Morgunblaðið - 11.07.1979, Page 10

Morgunblaðið - 11.07.1979, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 r Ferðafélag Islands: Fjölbreyttar ferð- ir um næstu helgi UM NÆSTU helgi verður íarið til Þórsmerkur, Landmannalauga og Hveravalla, en á þessa staði verða vikulegar ferðir fram á haust. Um þessar mundir er Kjalvegur að opnast fyrir umferð og verður þetta fyrsta ferð fé- lagsins til Hveravalla á þessu sumri. Á öllum þessum stöðum verður gist í húsi, en sjálfsagt er fyrir þá sem njóta þess að dvelj- ast í tjöldum að hafa þau meðferðis. Á göstudagskvöld verður lagt af stað á ferð á Tindfjallajökul, en hann er upp af byggðinni í Fljóts- hlíð, eins og flestum er kunnugt. Tindfjallajökull er nærri 1500 m á hæð og er þaðan mjög víðsýnt yfir Suðurlandsundirlendið og austur og norður yfir hálendið allt til Sævík sigl- ir með afla Sigluvíkur jöklanna stóru. I þetta sinn verður ekið upp Rangárvelli, fram hjá Keldum og tjaldað verður á svo- nefndri Hungurfit. Þar verður bækistöðin og þaðan verður geng- ið á jökulinn. Á sunnudaginn verður gengið á Hrómundartind. Farið verður úr bænum kl. 10.00 og ekið að Hvera- dölum. Þaðan verður gengið aust- ur með Skarðsmýrarfjalli, veginn milli hrauns og hlíða og yfir á Hrómundartind. Síðan sem leið liggur að Nesjavöllum í Grafningi, en þangað heldur annar hópur kl. 13.00 úr bænum og þar hittast þeir. Af Hrómundartindi er gott út- sýni yfir Þingvallavatn og ná- grenni þess en á Nesjavöllum er mikill jarðhiti og hefur þar verið borað eftir heitu vatni. í sæluhúsum Ferðafélagsins eru gæslumenn starfandi yfir sumar- mánuðina og gefur félagið fólki kost á að dvelja þar lengur eða skemur á milli ferða. (Fréttatilkynning). Siglnfirði. 9. júU. Sigluvíkin kom inn hingað til Siglufjarðar eftir að hafa verið rétt rúma viku á veiðum. Afli hennar var milli 205 og 210 tonn, mest grálúða, og verða 90 til 100 tonn af þessum afla flutt yfir í Sævíkina, sem siglir með aflann til Þýskalands. - M.J. INNLENT Vegir á hálendinu vída óf ærir enn ENN ER ófært yfir Kjalveg og Sprengisand svo og um Kaldadal að því er vegaeft- irlitsmenn tjáðu Mbl. í gær þar sem bleyta er mikil á þessum vegum. Er klaki ekki enn að fullu farinn úr jörðu og sagði vegaeftir- litsmaður að menn hefðu nýlega haldið upp á Kjal- Leiðrétting í blaðinu í gær misritaðist nafn móður Ingimundar Einarssonar, nýráðins bæjarstjóra á Siglufirði. Rétta nafnið er Erla Axelsdóttir. veg, en snúið frá við Hvera- dali. Fært er hins vegar orðið í Landmannalaugar, Eldgjá að austanverðu, í Þórsmörk og Veiðivötn og fært er að Dettifossi að sunnan, en ekki norður úr í Axarfjörð. Vega- eftirlitsmenn sögðu að ástand vega á hálendinu væri ekki óeðlilegt miðað við tíðarfarið, en allt væri mun seinna og erfiðara viður- eignar nú en t.d. í fyrra. Þrátt fyrir að ófært er talið yfir Kjalveg hefur Mbl. haft spurnir af fólki er hélt yfir Kjalveg alveg norður yfir og taldi ekki ýkja þungfært. Séð niður Hafnargötuna. Fremst á myndinni mó sjó unnið við hitaveituskurð og nokkru neðar eru mælingamenn að störfum. Ljósm. Mbl. Kristján. V ogar á V atnsleysuströnd: Mikið um verklegar framkvæmdirísumar MIKLAR framkvæmdir eiga sér stað í Vogum á Vatnsleysu- strönd þessa dagana. Blaðamað- ur og ljósmyndari Mbl. voru þar á ferð í síðustu viku og hittu að máli bæjarverkstjór- ann, Hörð Rafnsson, þar sem hann var á þönum