Morgunblaðið

Date
  • previous monthAugust 1979next month
    MoTuWeThFrSaSu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 19.08.1979, Page 3

Morgunblaðið - 19.08.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 35 Tæki sem hreinsar olíu á vélum: „Sparar allverulegar fjárhæðir, ef það er notað í fiskiskipum,, „ÞETTA tæki orsakar það að ekki þarf að skipta um olíu á vélum lengur. Það var fundið upp í Bandaríkjunum ár- ið 1952 en er nýbyrjað að nota hér í Evrópu. En nú á tímum olíuhækkana hefur komið mikill fjör- kippur í útbreiðslu þess.“ Tómas Sigurðsson leit við á ritstjórninni til að sýna tæki sem hann hafði þá nýfengið að utan og ætl- ar að hefja kynningu á hér á landi. Tækið er byggt upp á þeirri grundvallarhug- mynd að sjóða aðskota- efni burt úr olíunni. Þessi aðskotaefni sem safnast undir venjulegum kring- umstæðum fyrir í olíu eru vatn, diesel eða bensín og ýmsar sýrur. I olíunni eru síðan ýmis bætiefni sem eru hugsuð til að verka á móti þessum efnum en þrátt fyrir verkan þeirra kemur sú stund að olían er ekki lengur nothæf og það verður að skipta um hana. Þessi úrgangsefni eru soðin úr olíunni með raf- magni en í olíuhreinsar- anum er filter, sem verður að skipta um einu sinni á ári. Tómas sagði að tæki þetta hefði verið í prófun- um í Bandaríkjunum þau rúmlega 25 ár sem þau hefðu verið notuð en hefðu fyrst komið til Ev- rópu fyrir 2 árum og þá til Svíþjóðar. Um síðustu áramót voru 2000 slík tæki í notkun í Svíþjóð en gert er ráð fyrir því að þau verði orðin 10 þúsund áður en árið er liðið í aldanna skaut. Erlendis er farið að nota þessi tæki víða og sagði Tómas að tækið borgaði sig með 1 árs notkun í stórum bílum. Hann sagðist ekki telja að þetta tæki mundi borga sig í fólksbifreiðum að svo stöddu en aðallega væri þörf fyrir það í fiskiskipa- flotanum og gætu þannig sparast allverulegar fjár- hæðir. Það tæki sm hann sýndi okkur var fært um að halda hreinum 9 lítrum af olíu en það stærsta sem hann hefur getur annað 67 lítrum á vél. Tómas sagðist nú ætla í ferð um landið til að kynna þetta tæki og myndi hann leggja áherslu á að kynna það forráðamönnum útgerðar. Tómas Sigurðsson með tækið sem hreinsar olíu og hann ætlar að kynna hérlendis. Þetta tæki, sem hann heldur á, getur hreinsað 9 iítra af olíu á véi en það stærsta getur annað 67 lítrum af oiíu. Færri meiðsli í umferð- inni en ífyrra * FÆRRI umferðarslys mcð meiðslum hafa orðið það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra, eða 526 á móti 564, að því er fram kemur í bráðabirgðaskráningu umferðarslysa sem Umferðarráð hefur látið gera. Tveimur dauða- slysum er þó fleira í ár en á sama tíma í fyrra. eða 10 á móti 8 og þar af 6 í júlí. Heildarfjöldi umferðarslysa og óhappa það sem af er árinu er 4005 á móti 3908 í fyrra, eða næstum sami fjöldi. Áberandi er hvað margir gang- andi vegfarendur slösuðust í júlí, 18 af 71 slöðsuðum eða 25% og 22 börn slösuðust, þar af lét eitt barn lífið, á móti 8 sem slöðsuðust í fyrra. Þó hafa færri börn slasast í ár en í fyrra. 17 ungmenni 17—20 ára (4 aldursár) slösuðust í júlí eða jafn margir og í aldursflokkn- um 25—64 ára (40 aldursár). Útafakstur var í 19 tilfellum af þessum 49 slysum með meiðslum og dauða í júlí. Af 59 ökumönnum sem aðild áttu að þessum 49 slysum voru 30 á aldrinum 17—24 ára (8 aldursár) en 21 á aldrinum 25—60 ára (35 aldursár). GRUNDIG 22" 6212 Lcekkun kr.114.500. Núdkr.546.600. % Útborgun: Mánaðargr.: 20% kr. 110.000 2 X kr. 219.000 30% kr. 164.000 3 X kr. 128.000 40% kr. 219.000 4 X kr. 82.000 50% kr. 274.000 5 X kr. 55.000 60% kr. 328.000 Frjálst innan árs 100% kr. 519.300 (5% staðgr.afsl.) VEXTIR OG KOSTNAÐUR EKKIINNIFALIÐ. • Línumyndlampi. („Black-stripe inline“). • Einingaverk. • AFC og AGC (sjá 4613). • Kait kerfi. (Aukin ending). • Framvísandi hátalari. (Betri hljómburður). • Tónstillir fyrir bassa og diskant. • Valhnotukassi. Stærð 67X5047. öll GRUNDIG tæki eru búin sömu grund- vailareiginleikum. Yfirburðarmyndgæði, traust bygging og mikil ending eru þeirra einkenni. Nokkur munur er hins vegar á aukabúnaði þeirra. Við öll GRUNDIG tæki má tengja mynd- segulband og hvers konar leiktæki. Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR).

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
110
Issues:
55339
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 189. tölublað - II (19.08.1979)
https://timarit.is/issue/117569

Link to this page: 35
https://timarit.is/page/1516661

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

189. tölublað - II (19.08.1979)

Actions: