Morgunblaðið - 11.07.1979, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979
MORö'JK/^Y ^
KAFFINl) *
Mararaa? — Fæ ég stuttar bux-
Nei, takk. — Þetta er ótamið og ég hef sennilega annað að ur þegar ég er orðinn eins stór
hugsa um en að setjast niður. og pabbi
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Á síðari árum hafa Frakkar
ekki verið á meðal efstu þjóða á
Evrópumeistaramótum. En áður
voru þeir á meðal stórveldanna í
bridsinum og kemur því frammi-
staða þeirra nú ekki sérstaklega
á óvart. Sigur íslands, 16 gegn 4,
móti Frökkum á yfirstandandi
Evrópumóti var því mjög ánægju-
legur.
Á mótinu í Belgíu árið 1973
munaði litlu að illa færi í þessu
spili. Austur gaf, norður suður á
hættu.
Norður
S. ÁG4
H. ÁKDIO
T. ÁK
L. Á863
Vestur
S. 85
H. 765
T. D108
L. KG542
Austur
K106
H. G43
T. 9754
L. D107
COSPER
\ \ \ \
Já, loksins er ég orðinn viðurkenndur málari,
það var einu málverki stolið hér í nótt!
Þingræðisást
Benedikt Gröndal utanríkisráð-
herra tók aftur ákvörðun sína um
ferðafrelsi varnarliðsmanna er í
ljós kom að utanríkismálanefnd
var andvíg ákvörðun hans og sýnt
þótti að ekki væri meirihluti á
Alþingi fyrir henni.
Steingrímur Hermannsson
dómsmálaráðherra breytti á dög-
unum reglum um lokunartíma
vínsöluhúsa á síðkvöldum og
fleira, þrátt fyrir það að reynslan
sýnir að allar tilslakanir í áfengis-
málum eru til ills. Ljóst virðist að
þingmeirihluti er ekki að baki
ákvörðun hans. Vilmundur og
nokkrir sálufélagar hans báru
fram tillögu í þá veru í vetur en
þingmenn sýndu þann þroska að
vera henni andsnúnir svo að byr
fékk hún engan. — Vitað er að
nefnd sú sem Alþingi kýs til að
fylgjast sem best með áfengismál-
um, Áfengisvarnaráð, er andvíg
lengdum opnunartíma vínsölu-
staða. — Þá veit ráðherrann
væntanlega að Heilbrigðisstofnun
S.Þ. hvetur aðildarþjóðirnar til að
auka hömlur á áfengisdreifingu en
slaka hvergi á.
Hvernig væri nú fyrir hæstvirt-
an dómsmálaráðherra að sýna
ekki minni þingræðisást en Grön-
dal gerði og afnema þær breyting-
ar sínar sem ganga sannanlega í
þá átt að auka áfengisbölið?
Hann hefði þá ekki einasta
þingkjörna nefnd að baki sér eins
og samráðherrann, heldur og
sjálfar Sameinuðu þjóðirnar.
Árni Helgason.
• „Mér heyrðist ég
heyra einhvern
baula“
Til íslands berast margar frétt-
ir af erlendum viðburðum. Sumar
þessara frétta hlustum við aðeins
á, en gerum okkur alls ekki grein
fyrir því að slíkt hið sama gæti
V. A# M
HraE''. ■Æm
íl s»
Suður
S. D9732
H. 982
T. G632
L. 9
í lokaða salnum varð íslending-
urinn í norður sagnhafi í þrem
gröndum. Fékk út tígul, tók tvo
slagi á hjarta, spaðaásinn og yfir
tók gosann með drottningunni
þegar tían kom frá austri. Og
þessa einu innkomu notaði hann
til að svína hjartatíu. Það var ekki
leiðin til sigurs — einn niður.
En í opna herberginu keyrðu
Frakkarnir í slemmu. Suður varð
sagnhafi í sex spöðum og vestur
spilaði út hjarta. Vinna mátti
spilið með því að trompa laufin á
hendinni áður en trompunum var
spilað og Frakkinn virtist á réttri
leið þegar hann trompaði lauf í
þriðja slag. En þá spilaði hann
spaða og svínaði gosanum en
austur var með á nótunum og
spilaði spaða til baka, sem sagn-
hafi tók með drottningunni.
Þá hugðist sagnhafi trompa
laufin tvö, sem eftir voru í borðinu
og gekk það vel í fyrra sinnið. En
austur gat trompað með tíunni
þegar síðasta laufinu var spilað
frá borðinu svo að vörnin fékk tvo
slagi og spilið féll. En leiknum
lauk 15—5 fyrir Frakkana svo að
önnur úrslit í þessu hefðu breytt
miklu.
