Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1979
15
Vinsælasti kú-
reki á hvíta
tjaldinu....
wayne var meðvitundarlaus
síðasta sólarhringinn sem hann
lifði og sjö börn hans, hjúkrun-
arkona og læknir voru hjá hon-
um þegar hann lézt. Fjölskyldan
hefur verið við sjúrkabeð hans í
fimm vikur. Jarðarförin fer
fram í kyrrþey.
Starfsmenn sjúrkahússins
segja að Wayne hafi þjáðst
töluvert í nokkurn tíma áður en
hann lézt. Hann var fluttur í
sjúkrahús 2. maí og gekkst undir
annan uppskurðinn við krabba-
meini á þessu ári.
Wayne lék í kvikmyndum í
hálfa öld og var þekktur kundir
viðurnefninu „Duke“. hann var
skorinn upp við krabbameini
1964 og annað lungað var fjar-
lægt. Hann stærði sig af því þá
að hann hefði sigrað í viðureign
sinni við krabbamein, en 15
árum síðar, 10. janúar sl., hófst
önnur barátta hans gegn sjúk-
dómnum og magi hans var
fjarlægður tveimur dögum síðar
eftir 9 'A tíma aðgerð.
John Wayne kom síðast fram
opinberlega 9. apríl til þess að
úthluta óskarsverðlaunum fyrir
beztu kvikmyndina, „The Deer
Hunter" og honum var fagnað
með langvarandi lófataki. Hann
þakkaði áhorfendum fyrir lófa-
takið og sagði að það væri eina
lyfið sem hann þyrfti.
Hann var umdeildur vegna
Los Angeles, 12. júni. AP.
BANDARÍSKI leikarinn John
Wayne, sem lék harðjaxla í
hundruðum kvikmynda, lézt í
gærkvöldi úr krabbameini sem
hann hafði háð við harða bar-
áttu síðustu mánuðina sem
hann lifði. Hann var 72 ára
gamall.
íhaldssamra stjórnmálaskoðana
þótt íhaldsmenn gagnrýndu
hann fyrir afstöðu hans í sumum
málum, til dæmis stuðning hans
við samningana um Panama-
skurð. Hann var eindreginn
stuðningsmaður íhlutunar
Bandaríkjamanna í Víetnam og
sýndi það méð kvikmyndinni
„Grænhúfurnar". Hann studdi
Richard Nixon forseta mestallan
þann tíma sem Watergate-málið
var á dagskrá.
Hann hlaut Óskars-verðlaun
1969 fyrir leik sinn í „True Grit“
þar sem raunar var skopazt að
ímynd hans. Síðasta kvikmynd
hans var „The Shootist" 1976 og
þar lek' hann gamlan byssumann
sem er að deyja úr krabbameini.
Hann var vinsælasti kvik-
myndaleikari allra tíma sam-
kvæmt árlegum skoðanakönnun-
um kvikmyndasýningamanna.
Talið er að tekjur af 200 kvik-
myndum hans hafi verið meira
en 700 milljónir dollara.
Wayne sló fyrst í gegn 1939 í
„Stagecoach" sem er orðin sígild
kvikmynd og varð upp frá því
hæstlaunaði kvikmyndaleikari
Hollywood. Hann var þríkvænt-
ur. Hann og Pilar þriðja kona
hans hafa verið skilin að borði
og sæng í fjögur ár.
Hann ólst upp í Glendale,
útborg Los Angeles, og varð
leikari nánast af tilviljun. Hann
hét réttu nafni Marion Michael
Morrison og var fæddur 26. maí
1907 í Winterset, Iowa, en flutt-
ist með foreldrum sínum til
Kaliforníu nokkrum árum síðar.
Fjölskyldan átti hund sem hét
„Duke“ og af því fékk hann
viðurnefni sitt.
Hann hætti námi í háskóla
suður-Kaliforníu af fjárhags-
ástæðum en kynntist leikstjór-
unum John Ford og Raoul Walsh
þegar hann vann á sumrum við
að bera leiksviðsbúnað í
kvikmyndaverum Hollywood.
Hann fekk fyrsta aðalhlutverkið
hjá Walsh í „The Big Trail“ 1930,
en í nær tíu ár eftir það lek hann
í ómerkilegum vestrum, þar til
John Ford gerði hann að stjörnu
í „Stagecoach" 1939.
vinsældir Waynes döluðu
aldrei eftir það. „Stagecoach“ og
önnur Ford-kvikmynd, „The
Quiet Man“, voru eftirlætis-
kvikmyndir Waynes.
Hafði áður rænt vél
Miami, 12. júnf. AP.
MAÐURINN sem rændi íarþega-
flugvél Delta-flugfélagsins á leið
frá New York til Fort Lauder-
dale, Florida, og neyddi hana til
að fljúga til Kúbu er talinn hafa
verið kúbanskur flugmaður, Edu-
ardo Guerra Jiminiez, sem strauk
frá Kúbu til Bandaríkjanna 1969
í vopnaðri MIG-herþotu án þess
að hann sæist í ratsjá fyrr en rétt
fyrir lendingu í Florida.
Þetta er í fyrsta skipti í 4Vfe ár
sem bandarískri flugvél er sveigt
til Kúbu. Flugræninginn sagði
áhöfn flugvélarinnar að hann
hefði meðferðis sprengiefni í poka.
