Morgunblaðið - 11.07.1979, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979
Seif Amir Rahimi yíirmaður erloöKreglunnar í íran virti að vettugi ákvörðun varnarmálaráðherra
landsins og lýsti því yíir í gær að hann léti ekki aí embætti, þar sem hann nyti stuðnings Khomeinis
trúarleiðtoga. Rahimi lýsti í viðtali við AP-fréttastofuna í gær að hann héldi til í skrifstofu sinni og
lögreglumenn og sérstakar lífvarðasveitir er Khomeini hefði sent honum, verðu hann þar. Ekki hefur þess
verið freistað að handtaka Rahimi. AP-símamynd
Bann við vopnum
til geislahemaðar
Genf, 10. júlí. AP.
BANDARÍKIN og Sovétríkin
tilkynntu í dag, að þjóðirnar
hefðu náð samkomulagi um
bann við geislavirkum vopn-
um. Bannið kemur í kjölfar
tveggja ára leynilegra við-
ræðna. Risaveldin heita að
framleiða ekki eða komast yfir
vopn til geislahernaðar. Hvor-
Carter ræðir
við Muzorewa
Washington, 10. júlí. Reuter
ABEL Muzorewa, forsæt-
isráðherra Zimbabwe Ród-
esíu, ræðir við Jimmy
Carter Bandaríkjaforseta
á morgun í Camp David en
þar hefur forsetinn dvalist
síðustu viku til að undir-
búa orkutillögur sínar.
Muzorewa er í Bandaríkjunum
til að reyna að fá bandarísku
stórnina til að viðurkenna stjórn
blökkumanna og hvíta minnihlut-
ans í Zimbabwe Ródesíu. Muzor-
ewa átti að ræða við Cyrus Vance
utanríkisráðherra í Washington í
dag en þeim fundi var frestað.
Jimmy Carter hefur gefið út
yfirlýsingu um, að stjórnin í
Washington muni ekki viðurkenna
hina nýju stjórn í Zimbabwe
Ródesíu.
Litið er á þá ákvörðun forsetans
að ræða við Muzorewa sem tilraun
hans til að fá Muzorewa til að gera
veigamiklar breytingar á stjórn
sinni, sem leitt gætu til alþjóð-
legrar viðurkenningar Zimbabwe
Ródesíu.
ug þjóðin hefur framleitt slík
vopn en þau dreifa geislavirk-
um efnum án þess að valda
kjarnorkusprengingu.
Bollaleggingar um geislavopn
eiga sér langa sögu, en í Kóreu-
stríðinu var mikið rætt um í
Bandaríkjunum að frameliða svo-
kallað „Cobaltsprengju", það er
sprengju sem mundi dreifa geisla-
virku efni yfir N-Kóreu. Þetta
samkomulag risaveldanna nær
ekki yfir kjarnorkuvopn né
nevtrónusprengjuna en banda-
rískar heimildir segja, að Sovét-
menn hafi lagt mikla áherzlu á að
fá nevtrónusprengjuna inní sam-
komulagið en Bandaríkjamenn
neituðu því.
Kristilegir demókrat-
ar aðvara Bettion Craxi
hans til að mynda stjórn mjög á
óvart.
Frá stríðslokum hafa kristilegir
demókratar ávallt átt forsætisráð-
herra landsins. Flokkur Craxi er í
oddastöðu á ítalska þinginu sem
þriðji stærsti flokkur landsins. Tak-
ist Craxi að mynda stjórn verður
hann fyrsti sósíalistinn í forsætis-
ráðherrastól á Ítalíu.
Róm. 10. júlí. Reuter.
KRISTILEGIR demókratar, stærsti
stjórnmálaflokkur Ítalíu. tilkynntu
í dag að þeir myndu aldrei líða
bandalag kommúnista og sósíalista
á Ítalíu. Sandro Pertini, forseti
Ítalíu, fól í gær Bettion Craxi
stjórnarmyndun en Craxi er leið-
togi sósíalista og. kom útnefning
Þetta gerðist
Eiturímessu-
víni prestsins
Sardinlu. 8. júll. Reuter.
KIRKJUGESTUM á'Sardiníu
brá heldur en ekki í brún þegar
presturinn þeirra féll á kirkju-
gólfið hljóðandi af kvölum eftir
að hafa hragðað a messuvíninu.