“W“ • ■■ j ^ + Kftir Evelvn Anthonv
Lausnargjald 1 Persiu "—ssxsz
17
Rödd hennar var lág en full
af fyrírlitningu.
— Þessi ógeðslega kona. Ég
fer heim á morgun. Það verður
óþægindaminna fyrir alla. Það
er legubekkur í næsta herbergi,
mér þætti vænt um ef þú svæfir
þar í nótt.
Hún gekk in í baðherbergið
og læsti á eftir sér.
2. KAFLI
Janet Armstrong var í fasta
svefni þegar síminn hringdi.
Það var símtal frá Teheran.
Hún bjó í lítilli íbúð í Chelsea
sem hún hafði tekið á leigu f
eitt ár og íyrir sex mánuðum
hafði Logan Field tekið að sér
að greiða húsaleiguna. íbúðin
var smekklega búin húsgögn-
um og í ítölskum stfl sem var
henni einkar hugnanlegur.
fbúðin var skír og stflhrein,
ekki sérstaklega notaleg, en
ákaflega tær og fáguð og
smekkur í öllu sjálfum sér
samkvæmur, Rétt eins og end-
urspeglaði hennar eigin per-
sónuleika. Rúmið var krínglótt.
Logan hafði fundist þetta afar
sérkennilegt og harðneitað að
sofa í því en síðan hafði hann
orðið að viðurkenna að þetta
væri eitthvert alþægilegasta
rúm sem hann hafði nokkurn
tíma hvflzt í. Og ólíkt var það
þægilegra en hvfla sú sem þau
höfðu elskazt f fyrst — í hótel-
herbergi í Dailas. Það hafði
eiginlega meira gerzt fyrir til-
viijun. hvorugu þeirra hafði
dottið í hug að lyktir yrðu þær
eftir að hafa setið daglanga
strembna ráðstefnu, að þau
myndu enda saman í einni
sæng. Það hafði byrjað sem
kæruleysisleg eða óvænt snert-
ing og endað í ástarbrfma.
Sem hún vaknaði og teygði
sig eftir tólinu leit hún á klukk-
una, hún var hálf sex, og þar
sem hún vissi hver tfmamis-
munur var á Englandi og íran,
þóttist hún einnig vita að
Logan værí að hríngja f hana.
Hún færði sfmann nær rúminu.
Hún var ljóshærð og stutt-
klippt, með silfurlitaðar stríp-
ur f hárinu. Hann hafði beðið
hana að láta hárið vaxa, vegna
þess honum fannst gaman að
strjúka það og leika sér að þvf
en hún var til þess ófáanleg.
Það var vafstur og vesen að
vera með sítt hár. Og það
klæddi hana ekki. Hún hafði
ekki beitt neinum svokölluðum
kvenlegum klækjum til þess að
ná honum. Enginn hefði getað
borið henni á brýn að hún hafði
haft í frammi einkaritarastæla
til að tæla hann til fylgilags við
sig. Hún hafði aldrei látið sér
detta f hug að standa f nánari
samskiptum við hann fyrr en
þau höfðu allt í einu náð svona
saman í Texas. Og svo háttaði
til að auk þess að þau störfuðu
óvenjulega vel saman og voru
frábærir vinnufélagar hafði nú
bætzt við einn þátturínn enn f
samskiptum þeirra — sem var
hin mikla kynferðislega ánægja
sem þau fengu út úr þeim
samverustundum — að allt
varð til þess að auka enn á
samkennd þeirra.
— Logan? sagði hún.
Aldrei þessu vant var engin
truflun á línunni og rödd hans
var skýr:
— Janet, það er ég — hvern-
ig líður þér?
— Ágætlega. Þú vaktir mig.
Hvernig gengur þetta allt?
Það var dæmigert fyrir hana
að hún spurði fyrst eftir við-
skiptahlið málsins.
— Það hefur fram að þessu
allt verið f skikkanlegu lagi,
sagði hann. — Ég fer á fund
með ráðherranum núna á eftir.
Svo vonast ég til að geta hitt
keisarann mjög bráðlega. Ég
veit ekki hversu lengi ég þarf
að bíða unz ég fæ áheyrn, en ef
það líða margar vikur þangað
til þá býst ég við að skreppa
heim í millitfðinni. Það lítur þó
allt heldur vel út. Við héldum