Morgunblaðið - 11.07.1979, Síða 4

Morgunblaðið - 11.07.1979, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 Bílaleiga Á.G. Tangarhöföa 8—12 Ártúnshöföa. Sími 85544. Höfum Subaru, Mözdu og Lada Sport. Þrýstimælar Allar stæörir og geröir. Lt ^ SðyoHjotuigMir tJXtm&mmFö & (Q<& Vesturgötu 16, sími 1 3280. AUGLYSINGA- I TEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aö.ilstrrt'ti 6 sinn 25810 Víðsjá Hvar hrapar Skylab? Þátturinn Víðsjá er á dagskrá útvarpsins kl. 11.00 og 18.00 í dag og mun Ögmundur Jónas- son, umsjónarmaður þáttarins, ræða við Örnólf Thorlacius um Skylab geimstöðina bandarísku,' en sem kunnugt er var því spáð að hún hrapi til jarðar einhvern tímann á bilinu frá kl. 23.28 í gærkveldi og til 5.28 aðfararnótt fimmtudags. Samkvæmt þessari spá er ljóst að lang líklegast er að stöðin falli til jarðar í dag, en erfitt er að spá nákvæmlega hvar stöðin, eða öllu heldur hinir ýmsu hlutar hennar, muni koma niður. Geimstöðin er 77.5 lestir að þyngd og mun brenna og eyöast að mestu leyti í gufu- hvolfi jarðar vegna hins mikla viðnáms. Yfirvöld í Bandaríkj- unum telja að brot úr geimstöð- inni muni dreifast um stórt svæði, en brot þessi eru, að talið er, frá hálfu kílói til tveggja og hálfrar lestar að þyngd. Lokaspá um hvar brotin munu lenda verður birt um tveimur og hálfri klukkustund fyrir áætlað fall stöðvarinnar og hafa miklar varúðarráðstafanir verið gerðar af þeim sökum. Sveitir banda- ríska landvarnarráðuneytisins eru viðbúnar ef þörf krefur og þess má geta að ríkisstjórnir ýmissa landa hafa farið þess á leit við Bandaríkjastjórn að þeir greiði bætur fyrir tjón það sem hugsanlega gæti hlotist af brot- um úr Skylab. Talið er að stöðin brotni í allt að 500 hluta í fallinu og að hlutarnir dreifist á svæði á jörðinni sem verður allt að 6500 km langt og 160 km breitt. Sú braut sem Skylab fer eftir liggur yfir mörg þéttbýlustu svæði heims, en þar eru á meðal öll Bandaríkin, hluti Kanada, mikill hluti Suður-Ameríku, Ástralía, Afríka, Asía og Nýja-Sjáland. Eins og sjá má er erfitt að segja nákvæmlega til um hvar stöðin eða hlutar hennar lendi en um það er fyrst hægt að segja með nokkurri nákvæmni um tveimur og hálfri klukkustund fyrir hrap stöðvarinnar, eins og áður sagði. Útvarp kl. 22.10: Geimstöðin Skylab, sem hefur verið „á niðurleið“ að undanförnu og mun liklega falla til jarðar í dag. Líklegast er taliö að þeir hlutar stöðvarinnar, sem komast í gegnum gufuhvolf jarðar, dreifist yfir það svæði sem ljósast er á myndinni. Fálkaveiðar á miðöldum í kvöld verður í útvarpinu þátt- ur um fálkaveiðar og er hann í höndum Inga Karls Jóhannesson- ar. í þessum þætti verður leitast við að kynna hlutverk fálkans og mikilvægi hans á miðöldum og þá sérstaklega á 17. öld. Á þessum tíma voru fálkar mjög eftirsóttir og voru fálkaveiðar, þ.e. fálkar notaðir til að drepa ýmsa fugla eiganda hans til skemmtunar, vinsæl íþrótt meðal kónga og keisara og annarra slíkra fyrir- manna víða um heim. Af öllum fálkategundum var íslenski fálk- inn einna vinsælastur því hann var talinn bestur og hæfastur til veiða auk þess sem hann var sterkbyggður og fallegur á að líta. Einnig lýsir þessi þáttur verzl- unarsamböndum sem mynduðust í kringum þennan útflutning, og var hann oft æði mikið fyrirtæki, enda ekki eftir svo litlu að slægjast. Eftir að einokunarverslunin komst á hafði Danakóngur alla þræði í hendi sér hvað verslunina varðaði og notaði hann sér það óspart. Svo dæmi sé nefnt sendi kóngur hingað upp sérstök fálka- skip sem flytja áttu þennan dýr- mæta farm og fylgdi því eigi all lítill kostnaður, eins og geta má nærri. Oft hafði kóngur þann háttinn á að hann gaf einhverjum þjóðhöfðingja álfunnar, sem hann gjarnan vildi vingast við þá stund- ina, veiðifálka, því fálkar voru vinsælir eins og áður sagði og mörgu stórmenninu sáluhjálpar- atriði. I þættinum er nokkuð lýst hvernig meðferðinni á fálkunum var háttað en sú meðferð var æði vandasöm, því ekkert mátti fálk- ana skorta, og kærði kóngur sig kollóttan þó að íslendingar hefðu lítið annað en skósóla í matinn, eða jafnvel ekki neitt, því fálkarn- ir gengu fyrir. Umsjónarmaður þáttarins, Ingi Karl Jóhannesson, sagði að kveikj- an að þessum þætti hefði verið hið umtalaða fálkarán, eða öllu heldur tilraun til ráns, sem upp komst hér í fyrra. Munu fálkar vera eftirsóttir meðal olíufursta, soldána og annars slíks stórmenn- is í Austurlöndum, en þeir hafa margir hverjir rúm auraráð svo sem kunnugt er, og þykir að því stór skemmtan að horfa á fálka sína murka lífið úr öðrum fuglunt. Útvarp kl. 11.00 og 18.00: Úlvarp ReykjavfK W A1IÐMIKUDKGUR 11. júlí MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Heiðdís Norðfjörð lýkur við að lesa söguna nHalli og Kalli, Palli og Magga Lena“, eftir Magneu frá Kleifum (16). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Víðsjá: Friðrik Páll Jóns- son stjórnar þættinum. 11.15 Kirkjutónlist: eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Elisa- beth Speiser, Ruthild Engert, Peter Maus og Harald Stamm syngja með kór og hljómsveit útvarpsins í Ham- borg. Ferdjnand Leitner stj. a. Kyrie í d-moll (K341) fyrir kór og hljómsveit. b. „Vesperae soleness de confessore“ (K339) fyrir fjóra einsöngvara og hljóm- sveit. (Hljóðritun frá Norð- ifr-þýzka útvarpinu). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. SÍÐDEGIÐ 13.40 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Kapp- hlaupið“ eftir Káre Holt. Sigurður Gunnarsson les þýðingu sína, sögulok (25). 15.00 Miðdegistónleikar: Leon Goossens og hljómsveitin Fíl- harmonía í Lundúnum leika Óbókonsert eftir Vaughan Williams; Walter Susskind stj./ Fílharmoníusveit Vínar- borgar leikur Sinfónfu nr. 8 f G-dúr op. 88 eftir Antonfn Dvorak; Herbert von Karajan stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litli barnatfminn: Lffið er fótbolti. Umsjónarmaður: Steinunn Jóhannesdóttir. Með krökkum á sparkvöll- um. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.00 Víðsjá (endurtekin frá morgnin- um). 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Einleikur á gftar: Julian Bream leikur Sónötu í A-dúr eftir Niccolo Paganini. 20.00 Töfrandi tónar. Jón Gröndal kynnir annan þátt sinn um tfmabil stóru hljómsveitanna 1936—46. 20.30 Útvarpssagan: „Trúður- inn“ eftir Heinrich Böll. Franz A. Gíslason les þýð- ingu sfna (2). 21.00 „Ljóðasveigur“ (Liederkreis), lagaflokkur op. 39 eftir Robert Schu- mann. Barry McDaniel syng- ur; Aribert Reiman leikur undir á pfanó. (Frá tónlistar- hátfðinni f Berlfn f sept. s.l.). 21.30 „Vísur Bergþóru“. Lesið úr samnefndri ljóðabók Þor- geirs Sveinbjarnarsonar. Sigfús Már Pétursson leikari |M 21.45 íþróttir Hermann Gunnarsson segir frá. 22.10 Fálkaveiðar á miðöldum — fyrsti þáttur. Umsjónar- maður: Ingi Karl Jóhannes- son. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. FIM41TUDKGUR 12. júlí MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. Dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Afmælisdagur Lárusar Pét- urs" eftir Virginfu Allen Jensen. Gunnvör Braga les fyrri hluta þýðingar sinnar. 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Iðnaðarmál, Umsjón: Sveinn Hannesson og Sigmar Ármannsson. Rætt við Þór- leif Jónsson framkvæmda- stjóra Landssambands iðnaðarmanna og Hauk Björnsson framkvæmda- stjóra Félags fslenzkra iðn- rekenda. 11.15 Morguntónleikar: Andrés Segovfa og hljóm- sveit Enriques Jordá leika Gítarkonsert í E-dúr eftir Luigi Boccherini./ Hallé hljómsveitin leikur Sinfónfu nr. 83 í g-moll eftir Joseph Haydn; Sir John Barbirolli stj. 12.00 Dagskráin. Tónieikar. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Svarta kóngulóin“ eftir Hanns Heinz Ewers. Árni Björnsson les þýðingu sína; — fyrri hluti. 15.00 Miðdegistónleikar: Janet Baker syngur aríur úr óper- um eftir Gluck með Ensku kammersveitinni; Raymond Leppard stj./ Sinfóníuhljóm- sveit sænska útvarpsins leik- ur Sinfóníu nr. 1 í f-moll op. 7 eftir Hugo Alfvén; Stig Westerberg stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir.). 16.20 Tónleikar. 17.20 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIO 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þátt- inn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit: „Kona“ eftir Agnar Þórðarson. Leikstjóri: Gísli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Listamaður/ Gunnar Eyjólfsson, Hún/ Helga Jónsdóttir, Maður/ Randver Þorláksson. 21.05 Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur lög úr kvik- myndum. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. 21.20 „Búinn er hann Blá- hvammur“. Smásaga eftir Kolbein frá Strönd. Gunnar Stefánsson les. 21.40 Píanókonsert nr. 2 op. 102 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Leonard Bern- stein leikur einleik og stjórn- ar Fflharmonfusveitinni í New York. 22.00 Á ferð um landið. Annar þáttur: Drangey. Um- sjón: Tómas Einarsson. Rætt við Sigurð Steinþórsson jarð- fræðing. Flutt blandað efni úr bókmenntum. Lesari auk umsjónarmanns: Valdemar Helgason leikari. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar A arnarfiann 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.