Ilann var fluttur með offorsi á
sjúkrahús. Sterku eitri hafði
verið bætt í messuvínið að sögn
lögreglunnar.
Hefði klerkur drukkið meira
magn hefði það sennilega riðið
honum að fullu. Lögreglan kann-
ar nú málið og er talið að eitrið
hafi verið sett í messuvínið með
vilja. Enn hefur ekkí tekist að
hafa upp á þeim er setti eitrið í
messuvínið.
1974 — Spinola myndar herfor-
ingjastjórn í Portúgal.
1973 — 122 fórust með brazil-
ískri farþegaflugvél rétt hjá
Parísarflugvelli.
1960 — Moise Tshombe lýsir
yfir sjálfstæði Katanga.
1936 — Samningur Austurríkis
og Þýzkalands um sjálfstæði
Austurríkis.
1932 — Bylting í Brazilíu.
1921 — Bretar semja vopnahlé
við Sinn Fein á írlandi.
1859 — Samningurinn í Villa-
franca undirritaður.
1810 — Frakkar innlima Hol-
land.
1804 — Alexander Hamilton
særist banvænu sári í einvígi við
Aaron Burr.
1794 — Samsæri hófsamra og
Dantonsinna leiðir til afnáms
Parísarkommúnunnar.
1708 — Orrustunni um Ouden-
arde lýkur.
1614 — Sænskur her, La Gardie,
sigrar Rússa við Bronnitsy.
1573 — Spánverjar taka Haar-
lem í Hollandi eftir sjö mánaða
umsátur.
1572 — Enskir sjálfboðaliðar
undir forystu Sir Humphrey
Gilbert ganga á land í Niður-
löndum til að berjast gegn
Spánverjum.
1553 — Clement páfi VII bann-
færir Hinrik VIII af Englandi —
Bændauppreisn í Barcelona,
Spáni, bæld niður.
1302 — Orrustan um Courtrai
(Sigur Flæmingja á Frökkum).
Afmæli. Robert Bruce Skota-
konungur (1274—1329) — John
Quincy Adams, bandarískur for-
seti (1767-1848) - Nicoiai
Gedda, sænskur tenórsöngvari
(1925---) — Yul Brynner,
rússneskættaður 'leikari (1920—
Andlát. George Gershwin,
Soldán-
innog
kvenna-
búrið
Sikiley. 9. júlí. AP. Reuter.
DÓMSTÓLL á Sikiley dæmdi í
dag 32 ára gamlan Sikileying
í þriggja ára fangelsi —
skilorðsbundið, fyrir ósiðlegt
gróðabrall. Maðurinn, Gui-
seppo Scaffildi, hafði sitt eigið
kvennabúr og bjó með sjö
konum og á Sikiley gengur
hann undir nafninu Soldán-
inn frá Cuccubello.
Soldáninn frá Cuccubello var
ákærður í desember af föður
hans fyrir að láta konurnar
vinna fyrir sér með vændi.
Soldáninn neitaði þessum sak-
argiftum og þegar ljóst var að
soldáninn var frjáls ferða
sinna, þá þustu fjórar af kon-
um hans til hans og föðmuðu
hann og kysstu.
Astæða reiði föðurins var, að
soldáninn og hann skiptu á
sendiferðabíl og einni af kon-
unum. Henni leiddist hins veg-
ar dvölin hjá gamla manninum
og sneri aftur til soldánsins. Þá
vildi karl faðir bílinn sinn, en
soldáninn neitaði að láta hann
af hendi.
Allar frillur soldánsins stóðu
með honum utan ein — uppá-
haldsfrilla hans. Hún strauk
að heiman og giftist einum af
stjúpsonum hans.
Veður
víða um heim
Akureyri
Amsterdam
Apena
Barcelona
Berlín
Brussel
Chicago
Frankfurt
Genf
Helsínkí
Jerúsalem
Jóhannesarb.
Kaupmannah.
