Morgunblaðið - 11.07.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979
17
iJöNfíARi'í?
Trtrfútf&krtfc,
ííf»«;af<3l'
^ry^'rrv
I.amíiahhav:
.KÍiJAtiiítijKKH
ÍKKAHÍiíL
KUVKJAVI
KA.yNAUy.iOkf^
M •: rfe itrl> t
Inn á kortið eru merktar leiðir A og B sem athugaðar voru sem hugsanleg línustæði Hrauneyjarfosslínu frá virkjunarstað að spennistöð við Brennimel í Hvalfirði. Ákveðið
var að leggja línuna um leið A, sem er norðar, en sú leið er styttri og ekki í byggð. í sumar vcrður lagður vegarslóð þessa 80 km leið og næsta sumar hefjast væntanlega
framkvæmdir við undirstöður mastranna.
LAND5VIRKJUN THC NiTICNAU POWCB COMPANV. CSUANO
T. OKT. 1378 M. 1 ;E50 OOO
H.AO.Y 5. NrF-ai-M-65
Fyrsti áfangi Hrauneyj-
arfosslínu unninn í sumar
LANDSVIRKJUN hefur að undanförnu samið við ýmsa verktaka
um framkvæmdir vegna Hrauneyjarfossvirkjunar og fleiri verk-
efna og nýlega hefur einnig verið auglýst eftir tilboði í lagningu
vegaslóða meðfram væntanlegri Hrauneyjarfosslínu. Halldór
Jónatansson aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar sagði í
samtali við Mbl. að Hrauneyjarfosslína þyrfti að vera tilbúin árið
1982 þegar vélar virkjunarinnar hefja framleiðslu. Gert er ráð
fyrir að bygging hennar kosti allt að 6 milljörðum króna á
núverandi verðlagi.
I Fyrsti áfangi í lagningu henn-
ar væri vegagerð meðfram línu-
stæðinu frá Sandafelli við
Þjórsá vestur að Kaldadalsvegi
norðan vegamóta við Uxahrygg
um 80 km leið, en lagningu
vegaslóðans á að vera lokið í
september n.k. Var þessi kið
valin fremur en að leggja línuna
í byggð vestur um sveitir frá
Búrfelli að Laugarvatnsvöllum
og þaðan norður yfir og niður að
spennistöð á Brennimel sem
einnig var könnuð. Var talið
heppilegra að línan lægi ekki í
byggð auk þess sem nyrðri leiðin
er um 15 km styttri. Hafa
undanfarin 2 ár farið fram
mælingar á ísingu á línustæðinu
og kvað Halldór þær ekki benda
til erfiðleika af hennar völdum.
Var flogið á þyrlu mánaðarlega
á 4 könnunarstaði á þessari leið
tvo sl. vetur til að lesa af
mælum. Næsta skref í lagningu
línunnar er að steypa undirstöð-
ur og síðan reisa virkin, en í
sumar verður einungis lagður
vegaslóðinn.
Þegar Hrauneyjarfossvirkjun
tekur til starfa á árinu 1982
verður lokið hringtengingu á
svæði Landsvirkjunar á Suðvest-
urlandi og kvað Halldór það
tryggja rekstraröryggi á svæð-
inu auk þess sem virkjunin
mætir þörfum um aukna raf-
orkusölu á næstu árum. Halldór
kvað þó ekki mögulegt á þessu
stigi að selja orku til Járnblendi-
verksmiðjunnar umfram það
sem hún þyrfti til að reka 2 ofna
og þegar hefur verið samið um,
það yrði fyrst mögulegt ef ákveð
ið yrði að stækka Hrauneyjar-
fossvirkjun umfram þær tvær
vélar, sem ákveðnar væru nú
þegar og teknar yrðu í notkun
1982.
