Morgunblaðið - 19.08.1979, Síða 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979
VtK>
MOR&iJK/'
RAff/no ^ f » “ 4
(D in'O í>2_
4«™*; 822
— Allt í lagi, allt í lagi, segjum bara að þú hafir vcrið bláedrú,
þegar þú komst heim í gærkveldi, en færðu bflinn þinn ofan af
mínum.
— . Auðvitað máttu fylgja mér
heim, þegar við förum, ég er jú
konan þin.
Raki skemmir
málverk kirk j-
unnar 1 Flatey
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Opnun á einum spaða er mun
áhrifameiri en aðrar litaropnanir
á fyrsta sagnstigi. Þess vegna
þykir mörgum sjálfsagt að nota
spaðaopnunina umfram aðrar í
þriðju og fjórðu hendi. Þá eiga
andstæðingarnir eðlilega erfiðara
með að finna hugsanlegan bút.
Vestur gefur, allir utan.
Eftir þrjú pöss opnar suður á
einum spaða. Vestur segir pass en
norður hækkar í tvo spaða og
verður það lokasögnin.
Vestur spilar út hjartakóng,
austur lætur fimmið og þá skiptir
vestur í lauftíu, sem austur tekur
með kóng, síðan laufás og spilar
þriðja laufi. Vestur fylgir og suður
fær því á drottninguna. Aður en
lengra er haldið ættir þú að
mynda þér skoðun um úrvinnslu
spilsins.
Greinilega er trompdrottningin
spilið, sem máli skiptir. Hún gæti
orðið sjötti slagur varnarinnar og
verður því að finnast.
Vestur virðist eiga ás og kóng í
hjartanu og austur hefur sýnt
sömu spil í laufinu. En hvorugur
gat opnað. Tígulás og spáadrottn-
ing eru því ekki á sömu hendi. Við
reiknum eðlilega með, að spilari
með tvo ása, kóng og drottningu
segi ekki pass í byrjun. Lausnin
felst því í, að sjá hvor á tígulásinn
— og við spilum tígli.
Spil austurs og vesturs gætu
verið þessu lík:
Vestur
S. D43
H. ÁKG
T. 9862
1085
Norður
S. K1076
H. D843
T. GIO
L. 976
Suður
S. ÁG95
H. 962
T. KD7
L. DG2
Austur
S. 82
H. 1075
T. Á543
L. ÁK43
'ar í ljós kemur, að austur
n staðsetjum við spaða-
í vestri og spilum
COSPER
„Ég er nú að sjóða aðalréttinn, en eftirrétturinn verður
sprenghlægilegur“.
Um síðastliðna verslunar-
mannahelgi fór ég ásamt fleirum
út í Flatey á Breiðafirði. Fengum
við leyfi til að tjalda þar og álitum
við eyna vera friðsæla þar sem
hún er friðland.
En það var nú síður en svo. Þar
var fyrir þó nokkuð af tjöldum og
mikið drukkið. Um nóttina fórum
við inn í nokkur hús til að hlýja
okkur og var þar einnig mikill
gleðskapur.
I samkomuhúsinu var dansleik-
ur og greiddum við 1000 krónur til
að komast inn. Þar var ekkert
rafmagn, engar fjósaluktir, aðeins
kertaljós. Og fólk þar var svo
drukkið að ég efast um að það
hefði komið sér út ef kviknað hefði
í út frá kertunum.
En mig langaði einnig til að
skoða hin fallegu málverk eftir
Baltasar sem eru í kirkjunni í
Flatey. Ég hafði loks upp á lyklin-
um en sá þá að V* málverkanna
var ónýtur vegna raka. Meðan við
dvöldumst þar í eyjunni var sól og
gott veður en ekki sást nokkur
maður koma í kirkjuna til að lofta
út þótt það hefði ekki verið mikil
fyrirhöfn. Það gæti hins vegar
komið í veg fyrir að málverkin
skemmdust meira af raka ef loftað
væri út úr kirkjunni.
Ég hef haft samband við forn-
minjasafnið vegna þessa en þar
kváðust menn ekkert hafa með
þetta að gera. Þá hafði ég sam-
band við biskupsstofu og stúlkan
þar benti mér á sóknarformann-
inn í Flatey en mér kemur ekki til
hugar að snúa mér til hans. Hins
vegar finnst mér ákaflega sorglegt
að sjá falleg málverk eyðileggjast
á þennan hátt.
