Morgunblaðið - 11.07.1979, Page 34

Morgunblaðið - 11.07.1979, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 «««%. ‘ mmmm jpl ___ • Haukar sækja art marki Lróttar í eitt af fáum skiptum í fyrri hálflcik. en hættunni var afstýrt. Ljósm. RAX Haukarnir voru afspyrnulélegir til að byrja með og reyndar allan fyrri hálfleik og án þess að sýna neina meistaratakta, hófu Þróttarar fljót- lega að hrúfta niður mörkum. Það fyrsta kom strax á 14. mínútu, að Þorgeir Þorgeirsson fékk knöttinn við vítateigslínuna, sneri sér við og skaut. Skotið var laust bogaskot og Gunnlaugur markvörður horfði á meðan knötturinn stakk sér undir slána hjá honum og í netið, 1—0. Nokkru áður voru Haukarnir nærri því að skora, Úlfar varð fyrir skoti Lárusar á markteig, en Haukar ógnuðu varla á þann hátt fyrr en líða tók á síðari hálfleik. A 18. mínútu bætti Þróttur öðru marki við. Ágúst Hauksson tók hornspyrnu frá hægri og eftir herfi- lega misheppnað úthlaup Gunnlaugs markvarðar, barst knötturinn til Jóhanns Hreiðarssonar, miðvarðar Þróttar, sem afgreiddi knöttinn í netið með þrumuskoti, 2—0. Áfram voru Þróttarar skárri aðil- inn, enda fundu Haukamenn sig engan veginn í fyrri hálfleiknum, og á 28. mínútu kom það sem virtist Þróttur Haukar 3:2 Gunnlaugur var heldur framarlega þegar boltinn kom að markinu og tókst því ekki að afstýra marki. Daði Harðarson og Ágúst Hauksson fengu einnig tækifæri til þess að bæta mörkum við, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, tókst það ekki. Lárus Jónsson átti eina færi Hauka í fyrri hálfleik, en skaut himinhátt yfir rétt utan markteigs. Fyrstu 35 mínútur leiksins gerðist svo lítið, að helst hefði mátt ætla, að enginn knöttur hefði verið inni á vellinum. Halldór Arason átti þó eitt dauðafæri fyrir Þrótt, en skaut beint í lappirnar á Gunnlaugi markverði. Á 37. mínútu gerðist það síðan, að Haukarnir komust á blað. Lárus Jónsson braust þá upp að vítateig Þróttar og skaut föstu jarðarskoti UEFA keppnin AÐ venju er mikið af tvfsýnum leikjum á dagskrá í UEFA keppninni. en margir eru á því að erfiðara sé að vinna þá keppni heldur en hinar tvær. ekki einungis vcgna þess að leiknir eru fleiri leikir, heldur einnig vegna þess hve mörg sterk lið taka jafnan þátt f keppni þessari. Feyenoord. með Pétur Pétursson í broddi fylkingar, fær mjög erfiðan mótherja, sem er enska liðið Everton. Mótherji Standard Liege er mun auðveldari, Glenavon frá írlandi. Hin ensku liðin þrjú, ættu að eiga greiða leið í 2. umferð, einkum þó Leeds og Ipswich, sem mæta La Valetta frá Möltu og Skeid frá Noregi. WBA gæti lent í basli með Carl Zeiss Jena frá Austur Þýskalandi ,en er þó sigurstranglegra liðið. Leikir 1. umferðar eru þessir: Progress Niederkorn — Grasshoppers Sporting Gijon — PSV Eindhoven Sporting Lissabon — Bohemians Dublin Zbrojovka Brno — Esbjerg Bohemians Prag — Bayern Munchen Rauða Stjarnan — Galatasary Rapid Wienna — Dyosgyor Miskolo San Sebastian — Inter Mílanó Dynamó Dresden — Atletico Madrid FC Valetta — Leeds Perugia — Dinamo Zagrep Benfica — Aris Saloniki Keiserslautern — FC Zurich Widzew Lodz — St Etienne Skeid — Ipswich Keflavík — Kalmar FF Mönchengladbach — Viking Stavanger Dundee — Anderiecht Aarhus — Stahl Miiec Carl Zeiss Jena — WBA Pallusera Koupio — Malmö FF Aberdeen — Eintr. Frankfurt Everton — Feyenoord Glenovan — Standard Liege Loko Soffia — Ferencvaros sem Olafur markvörður hálfvarðí. Hrökk knötturinn til Hermanns Þórissonar, sem fylgt hafði vel eftir og skoraði hann örugglega af u.