Morgunblaðið - 19.08.1979, Síða 27

Morgunblaðið - 19.08.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 59 Umsjón: Séra .Jón Dalbú Hróbjaiisson Séra Karl Sigurbjðrnsson Siyurbur Pdlsson aUdröttinsdegi Vitjunartími Pistillinn 10. sunnudLagur eftir trinitatis StundaglasiÖ er algengt tákn tíma og æviskeiðs- ins: Jjifið manns hratt fram hleypur hafandi ðngva bið ..." Ljár og stundaglas er algengt tákn dauðans. 1. Kor. 12, 1—11: ... enginn, sem talar af Guðs anda, segir: Bölvaður sé Jesús! og enginn getur sagt: Drottinn Jesús! nema af heilögum anda. Guðspjallið Lúk. 19, 41—i8. (Jesús grét yfir Jerúsalem og mœlti): ef einnig þú hefðir á þessum degi vitað hvað til friðar heyrir! en nú er það hulið sjónum þinum! Á sunnudaginn var vorum við að velta því fyrir okkur hvort öll trúarbrögð leiddu til Guðs. Þá var því haldið fram að svo væri ekki og leidd rök að því. Það var fullyrt að maðurinn hefði ekki mögu- leika á að ná til Guðs eða finna leið sem lægi til hans. Og hér kemur svar kristinnar trúar og greinir sig frá svörum annarra túarbragða. Guð gerðist mað- ur! Hann hefur ekki aðeins opinberað sig í náttúrunni heldur einnig í sögunni, innan tíma og rúms. Kristnir menn tala um „hjálpræðissögu". Það er sagan sem hófst með köllun Abrahams og náði hámarki í fæðingu Jesú Krists. Kristin trú er trúin á það að Guð faðir, hafi opinberað sig í manninum Jesú frá Nasaret með einstæð- um hætti og sú opinberun sé Nei, heyrðu núl Leiða öll trúarbrögð til Guðs? endanleg. Nafn hans, Jesús, merkir Guð frelsar. Hann var einnig nefndur Immanúel, sem merkir „Guð með oss“. Sá Guð, sem hafði fram að þessu talað fyrir munn spámanna sinna opinberaði sjálfan sig í mann- legu holdi. Hann var ekki lengur hinn óþekkti Guð. í lífi sínu sem maður sýndi Jesús mönnunum hvernig Guð er. Það var auk annars, tilgangur- inn með komu hans í þennan heim að opinbera mönnum hvernig Guð er. Án þeirrar opinberunar væru menn enn að fálma í myrkri. Björgun En þetta var ekki allt. Líf hans endaði á krossi. Mennirn- ir elskuðu myrkrið meira en ljósið, vegna þess að verk þeirra voru vond, skrifar Jó- hannes guðspjallamaður. Ef þér finnst hér heldur sterkt til orða tekið skaltu leika þér að þeirri hugsun hvernig færi fyrir æsifréttariturunum ef þeir hættu allt í einu að skrifa um það sem neikvætt er og tækju til við að skrifa um góð verk í staðinn! Mennirnir elska myrkrið meira en ljósið. Þeir þarfnast annars og meira en þess að vita um það hvernig Guð er og þeir þarfnast meira en góðrar fyrirmyndar. Við þörfnumst hjálpar. Við þörfn- umst þess að Guð bjargi okkur úr klóm hins illa. Og hér greinir kristin trú sig einnig frá öðrum trúarbrögðum. „I því er kærleikurinn, ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar (I. Jóhann- esarbréf 4:10). Hvaða trúar- brögð önnur flytja þér þennan boðskap um Guð, sem tekur að sér að hjálpa mönnum, frelsa þá, með því að taka sjálfur á sig sekt þeirra? En með þessu er heldur ekki öll sagan sögð. Sá Guð, sem hefur opinberað sig og bjargað okkur, hefur tilgang með því. Hann óskar samfélags við manninn. Þar kemur upprisan inn. Hann er ekki látin per- sór.a í sögubók sem löngu er orðin úrelt. Hann lifir. Hann kom til jarðarinnar til að opinbera sig mér. Hann dó til að frelsa mig undan valdi synda minna og illsku. Hann lifir og starfar, og vinnur að því að breyta veru minni innan HARMUR frá. Þetta finnst mér vera fagnaðarerindi! Engin trúarbrögð önnur boða neitt þessu líkt og telja sig heldur ekki gera það. Kristin trú greinir sig ger- samlega frá þeim öllum. Krist- in trú snýst ekki um menn sem eru að leita að Guði, heldur um Guð, sem leitar manna. Eiginlega er kristinn dómur ekki trúarbrögð heldur opin- berun og hjálpræði. Ýmis sannleikskorn leynast i öðrum trúarbrögðum. En engin þeirra segja þér frá Guði, sem ber svo mikinn kærleika til þín að hann hafi verið fús að deyja fyrir þig, og rísa upp af gröfinni til þess að tryggja