Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979
31
Fyrsti sigur Hauka
gegn Skagamönnum
Haukar—
ÍA
ÞAÐ SANNAÐIST einu sinni enn
á áþreifanlegan hátt í gærkvöldi
að allt getur gerst í knattspyrn-
unni. Lið Hauka í 1. deild hafði
ekkert stig hlotið í leikjum sínum
til þessa og mætti ÍA, einu af
efstu liðum deildarinnar. Hauk-
arnir hafa sýnt það slaka leiki í
sumar, að ýmsir höfðu gengið svo
langt að spá þeim engu stigi í
deildarkeppninni í ár. Þó að það
sé full djúpt í árinni tekið, var
sigur liðsins gegn ÍA á Hvaleyr-
arholtsvellinum óvæntustu úrsíit-
in sem komið hafa í 1. deild að
þessu sinni. Haukar skoruðu
tvívegis, Skagamenn eitt mark,
öll mörkin voru skoruð í fyrri
hálfleik.
Haukar áttu raunverulega skilið
að vinna, að vísu voru Skagamenn
frískari framan af og léku þá betri
knattspyrnu, en barátta Hauk-
anna stóð leikinn á enda og. í
leikslok fögnuðu þeir eins og þeir
hefðu verið að berjast fyrir lífi
sínu. Skagamenn voru strax
hættulegri í öllum sóknaraðgerð-
um og þegar Árni Sveinsson skor-
aði fyrsta markið á 7. mínútu
bjuggu áhorfendur sig undir stór-
skotaeinstefnu. Mark Árna var
snyrtilegt, gott skot, ekki fast, frá
vinstra vítateigshorni í hornið
fjær. Gunnlaugur markvörður
Hauka var heldur framarlega í
marki sínu og tókst því ekki að
verja. Það hefði þó átt að vera
góður möguleiki ef staðsetningin
hefði verið í lagi. Haukarnir voru
dálítið villtir eftir markið og fá
tækifæri féllu Skagamönnum í
hlut, Sigþór fékk t.d. eitt, Matthí-
as annað, Kristján það þriðja, en
Skagamörkin urðu ekki fleiri.
Haukarnir fóru að smáhressast
og bæði Ólafur Torfason og Ólafur
Jóhannesson áttu góð skot sem
smugu naumlega fram hjá. Menn
höfðu þrátt fyrir það litla trú á því
að Haukunum tækist að ógna
Skagamönnum. En þá gerðust þau
undur á 35. mínútu, að Haukar
jöfnuðu með stórglæsilegu marki.
Steingrímur Hálfdánarson, sem
komið hafði inn á snemma í fyrri
hálfleik lék þá vinstri varnarvæng
IA upp úr skónum, sendi vel fyrir
markið og þar skallaði Lárus
Jónsson knöttinn inn í netið af
öryggi, 1—1!
6 mínútum síðar skoraði Guð-
mundur Sigmarsson sigurmarkið.
Var það eitthvert mesta klaufa-
mark sem sést hefur, einkum ef
horft er frá sjónarhóli Skaga-
manna. Það verður þó ekki af
Guðmundi skafið, að hann var
fljótur að hugsa og skot hans var
gott. Þetta atvikaðist þannig, að
Sigurður Lárusson, miðvörður ÍA,
stöðvaði langspyrnu við vítateigs-
hornið. Engin hætta var á ferðum
og Jón markvörður Þorbjörnsson
kom hlaupandi út til Sigurðar og
heimtaði boltann til sín. Sigurður
leit til Jóns, en ákvað skyndilega
að þruma knettinum frekar fram
á völlinn. Úr varð laus spyrna
beint á tærnar á Guðmundi Sig-
marssyni, sem skaut í tómt mark-
ið af 25 metra færi! Menn hlógu
hreinlega að aðförunum.
Síðari hálfleikur var afar slak-
ur, slæmt, vegna þess að sá fyrri
bauð oft upp á góð tilþrif beggja
liða og var yfirleitt merkilega
góður af malarleik að vera. Ætla
hefði mátt að Haukar myndu
draga sig í vörn og Skagamenn
sækja af endurnýjuðu alefli. Svo
var þó ekki. Það hefur hins vegar
hugsanlega staðið til, ef svo var
mistókst ráðagerðin. Haukarnir
voru meira að segja mun frískari
þarna framan af og allir vildu
leggja sig fram.. Skagamenn, með
sitt léttleikandi spil, fundu sig
hins vegar aldrei.
Það fór eigi að síður að smá
• Árni Sveinsson geysist upp að vítateigslfnu Hauka, en augnabtiki síðar lét hann ríða af gott markskot
1—OfyrirÍA. Ljósm. Kristinn.
draga af Haukamönnum þegar
líða tók að leikslokum, til marks
um það fengu Skagamenn sitt
fyrsta færi í síðari hálfleik á 78.
mínútu, en þá skaut Sigþór
Ómarsson rétt fyrir eftir auka-
spyrnu. Skagamenn þyngdu sókn
sína einnig með því að setja
Andrés Ólafsson inn á fyrir
Matthías og taka miðvörðinn Jón
Gunnlaugsson út af og setja inn í
staðinn sóknarleikmanninn Guð-
björn Tryggvason. 6 mínútum
fyrir leikslok hefðu Skagamenn
átt að jafna, en þá brenndi Árni
Sveinsson af fram hjá opnu mark-
inu eftir góða fyrirgjöf Andrésar.