þ.b. 10 sentimetra færi. Brá nú svo við, að Þróttararnir réðu ekkert við Haukana og Björn Svavarsson hafði fengið tvö ágæt færi áður en hann skoraði annað mark Hauka á 88. mínútu. Hann fékk þá knöttinn einn og óvaldaður rétt innan vítateigs og skoraði glæsi- lega með þrumuskoti viðstöðulaust. Rétt áður hafði Ólafur markvörður varið snilldarlega þrumufleyg Björns. En tíminn var of knappur og Þróttarar voru fegnir þegar flautað var til leiksloka. í heildina séð var þetta með lakari leikjum mótsins sem undirritaður hefur séð, enda kannski ekki að furða, þar sem botnlið deildarinnar voru hér á ferðinni. Þróttarar náðu annað slagið þokkalegum sprettum úti á vellinum, en sjaldnast varð nokkuð úr þegar á reyndi. Jóhann Hreiðarsson var góður eins og búast mátti við, Ágúst Hauksson þokka- legur, en flestir stóðu varla upp úr meðalmennskunni, nema hvað Olaf- ur Ólafs markvörður varði vel í síðari hálfleik. Haukarnir voru hvorki fugl né fiskur lengst af í leiknum, en fóru að sýna klærnar þegar líða tók að leikslokum. Daníel og Guðmundur Sigmarsson voru bestu menn liðsins og Björn Svavarsson atkvæðamikill undir lokin. Þá átti einnig varamað- urinn Kristján Kristjánsson góða spretti. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild: Þróttur— Haukar á Laugardalsvelli 3—2 (3— 0) Mörk Þróttar: Þorgeir Þorgeirsson (14. mín.) og Jóhann Hreiðarsson (18. og 28. mín.). Mörk Hauka: Hermann Þórisson (82. mín.) og Björn Svavarsson (88. mín.) Spjöld: Vignir Þorláksson, Björn Svavarsson Haukum og Úlfar Hróarsson Þrótti fengu gul spjöld. Dómari: Vilhjálmur Þór Vilhjálms- son. — gg Reynigengur illa að skora Fjörbrot Hauka komu of seint... AÐLINS ærslaíull fjörbrot Hauka. rétt fyrir Icikslok, björguðu leik þeirra við Þrótt í 1. deildar keppninni frá því að verða sá leiðinlegasti scm undirritaður hefur séð það scm af er sumri. Staðan var 3—0. cr Ilaukarnir skoruðu skyndilega. Fóru þeir þá að leika þannig. að með áframhaldi á slíku gæti liðið farið að hala inn stig. En vakningin hófst of seint og þrjú mörk. þar af a.m.k. tvö sem vcrða að skrifast á markvörðinn Gunnlaug Gunnlaugsson í fyrri hálfleik, tryggðu það að Reykjavíkurfélagið hélt hcim með ba'ði stigin í vasanum. Lokatöiur leiksins urðu því 3 — 2 fyrir Þrótt. vera rothöggið, en þá skoraði Jóhann miðvörður annað mark sitt eftir góða sendingu Sverris Einarssonar, góður samleikur miðvarða Þróttar. REYNIR og Selfoss skildu jöfn í Sandgerði í 2. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu í gærkvöldi, skoraði hvort lið eitt mark. en staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Selfoss. Miðað við gang leiksins hefðu heimamenn átt að vinna með 2—3 mörkum, en liðinu hefur gengið hroðalega að skora í leikjum sinum til þessa í sumar og mark þeirra gegn Selfossi í gær var það sjötta sem þeir skora en það er f jarri því að vera nógu gott. Reynismenn sóttu heldur meira framan af og þegar á 9. mínútu björguðu Selfyssingar af mark- línu. Leikurinn jafnaðist síðan og Selfyssingar áttu hættulegri fær- in allt til leikhlés. Og þeir náðu verðskuldað forystunni á 31. mín- útu, er Ámundi Sigmundsson skoraði með skalla. Reynismenn sóttu undan gol- unni í síðari hálfleik og áttu hvert dauðafærið af öðru. Þau fóru öll nema eitt forgörðum og hvílir þetta máttleysi við markið