn- askólanum færðar góðar gjafir og heillaóskir. Guðrún Þorvaldsdótt- ir gjaldkeri Nemendasambands Kvennaskólans afhenti peninga- gjöf í minningarsjóð frk. Ragn- heiðar Jónsdóttur fyrrv. skóla- stjóra. Fyrir hönd nemenda, sem brautskráðust fyrir 25 árum, tal- aði frú Erla Hjartardóttir og færðu þær skólanum fjárupphæð í Listaverkasjóð. Fyrir hönd 20 ára árgangsins talaði frú Helga Sveinsdóttir og afhentu þær einn- ig fjárupphæð í Listaverkasjóð. Frú Jóhanna Thorsteinsson talaði fyrir hönd 10 ára árgangsins og færðu þær skólanum fjárupphæð í Móðurmálssjóð skólans og fyrir hönd 5 ára árgangsins talaði Unnur Melsteð. Forstöðukona þakkaði afmælisárgöngum kom- una og kvað tryggð þeirra uppörv- andi bæði nemendum og kennur- um. Að því búnu fór fram verðlaun- aafhending. Verðlaun úr Minning- arsjóði frú Thoru Melsteð fyrir bestan árangur í bóklegu námi hlaut Jórunn Ella Þórðardóttir. Verðlaun fyrir besta frammistöðu í fatasaumi úr Verðlaunasjóði frú Guðrúnar J. Briem hlaut Erna Milunka Kojic. Verðlaun úr Thomsenssjóði fyrir útsaum hlaut Eva Ingvadóttir. Verðlaun fyrir vök að verjast." Átaldi Þór að húsin væru látin grotna niður og eyðileggjast, en sagði að í raun færu þau seint það illa að þeim mætti ekki bjarga. Kvaðst hafa séð annað eins, og minnti á Lands- höfðingjahúsið gamla, Næpuna. Það hefði einhver kallað fúaspýtur fyrir 15 árum. Sigurður Líndal prófessor talaði um lög og friðunaraðgerðir, sagði að ákvörðun um friðun tæki menntamálaráðherra, en einnig væri sveitarstjórn og bæjarstjórn eða hreppsnefnd heimilt að ákveða friðun eða brottfall friðun- ar. í báðum tilfellum skuli liggja fyrir tillögur friðunarnefndar, sem hvorugur aðili væri þó bund- inn af. í lokin gat hann þess að í byggingarlögum nr. 54/1978 væru ákvæði um að óheimilt sé að grafa grunn, reisa hús, rífa hús eða breyta því eða notkun þess eða gera önnur mannvirki, sem áhrif hafa á útlit umhverfisins, nema með leyfi viðkomandi byggingar- nefndar. Og ennfremur segir í lögunum að við niðurrif og breyt- ingar á húsum og öðrum mann- virkjum skuli gæta ákvæða 4. kafla þjóðminjalaga nr. 52/1962 um friðun húsa og annarra mann- virkja. ágætiseinkunn á lokaprófi hlutu María Soffía Gottfreðsdóttir og Sigríður Hulda Geirlaugsdóttir. Verðlaun fyrir ágæta einkunn á samræmdum prófum hlutu þær Helga Laufey Finnbogadóttir og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Verðlaun úr Móðurmálssjóði fyrir besta frammistöðu í íslensku á burtfararprófi hlutu Valgerður Hallgrímsdóttir og Jórunn Ella Þórðardóttir. • Verðlaun fyrir ágæta frammistöðu á samræmdu prófi í dönsku hlaut Helga Laufey Finnbogadóttir. Verðlaun fyrir besta árangur í enskunámi hlaut Margrét Sigríður Blöndal og verð- laun fyrir ágætisárangur í sögu- námi hlutu þær Helga Laufey Finnbogadóttir og María Soffía Gottfreðsdóttir. Forstöðukona gat þess, að það væri einkum þrennt sem yki mönnnum bjartsýni á framtíð þessa skóla og það væri, að ungt fólk sækti hingað, kennarar létu sér annt um hag og árangur nemenda og í þriðja lagi að eldri árgangar skólans hafi sýnt honum óvenju ræktarsemi og tryggð. Að lokum þakkaði forstöðukona skólanefnd og nemendasambandi ánægjulegt samstarf og kennurum þann góða árangur, sem náðst hefði, og óskaði nemendum allra heilla á komandi árum. í erindi sínu um verndun og kostnað sagði Ólafur Davíðsson, hagfræðingur m.a.: „Þessi hús eru því almenningseign í þeim skiln- ingi að allur almenningur getur haft af þeim „ómetanlegar" tekjur í formi ánægju, en eigandinn einn ber kostnaðinn. Tekjur og gjöld koma því ekki öll á reikning eins og sama aðila." En áður hafði komið fram í erindi Björns Bjarnasonar, að honum sýndist einsýnt að krefðist borgarstjórn Reykjavíkur friðunar húsaraðar- innar færi ríkissjóður fram á að borgarsjóður kaupi lóðina og ann- ist hana framvegis en hún sé metin á um 635 millj. króna. Elín Pálmadóttir kvaðst óttast þessar hugleiðingar um niðurrif. Taldi augljóst af lögum, skv. upplýsingum Sigurðar Líndals að ekki mætti rífa húsin nema að undangengnu leyfi byggingar- nefndar eða þjóðminjavarðar. Og jafnframt að ef ánægja helmings þjóðarinnar á höfuðborgarsvæð- inu og að auki allra annarra er til Reykjavíkur kæmu, væri annars vegar, ætti ríkið að gæta hgsmuna þegnanna í landinu og rukka ekki fyrir ánægju þeirra hundruð milljóna króna. Fleiri tóku í sama streng. Heitar umræður um Bernhöfts- torfu á ráðstefnu Lífs og lands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.