Morgunblaðið - 11.07.1979, Side 11

Morgunblaðið - 11.07.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 11 Gunnar Tómasson: Á rökstólum - John Stuart Mill og Milton Friedman I grein Hannesar H. Gissurar- sonar í Mbl. 7. júlí 1979 er vikið að því hvort hagfræðingurinn Milton Friedman megi með réttu teljast skoðanabróðir nítjándu aldar vitmannsins John Stuart Mill. Um það er ekki deilt, að báðir eru yfirlýstir stuðningsmenn einstaklingsfrelsis á grundvelli lýðræðis. Þess utan er vandfund- ið hið minnsta samræmi í fræði- legum viðhorfum Mills og Fried- mans, eing og eftirtalin dæmi sýna. 1. John Stuart Mill fullkomn- aði um miðja nítjándu öld verð- mætiskenningu þá („value theory“), sem David Ricardo hafði lagt grundvöll að í upphafi aldarinnar, og sem var kjarni safns þeirra fræðisetninga sem nefndist „klassísk“ hagfræði. I víðfrægri ritgerð hefur Mil- ton Friedman farið þeim orðum um mat John Stuart Mills á ágæti verðmætiskenningarinn- ar, að það væri nútíma hagfræð- ingum verðugt aðhlátursefni („justly ridiculed"). 2. John Stuart Mill vann að fræðilegri hagfræði innan ramma stærðfræðilegrar rök- hyggju, en á tuttugustu öldinni hefur Bertrand Russell nefnt það óvísindalegar vangaveltur, sem unnið er að fræðilegum efnum utan þess ramma. Á hinn bóginn hefur Milton Friedman haldið því fram í áðurnefndri ritgerð, að við mat á gildi kennisetninga á sviði nú- tíma hagfræði sé það algjört aukastriði („of strictly second- ary importance") hvort þær standist kröfur stærðfræðileg- rar rökhyggju. 3. Ásamt með Thomas Malthus í upphafi nítjándu aldar og John Maynard Keynes á okkar öld leit John Stuart Mill svo á, að niðurstöður fræðilegrar hagfræði væru með öllu gildis- lausar, er meta skyldi valkosti þjóðfélagsins á sviði efnahags- mála. Meðal annars fullyrti John Stuart Mill, og hlaut í því efni stuðning Alfred Marshalls hálfri öld síðar, að reynslan ein gæti skorið úr um það, hvort efna- hagsleg velferð yrði bezt tryggð með einkarekstri atvinnulífs eða með rekstri á félagslegum grundvelli. Þannig var það sameiginleg skoðun Adam Smiths, Thomas Malthus, John Stuart Mills, Al- fred Marshalls og John Maynard Keynes að skipulagsform at- vinnurekstrar væri fræðilegt aukaatriði er meta skyldi mögu- leika einstaklingsins til andlegs frelsis og efnahagslegrar vel- ferðar. Þótt Milton Friedman og Friedrich von Hayek séu á önd- verðri skoðun og telji að skipu- lagsform atvinnurekstrar sé grundvallaratriði í þessu tilliti, þá er þar um að ræða persónu- legt mat þeirra en ekki fræðileg- ar niðurstöður á sviði hagfræði. Þess má geta að gefnu tilefni, að meirihluti akademiskra hag- fræðinga ásamt með úthlutunar- nefnd Nóbelsverðlauna er ósam- mála persónulegum skoðunum John Kenneth Galbraiths á möguleikum einstkalingsins til andlegs frelsis og efnahagslegs réttlætis á grundvelli ríkjandi markaðshagkerfa á Vesturlönd- um. Er óvarlegt að álykta á þeim forsendum, að skoðanir Gal- braiths séu nauðsynlega rangar. Um þrjátíu ára skeið voru hag- fræðilegar skoðanir John Mayn- ard Keynes í litlum metum meðal akademískra hagfræð- inga, þó Keynes sé nú talinn fremsti hagfræðingur tuttug- ustu aldarinnar. Reykjavík, 8. júlí 1979 Skipulagsstofnun höfuðborgarsvæðisins stofnuð: Fyrri áætlanir um fjölgun íbúa og íbúðaþörf óraunhæf ar SAMTÖK sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, skammstafað S.S.H., voru stofnuð fyrir rúmum þremur árum. Á fundi stjórnar samtakanna hinn 15. maf s.l. var endanlega gengið frá stofnun skipulagsstofnunar höfuðborgar- svacðisins og kosið í fram- kvæmdastjórn. Aðalverkefni skipulagsstofnunarinnar verða samræming skipulagsmála og þróun byggðar á höfuðborgar- svæðinu í heild. í samtökunum eru eftirtalin sveitarfélög: Reykjavík, Kópa- vogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur, Seltjarnar- nes, Mosfellssveit, Kjalarnes- hreppur og Kjósarhreppur, Seltjarnarnes, Mosfellssveit, Kjalarneshreppur og Kjósar- hreppur. Aðalviðfangsefni sam- takanna hafa frá upphafi verið skipulagsmál og þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu í heild. Mörg viðfangsefni eru ennþá óleyst