Morgunblaðið - 19.08.1979, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 5 1
Norrænt skák-
samstarf í 80 ár
af þessu tagi var haldið í Gauta-
borg árið 1901, (áður höfðu þó
verið haldin óformleg mót í Stokk-
hólmi 1897 og í Kaupmannahöfn
1899) en Norðurlandamótið í
Sundsvell, sem nýlokið er, var hið
35. í röðinni. Hér á landi hefur
mótið farið fram þiisvar, árin
1950, 1961, 1971 og verður haldið
hér næst eða árið 1981.
Það var ekki fyrr en 1928, sem
fyrsti íslendingurinn tók þátt í
Skákþingi Norðurlanda, en það ár
tefldi Eggert Gilfer í Ósló með
góðum árangri, og einnig á næsta
móti, sem haldið var í Gautaborg.
Frá og með skákþinginu 1946
hefur þátttaka íslenzkra skák-
manna verið samfelld, þó mikill
ferðakostnaður hafi jafnan heft
för margra.
Fyrstur íslendinga til að hljóta
hinn eftirsótta titil „Skákmeistari
Norðurlanda" varð Baldur Möller
1948, þegar hann tefldi einn ís-
lendinga á skákþinginu í Örebro.
Baldur varði síðan titil sinn á
næsta móti, sem haldið var i
Reykjavík 1950, en þá sigruðu
íslendingar í öllum flokkum. Sér-
staka athygli vöktu úrslitin í
meistaraflokki, en þar sigraði
kornungur (15 ára) piltur, Friðrik
Ólafsson. Friðrik sigraði síðan í
landsliðsflokki á þinginu í Esbjerg
1953 og árið 1955 varð hann efstur
í Osló ásamt Bent Larsen. Larsen
sigraði síðan 4‘/2:3'/2 í hinu minn-
isstæða einvígi þeirra á milli, sem
háð var hér í Sjómannaskólanum
1956. Friðrik varð Skákmeistari
Norðurlanda öðru sinni hér í
Reykjavík 1971. Aðrir íslendingar
sem unnið hafa Norðurlanda-
meistaratitilinn eru þeir: Ingi R.
Jóhannsson, árið 1961 í Reykjavík
og Freysteinn heitinn Þorbergs-
son, árið 1965 í Ósló. Árið 1967
varð Freysteinn efstur ásamt
tveimur öðrum, en hafnaði að
lokum í 2. sæti í úrslitakeppni um
titilinn, sem fram fór á Siglufirði.
Unglingameistarar Norðurlanda
hafa þeir orðið: Helgi Ólafsson
1975 og Jón L. Árnason 1977. Þá
hefur Bjarni Magnússon orðið
Norðurlandameistari í bréfskák.
Síðast og ekki síst ber að nefna
hinn glæsilega árangur Guðlaugar
Þorsteinsdóttur, sem unnið hefur
Norðurlandameistaratitil kvenna
nú þrisvar í röð, eða frá því fyrst
að keppni hófst um hann árið
1975, en þá var hún aðeins 14 ára
gömul. í skólaskákkeppninni hef-
ur Skáksveit Hamrahlíðarskóla
sigrað þrívegis á móti framhalds-
skóla og í fyrra vann skáksveit
Álftamýrarskóla Norðurlandatit-
ilinn í sveitakeppni grunnskóla.
Stjórn Skáksambands Norður-
landa er skipuð tveimur fulltrúum
frá hverju aðildarsambandi, en
þau eru nú sex eftir að Tavlsam-
band Færeyja bættist í hópinn
árið 1975. Eru félagsbundnir skák-
menn innan vébanda þeirra nú
yfir 70.000 talsins, sem er aðeins
örlítið brot af þeim, sem iðka skák
á Norðurlöndum.
Aðalþing sambandsins er haldið
annað hvert ár jafnhliða Norður-
landamótinu, en aukaþing þess á
milli. Á þinginu í Sundsvall nú
fyrir skömmu var aðalumræðu-
efnið það hvernig auka mætti á ný
veg Skákþings Norðurlanda, en í
nokkur undanfarin skipti hafa
fjölmargir af öflugustu skák-
meisturum Norðulanda ekki tekið
þátt, fyrst og fremst af kostnaðar-
sökum og vegna lágra verðlauna.
Er það Skáksambands íslands,
sem næsta mótshaldara að gera
tillögur til úrbóta fyrir næsta
fund stjórnarinnar að ári.
