Morgunblaðið - 19.08.1979, Side 2

Morgunblaðið - 19.08.1979, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 Þorgils fer augsýnilega hjá sér við tilhugsunina. „Ég veit ekki, ég hef nú alltaf mestan áhuga á öllu er viðkemur veðri, eins myndi ég vilja hafa alþýðutón- list, falleg lög og nóg af fræðsluþáttum." — Ég tók eftir að þú sagðist eiga allar eldhúsdagsumræður á böndum. Ertu pólitískur? „Nei, ég tel það löst á hverjum manni að vera svartur pólitíkus. Það er gott til í öllum mönnum, sama hvar þeir eru í pólitík. En ég hlusta mikið og mynda mér skoðanir á mönnum eftir því hvernig þeir flytja sitt mál. í gegnum árin hef ég nú haldið mest upp á sjálfstæðismenn og framsóknarmenn. Ólafur B. Thors — hann var frábær ræðu- maður, eins Bjarni Benedikts- son. Já, það er gaman að ná í spólu með þeim á og hlusta. Af framsóknarmönnum hélt ég nú alltaf mest upp á Hermann, hann var prúður ræðumaður. Ég hlusta líka oft á Magnús á Mel. Það var synd að missa hann í bankann." „ Yljar manni um hjartað að taka fram gamla spóluu — Hlustið þið oft á gamlar upptökur? „Já, það yljar manni um hjart- að að taka fram gamla spólu og hlusta. Það færir mann nær fortíðinni og auðveldar upprifj- un.“ — Skrifar þú enn niður veðurfréttirnar, þó þú getir notað tæknina? „Já, ég hef gaman af því. Ég skrifa einnig viðtöl við veður- fræðinga, þau sem mér finnst skipta máli.“ Þorgils er auðheyrilega veður- glöggur maður og eins man hann veðurlýsingar langt aftur. Það kom sérstakur ánægjusvipur á andlit hans, er hann rifjaði upp annað slagið í viðtalinu veðrið fyrrum. Er ég spurði hann um veðrið þetta sumar svaraði hann: „Þetta sumar hefur verið ágætt. Við erum búin að hafa 15 daga samfleytt hér suðvestanlands þurra núna, þannig að við meg- um búast við bleytu úr þessu. Sumarið 1964 var mjög gott, þá höfðum við 15 daga þurra í ágúst og aðra 15 í september — það er besta sumar sem við höfum lengi fengið. 1946 var líka gott sumar og 1960 — þvílíkt sumar. Það var dásamlegt sumar! — En hvað með vorið, nú var maímánuður mjög kaldur? „Já, maímánuður mældist sá kaldasti á öldinni. En það er ekki alveg að marka það. Það var einnig kalt í m aí 1949 og jafnvel kaldara en nú, þó meðalhiti hafi mælst einu stigi ofar við það sem var núna. Það sem gerði maí- mánuð 1949 verri en hann var í vor, að mínu mati, var stöðugt rok og færri góðir dagar inni á milli. Núna fengum við nokkra góða daga í maí, þó heildar- myndin sé slæm. Mér líkar alltaf vel við vorin og vorverkin." Og Þorgils leyfir okkur að heyra vísu, sem hann samdi eitt sinn um vorverkin: „Oft eru störtin elskuleg aldrei skai þeim gleyma. Allan biessa farinn veg vítt um heima og geima. “ Aldrei verið við kvenmenn kenndir — frjálsir og óháðir — Hvernig gengur búskap- urinn hjá ykkur bræðrum. Er- uð þið með stórt bú hérna? „Við erum uppaldir á Þorgils- stöðum, jörðinni hérna fyrir neðan. Við fórum nokkra vetur á vetrarvertíðar í Hafnarfirði og komum þannig vel undir okkur fótunum. Þá keyptum við jörð- ina hérna, Efri Hrísar, og einnig traktor, herfi og plóg, og höfum getað ræktað mikið upp. Þetta er orðin dágóð jarðeign, var áður Þorgils sýnirokkur hérdagbókina sína.Þettabindi var númer 22,Éins og sjá má skrifar hann listavel og tjáði hann okkur, að faðir sinn hefði kennt sér að draga til stafs. ' <' ■'éý.