Þeir verksamningar, sem
Landsvirkjun hefur gert að und-
anförnu eru þessir:
Hrauneyjarfossvegur frá
Sprengisandsleið við tengingu
vegaslóðar að Haldi í Tungnaá
að væntanlegri brú yfir hana
neðan við Hrauneyjarfoss, 14 km
leið, en vegarstæði þetta liggur
um meira sléttlendi og snjólétt-
ara svæði en núverandi vega-
samband við virkjunarsvæðið
um Sigöldu. Sex tilboð bárust í
undirbyggingu vegarins og mal-
arburð. Áætlun Vegagerðarinn-
ar, sem hannaði veginn, var
154,5 m.kr. og tilboðsupphæð
lægstbjóðenda, Sveinbjörns
Runólfssonar sf. og Fossvéla hf.,
sem buðu saman var 75 milljónir
og 995 þúsund og var því tilboði
tekið. Áðrir sem buðu í verkið
voru: Suðurverk sf. 80,2 m.kr.,
Aðalbraut hf. 121 milljón og 452
þúsund, Hraunvirki hf. 199
milljónir og 479 þúsund, Vörðu-
fell hf. 99 milljónir og 775
þúsund og Fossvirki 162,1 m.kr.
I Steypuefnisframleiðslu við
Hrauneyjarfossvirkjun bárust 3
tilboð en verkhlutar eru tveir.
Áætlun ráðunauta Landsvirkj-
unar vegna þessa verkþáttar var
rúmar 210 milljónir, þ.e. annar
hlutinn, sem er grjótmulningur
og var tekið tilboði Fossvirkis
sem var lægst eða 182 milljónir.
Aðrir sem buðu í verkið voru
Steypustöðin hf. 288,5 m.kr. og
Hraunvirki hf. 197,1 m.kr.
Þá var óskað tilboða í starfs-
mannahús og mötuneyti við
Hrauneyjarfossvirkjun. Er hér
um að ræða steinsteypt húsnæði
fyrir starfsfólk við rekstur
Hrauneyjarfossvirkjunar, en
ætlunin er að nota húsnæðið á
byggingartímanum í þágu eftir-
lits Landsvirkjunar. Eru þetta
svefnskáli með 7 einstaklings-
herbergjum og þrjár litlar íbúð-
ir. Fimm tilboð bárust og er
miðað við afhendingu í desember
p.k. tilbúnu undir tréverk.
Kostnaðaráætlun Landsvirkjun-
ar var rúmar 137 milljónir, en
lægsta tilboðið nam 101,7 m.kr.
sem var tekið, en það var frá
fyrirtækjunum Smiður hf. og Ás
hf. sameiginlega. Aðrir sem
buðu voru Byggingarfélagið Röst
hf. 133,4 m.kr., Pétur og Baldur
Jónssynir 102,9 m.kr., Sigurður
Bjarnason hf. 116 m.kr. og Foss-
virki 119,5 m.kr.
Að síðustu var óskað tilboða í
hús fyrir starfsfólk Landsvirkj-
unar við Búrfellsstöð, en ákveðið
hefur verið að reisa varanleg
steinsteypt hús fyrir starfsfólk,
sem hingað til hefur búið í
bráðabirgðahúsum er verða nú
flutt að Hrauneyjarfossi. Sex
tilboð bárust og var áætlun
Landsvirkjunar rúmar 156 m.kr.,
en lægsta tilboðið 158 m.kr. frá
Sigurði Kr. Árnasyni hf. og var
því tekið. Aðrir bjóðendur voru
Pétur og Baldur Jónssynir 197
m.kr., Byggingarfélagið Röst hf.
164,5 m.kr., Sigurður Bjarnason
hf. 197,6 m.kr., Sigfús Kristins-
son 162,8 m.kr. og Smiður hf. og
Vörðufell hf., sem buðu sameig-
inlega 184,9 m.kr.
Fé rekið um hálfum
mánuði seinna á Fja.ll
„ALMENNT eru bændur ekki
íarnir að reka íé í afrétt þó til
séu einstaka undantekningar.