Á þinginu í Sundsvall var gerð
samþykkt, að undirlagi fulltrúa
Islands, um að heita á Norður-
landaráð að veita sambandinu
fjárstuðning, og fer meginmál
greinargerðarinnar, sem henni
fylgdi, hér á eftir:
„Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að allt frá upphafi og til
þessa dags hafa miklar fjarlægðir
og hár ferðakostnaður, staðið í
vegi þess að norræn skáksam-
skipti gætu þróast í þá veru og
orðið eins náin og að er stefnt með
háleitum markmiðum Norður-
landaráðs um menningarlega og
félagslega samvinnu.
Sérstaklega á þetta við um
jaðarþjóðirnar: ísland, Færeyjar
og Finnland, sem og þegar dansk-
ir, norskir og sænskir skákmenn
þurfa að ferðast til hinna fyrr-
nefndu landa til keppni, svo sem
verður árið 1981, þegar næsta
Norðurlandamót í skák verður
haldið í Reykjavík.
Engu að síður hafa samnorræn
skákmót verið haldin að jafnaði
annað hvert ár með allgóðri þátt-
töku — í ár taka t.d. þátt um 300
skákmenn frá öllum Norðurlönd-
unum sex.
Mikill áhugi er fyrir að efla
norræn skáksamskipti í nánustu
framtíð, svo sem með árlegum
landskeppnum milli landanna,
sem og með því að jafna ferða-
kostnað vegna samnorrænna
skólaskákmóta, bæði í grunn- og
framhaldsskólum, sem haldin
hafa verið árleg nú um nokkurra
ára skeið. Ennfremur með því að
koma á keppnum milli taflfélaga
og einstakra bæja eða borga á
Norðurlöndum. Ef unnt væri að
draga úr eða jafna ferðakostnað
myndi þátttaka í mótum af þessu
tagi verða auðveldari fyrir fjöl-
marga skákmenn.
Með hliðsjón af framangreindu
fer þing Skáksambands Norður-
landa, haldið í Sundsvall hinn 28.
júlí 1979, þess á leit við Menning-
armálanefnd Norðurlandaráðs og
Menntamálaráðherraráð þess, að
koma því til leiðar að Skáksam-
bandi Norðurlanda verði veitt
árlegt fjárframlag til eflingar
norrænni skáksamvinnu, eða að
stofnaður verði sérstakur sjóður
til að veita norrænum skákmönn-
um eða keppnissveitum ferða-
styrki líkt og þegar hefur verið
gert varðandi norrænt íþrótta-
samstarf."
Á þessum tímum fjölmiðlunar
er fátt hollara ungum sem öldn-
um, en að auðga andann og skerpa
hugsunina yfir skáktafli og því
eru miklar vonir við það bundnar,
eftir 80 ára tafl, að bjartari tímar
fari í hönd á samnorrænu skák-
borði. E. S. Einarsson.
GRUNDIG
26" 8242
Loekkun kr.181.700.
Núdkr. 793.100.
ikT/i p m rrwl!?!
___
% Útborgun: Mánaðargr.:
20% kr. 160.000 2 X kr. 318.000
30% kr. 238.000 3 X kr. 185.000
40% kr. 318.000 4 X kr. 118.000
50% kr. 397.000 5 X kr. 80.000
60% kr. 476.000 Frjálst innan árs
100% kr. 753.500 (5% staðgr.afsl.)
VF.XTIR OG KOSTNAÐUR KKKI INNIFALIÐ.
• „III-BRI" línumyndlampi. Einingaverk.
Kalt kerfi. AFC og AGC (sjá 4613).
• Óvenjumikil hljómgæði.
Útgangsstyrkur 15w. 2 hátalarar.
• Sjálfvirkur stöðvaveljari (sjá 4632).
• Sjálfvirk miðstilling (sjá 4632).
• Þráðlaus fjarstyring. Fullkomnasta gerð.
(Innrauður stjórngeisli).
• R.G.B. (Rautt.Grænt.Blátt). Leiðrétt-
ingakerfi, sem tryggir hámarkslitgæði.
• Tengimöguleikar fyrir heyrnartæki,
video-kassettur, og hvers konar myndtæki
framtíðarinnar t.d. „TELE-TEXT".
• Valhnotukassi. Stærð 74 X 55 X 45 cfn.
Þrostur Magnusson
Leiöandi fyrirtæki
á sviöi sjónvarps
útvarps og hljómtækja
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR).