Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979 Axel Kristjánsson forstjóri — Minning Axel Kristjánsson var fæddur í Reykjavík 21. september 1908. Foreldrar hans voru hjónin Kristján H. Kristjánsson, múrari, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Próf tók hann frá Iðnskóla Reykjavíkur 1928 og frá Vél- skólanum í Reykjavík 1930. Frá Köbenhavn Maskin-Teknikum 1934. Hann vann fyrst í Kaup- mannahöfn að ýmsum verkfræði- störfum 1934-37, en kom þá heim. Var fyrst kennari við Vélstjóra- skólann og eftirlitsmaður flugvéla og ráðunautur Fiskimálanefndar, en réðst síðan forstjóri Raftækja- verksmiðjunnar í Hafnarfirði og hefir gegnt því starfi síðan eða í 40 ár, við ágætan orðstír. Raf- tækjaverksmiðjan var þá nýstofn- uð og hefir hann átt þátt í að móta starfsemi hennar og rekstur allar götur siðan. Verksmiðjan var þá nýtekin til starfa og voru fram- leiddar þar rafmagnseldavélar, rafmagnsofnar og ýmisleg önnur heimilistæki, þvottavélar, kæli- skápar o.fl. Allt var þar um frumsmíð að ræða, er ekki hafði verið smíðað hér fyrr. Þurfti því hagsýni og útsjónarsemi til þess að koma verksmiðjunni í það horf, sem hún þurfti að komast í til þess að hún yrði samkeppnishæf við útlendar verksmiðjur, bæði hvað gerð framleiðslunnar snerti og verðlag. Hefir hvorttveggja reynst svo vel að staðist hefir samanburð við hina erlendu keppinauta. Allan vélbúnað verksmiðjunnar átti Axel þátt í að móta og einnig kenndi hann verksmiðjufólkinu að nota hann. Fengu framleiðsluvör- ur verksmiðjunnar þegar í upp- hafi það orð á sig að þær væru flestum vörum betri, og það fylgdi þá auðvitað með að flestar hús- mæður vildu umfram allt fá Rafha-vörur í eldhús sín. Ýmis önnur áhugamál átti Axel mörg og tók þátt í margs konar starfsemi fjölda félaga og stofnana. Hann lét sér líka annt um afkomu starfsmanna sinna margra og þeir munu líka ófáir sem hann rétti hjálparhönd þegar á þurfti að halda, bæði beint og óbeint. Verkfræðingafélag Islands virti störf Axels og bauð honum aðild að félaginu þó hann hefði ekki verkfræðipróf. Vissi ég að hoiium þótti vænt um þetta og tók hann boðinu. Hann var einnig um nokkur ár í stjórn Rafha og þótti stjórninni jafnan mikill fengur að nærveru hans þar. Hann var einnig í stjórn Félags íslenskra iðnrekanda, Raf- orkumálastjórn, formaður Iðn- lánastjórnar, formaður Tækni- fræðingafélags íslands o.fl. Við fráfall Axels er því víða skarð fyrir skildi og munu margir sakna hans, því að hann var vel að sér í sínu starfi, og vann heils hugar að sínu starfi alla ævi. Axel var alla tíð meðlimur í Alþýðuflokknum og fylgdist jafn- an af áhuga með störfum hans og tók þátt í þeim. Axel var tvíkvæntur, var fyrri kona hans Rósa Erlendsdóttir, verkamanns í Reykjavík, þau skildu. Önnur kona hans var Sigurlaug Arnórsdóttir, verka- manns í Hafnarfirði Þorvarðs- sonar, lifir hún mann sinn. Emil Jónsson. Hringing til fjarlægrar strand- ar færði mér þau sorgartíðindi að vinur minn Axel Kristjánsson væri dáinn. — Stutt samtal milli fjarlægra staða breytti glöðu geði í sorgarhug. Kynni okkar Axels Kristjánssonar hófust 1956 þegar ég leitaði samstarfs við hann um endurskipulagningu æskulýðs- og íþróttastarfa í Hafnarfirði. Var hann fús til liðsinnis og frá þeim tíma var Axel Kristjánsson for- ystumaður æskufólks Hafnar- fjarðar og til hinztu stundar. Hafnfirðingar kveðja nú einn mesta velgjörðarmann sinn. Oft hrjúfur maður en með stórt og gott hjarta. En það eru fleiri en Hafnfirðingar sem nú syrgja góð- an dreng. Eg er einn þeirra. Við Axel áttum samleið á mörgum sviðum og traustari vin og sam- starfsmann er erfitt að velja sér. Spor hans hafa legið svo víða á farsælli ævi að of langt yrði upp að telja. Gæfumaður, sem öllum vildi gott gera, samtímis því sem hann háði harða lífsbaráttu frá unga aldri. Vinátta og samstarf við þennan góða mann hefur verið mér lærdómsríkt og gott vega- nesti. Ég veit að margir hafa sömu sögu að segja. Þessar fáu línur eru ekki ætlaðar sem minningargrein heldur fáein kveðjuorð. Fyrir hönd okkar sem störfuðum við hlið Axels Kristjánssonar að æskulýðsmálum Hafnfirðinga vil ég þakka honum samfylgdina, samstarfið og trygga vináttu. Þá vil ég senda frú Sigurlaugu Arn- órsdóttur og fjölskyldu innileg- ustu samúðarkveðjur. Albert Guðmundsson. Axel Kristjánsson forstjóri Raf- tækjaverksmiðjunnar í Hafnar- firði lézt 4. þ.m. sjötugur að aldri. Hann var tæknifræðingur að mennt lauk námi frá Iðnskólanum og Vélstjóraskólanum í Reykjavík og síðan frá Köbenhavns Maskin-Teknikum. Axel starfaði í Kaupmannahöfn á árunum 1934-1937. Hann kom heim árið 1937 og stundaði ýmis störf, m.a. kennslu, var eftirlitsmaður flug- véla og ráðunautur Fiskimála- nefndar. í aprílmánuði 1939 réðst hann til Raftækjaverksmiðjunnar sem forstjóri. Því starfi gegndi hann til dauðadags eða í rúm 40 ár. Var það sæti vel skipað frá fyrsta degi til hins síðasta. Þegar skrifað er um Axel, verð- ur naumast hjá því komist að minnast á Rafha. Tengslin voru slík. Enda var hann af mörgum kenndur við það fyrirtæki. Árið 1936 var Raftækjaverk- smiðjan stofnuð, þegar atvinnu- leysi var hvað mest á Islandi. Kreppan herjaði á landið. Þeir sem að þessari félagsstofnun stóðu, voru nokkrir áhugasamir og framsýnir brautryðjendur úr hópi bjartsýnismanna. Lögðu þeir metnað sinn í að gera sitt til þess að vinna bug á kreppuástandinu og böli atvinnuleysisins. Frá þessu segi ég vegna þess, hversu vel þessi hugsunargangur féll að skoðunum Axels. Enda má segja, að það hafi verið sem rauður þráður gegnum allt hans starf og framkomu að vera til hjálpar og stuðnings, þegar á reyndi. Þetta var að vísu ekki öllum ljóst vegna hrjúfa yfirborðsins, en undir þessu hrjúfa yfirborði sló gott hjarta. I sérhverju fyrirtæki þarf meira en stjórnarmenn, sem hittast nokkrum sinnum á ári til þess að ræða málefni þess og marka ein- hverja meginstefnu í rekstrinum. Það þarf, ef vel á að ganga, dugandi forstjóra, sem sinnir hinni daglegu stjórn með festu og dugnaði, fylgist vel með og er þeim eiginleikum gæddur að sjá dálítið fram í tímann. Raftækja- verksmiðjan hefur verið svo hepp- in að hafa haft forstjóra, sem slíkum eiginleikum var gæddur. Því er ekki að neita, að Axel var stundum umdeildur, enda ríkti aldrei nein lognmolla í kringum hann. Það kom meira að segja fyrir á stundum, að það gat hvesst, en það er eins og oft vill verða, þegar atorkumenn eiga hlut að máli. Þegar til baka er litið og dæmið gert upp, ætla ég, að það verði almennt mál manna, að Axel hafi verið sú manngerð, sem óhætt var að bera traust til í hvívetna. Ég hef verið svo lánsamur að eiga Axel að vin og samstarfs- manni í rúmlega 40 ár. Traustari og heilsteyptari vin get eg ekki hugsað mér. Hann var maður, sem talaði tæpitungulaust um hlutina, var fljótur að átta sig á kostum og löstum. „Sá er vinur, er til vamms segir,“ segir máltækið. Það er gaman að láta hugann reika og draga fram svipmyndir frá liðnum árum. Það er margs að minnast og margs að þakka. Eitt af því, sem sjaldan verður full- þakkað, er það að hafa eignazt traustan og tryggan samferða- mann. En nú er skarð fyrir skildi, tómarúm, sem ekki verður fyllt, þegar maður er sviptur svo nánum vini. Axel var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Rósu Erlendsdóttur, átti hann 4 börn, og eru 3 þeirra á lífi. Með seinni konu sinni, Sigur- laugu Arnórsdóttur, átti hann 4 börn. Aðstandendum öllum sendum við hjónin innilegar samúðarkveðj ur. Guðmundur Árnason. Þeim fjölgar samfylgdarmönn- unum, sem sigla sínu fari austur af sól og mána. Axel Kristjánsson, forstjóri Raftækjaverksmiðjunnar í Hafnarfirði, hefur nú tekið land „hinsvegar við feigðarfjörðinn". Tregablandinn söknuður leggst að — meðan vík er milli vina. En