Rétt seinna varði Gunnlaugur
síðan meistaralega langskot
Andrésar. ÍA tókst ekki að jafna
þrátt fyrir að leikurinn færi tæp-
um fimm mínútum fram yfir
venjulegan leiktíma, sanngjarn
Haukasigur var í höfn og af
leiknum að dæma er fráleitt að
telja Hauka slakasta liðið í deild-
inni.
Sigur Hauka var fyrst og fremst
sigur liðsheildarinnar, allir lögðu
sitt af mörkum og gerðu sitt besta.
Mest bar þó á þeim Guðmundi
Sigmarssyni og Ólafi Jóhannes-
syni. Sigurður Aðalsteinsson var
einnig mjög góður áður en hann
varð fyrir meiðslum og fór út af.
Þá má ekki gleyma Steingrími
Hálfdánarsyni, sem sýndi
skemmtilega og einu sinni mjög
frumlega takta á hægri kantinum.
Aðalhöfuðverkur Hauka er þó
markvarslan. Gunnlaugur sótti
sig mjög þegar á leikinn leið, en
framan af var stundum engu
líkara en markið væri mannlaust.
Það var heldur færra um fína
drætti hjá Skagamönnum, flestir
léku þar undir getu. Einna spræk-
astur var Kristján Olgeirsson,
einnig Sigþór Ómarsson. Svein-
björn átti góða spretti, en ætti að
hemja skap sitt og tilfinningar
betur, annars á það eftir að koma
honum í rækilega klípu.
í stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild. Hvaleyrar-
völlur Haukar — ÍA 2—1 (2—1).
Mörk Hauka: Lárus Jónsson (35.
mín.) og Guðmundur Sigmarsson
(41. mín.)
Mark ÍA: Árni Sveinsson (7.mín.).
Gul spjöld eða rauð: engin.
Áhorfendur: um 350.
Dómari: Rafn Hjaltalín.
— BK.
Stoke á
Hollands-
markaö
STOKE City, enska knatt-
spyrnufélagið scm klifraði
upp úr 2. deild á síðasta
kcppnistfmabili, hcfur leitað
á ódýra markaðinn í Hol-
landi efiir góðum leikmönn-
um eins og nokkur önnur
ensk félög.
í gær keypti félagið Loek
Ursen frá AZ ’67 Alkmaar
fyrir 65.000 Sterlingspund.
Úrscm, sem er 21 árs gamall
tengiliður. hefur leikið mcð
hollenska landsliðinu skip-
uðu leikmönnum 21 árs og
yngri. Ursem gat valið úr
tilboðum frá ýmsum félög-
um bæði í Hollandi og
Belgíu.
Beerschot
meistari
ANTWERPEN-LIÐIÐ
Beerschot varð um helgina
belgískur bikarmeistari í
knattspyrnu. Mótherji liðs-
ins í úrslitalciknum var FC
Briigge og þótti lið það
sigurstranglegra. Beerschot
vann þó 1—0 og leikur því
fyrir hönd Belgíu í Evrópu-
keppni bikarhafa næsta vet-
ur.
Vel heppn-
uö keppni á
seglskútum
Siglingaklúbburinn
BROKEY í Reykjavík stóð í
dag fyrir keppnum á segl-
skútum í samvinnu við sjó-
mannadagsráð og Siglinga-
samband íslands. Keppnirn-
ar fóru fram í Nauthólsvík-
inni og voru sigurvegarar
sem hér scgir:
Optimist, Úlfar Ormarsson
Kópanes
Mirror, Baldvin Björgvins-
son. Kópanes, Óttar Ilrafn-
kelsson Kópanes
Flipper, Þráinn Hreggviðs-
son, Vogur, Snorri Hregg-
viðsson. Vogur.
Eldhnöttur, Daniel Friðriks-
son, Ýmir, Valdimar Karls-
son, Ýmir.
Blandaður flokkur, Kjartan
Mogensen Brokey, Gunnar
Hilmarsson Brokey.
Sigurvegarar á stigum
eítir umrciknaðan tíma:
Kjartan Mogensen Brokey,
Gunnar Hilmarsson, Brokey
á Wayfarer.
Leiðbeiningar 09
kynninoarfundur
Viltu fá leiðbeiningar um notkun Vegahandbókarinnar
Ef svo er þá komdu á kynningarfund í
Slysavarnafélagshúsinu á Grandagarði
fimmtudaginn 14. þ.m. kl. 8.30 e.h. Þar
veróur sýnt hversu auöveld bókin er í
notkun, þótt sumum sýnist annað vió fyrstu
kynni.
A kynningarfundinum verða farnar
ákveðnar leiðir eftir þókinni og jafnframt
verða sýndar litskyggnur frá ýmsum fögr-
um og sérkennilegum stöðum sem fyrir
augun bera á þeim sömu leiðum.
Aögangur er að sjálfsögðu ókeyþis.
Betra er að taka þókina með sér.
Allir velkomnir. Örn og Örlygur, Vesturgötu 42, sfmi 25722.