Morgunblaðið - 11.07.1979, Page 22

Morgunblaðið - 11.07.1979, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Stokkseyri Umboösmaöur óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöiö á Stokks- eyri. Upplýsingar hjá umboösmanni í síma 3314 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík, sími 83033. pttfljOTiMíifoífo Lagermaður Innflutnings- og iönaðarfyrirtæki óskar að ráöa áreiöanlegan og snyrtilegan mann til lagerstarfa. Eingöngu framtíöarstarf kemur til greina. Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir fötudags- kvöld merkt: „Lagermaður — 3371“. Akranes — Kranastjóri Kranastjóra vantar strax á bílkrana. Skóflan h.f., Akranesi. Sími 93-1224. Tölvuritari óskast Óskum eftir aö ráöa tölvuritara helzt vanan. Um er aö ræöa hálfs dags starf, fyrir eöa eftir hádegi. Tilboö skilist inn á augl.deild Mbl. fyrir mánudag 16. þ.m. merkt: „framtíð — 3374“. Mælingamaður Óskum eftir aö ráða nú þegar eða fljótlega vanan mælingamann til starfa við Hrauneyja- fossvirkjun. Upplýsingar um starfiö gefnar í skrifstofu vorri í íþróttamiöstööinni í Laugardal, sími 81935. Fossvirki s.f. Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræöingur óskast nú þegar til afleysinga í sumar við sjúkrahús á Austur- landi. Fjölskylduhúsnæöi í boöi. Umsóknir merktar: „Hjúkrunarfræöingur — 3491“ sendist á augld. Mbl. fyrir 18. júlí. Starfsfólk óskast Dagheimiliö Suöurborg í Breiðholti óskar eftir aö ráða fóstru eða starfsmann meö sambærilega menntun á skóladagheimili. Einnig óskum við eftir aöstoöarfólki í heil og hálf störf. Uppl. gefur forstöðukona í síma 73023. Kaupfélagsstjóri Kaupfélag Önfirðinga Flateyri óskar að ráöa í stöðu kaupfélagsstjóra frá og meö 1. sept- ember n.k. Skriflegum umsóknum meö uppl. um mennt- un og fyrri störf skal skila til Kaupfélags Önfirðinga fyrir 20. júlí n.k. Nánari uppl. hjá stjórnarformanni í síma 94-7614 og kaupfélagsstjóra í síma 94-7708. Atvinna Heildverslun í Sundaborg óskar eftir starfs- krafti nú þegar. Starfið er fólgiö í alhliða skrifstofustörfum í bókhaldsdeild fyrirtækis- ins. Hér er um aö ræða framtíöaratvinnu, heilsdagsstarf. Hálfsdags gæti einnig komið til greina. Umsóknir um starf þetta sendist augl.d. Mbl. hið fyrsta, og greini umsóknir frá helstu upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf umsækjanda. Tilboö merkist: „Framtíö — 3235“. Smurstöðin Klöpp vantar vanan smyrjara. Sími 20130. Skrifstofa Norrænu ráöherranefndarinnar óskar eftir aö ráða ráðunaut Skrifstofa Norrænu ráöherranefndarinnar óskar eftir aö ráöa ráðunaut (lögfræðing). Norræna ráöherranefndin er samstarfs- vettvangur norrænu ríkisstjórnanna og var sett á stofn áriö 1971. Samstarfið nær til flestra sviða þjóðfélagsins, m.a. lagasetning- ar, iönaðar, orkumála, náttúruverndar, vinnumarkaös, vinnuaöstæðna, félagsmála- stefnu, svæöastefnu, neytendamála, fiutn- ingamála og norrænar aðstoöar viö þróunar- löndin. Skrifstofa ráðherranefndarinnar, sem er í Osló, sér um daglega framkvæmdastjórn sem fellur undir starfsvettvang ráðherra- nefndarinnar og annast skýrslugerö, undir- búning og framkvæmd ákvaröana ráðherra- nefndarinnar og stofnana þeirra sem undir hana heyra. Starf ráðunautarins veröur fjölbreytt og undir þaö falla aðallega löggjafar- og samhæfing- armál. Ráðunauturinn veröur, ef þörf krefur, aö taka aö sér ritarastörf fyrir eina eöa fleiri norrænar embættismannanefndir, undir- nefndir o.s.frv. Skrifstofan óskar eftir hæfum starfskrafti meö staögóöa lögfræöireynslu og reynslu af opinberri stjórnun. Nokkur ferðalög á Noröurlöndum fylgja starfinu. Ráðningartími er 3—4 ár meö hugsanlegum möguleikum á framiengingu. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á allt aö 4 ára leyfi frá störfum. Góð laun eru í boöi. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1979. Æski- legt er aö ráðiö sé í stööuna frá 15. ágúst n.k. Nánari upplýsingar gefur: Administrasjons- sjef Per M. Lien, sími (02) 11 10 52, Skriflegar umsóknir sendist: Nordisk Ministerráds generaisekretær Postboks 67353 St. Olav plass, Oslo 1. Svetlana segir frá: Ofsóknir ógnir manndráp Sem sagt, ég var 16 ára, þegar ég vissi að lát móður minnar var sjálfsmorð. Hræðileg uppgötvun. Eg hafði unnað henni heitt, þótt hún hefði aldrei dekrað við mig eins og faðir minn hafði gjört, meðan ég var barn. Allt í einu sló þeirri hugsun niður hjá mér, að hann átti sökina. Stjörnu- hrap. Allt hrunið í rústir. Ég var alin upp í skilyrðis- lausri hlýðni og djúpri