Morgunblaðið - 19.08.1979, Side 4

Morgunblaðið - 19.08.1979, Side 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 ROSALYNN „Jimmy er við góða heilsu og hamingjusamur. Hann er bjartsýnn á framtíð þess lands, og það er ég einnig. Forsetinn telur þjóðina standa á tímamótum. Við erum viljasterk og við getum leyst okkar vandamál ef við stöndum saman. Við værum reiðubúin að neita okkur um ýmislegt ef við þyrftum þess með. Við höfum fengið gott tækifæri til þess að efla þrótt þjóðarinnar, og ættum að taka því vel. „Þannig mælti forsetafrú Bandaríkjanna, Rosalynn Carter, nýverið á yfirreið um Bandaríkin. í upphafi var ætlun hennar með þessari ferð að sinna eigin áhugamálum, er voru nokkuð fjarri amstri forsetaembættisins. Raunin varð hins vegar sú að frú Carter einbeitti sér að því að telja landsmönnum trú um ágæti forsetans og stefnu hans í veigamiklum málum. Hún reyndi að vinna forsetanum traust og er það mál manna að henni hafi tekist víðast hvar vel upp. Ýmsum þótti sjálfstraust hennar, örugg framkoma og sannfæringarkraftur af slíku tagi að spurt var hvers vegna Rosalynn færi ekki fram í stað Jimmys. Rosalynn Carter hefur haft mikil áhrif á Carter forseta og er þáttur hennar í stjórnarstarfinu sagður vera meiri en forvera hennar, jafnvel enn meiri en hlutur Eleanor Roosevelt á sínum tíma. Að vísu hafði Edith Wilson, kona Woodrow Wilson, mikil völd í Hvíta húsinu eftir veikindi eiginmanns hennar, en hún hafði lítil afskipti af forsetaembættinu meðan Wilson var heill heilsu. Hefur hlutur Rosalynn einna helzt verið borið saman við hlutverk Harry Hopkins aðalráðgjafa Roosevelts forseta. Áhríf hennar á forsetaembætt- ið meiri en nokkurrar annarr- ar bandarískrar forsetafrúr Frú Carter talar máli forsetans á útifundi f Arkansas fyrir skömmu. Það var fyst í apríl að Rosa- lynn fór að láta verulega að sér kveða í Hvíta húsinu. Á undan. forsetanum sjálfum gerði hún sér það ljóst að vinsældir hans og traust höfðu dvínað verulega með þjóðinni. „Henni var vand- inn ljós á undan okkur öllum hinum," sagði Jody Powell blaðafulltrúi forsetans eitt sinn. Og að tilstuðlan forsetafrúar- innar sökktu forsetahjónin sér niður í lestur sálfræði og þjóð- félagsfræði, auk þess sem ýmsir valinkunnir fræðimenn voru til- kvaddir til að fræða þau um þankagang þjóðarinnar. Rosa- lynn hafði orðið þe3s askynja að bölsýni hafði graíið um sig meðal þjóðarinnar og margir væru haldnir vanlíðan af þeim sökum. Ásetningur hennar var ljós. Tími væri komin til fyrir forsetann að endurvekja þrótt þjóðarinnar, og vegna eigin stöðu hefði hann engu að tapa, heldur allt að vinna. Áhrif Rosalynn verða æ meiri. I Hún fer yfir flest skjöl er | viðkoma forsetaembættinu. Hún Í færir ræður forsetans í stílinn MeAal kjósenda í Loe Angeles Málin athuguð um borð í flug- Einurð og sannfæring einkenna mál Rosalynn. Hér talar hún á fundi í vél á milli ræðustaða. Los Angeles í Kalifornfu, vígi eins af andstæðingum Carters í væntanlegri kosningabaráttu. og veitir ræðuritaranum óspart aðhald. Hún fundar með ráðgjöf- um forsetans, situr ríkisstjórn- arfundi, kemur fram í nafni forsetaembættisins og leggur á ráðin í veigamiklum málum. Hún heldur sérstakan hádegis- verðarfund með forsetanum á þriðjudögum og þar eru helzt rædd mál eins og SALT II, ás'tandið í Miðausturlöndum, orkumál Bandaríkjanna, verð- bólga o.þ.h. Kemur forsetafrúin venjulega vel undirbúin á þessa fundi, með fulla tösku af skjöl- um og gögnum. Hlutirnir eru ræddir í alvöru og skipst er á skoðunum. Fjölskyldumálunum er ýtt tii hliðar við þessi tæki- færi. Á ríkisstjórnarfundum fylgist Rosalynn vel með, ritar hjá sér ýmis efnisatriði, skýtur inn at- hugasemdum og bætir úr ef forsetanum missegist eða ef minnisleysi hrjáir hann. Eitt sinn er Walter Mondale vara- forseti var fjarstaddur ríkis- stjórnarfund sá forsetinn ekkert athugavert við það er Rosalynn settist í stól varaforsetans. Á smærri fundum, þ.e. fundum forsetans með ráðgjöfum sínum o.fl. lætur Rosalynn enn meira til sín taka. Er hún oftast sögð bera mál sitt fram af kænsku og festu og gildir þá einu hvort hún er sammála forsetanum eður ei. Meðal þeirra sem hrósað hafa rökfestu og röggsemi frúarinnar e[ Edward Kennedy öldunga- deildarmaður, sem margir álíta hættulegasta andstæðing Cart- ers í stjórnmálum. Rosalynn hafði meiri áhrif á þróun bandarískra stjórnmála síðustu vikur en margir gera sér grein fyrir. Þegar forsetinn hélt til Camp David í byrjun júlí til að finna leiðir og marka stefnu til þess að koma þjóðinni út úr ýmsum aðsteðjandi erfiðleikum, svo sem orkumálunum, hafði enginn þeirra 130 er hann ráð- færði sig við meiri áhrif en Rosalynn. Það var að hennar ráði að hann frestaði boðuðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.