Lissabon
London
Los Angeles
Madríd
Malaga
Mallorca
Moskva
New York
Osló
Parfs
Reykjavfk
Rio De Janeiro
Rómaborg
Stokkhólmur
Tel Aviv
Tókýó
Vancouver
Vfnarborg
13 lóttskýjaó
23 heióskírt
29 léttskýjað
29 heióskfrt
16 skýjaó
21 heióskírt
27 léttskýjaó
20 skýjaó
27 heióskírt
17 skýjaó
26 heiðskfrt
8 skýja
16 skýjað
30 heióskfrt
22 heióskfrt
30 léttskýjaó
36 skýjaó
30 léttskýjaó
30 heióskírt
30 skýjaó
23 skýjað
29 rigning
21 skýjaó
22 léttskýjaó
6 skúrir
32 skýjað
30 léttskýjaó
18 léttskýjaó
28 heióskfrt
28 skýjaó
20 skýjað
19 akýjað
Sprautuðu vatni á
Greenpeacemenn
— og köstuðu geislavirka úrganginum í hafíð
Lundúnum, 9. júlí. AP.
UM 225 tonnum af geislavirku
efni var kastað í Atlantshafið í
dag frá brezka skipinu GEM.
Meðlimir áhafnar Rainbow War-
rior reyndu að koma í veg fyrir
losun úrgangsefnanna í Atlants-
hafið með því að staðsetja fimm
gúmmfbáta þar sem kasta átti
geislavirka úrgangsefninu. Stóð
þðf náttúruverndarmanna og
áhafnar GEM í um klukkustund
þar til beint var öflugum vatns-
slöngum að Greenpeacemönnum
og þeir hraktir frá GEM.
Síðan var úrganginum kastað í
hafið. Dýpi á staðnum þar sem
úrganginum var kastað eru rúmir
fjórir kílómetrar. Að sögn Alan
Thornton, talsmanns Greenpeace-
samtakanna, hefur á síðastliðnum
20 árum verið kastað um 60
þúsund tonnum af geislavirkum
úrgangi á þennan stað. Bretar,
Belgar, Hollendingar og Sviss-
lendingar hafa notað staðinn til
að losa sig við geislavirk úrgangs-
efni.
tónskald, 1937 — Sir Arthur
Evans, fornleifafræðingur 1941.
Innlent. Landsyfirréttur
stofnaður 1800 — Heklugos
hefst 1300 — Alþingisfrumvarp-
ið lagt fyrir Hróarskelduþing
1842 — Benedikt Gröndal tekur
að sér amtmannsstörf 1809 —
ísleifi Einarssyni sleppt 1809 —
Austuramtið skilið frá Norður-
amtinu 1890 — Gasstöð Reykja-
víkur tekur til starfa 1910 —
Blöndahlsslagur 1923 — d. Jón
Ólafsson ritstjóri 1916 — Einar
Þórðarson prentari 1888 — Thor
Jensen 1947 — Viðræður við
Breta í London 1972.
Orð dagsins. Ef þú spyrð
sjálfan þig hvort þú ert ham-
ingjusamur ertu það ekki lengur
— John Stuart Mill, enskur
heimspekingur (1806—1873).
Begin ræð-
ir við Sadat
Alexandría, 10. júlí. Reuter. AP.
MENACHEM Begin forsætis-
ráðherra ísraels kom í dag í
opinbera heimsókn til Egypta-
lands og var þess vænst að
viðræður hans og Sadats forseta
að þessu sinni yrðu til þess að
slaka á spennunni sem enn er í
samskiptum ísraela og Egypta.
Búist er við að leiðtogarnir
ræði fyrst og fremst um sjálfs-
forræði Palestínumanna á Gaza
og Vesturbakkanum. Hermt er að
ísraelar séu reiðubúnir að flýta
fyrir sjálfsforræði Palestínu-
manna gegn því að hraðað verði
að koma samskiptum Egypta og
ísraela í eðlilegt horf.
Spenna eykst
á Indlandshafi
Tokyo, 10. júlí — AP
SOVÉSK flotadeild sigldi í dag um
Japanshaf og er álitið að flota-
deildin sé á leið til Indlandshafs.
Þar hefur spenna risaveldanna
farið vaxandi en á mánudag sendu
Bandaríkjamenn fimm herskip inn
á Indlandshaf. Á Indlandshafi og í
Persaflóa eru nú níu bandarísk
herskip en alls munu 10 sovésk
herskip á svæðinu.