virðingu gagnvart honum. Heima, í skól- anum, úti og inni, alls staðar heyrði ég aldrei nafn hans nefnt nema í sambandi við lýsingar- orðin „mikill", „vitur“ og „frá- bær“. Hann tók mig langt fram yfir bræður mína. Fannst ég vera dugleg í skólanum. Annars sá ég hann furðu sjaldan hin síðari ár. En eftir lát móður minnar sýndi hann mér samt sem áður umhyggju og ástúð á sinn hátt. Ég elskaði hann og virti fram á fullorðinsaldur. En nú hófust átök gelgjuskeiðsins. Það leið tæpt ár, unz nýtt áfall reið yfir. Ég varð 17 ára skóla- stúlka á vegi manns, sem varð ástfanginn af mér. Hann var tuttugu árum eldri en ég. Samt var þetta gagnkvæmt. Samt var þetta saklaust og skáldlegt ævintýri, annað ekki. Við reikuð- um um götur Moskvu, fórum í bíó og leikhús. En samt var líkast því að leynilögreglan stæði á öndinni af ótta. Og faðir minn trylltist gjörsamlega. Vin- ur minn skildi undir eins, að fyrir hann fullorðinn, þroskaðan mann gat þetta ekki orðið nein framtíð og ekkert annað en rómantískt augnablik. Hann ákvað því að flytja brott frá Moskvu fyrir fullt og allt. En áður en nokkurn gæti grunað og ætlun hans kæmist í fram- kvæmd var hann tekinn fastur, kærður fyrir njósnir og sendur í útlegð til Siberíu í fimm ár. Enginn vafi lék á, að þetta voru ráð föður míns. Og í mínum augum svo hryllileg harðstjórn, að ég ætlaði ekki að ná mér eftir áfallið. Samt var engin leið til hjálpar. Faðir minn breytti aldrei sinni ákvörðun. Þessir tveir atburðir urðu mér svo örlagaríkir, að sambandi okkar feðgina var að öllu slitið. Bilið milli okkar dýpkaði stöðugt og varð afgrunnur, sem enginn fékk brúað. Eftir stríðið kom hann sjaldan í Kremlíbúð sína. Við saumst ekki oft. Ég var ekki framar hans elskaða dóttir og ást mín til hans gufaði upp. Ég hafði víst aldrei skilið mikið í hans pólitíska sjónarspili. Ég dró mig í hlé af hans vegum. En samt sem einstaklingur. Eðlileg viðbrögð tveggja mannvera. Sannleikurinn seitlaði lítt í gegnum múra Kremlar. En að baki þessum múrum óx ég upp eins og jurt í djúpu hamra- gljúfri, sem þráði birtu og yl, en nærðist þó til lífs af loftinu. Þetta hamragil var mitt heimili og minn heimur. En ég teygði mig svo hátt sem hugsanlegt var. Skólinn, háskólinn veitti mér lífsloft til að anda að mér. Þar naut ég lofts og ljóss. Þar eign- aðist ég og átti vini. En enga innan múranna. Ég var alltaf ánægð í nærveru vina. Þeir tóku mér eins og ég var, en spurðu ekki um nafn. í þeirra augum var ég vinkona og skólasystir, ung stúlka, venjuleg mannvera. Þau urðu ætíð og verða ávallt tryggðatröll ævilangt. Bók- menntir, vísindi. og listir voru böndin, sem tengdu okkur sam- an. Foreldrar þeirra, frændur og vinir voru sett í fangelsi óðar en nokkurn varði. En það var eins hjá mér í minni fjölskyldu og breytti því engu um vináttuna gagnvart mér eða þeim. Arið 1940 var faðir einnar skólasystur minnar handtekinn og dæmdur til fangavistar. Hún kom með bréf til mín frá móður sinni, sem grátbað föður minn um miskunn honum til handa. Ég fékk honum bréfið við mið- degisverðarborðið. Þar var fjöldi gesta. Og efni brésins rökrætt af miklum ákafa. Maðurinn hafði verið sendiherra Sovét í Mansjúriu og síðar í Japan. Kraftaverkið gjörðist. Hann var látinn laus innan fárra daga. En mér var stranglega bannað að flytja slík bréf og skömmuð dögum saman. Þetta atvik sann- færði mig um, að líf og frelsi fólks hékk á bláþræði í höndum míns duttlungafulla föður. Ég laðaðist mjög að góðu, vingjarnlegu og gáfuðu fólki. Oft kom í ljós, að þessar yndislegu manneskjur voru af Gyðinga- ættum. Þetta voru tryggir vinir, áttu fjölþætt áhugamál og stór- brotnar gáfur og göfugt hjarta- lag. En faðir minn komst alltaf að þessu. Sjálfsagt verið njósnað um mig. Hann varð æstur og sagði oft: „Bölvaðir Zionistar hafa sent þennan þrjót á þína vegu“. Enginn gat breytt þessum rangvefjum í skoðunum hans. Gyðingahatrið, sem rénað hafði fyrst eftir styrjöldina, breiddist nú út eins og eldur í sinu. Arið 1948 varð ég nær vitni að undirbúnu morði, sem er gott dæmi um ástandið. Þá var hug- myndin „heimsborgari" haturs- verðast af öllu og helzti þyrnir í augum flokksforystunnar í Sovét. Fangelsanir á slíku fólki urðu daglegt athæfi í Moskvu og raunar alls staðar. Þjóðleikhús Gyðinga í Moskvu átti að vera vermireitur fyrir heimsborgara. Framkvæmdastjórinn þar hét Solomon Mikhoels, þekktur leik- ari og frábær persónuleiki. Hafði ferðast til Bretlands og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.