milli mæl- ingamanna og skurðgrafara. Hann hafði eftirfarandi að segja um framkvæmdir sumarsins: „Olíumöl verður lögð í sumar á Hafnargötuna, sem er aðalgata staðarins og erum við að vinna að lokaundirbúningi. Öll undir- vinna var unnin í fyrrasumar. Mjög vel hefur gengið við lagn- ingu hitaveitunnar og reiknum við með að geta hleypt vatninu á í ágústmánuði. Stærsta verkefn- ið hjá okkur er samt sem áður bygging barnaskólans." Hörður sagði að mikil eftir- spurn væri eftir byggingarlóðum í Vogunum en skortur á landi hamlaði því að hægt væri að anna eftirspurninni. „Hreppur- inn er nú að gera samning um kaup á 38 ha. landi og vonandi leysir það vandann.“ Hörður sagði í lokin, að góð samvinna sveitarfélaganna á Reykjanesi auðveldaði margt. Nefndi hann sérstaklega hita- veituna, sem sveitarfélögin eiga í sameiningu, nýbyggða sorpeyð- ingarstöð og eins sagði hann í undirbúningi að sameina raf- veiturnar á svæðinu. Haöarpunktar verða að vera á réttum stöðum og oft er þolinmæðisverk að finna hvar þeir eiga að vera. Myndin til hægri: Hörður Rafnsson bæjarverkstjóri t.h. ræðir hér við mælingamann. Bókabílaþjónusta Borg- arbókasafnsins 10 ára Um þessar mundir eru tfu ár liðin siðan farið var að nota bókabíla í Borgarbókasafni Reykjavíkur. Það var þann 11. júlí árið 1969 sem fyrri bíliinn af tveimur lagði af stað i sína fyrstu útlánsferð, en þar var um að ræða notaðan strætis- vagn. Var þessari nýbreytni í þjónustu Borgarbókasafnsins vel tekið, sérstaklega af börn- um, og svo er enn. I ársbyrjun 1972 bættist annar bfll við bókabflaþjónustuna, og eru það því tveir bílar sem nú gegna þessu hlutverki. I fyrstu var bækistöð bílanna í Tjarnargötu 12, í gömlu slökkvi- stöðinni, en í ársbyrjun 1973 var flutt í kjallara Bústaðakirkju í það húsnæði, sem ennþá er notað. I Bústaðasafni eru um það bil 75.000 bindi bóka og er sá bókakostur notaður bæði fytir safnið á staðnum og bílana. Hillurými í stærri bílnum nægir fyrir allt að 5000 bækur, en minni bíllinn tekur 3000 bindi. Á síðastliðnu ári, þ.e. 1978, voru lánaðar úr bílunum rúmlega 200.000 bækur. í upphafi unnu 5 starfsmenn að útgerð bókabílsins, en nú eru starfsmenn bókabílanna um 10 talsins. Bókabílarnir í Reykjavík þjóna í dag stórum og mann- mörgum hverfum, þar sem þörf er fyrir safnahús. Má þar sem dæmi nefna Breiðholts- og Ár- Bflakostur bókabflaþjónustunnar. bæjarhverfi. í Breiðholti III horfa þessi mál nú til bóta, þar sem hafin er bygging félagsmið- stöðvar við Gerðuberg, en í þeirri byggingu er gert ráð fyrir rúmgóðu almenningsbókasafni. Á þessu 10 ára tímabili hefur viðkomustöðum bílanna stöðugt fjölgað og lögð hefur verið áhersla á að ná til sem flestra. Viðkomustaðir eru nú 26 talsins. Framtíðaráætlun bókabílaþjón- ustunnar er í því fólgin að koma bílastarfseminni fyrir í nýju aðalsafnshúsi, sem valinn hefur verið staður í „Kringlubæ“. Sá hluti hússins, sem ætlaður er bókabílum og bókakosti þeirra tilheyrir 1. byggingaráfanga hússins, en í slíkum húsakynn- um myndi vinnuaðstaða stór- batna og möguleikar opnast til hagkvæmari rekstrar, t.d. varð- andi skipulagningu á vöktum vagnstjóra. I tilefni afmælisins munU bíl- arnir verða í Lækjargötu og við Hlemm föstudaginn 13. júlí frá klukkan 9—21, og dagana 11., 12. og 13. júlí verða dagssektir felldar niður í safninu öllu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.