Hann var handtekinn eftir lend-
ingu í Havana og flugvélin fékk
síðan að fara til Miami með öllum
194 farþegum og 12 manna áhöfn.
Kortið sýnir svæðið þar sem kviknaði
í olfunni.
Norskhjálp
í olíubruna
Mexfkóborg, 12. jání. Ap.
NORSKIR sérfræðingar eru
komnir til að hjálpa við að
hreinsa hina gífurlegu olíubrák
undan strönd Suður-Mexíkó. Þeir
eru 18 talsins og hafa með sér
búnað sem vegur 35 lestir.
Olían kemur úr borholúm á
svæði þar sem líklega er að finna
meiri olíu en nokkurs staðar
annars staðar í eða við Mexíkó og
brákin fór að breiðast út þegar
eldur kom upp í einni holunni.
Talið er að brákin þeki 640
ferkílómetra svæði, en þó eru
rækjuveiðar ekki taldar í hættu á
þessu svæði. Olían er hins vegar
mjög létt og megnið af henni
brennur því eða gufar upp en
sekkur ekki.
Veður
víða um heim
Akureyri 16 skýjað
Amsterdam 17 skýjað
Apena 33 sólskin
Barcelona 25 mistur
Berlín 27 sólskin
Brllssel 22 skýjað
Chicago 24 heiðskírt
Frankfurt 26 heiðskírt
Genf 28 mistur
Helsinkí 17 hefðskírt
Jerúsalem 27 bjartviðri
Jóhannesarb. 13 sólskin
Kaupmannah. 17 skýjað
Las Palmas 23 léttskýjað
Lissabon 23 sólskin
London* 17 heiðskírt
Los Angeles 41 heiðskírt
Madrid 19 sólskin
Malaga 29 skýjaö
Mallorca 25 skýjað
Miami 29 skýjaö
Moskva 16 skýjað
New York 21 heiðskfrt
Ósló 18 skýjað
Reykjavik 9 skúr
Rio de Janeiro 30 sólskin
Róm 33 sólskin
Stokkhólmur 27 sólskin
Tel Aviv 28 bjartviðri
Tokyo 23 rigning
Vancouver 129 skýjaö
Vín 27 skýjað
Óvinir EBE sigiír-
vegarar í Danmörku
Kaupmannahofn. 12. júní. Reuter.
ANDSTÆÐINGAR Efnahags-
bandalagsins mynda fjölmenn-
asta danska þingflokkinn á
Evrópuþinginu samkvæmt loka-
tölum um úrslit kosninganna
sem voru birt í dag.
Flokkur andstæðinga EBE fékk
fjögur af 16 þingsætum Dana, en
stuðningsmenn EBE fengu 10
þingsæti. Andstæðingar EBE
fengu sex þingsæti og einn þeirra
er Finn Lynge útvarpsstjóri frá
Grænlandi.
Fimm af fulltrúum Dana á
þinginu eru konur og fjórir fyrr-
verandi ráðherrar.
Þetta geröist 13. júní
1978—Brottflutningi innrásarliðs
Israelsmanna frá Suður-Libanon
lýkur.
1974—Herinn tekur völdin í lýðveld-
inu Jemen.
1956—Síðustu hersveitir Breta
hörfa frá Súez-skurði og afhenda
hann Egyptum eftir 74 ára yfir-
stjórn.
1940—París lýst óvarin borg.
1917—Pershing hershöfðingi kemur
ásamt herráði sínu til Parísar.
1916—Smuts hershöfðingi tekur bæ-
inn Wielsthal í Þýzku Aust-
ur-Afríku.
1900 —Boxara-uppreisnin gegn
Evrópumönnum í Kína hefst.
1849—Óeirðir róttækra bældar nið-
ur í París.
1721—Englendingar gerast aðilar að
Madrid-samningi Spánverja og
Frakka.
1700—Pétur mikli semur frið við
Tyrki.
1667—Floti hollenzka flotaforingj-
ans De Ruyters brennir Sheerness,
Englandi, siglir upp Medway-ána,
ræðst á skipasmíðastöð og stelur
báti konungsfjölskyldunnar.
1612—Matthías af Bæheimi kjörinn
keisari.
1502—Kólumbus finnur eyna
Martinique, Vestur-Indium.
Afmæli: Richard Barnfield, enskt
skáld (1574 — 1627). — Fanny
Burney, ensk skáldkona
(1752—1840). — Thomas Arnold,
brezkur sagnfræðingur (1795—1842).
— W.B. Yeats, írskt skáld
(1865-1939).
Andlát: Lúðvík II, konungur af
Bæjaralandi, 1886.
Innlent: Einokun aflétt 1787. —
Gránufélagið stofnað 1870. — Sex
verzlunarstaðir fá kaupstaðarrétt-
indi 1787. — Trampe stiftamtmaður
bannar verzlun við Englendinga
1809. — d. Jón Sveinsson landlæknir
1803. — f. Kristján Jónsson Fjalla-
skáld 1842. — Ósigur Viðreisnar-
flokkanna í kosningunum 1971. —
Sólstöðusamningar (Júnísamkomu-
lagið) 1975. — f. Birgir Kjaran 1916.
— Eyjólfur Konráð Jónsson 1928. —
d. Þura í Garði 1963.
Orð dagsins: Við höfum tvö eyru og
aðeins eina tungu til að geta heyrt
meira og talað minna. — Diogenes,
grískur heimspekingur (um 412—325
f.Kr.).