framtíð þína og lifa með þér hér og nú. Hvergi finnur þú Guð, sem hefur opinberað sig á svo persónulegan hátt, sem frelsar menn frá sjálfselsku og synd og býður þeim að koma og taka sér bústað í lífi allra þeirra sem taka við honum. Hér er ekki um það að ræða að kristnir menn séu þröng- sýnir að því er tekur til annarra trúarbragða. Ef Jesús er Guð sjálfur í heiminn kom- inn til að bjarga mönnunum er glapræði að hafna honum. Guðspjöllin, sem lesin eu í kirkjum landsins í dag, lýsa miklum harmi. Annars vegar eru það vei-hróp Jesú yfir borg- unum í Galíleu, þar sem hann hafði lifað og starfað, (Matt. 11, 16—24) og hins vegar er hann grét yfir Jerúsalem, sem ekki þekkti sinn vitjunartíma. Við veitum því athygli, að Jesús ávítar ekki bara leiðtogana, ekki stjórnina, flokkana, kerfið, ekki einstaklinga né ákveðnar stéttir eða þrýstihópa. Heldur borgirn- ar í heild. Samfélagið, þjóðlífið allt. Það er allt undir dómi. Þetta kemur okkur undarlega fyrir sjónir. Við erum svo vön því að þegar um lífsskoðun og trú er að ræða, þá sé það eitthvað sem einstaklinginn varði einan, einkamál. Jesús var bersýnilega ekki þeirrar skoðun- ar. I hans augum er trúin allt annað en einkamál. Og syndin allt annað en einkamál. Guð skapar okkur til samfélags. Og öll höfum við áhrif og mótum hvert annað meira og minna. öll erum við samábyrg. Syndin sundrar því samfélagi sem Guð ætlast til að sé. Syndin aðskilur ekki aðeins manninn frá Guði, skapara sínum, heldur líka ná- unga sínum, umhverfi, samfélagi því, sem hann lifir í. Þannig að þegar Guð spyr: „Hvar er bróðir þinn?“ Þá svarar maðurinn: „Á ég að gæta bróður míns?“ En Guð segir: „Já, þú átt að elska bróður þinn, náunga þinn, já og jafnvel óvin þinn, eins og sjálfan þig!“ Jesús kveður upp dóm yfir borgunum þar sem hann starfaði mest. Því þar sem Jesús kemur, þar ber Guðsríki að dyrum, þar stendur hinn nýi lífsmöguleiki til boða. Þar sem Jesús er, þar er Guð að verki, að leita, kalla, hjálpa og líkna. Mannfjöldinn í Kapernaum og Kórasín sem hóp- aðist um Jesú, heillaðist af honum, dáðist af kraftaverkum hans, komst við af orðum hans, já, vildi jafnvel gera hann að konungi, fær þungan dóm, af því að þetta var ekki nóg. Jesús leitaði ekki að vinsældum, hann leitaði að TRÚ. Trú, sem sér Guð í verkum hans og orðum, heyrir og hlýðir. Þeir sáu ekki það sem þeir áttu að sjá. Þeir heyrðu áminningar Jesú og aðvaranir, en heyrðu ekki að það var DÓM- UR GUÐS yfir lífsháttum þeirra og afstöðu. Þeir heyrðu fögur orð, en heyrðu ekki rödd föður- ins, sem kallaði þá að snúa baki við syndinni og koma til sín. Þeir sáu dásamleg kraftaverk, en sáu ekki hönd Guðs að verki í þessu, hönd föðurins til þeirra rétt til að leiða þá til gleði og friðar Guðsríkisins. Þeir sáu tákn, sem töluðu svo greinilega um mátt Guðs og elsku, að þeir hefðu átt að nema staðar mitt í önn og amstri hversdagsins og spyrja. En þeir námu ekki staðar og spurðu einskis. Héldu áfram sínu tilgangslausa lífi í viðjum vanans, syndarinnar og dauðans. Iðruðust ekki. Trúðu ekki. Þetta er engin upprifjun fornrar harmsögu. Þetta er harmsaga þín, harmsaga okkar, íslenskrar þjóðar. Jesús Kristur er enn að verki á meðal okkar og vinnur sín undursamlegu verk í orði sínu og sakramentum. Náð- artíminn er ekki liðinn. En menn sjá ekki né vilja sjá. En í hvert sinn, sem einhver heyrir þetta orð og vaknar til trúar, þá hefur það áhrif til blessunar langt út yfir hans þrönga svið. Syndin er smitandi, en gleðin smitar líka út frá sér, fyrirgefningin, kær- leikurinn, og allt það góða sem lífið með Guði ber með sér. Biblíulestur vikuna 19.—25. ágúst. Sunnudagur 19. ágúst Lúk. 19: 41—47 . Mánudagur 20. ágúst Opinb. 2:1—11 Þriðjudagur 21. ágúst Opinb. 2:12—29 Miðvikudagur 22. ágúst Opinb. 3:1—13 Fimmtudagur 23. ágúst Opinb. 3:14—22 Föstudagur 24. ágúst I. Jóh. 1:1—10 Laugardagur 25. ágúst I. Jóh. 2:1—14 u

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.