Morgunblaðið - 19.08.1979, Page 18

Morgunblaðið - 19.08.1979, Page 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 Á þessu skema er vinnuskipulag NORDSAT-samstarísins og nöfn þeirrasem af íslands hálfu taka þátt í þessu starfi. (Úr „Fréttabréli Irá menntamálaráðuneytinu" nr. 35). þýðingu yfir á sitt mál. Áætlaður kostnaður við þýðingu og textun eða hljóðupptöku yfir á íslensku er 24 milljónir danskra króna á ári eða svipuð upphæð og heildar- rekstarkostnaður íslenska sjón- varpsins á ári. Þetta samsvarar 23% af heiidarþýðingarkostnaði NORDSAT. í lokaskýrslu nefndar- innar var fallið frá að gera ákveðnar tillögur um skiptingu þýðingarkostnaðar. Þess í stað setti nefndin fram nokkra valkosti og benti á rök með og á móti. Hugmyndir um skiptingu kostnaðarins Þá hefur verið fjallað um það hvernig sameiginlegum kostnaði skuli skipta milli landanna og er niðurstaða sú að það sé samnings- atriði og að hlutverk nefndarinnar hafi verið bundið við að benda á ýmsar kostnaðarskiptaaðferðir, kosti og galla. En það eru einkum tvær meginreglur um kostnaðar- skiptingu sem nefndin gerir að umtalsefni, annars vegar miðað við brúttó-þjóðarframleiðslu og hins vegar miðað við nytsemi kerfisins fyrir einstakar þjóðir. Ef fyrri reglunni yrði beitt bæri ísland 0,9% af sameiginlegum kostnaði. Ef síðari reglunni yrði beitt taldi nefndin ómögulegt að meta á einn eða annann hátt óumdeilanlegan mælikvarða en benti á nokkrar leiðir. Til dæmis fjölda sjónvarpstækja í hverju landi (ísland 0,9%), fjölda heimila (ísland 0,6%), hlutfallsleg aukn- ing á fjölda sjónvarpsrása án tillits til sjónvarpstækjafjölda (ísland 23%), hlutfallsleg aukning á fjölda sjónvarpsrása miðað við fjölda sjónvarpstækja (ísland 0,9—1,3% eftir því hvort hver viðbótarrás var talin hafa sama gildi og sú fyrsta eða hvort gildi viðbótarrása fer minnkandi í hlut- falli við það hve margar væru fyrir). Einnig benti nefndin á að hugsanlegt væri að beita sam- blandi tveggja eða fleiri þessara aðferða eða beita mismunandi aðferðum við skiptingu einstakra kostnaðarþátta. Loks benti nefnd- in á að ef sú aðferð sem fyrir valinu yrði væri Islandi sérlega óhagstæð mætti beita sérstökum reglum til að dreifa þeim kostnaði á allar þjóðirnar. Nefndin leggur til að verulegur hluti af stofnkostnaði NORDSAT verði fjármagnaður með lánum til að dreifa greiðslubyrðinni af stofnkostnaðinum jafnt á nokk- urra ára bil. Taldi nefndin að stofna þyrfti sérstaka NORD- SAT-stofnun til að vera formlegur lántakandi en löndin ábyrgist lántökurnar í hlutfalli við hlut- deild sína í sameiginlegum kostn- aði. Nefndin taldi að hverri þjóð ætti að vera í sjálfsvald sett á hvern hátt hún aflaði fjár til að standa undir sérkostnaði sínum af NORDSAT svo og hlutdeild sinni af sameiginlegum kostnaði. Þann- ig kæmu til greina sérstök NORD- SAT-afnotagjöld til viðkomandi lands er legðust einungis á þá er keyptu móttökutæki fyrir NORD- SÁT, almenn hækkun allra sjón- varpsafnotagjalda, framlög á fjár- lögum, tollar eða framleiðslugjöld á NORDSAT móttökubúnaði o.fl. en hver þjóð veldi þá þessara leiða eða það sambland af þeim, er best þætti henta. Taldi nefndin ekki rétt að taka upp sérstök afnota- gjöld er væru eins í öllum löndun- um og greiddust beint til NORD- SAT. Jarðstöð Pósts og síma í Mosfellssveit verður væntanlega tilbúin á næsta ári. Einar S. Einarsson forseti Skáksambands Norðurlanda: Þar sem svo ber við um þessar mundir að Skáksamband Norður- landa fagnar sínu 80 ára fmæli, þykir mér til hlýða að fara fáeinum orðum um þetta gamal- gróna milliríkjasamband og fyrsta skáksamband sinnar teg- undar f heiminum, ef verða mætti einhverjum skákunnendum eða öðrum til fróðleiks. Hinn 20. ágúst 1899 söfnuðust saman í fprdyrisbyggingu Tívolí-garðsins í Kaupmannahöfn um 50 fulltrúar frá taflfélögunum í Gautaborg, Stokkhólmi og Ósló, auk ýmissa danskra skákklúbba, og stofnuðu með sér formlegt samband til að vinna að útbreiðslu og eflingu skáklistarinnar á Norð- urlöndum, með því að beita sér fyrir skákmótahaldi, landskeppn- um, útgáfu skáktímarits, svo og með bréfaskáka- og skákþrauta- keppnum. Þessi fögru áform eru enn í dag megininntak og mark- mið með starfsemi Skáksambands Norðurlanda, þó samnorræn skák- samskipti hafi eftir því sem tímar liðu orðið fjölþættari, einkum hin síðari árin með tilkomu skóla- skákmóta, bæði í grunn- og fram- haldsskólum. Með stofnun Nordiska Schack- förbundet (NSF), eins og það heitir á sænsku, var stigið gagn- merkt spor, þ.e. eitt fyrsta skrefið að samnorrænni samvinnu á fé- lagslegum vettvangi og á menn- ingarsviðinu. Frumkvöðull að stofnun þess og fyrsti forseti var Martin Ánders- son, formaður Taflfélags Gauta- borgar, sem þegar árið 1895 kom fram með hugmyndir í þessa veru, en landi hans Ludvig Colijn, var Einar S. Einarsson sá sem lengst stóð í fylkingar- brjósti í sænskum og samnorræn- um skákmálum, allt frá upphafi og þar til hann lést árið 1939. Þar sem engin landssambönd höfðu verið stofnuð á þessum árum voru það einstök talffélög í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, sem um þetta bundust samtökum, en fljót- lega eða 1903 bættist Finnland (Taflfélag Helsingfors) í hópinn. Island (Taflfélag Reykjavíkur) er fyrst talið aðili gegnum Danska skáksambandið upp úr 1910, en Skáksamband íslands (stofnað 1925) varð sjálfstæður meðlimur árið 1928. Aðalverkefni NSF hefur frá upphafi verið að halda Skákþing Norðurlanda, sem að jafnaði fer fram annaðhvert ár. Fyrsta mótið HÚS ^ + 20°^^h + 18° + 25° 1 hugsið um stofnkostnað, rekstrarkostnað og velliðan í rétt upphituðu húsi HDHX Síún býður allt þetta 3ja ára á ,bV'9ð F7Í Mjög hagkvæmt verð Hárnákvæmt hitastilli. ADAX ofnarnir þurrka ekki loft Yfir 20 mismunandi gerðir ísl. leiðarvísir fylgir Samþykktir af raffangaprófun. Rafmagnsv. ríkisins. Nafp ________ Heimilisfang Til Einar Farestveit & Co hf. Bergstaðastræti 10A Reykjavík Ég undirritaður óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.