og koma margar supurningar upp í þeim efnum, segir í fréttatilkynn- ingu frá samtökunum. Einnig segir í tilkynningunni: Aðeins með samstilltu átaki og góðri samvinnu sveitarfélaganna má búast við lausn á hinum fiölmörgu vandamálum, sem udd koma með aukinni byggð á svæð- inu. Þetta hefir mönnum verið ljóst alllengi og má raunar segja, að Reykjavíkurborg hafi átt frum- kvæðið að samvinnu um þessi mál með því að beita sér fyrir stofnun samvinnunefndar um skipulags- mál höfuðborgarsvæðisins, er vinna hófst við gerð aðalskipulags Reykjavíkur 1962—1983. Á vegum samvinnunefndarinnar hefir verið unnið að ýmsum athugunum og kannanir gerðar varðandi skipu- lagsmál og þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu og ýmsar athyglisverðar niðurstöður fengizt. Til dæmis má benda á, að svo virðist sem fyrri áætlanir um fjölgun íbúa og íbúðaþörf á höfuð- borgarsvæðinu hafi reynst óraun- hæfar, og að þenslan verði minni á næstu árum en gert hefir verið ráð fyrir til þessa. Á fundi stjórnar samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu hinn 15. maí ð.l. var endanlega gengið frá stofnun skipulagsstofn- unar höfuðborgarsvæðisins og eftirtaldir menn kosnir í fram- kvæmdastjórn: Júlíus Sólnes formaður, Hilmar Ólafsson vara- formaður, Sigurður Björnsson rit- ari, Einar Þ. Mathiesen og Þorbjörn Broddason. Stjórnin hefir hafið störf og liggur fyrst fyrir að ráða forstöðumann stofn- unarinnar. Segir í fréttatilkynn- ingunni, að forstöðumaður þurfi að hafa áhuga á skipulagsmálum og menntun sem kemur að notum í starfinu. Staðan er laus til umsóknar. Framkvæmdastjórnin væntir þess, að stofnunin geti fljótlega hafizt handa við hin fjölmörgu verkefni, sem bíða úrlausnar varðandi samgöngu- og skipulags- mál höfuðborgarsvæðisins. Hver Islendingur drakk 3,1 lítra af 100% áfengi árið 1977 ÁFENGISVARNARÁÐ hefur birt skýrslu um áfengisneyslu á hvern íbúa í 29 löndum árið 1977. Efst á listanum er Frakkland, þar drakk hver maður 16,4 lítra af 100% áfengi, 14,4 í Lúxemborg, 14,0 í Portúgal, 13,1 á Spáni og 13.4 í Vestur-Þýskalandi. Island var í 27. sæti en hver íslendingur drakk að meðaltali 3,1 lítra af hreinu áfengi. . I 28. sæti var ísrael (1,9 lítrar) en neðst var Tyrkland (0,8 litrar). „Ræktaðu garðinn þinn” NÝKOMIÐ er í bókaverslanir frá bókaútgáfunni Iðunni rit, er ber heitið „Ræktaðu garðinn þinn“, og er höfundur þessa rits Hákon Bjarnason fyrrverandi skógrækt- arstjóri. Þetta er fræðslu- og leiðbein- ingarit um ræktun trjáa og runna í 25 stuttum köflum auk formála, og í bókarlok eru skýringar á trjánöfnum og bókaskrá. Þá er í bókinni fjöldi mynda til skýring- ar, er Atli Már hefur teiknað. Þetta er ekki fyrsta rit af þessu tagi, sem Hákon Bjarnason lætur frá sér fara. Fyrir 10 árum gaf hann út fræðslu- og leiðbeininga- rit um ræktun trjáa. Var það fjölritað og upphaflega ætlað til kennslu í Garðyrkjuskóla ríkisins, og upplag mjög takmarkað. I formála að riti því sem nú birtist er bent á, að eldri bækur um þetta efni séu löngu úreltar. Á allmörgum undanförnum árum hefur verið flutt inn töluvert af trjá- og runnategundum, sem smámsaman er að koma reynsla á, og í þessari nýju bók er skilmerki- lega skýrt frá þeirri reynslu, og líkum fyrir þrifum hinna ýmsu tegunda. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að leitað sé trjá og runnaplantna úr heimkynnum er svipar til íslands, að því er varðar hitastig og veðurfar, og bent á að með áframhaldandi slíkri leit megi að líkindum enn auka fjöl- breytni veðurþolinna trjá- og runnategunda. Bókin „Ræktaðu garðinn þinn“ er rituð á lipru og auðskildu máli, og ætti að vera kærkomin hand- bók öllum sem fást við ræktun trjáa og runna, ekki síst byrjend- um. Bókin er í hentugu broti, prentuð í Odda, lesmál 124 blað- síður. Guðmundur Marteinsson Einnar kaloríu kóladrykkur Nú er kominn nær kaloríulaus kóladrykkur - sykursnautt Spur - drykkur sem gleður alla sem eru í kapphlaupi við kílóin. Sykursnautt Spur inniheldur innan við eina kaloríu í hverri flösku - það er 80 sinnum min'na en í venjulegum kóladrykk. HF.ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.