-K 1 Þorgils tekurhér úteina spóluna í safninu.en safnið telur á milli 450-460 spólur. Hann sagði skrásetninguna auðvelt verk, svo væri tækninni fyrir að þakka. þrjár jarðir. Við höfum aldrei verið við kvenmenn kenndir og erum frjálsir og óháðir. Við höldum 15 nautgripi og á annað hundrað kindur, einnig 5 hesta. Þetta er ekki meira en svo, að við ráðum vel við búskap- inn, þó við séum einir. Við höfum stundum fengið ungling til að- stoðar yfir sumartímann og á vetrum hef ég sótt vinnu í frystihús í Ólafsvík." Við erum báðir hneigðir fyrir búskap og ólumst upp í fátækt, en meðan við getum sinnt okkar hugðar- efnum og höfum í okkur og á, þá erum við ánægðir. — Hvað finnst þér um ís- lenzkan landbúnað og stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim mál- um? „Þessi stefna er að mínu áliti í þá átt að taka of stórt stökk og það aftur á bak. Þetta kemur ekki heim og saman, sannaðu til. Það mætti draga úr framleiðsl- unni, en það verður ekki gert á þennan hátt.“ Þorgils sýndi okkur spólusafn- ið og dagbókina. Hermann var þá einnig kominn úr búverkum og sagðist hann geta tekið undir allt sem Þorgils hefði sagt okk- ur. Voru þeir bræður augsýni- lega mjög samrýndir. Hermann sagðist einnig hafa fengist við að skrifa dagbók, en ekki eins „Þvílíkt sumar — það var dásamlegt sumar“ sagði Þorgils um sum- arið 1960. reglubundið og Þorgils. Ekki vantar einn einasta dag í dag- bókarfærslur Þorgils í þessi 45 ár. Þorgils sagði að honum þætti mjög vænt um dagbókina. Þegar hún var 42 ára þá orti ég „Oft í dagbók litið fæ liðnu þar að sinna, sem að yijar sí og æ sætleik verka minna. Hiutur hennar er og smár hérna innan veggja, er hann hefur þetta ár fjörtfu og tveggja.“ Býr sjálfur til blekið — Hvert er aðalinnihald bókarinnar? „Það er númer eitt veðurlýs- ingar, skýjafar o.fl. Einnig skrái ég hvað við gerum, búskapar- hætti, afkomu og margt fleira. Ég uppgötvaði að venjulegt blek máist af með tímanum, svo nú bý ég til blekið, sem ég nota, sjálfur. Ég kaupi blekblýanta og leysi þá upp í vatni. Þá fæ ég ekta blek — gott blek. Dagbók- arbindin eru nú orðin eitthvað á milli 20-30.“ — En hvað ætlið þið svo að gera við bækurnar og böndin? Hafið þið hugleitt hvað verður um þetta mikla safn að ykkur gengnum? „Ég vildi nú að þetta yrði varðveitt” sagði Þorgils, „sér- staklega dagbókin. Ég hef verið að hugleiða hvort eitthvert safn- ið hefði ekki áhuga á að taka Viðtal: Fríða Proppé Myndir: Matthías Pétursson hana til geymslu. Við sjáum nú til, en ég hef hugleitt þetta. Ég hef verið að dunda við það upp á síðkastið og lesa dagbókina inn á bönd, þá get ég hlustað á hana, þegar sjónina brestur og aðrir notið góðs af, ef þeir vilja.“ — Ég spurði þá bræður í lokin hvort þeir læsu mikið og hvort þeir fengju dagblöðin. Höfum aldrei komist í blöðin „Jú, við lesum nokkuð", sagði Hermann og Þorgils bætti við: „Við lesum alltaf Moggann. Við vorum einu sinni áskrifendur, en þegar áskriftarverðið var orðið of hátt, að okkar mati, þá hætt- um við og kaupum hann núna í félagi við mann í Ólafsvík. Við fáum alltaf Moggann og lesum. En við höfum aldrei komist sjálfir í blöðin." Er bræðurnir kvöddu úti á hlaði, brosti Þorgils sínu hóg- væra brosi og sagði lágt: „Mér þykir nú vænt um, fyrst við fáum að koma í blaði, að það

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.