jafnframt er munað að „gösugri" er það og „grænni jörðin". Axel varð bráðkvaddur á heimili sínu á annan dag hvíta- sunnu þ. 4. júní s.l. á sjötugasta og fyrsta aldursári. Sú ráðstöfun, að andlát hans bar að í gróandanum, í faðmi skylduliðs en fullri starfsönn, sýnist falla vel að skapgerð Axels. Stórbrotnum atorkumanni, sem honum, hefði orðið þungbær önnur skipan. Axel fékk að vera hann sjálfur þar til yfir lauk, þótt hann hafi kennt sjúkleika um árabil og tvívegis verið í sjúkra- húsi skamman tíma. Ljóst er að erfðir þær, er Axel hlaut, voru mikilvægar og nauð- syn framsæknum umbótamanni; líkamlegt atgerfi, frjó hugsun , rausn og góðvild. Og Axel ávaxtaði sitt pund. Hann átti mikinn frændgarð, og kunn var umhyggja hans og ræktarsemi. Minnis- og eftirbreytniverð er hvern sess móðurminningin hafði í hugskoti Axels. Tilfinningar hans voru þær sömu og hjá próf. Sigurði Nordal er hann segir um konuna sem móður: „Það er ekki ofgert að varpa dýrð himinsins yfir móður- ina — að varpa dýrð móðurinnar upp á meðal stjarnanna." Kendir þessar hafa mótast með honum ungum. þroskast og eflst er á ævina leið, — er hann varð sjálfur faðir, — en alltaf til sömu áttar. Trúmaður var Axel Kristjáns- son, en bar ekki á torg, fremur en aðrar helgar tilfinningar. Bóngóð- ur, ráðhollur og ráðsnjall var hann, og gott var að eiga hann að vini. Get ég þar trútt um talað. Fyrir nærri fjórum áratugum, skömmu eftir að Axel hóf störf hér í Hafnarfirði, áttum við fyrst tal saman. Þau kynni hafa vaxið og þróast til vináttutengsla, vegna þess eiginleika í skaphöfn hans, sem svo grunnt var á þegar á reyndi, en það var drenglyndið. Axel Krisjánsson var mikill vexti, kröfuharður og skylduræk- inn afkastamaður, lundin mikil og heit, einarður og heill. Framkoma og orðfar, sem annað í fari hans, mikilúðlegt, gat verið allkuldalegt, en líka blítt, hjálpandi og hugg- andi. Sjaldan var því siðastnefnda á loft haldið og aldrei af honum sjálfum, enda var honum það ógeðfellt og andstætt lífsskoðun hans. Félagsmaður var Axel traustur og komu þar fram á margvíslegan hátt sterkustu þættir skapgerðar hans, en jafnan til vegsauka markmiðum félagsskaparins. Nutu þessa mörg samtök hér í Hafnarfirði og víðar. Þekkjum við frímúrarar þetta vel, metum mikils og þökkum einlæglega. Telja má það mikla giftu að veita elskunni aðgang að lífi sínu. En þeir, sem það gera, taka á sig mikla áhættu, leggja oft í tvísýnu. t Moöir min, HERDÍS GUDMUNDSDÓTTIR frá Sauðhúsum, Dalasýslu, andaöist í Sjúkrahúsinu á Selfossi 11. júní. Fyrir hönd vandamanna. Hugborg Benediktsdóttír. t Litli drengurinn okkar, GUÐJÓN FINNUR, lézt í Landakotsspítala 9. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, 15. júní kl. 10.30. Ásta Benediktsdóttir, Haraldur Guójón Samúelsson. t Utför bróður míns, JAKOBS EINARS SIGURÐSSONAR, Grandavegí 39 b, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 14. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö. Jóhann Sigurðsson frá Vogi. t Útför systur okkar, KRISTÍNAR EGILSDÓTTUR, Nökkvavogi 6, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 14. júní kl. 3. Sigurjón Egilsson, Gunnbjörn Egilsson, Jóhannes Egilsson. t Móöir okkar, ÓSK JÓNASDÓTTIR, Lambastööum, veröur jarösungin frá Álftaneskirkju, Mýrum, laugardaginn 16. júní kl. 14.00. Ferö veröur frá B.S.Í. kl. 9. Dætur hinnar látnu. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför, HERDÍSAR JÓNSDÓTTUR. Bjarni Sigurösson, Áslaug Guöbrandsdóttir, örn Bjarnason, Herdís Birna Arnardóttir, Guðbrandur Örn Arnarson, Edda Björk Arnardóttir, Guömundur Jóhann Olgeirsson. H.f. Raftækjaverksmiöjan Hafnarfiröi og Verzlun Rafha Austurveri, Reykjavík verða lokaðar vegna jaröarfarar AXELS KRISTJÁNSSONAR, forstjóra í dag miövikudaginn 13. júní n.k. frá kl. 12. H.F. Raftækjaverksmiðjan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.