Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1979
E
Engin
harðindi enn
-Rættvið
Svein Eiðsson
sveitarstjóra
á Rauf arhöf n
Sveinn Eiðsson sveitarstjóri á
Itaufarhöfn.
hjá
sveitarfélaginu
„Þótt hér hafi verið leiðinlegt tíðarfar og aflabrögð
hjá sjómönnum með eindæmum léleg vegna hafíss, þá
eru enn sem komið er engin harðindi hjá sveitarfélag-
inu. Eftirköst ógæftanna eiga þó að líkindum eftir að
verða slæm þótt ekki séu þau komin fram í
gjaldagreiðslunum ennþá. Þau munu koma fram
síðar, einkum hjá þeim sem orðið hafa fyrir miklum
skakkaföllum. „Þannig mælti Sveinn Eiðsson sveitar-
stjóri á Raufarhöfn er Mbl. leit við á skrifstofu hans á
föstudagsmorgun. Sveinn var á förum til Akureyrar í
brýnum erindagjörðum og því gafst ekki tími til
langs né ítarlegs spjalls um málefni sveitarfélagsins.
ÁNORÐAUS
Þannig er umhorfs á sumum gatnanna á Raufarhöfn. Mjó slóð
hefur verið rudd í snjóþykknið svo að þorpsbúar komist leiðar
sinnar.
Eins og komið hefur fram í
fréttum hefur helmingur
þorpsins á Raufarhöfn verið
án neyzluvatns. Hefur helm-
ingur þorpsbúa orðið að
sækja sér neyzluvatn i suð-
urhluta þorpsins, en m.a. var
krana komið fyrir á skóla-
húsinu svo að menn gætu
fyllt skjólur sínar þegar á
þyrfti að halda.
Sveinn sagði að vegna
kulda og þurrka hefði gengið
verulega á hina þunnu
neyzluvatnslinsu sem flýtur
ofan á sjó sem þrýsti sér inn
í jarðlögin langt inn í Sléttu.
Hefði 4—5% sjór komist í
vatnið. Vart varð við sjó-
mengunina í neyzluvatninu í
janúar. Til að vinna bug á
þessu vandamáli hefði verið
ákveðið að veita vatni til
þorpsins úr lind í nágrenni
Arnarþúfufoss við Ormarsá,
en þaðan væri um 7 til 8
km leið. Búið væri að fram-
leiða rörin til veitunnar en
skipaverkfall tefði rörin fyr-
ir sunnan. Gert væri ráð
fyrir að ljúka verkinu í sum-
ar.
„Við höfum notið góðrar
fyrirgreiðslu í sambandi við
þetta brýna mál, m.a. fengið
loforð fyrir lánum hjá lána-
sjóði sveitarfélaga og ríkinu.
Annars skuldum við engri
lánastofnun, höfum alveg
hreint borð, erum t.d. ekki
einu sinni með víxil í gangi.
Þess vegna berum við okkur
nokkuð vel, þrátt fyrir yfir-
standandi ótíð,“ sagði
Sveinn.
Miklar
íbúðabyggingar
Af öðrum málefnum sveit-
arfélagsins hafði Sveinn eft-
irfarandi að segja:
„Aform eru uppi um að
hefja innan skamms bygg-
ingu á II íbúða kjarnahúsum
á vegum leiguíbúðakerfisins
svokallaða. Verða þessar
íbúðir seldar. Þá hafa ein-
staklingar sótt um 12 lóðir
fyrir einbýlishús er hafin
verður bygging á í sumar.
M.a. hafa fimm einstakling-
ar myndað með sér félags-
skap um að reisa einingahús,
stuðlahús. Ekkert hefur ver-
ið byggt af íbúðarhúsum á
Raufarhöfn í nokkur ár, en
fiölgun hins vegar nokkur og
húsnæðið sem fyrir er því að
springa utan af fólki.
íbúum
fjölgar ört
Frá 1974-1978 fjölgaði
hreppsbúum úr 473 í rúma
510. Hef ée trú á að íbúum
þorpsins eigi eftir að fjölga
enn meira, því fjöldi fólks
vill setjast hér að. íbúar
Raufarhafnar eru um 30% af
íbúum Norður-Þingeyjar-
sýslu og hefur þeim fjölgað á
sama tíma og fækkun hefur
orðið í sýslunni. Þykir okkur
Raufsurum því hart að yfir-
Einn Raufarhafnarháta í Ilraunhöfn á Ilraunhafnartanga. en þangað flúðu margir bátanna er
höfnina á Raufarhöfn fyllti af hafís. Fremst má sjá fallna verbúð sem veitti skjól þegar útgerð var
stunduð frá Ilraunhöfn.
í þennan krana verða um 50% þorpsbúa að sækja neyzluvatn sitt. Kraninn er á skólahúsinu syðst f
þorpinu og fyrir þá sem yzt í þorpinu búa kostar það um tveggja kílómetra ferðalag.
völd hyggjast taka af okkur
læknishéraðið með lagasetn-
ingu. Það er eins og embætt-
ismenn haldi að bjarga megi
þeim vandamálum sem af
læknisleysi hlýzt með ein-
földum lagasetningum.
Unniö viö
smábátahöfn
Hvað snertir gatnagerð þá
verður olíumöl lögð á rúman
kílómetra í þorpinu í sumar.
Þá verður haldið áfram að
laga vatnsveitukerfi þorps-
ins og holræsakerfið. Það
verður þó að ráðast hversu
miklar framkvæmdirnar
verða því ekki er úr miklu fé
að spila. Fjárhagsáætlunin
gerir ráð fyrir 150 m.kr.
tekjum, en þær verða fljótar
að fara ef vatnsleiðslan frá
Arnarþúfufossi mun kosta
okkur um 100 milljónir.
í fyrra var sundlaug steypt
upp við skólahúsið og bún-
ingsaðstaða gerð fokheld.
Byggt verður yfir sundlaug-
ina í sumar. Meiningin var
að taka hana í notkun í
haust, en ólíklegt er að það
takist.
Hitaveita á
Raufarhöfn?
Þess má að lokum geta að
ef til vill eiga Raufarhafnar-
búar eftir að hita hús sín
með heitu vatni úr iðrum
jarðar. Sérfræðingar Orku-
stofnunar telja líkur á að
heitt vatn sé að finna hér í
jörð og hafa hvatt til þess að
hitastigulsboranir verði
gerðar í nágrenni Raufar-
hafnar. Borizt hefur bréf frá
iðnaðarráðuneytinu þar sem
hitastigulsborun í nágrenni
Raufarhafnar er lýst sem
mjög áhugaverðu máliog því
lofað að ráðuneytið muni
beita sér fyrir því að á næsta
fjárhagsári verði veitt fé til
borunarinnar og að málið nái
fram að ganga vegna þeirrar
þýðingar sem góður árangur
borananna gæti haft fyrir
byggðarlagið og.þróun þess.“
—ágás.
I