Morgunblaðið - 11.07.1979, Síða 1
36 SÍÐUR
156.. tbl. 66. árg.
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
m
Hvalveiðiyernd:
Konur í Nicaragua bíða fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í
Managua í þeirri von að fá vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna.
Hundruð innfæddra yfirgefa Nicaragua daglega vegna ástandsins 1
landinu. Símamynd — AP.
Kyrrð og ró
í Nicaragua
ManaKuu. San Jose. 10. júlí. AP. Reuter.
HERMENN Somoza forseta skutu í dag niður svartmálaða Cessnu er var í
vopnaflutningum fyrir ska'ruliða Sandinista og er ákaft leitað tveggja
Kúbumanna. sem voru um borð í vélinni. cn komust af. Flugmaður
vélarinnar var frá Costa Rica. Vélin var skotin niður í grennd við bæinn
Rivas sem er 35 km frá landamærum Costa Rica.
bjóðvarðliðið skýrði frá því að áður hefðu vélar er fluttu vopn fyrir
skæruliða vcrið skotnar niður. í vélinni sem skotin var niður í dag voru
ki'nversk-smíðaðar handsprengjur og mikið af skotfærum.
Dtvarp skæruliða skýrði frá því í
gærkvöldi að í dag yrði hafin lokaat-
lagan gegn Somoza forseta, og endir
bundinn á völd fjölskyldu hans, en
fréttamenn í Managua sögðu í kvöld
að þess væru engin merki að sóknin,
sem hefjast átti aðfaranótt þriðju-
dagsins, væri hafin.
Fréttamennirnir sögðu að her-
menn Somoza væru margir í austur-
hluta höfuðborgarinnar og að
spenna væri í borginni, en friðsæld
Skylal)
íhafið?
WashinKton, 10. júlí. AP. Reuter.
TALSMENN NASA
skýrðu frá því í kvöld að
Skylab hrapaði að öllum
líkindum í Suður-At-
lantshafið eða Indlands-
haf klukkan 16.02 að ís-
lenzkum tíma á morgun (í
dag), en síðustu 10
klukkustundirnar sem
geimvísindastöðin er talin
verða á lofti verður hún
að mestu yfir sjó og því
sama og engin hætta talin
á að hlutar úr henni falli á
byggð ból.
Spáð var seint í gærkveldi að
Skylab hrapaði til jarðar á
tímabilinu frá klukkan 11.02 að
íslenzkum tíma til 21.02, og
hrapi stöðin á miðju þessu
timabili, dreifast hlutir þess í
suðausturátt frá punkti nærri
miðbaug undan Fílabeins-
ströndinni. Þyngstu hlutar
Skylabs dreifast allt inn á
Indlandshaf.
Víða hafa fjölmiðlar gert
lítið úr hættunni sem stafar af
hrapi Skylabs og bent á að
meiri líkur væru á að íbúar
viðkomandi svæða yrðu fyrir
loftsteinum og ýmsu geimrusli
er félli í tonnum til jarðar í
hverri viku.
ríkti þó. Skæruliðar héldu austur-
hluta borgarinnar lengi, en hopuðu
fyrir tveimur vikum þar sem margir
óbreyttir féllu í átökum í borgar-
hlutanum.
Orðrómur er enn á kreiki þess
efnis að Somoza sé í þann veginn að
segja af sér vegna utanaðkomandi
þrýstings. Búist var við að til tíðinda
drægi í landinu í dag, en þegar síðast
fréttist var allt með kyrrum kjörum.
Bandarískir diplómatar sögðu í
dag að staða þjóðvarðliðsins í
Nicaragua væri vonlaus þar sem
skæruliðar hefðu helztu þjóðvegi á
valdi sinu og að flytja þyrfti birgðir
flugleiðis til herstöðva út um land.
Stjórnvöld í Costa Rica fyrirskip-
uðu Bandaríkjamönnum í dag að
hverfa á brott með tvær þyrlur
bandaríska flughersins er staðsettar
hafa verið nálægt landamærum
Nicaragua. Bandaríkjamenn segjast
hafa sent þyrlurnar til Costa Rica í
því skyni að flytja bandaríska þegna
á brott frá Nicaragua ef ástandið í
landinu gæfi ástæðu tii. Heimildir
frá Nicaragua hermdu hins vegar í
dag að þyrlunum væri ætlað að
kanna hvort stjórnvöld í Costa Rica
væru að undirbúa valdatöku í
Nicaragua meö skæruliðum.
Grípa Bandaríkin
til eigin aðgerða?
London. 10. júlí. AP — Reutcr
BANDARÍSKIR þingmenn í sendinefnd Bandaríkjanna á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins vöruðu í dag við
því að Bandaríkin kynnu að grípa til einhliða aðgerða til að vernda hvali ef ekki yrði á fundinum
samþykkt bann við hvalveiðum á heimshöfunum. Þingmennirnir sögðu að Bandaríkjaþing kynni m.a. að
leggja bann við innflutningi á fiskafurðum frá hvalveiðiþjóðum ef bannið yrði ekki samþykkt.
Tækninefnd fundar hvalveiði-
ráðsins samþykkti í dag að mæla
með því við aðalnefnd fundarins,
sem tekur endanlega afstöðu ráðs-
ins, að Indlandshaf verði griðar-
staður hvala næstu 10 ár. Litið er
á afgreiðslu tækninefndarinnar
sem meiri háttar sigur fyrir þau
öfl er barist hafa fyrir hvala-
vernd. Tillagan verður að hljóta
samþykki 2/3 fulltrúa í aðalnefnd-
inni til að ná fram að ganga.
Þórður ÁsgeirSson formaður
Alþjóðahvalveiðiráðsins sagði í
viðtali við Mbl. í gærkvöldi að
búast mætti við því að aðalnefnd-
in greiddi í dag, miðvikudag,
atkvæði um allsherjarbann við
hvalveiðum á heimshöfunum.
Nefndin hefði ekki komið saman
til fundar í gær, en ýmis mál verið
afgreidd frá undirnefndum. Þórð-
ur sagði að vísindanefnd ráðsins
væri ekki á einu máli í afstöðunni
til allsherjarbanns við hvalveið-
um. „Þetta er nýmæli, því hingað
til hefur nefndin verið sammála
gegn slíkum hugmyndum, og
fremur kosið að fjalla um hvern
stofn í stað þess að banna veiðar á
öllum hvalastofnum í einu vet-
fangi," sagði Þórður.
Ekki eru greidd atkvæði í vís-
indanefndinni, og því óljóst hver
áhrif hennar eru, að sögn Reuters,
en fréttastofan sagði í kvöld að
vísindanefndin væri klofin í af-
stöðunni til flestra þátta þeirra
mála er hún hefði til umfjöllunar.
Sagði fréttastofan að Japanir,
Suður-Kóreumenn og aðrar hval-
veiðiþjóðir legðust af mikilli
hörku gegn allsherjar banni. Búist
var við því í kvöld að allsherjar- •
bannið næði ekki fram að ganga á
fundi ráðsins að þessu sinni en
sumir telja það aðeins tíma-
spursmál hvenær bannið verður
samþykkt.
Njósnaði við nuddið
Bonn. 10. júlí. AP.
KONA, sem rak nuddstofu í
Bonn, hefur viðurkennt að hafa
stundað njósnir í þágu sovézku
leyniþjónustunnar KGB, að því
er fram kom í opinberri skýrslu
sem lögð var fram í gær. Síð-
ustu 18 mánuðina hafa 30 kon-
ur í Vestur-Þýzkalandi verið
afhjúpaðar sem njósnarar
kommúnista.
Það var árið 1969 að kona
gekk á mála hjá Rússut 1, en hún
var þá í leyfi í Sovétríkjun,um.
Upp frá því fór konan margsinn-
is á fund fulltrúa KGB í Moskvu
eða Vestur-Berlín og gaf skýrsl-
ur um „athyglisverða viðskipta-
vini“ sína.
Nuddstofueigandinn sagðist
hafa hætt njósnunum 1972, en
upplýsingar sem fundust í híbýl-
um hennar benda til þess að svo
hafi ekki verið. Við leit í nudd-
stofu konunnar fundust hlustun-
ar- og hljóðupptökutæki og enn-
fremur var þar aðstaða til kvik-
myndunar.
Sprungur finnast
í fleiri flugvélum
WaHhington. lO.júlí, Reuter. AP.
SPRUNGUR fundust í dag og gær í tveimur DC—10 þotum, og er óttast að það kunni að fresta því cnn um
sinn að flugvélum af þessari gerð verði leyft að fljúga í Bandaríkjunum. Talsmenn flugmálaráðsins vore
þó vongóðir um að flugvélunum yrði í vikunni leyft að fljúga á ný. mánaðar var frá American.
í skýrslunni voru McDonnell
Douglas verksmiðjurnar gagn-
rýndar fyrir ýmis atriði í hönnun
DC-10 vélarinnar, einkum í frá-
gangi hreyflafestinganna, sem
sagðar eru óaðgengilegar og bjóða
hættum heim. Voru verksmiðjurn-
ar hvattar til að endurskoða og
breyta hreyflafestingunum.
Dómari nokkur dæmdi í dag
ómerka þá ákvörðun bandaríska
flugmálaráðsins að banna flug
DC-10 véla frá og með 6. júní sl.,
en ráðið tilkynnti að það myndi
áfrýja úrskurðinum. Óljóst er
hvaða áhrif úrskurður dómarans
hefur þar sem flugmálaráðið get-
ur enn um sinn heftað flug DC-10
með því að banna flug vélanna yfir
Bandaríkjunum.
Nýju sprungurnar fundust í
flugvélum Trans International
flugfélagsins og United Airlines.
Þær eru ekki sagðar alvarlegar
þar sem þær voru í hlífum utan
um hreyflafestingar.
Flugmálaráð Bandaríkjanna
birti í dag skýrslu um viðhald á
DC—10 flugvélum í Bandaríkjun-
um, en í skýrslunni voru sum
flugfélög í landinu gagnrýnd harð-
lega fyrir að fara ekki að fyrir-
mælum framleiðanda um viðhald.
Einkum var veitzt að flugfélögun-
um American og Continental fyrir
að nota gaffallyftara við viðhald á
hreyflum DC—10, en flugvélin
sem fórst við Chicago í lok maí-
Muzorewa íorsætisráðherra Zimbabwe Rhódesíu á fundi með bandarískum öldungadeildarþingmönnum í
Washington í gær. í dag hittir Muzorewa Carter forseta í Camp David. Sjá frétt á bls. 16. Símamynd — AP.
13 fórust
Napóll. lO.júlí. Rcuter. AP.
AÐ MINNSTA kosti 13 manns
fórust og 60 slösuðust alvarlega
j>egar tvær farþegalestir rákust á
í hlíðum eldfjallsins Vesúvíusar í
dag. Slysið varð við bæinn Santa
Caterina sem er skammt frá
Napólí. Lestirnar voru á sömu
braut og óku framan á hvora aðra.
Áreksturinn varð mjög harður og
þykir mildi að fleiri skyldu ekki
hafa farist.