Bæði er að vegir inn á hálendið
eru enn í fæstum tilvikum orðn-
ir færir og gróður á afréttunum
er mjög lítill vegna þess að frost
er víða ekki farið úr jörðu þar
enn,“ sagði Ólafur Dýrmunds-
son, landnýtingarráðunautur
Búnaðarfélags lslands f gær.
Fram kom hjá Ólafi að gróður í
afréttarlöndum væri þremur til
fjórum vikum á eftir miðað við
meðalár og bændur rækju vart
fé svo einhverju næmi í afrétt
fyrr en um eða eftir miðjan júlí,
sem væri um xh mánuði seinna en
vant væri.
Ólafur sagði að þetta ástand
kæmi sér mjög illa fyrir bændur,
því að víða væri fé enn á túnum,
sem að öllu eðlilegu ætti að vera
friðuð á þessum tíma og farið
styttast í að þau yrðu slegin.
Ástandið væri þó misjafnt hjá
bændum, því að sumir hefðu
aðgang að góðum úthaga. Rún-
ingur hefur einnig dregist vegna
rigninga en Ólafur sagði að þótt
útlitið væri ekki gott þessa stund-
ina, gæti þó margt breyst á
stuttum tíma í þessu. Þannig
hefði gróður í afréttum og úthaga
verið sáralítill í lok júní í fyrra
en í júlímánuði hefði ræst úr og
sumarið í fyrra hefði verið
meðalsumar hvað gróður
afréttanna snerti.
Dagskrárgeró út-
varps boóin út?
LÖGÐ hefur verið Iram í útvarpsráði
tiilaga frá Markúsi Erni Antonssyni
um að leitað vcrði tilboða í ýmis
konar dagskrárefni og komi þá efnið
á spólum tilbúið til flutnings.
— Mér fannst tímabært að taka til
athugunar atriði sem þetta, sagði
Markús Örn og því var þessi tillaga
lögð fram nú um síðustu mánaðamót.
Hún gengur út á að við undirbúning
vetrardagskrárinnar verði ýmis konar
Rigning skemmir æðardún
Stykkishólmi 9. júlf.
ÞAÐ bólar heldur lítið enn á
blessuðu sumrinu hér hjá okkur
og mun vera sama sagan víðar.
Gróðir fer ekki mikið fram í tíð
aðalgróandans og bjartasti
mánuður ársins, júnímánuður,
gat ekki fært okkur færri sólar-
daga, enda ekki lengi verið að
telja þá. Varpið var mikið seinna
og vegna rigninga skemmdist
mikið af dún og hjá sumum
eyðilagðist hann að miklum
mun.
Var þó ekki á bætandi því
bæði minkurinn og vargurinn
hafa séð um að ekki komist of
mikið upp af æðarfuglinum svo
ekki sé meira sagt.
Fréttaritari.
dagskrárgerð boðin út og reynt að fá
t.d. framhaldsleikrit, tónlistarkynn-
ingar og umræðuþætti og yrði efni
þetta fullunnið utan útvarpsins og
síðan keypt á einhverju föstu verði
sem um semdist. Mætti í fr'amhaldi af
því athuga hvort þessi leið væri að
einhverju leyti hagkvæmari en sú leið
að allt efni sé unnið innanhúss eins og
nú er. Gert er ráð fyrir í tillögunni að
undirnefnd útvarpsráðs vinni nánar
að mótun þessara hugmynda í sam-
vinnu við daglega yfirstjórn útvarps-
ins.
Markús Örn Antonsson kvaðst viss
um að víða réðu menn yfir þeirri
tækni, sem þyrfti til að geta annast
upptökur fyrir útvarp, en sennilega
yrði samt sem áöur að vera ákveðið
gæðaeftirlit með efni sem þannig
bærist. — Ég tel fyllilega tímabært að
leggja út í þessa tilraun, hún ýtir
áreiðanlega undir marga hæfileika-
menn á sviði dagskrárgerðar og
stækkar þann hóp fólks sem sinnir
dagskrárgerð.
f '-J-i