eins og mara á Reynismönnum. Eina mark liðsins og jöfnun- armarkið skoraði Hjörtur Jóh- annsson með góðum skalla. JJ—/gg. Reynir: Selfoss 1:1 Golfkeppni handknatt- leiksmanna í DAG fer fram hin árlega golf- keppni handknattleiksmanna og verður hún á Nesvellinum. Keppnin er öllum opin, bæði núverandi og fyrrverandi hand- knattleiksmönnum svo og dómur- um og öðrum starfsmönnum við íþróttina. Keppnin hefst kl. 17.00 í dag og verður keppt í tveimur flokkum, nýliðaflokki og flokki þeirra sem eru lengra komnir í íþróttinni. Glæsileg verðlaun eru í boði, og til mikils að vinna. „Ekki alltafhægt að fá það besta" „VISSULEGA hcfðum við getað verið heppnari með drátt, en það er ekki alltaf hægt að fá bestu Iiðin“ sagði Hafsteinn Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar ÍBK f spjalli í gær, eftir að Ijóst var að ÍBK skyldi leika gegn sænska liðinu Kalmar FF. „Við höfum verið heppnir á undanförnum árum, leikið gegn liðum eins og Everton, Tottenham, Real Madrid, Hadjuk Split og meira að segja Hamburger SV, mótherjum Valsmanna. Það var árið 1975 í Evrópukeppni bikarhafa og við náðum jafntefli gegn þeim á Laugardalsvellinum, 1—1, en töpuðum úti 0—3. Var það alls ekki svo slakur árangur," bætti Hafsteinn við. „Eg held, að menn séu hér sæmilega ánægðir þrátt fyrir allt, þar sem ferðalagið verður styttra og ódýrara heldur en ella. Þá er alltaf nokkur sigurmöguleiki ef vel tekst til og ætla ég að við einir höfum möguleika á því íslensku liðanna að þessu sinni. Við þekkjum að vísu lítið eða ekkert til þessa sænska liðs, en ætli þau séu ekki nokkuð áþekk þessi lið sem þarna eru við toppinn". „Það er ekkert farið að ræða hvar leikið verður, því að ljóst er að einhverjar breytingar verða gerðar á leikdögum þar sem öll íslensku liðin eiga heimaleiki sína á undan. Við höfum þó áður leikið Evrópuleik í Keflavík, gegn Dundee Utd, og tókst það í allla staði vel, nema hvað úrslitin voru óhagsstæð, 0—3 fyrir Skotana" sagði Hafsteinn að lokum. ___________________________________— gg- Tvöfalt gegn Færeyingum? LÁRUS Loftsson. unglingalands- liðsþjálfari, hefur valið eftirtalda leikmenn til að leika unglinga- landsleik fyrir 16—18 ára gegn ÞRÓTTUR: Ólafur Ólafa 2, Úlfar Hróarsson 2, Ottó Hreinsson 2, Sverrir Einarsson 2, Jóhann Hreiöarsson 3, Daöi Haröarson 1, Ágúst Hauksson 2, Halldór Arason 2, Ársæll Kristjánsson 2, Sverrir Brynjólfsson 1, Þorgeir Þorgeirsson 2, Arnar Friöriksson (Vm) 1, Páll Olafsson (Vm) 1. HAUKAR: Gunnlaugur Gunnlaugsson 1, Úlfar Brynjarsson 2, Vignir Þorláksson 1, Daníel Gunnarsson 3, Guömundur Sigmarsson 3, Ólafur Torfason 1, Lárus Jónsson 1, Björn Svavarsson 2, Gunnar Andrésson 2, Siguröur Aðalsteinsson 1, Hermann Þórisson 2, Kristján Kristjáns- son (Vm) 2, Halldór Benediktsson (Vm) 1. DÓMARI: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 3. Færeyingum á Laugardalsvelli, í kvöld 11. júlí kl. 20.00: Stefán Jóhannsson, KR Kristinn Arnarson, Víkingi, Ól. Benedikt Guðmundsson, UBK Ástvaldur Jóhannsson, ÍA Jósteinn Einarsson, KR Sigurjón Kristjánsson, ÍA Helgi Betsson, ÍA Sigurður Grétarsson, UBK Einar Ólafsson, ÍBÍ Hafþór Sveinjónsson, Fram Guðmundur Torfason, Fram Lárus Guðmundsson, Víkingi Óskar Þorsteinsson, Víkingi Valur Valsson, FH Ómar Rafnsson, UBK Birgir Guðjónsson, Val Dómari verður Óli P. Olsen. Línuverðir: Hreiðar Jónsson og Arnþór Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.