Hildegard Þórhallsson.
• Enn pistill
um
afgreiðslufólk
Ágæti Velvakandi.
Ástæða þess að ég skrifa þér er
sú að fyrir nokkrum dögum var ég
á gangi eftir aðalverslunargötunni
í höfuðstað Norðurlands. Kem ég
þar að klæðaverslun einni sem
mig langaði til að líta inn í. Er ég
nálgast verslunina heyrði ég hróp-
að: „Viltu gjöra svo vel að koma
þér út.“ Þá sá ég að inni í
^ T • 1 1 > ^ Eftir Evelyn Anthony
Lausnargjald 1 Persiu
150
sér við í sætinu aftur og horfði
spyrjandi á formann sinn. Ekki
var hægt að lýsa Paterson sem
snöggum hugsuði.
— Já, Japan — það gæti
verið möguleiki, sagði hann
kurteislega.
Logan lét eins og hann sæi
hann ekki. Hann var íjúkandi
út í Paterson fyrir að leggja
áherziu á vankantana. Og með
því að minna hann á að taka
þyrfti tillit til stjórnarinnar
gat Paterson nokkurn veginn
bókað — ef hann á annað borð
hafði nokkra minnstu tilfinn-
ingu fyrir yfirmanni sínum —
að það myndi geymt en ekki
gleymt. Kelly hafði margsinnis
séð Logan á aðalfundum og það
var í raun og veru stórkostlegt
hverju hann gat fengið stjórnað
og hversu lagið honum var að
ná fram vilja sfnum nánast f
einu og öllu. Hann hafði marg-
ar ásjónur og f raun og veru
höfðaði engin þeirra beinlfnis
til Kellys, én þó gat hann ekki
annað en dáðst að honum.
Bfllinn nam staðar við ráðu-
neytið og þeir stigu inn. Þegar
þeir komu inn f skrifstofuna,
skipaði Khorvan ritara sfnum
að láta þá bfða. Hann var að
drekka kaffi og auk þess vonað-
ist hann til að geta reitt Logan
Field á þennan hátt til reiði
með þvf að sýna honum ókurt-
eisi. Hann braut heilann um
það hvaða lausn þeir hefðu
fundið og hvernig þeir myndu
svara hinu fráleitlega og óað-
gengilega tilboði hans. Oliú-
hreinsunarstöð sem kostaöi aðr-
ar þrjú hundruð milljónir doll-
ara. Khorvan brosti er hann
lauk kaffinu úr smábollanum.
Reyndar fannst honum hug-
myndin betri en þau kostaboð
sem þeir höfðu sett fram f
tilboði sinu. Hvað höfðu verka-
mennirnir að gera við sundlaug
og heilsugæzlustöð! Þeir þekktu
ekki slíkan munað og það var
alveg óþarfi að vera að koma
þeim á bragðið. Það sem menn
Hans vildu voru matur, pening-
ar og kvenmaður. í þessari röð.
Þetta var það sem skipti fransk-
an verkamann máli. Við mátti
bæta landskika, og þar með var
fullnægt öllum lögunum hins
óbreytta franska manns. það
myndi taka mörg ár að breyta
afstöðu þjóðar hans og Khorvan
fyrirleit þær aðferðir sem Vest-
urlönd beittu. Niðurstaða
þeirra hvert sem litið var, var
spillingin ein og eyðsla og
spenna. Bandarfkin höfðu mok-
að f þá milljónum dollara f
efnahagsaðstoð eftir heims
styrjöldina sfðari og það hafði
orðið til þess eins að ala á öfund
og fyrirlitningu. Khorvan trúði
því að hægur og rólegur fram-
gangur marxisma væri það sem
hentaði vanþróaðri þjóð eins og
írönum langsamlega bezt.
Hann hafði sent boð til for-
manns sovézku verzlunarnefnd-
arinnar og bcðið hann að fresta
brottförinni um hríð, en þessi
nefnd hefði nú verið f Teheran
um alllangt skeið og vonaðist
eftir því að samningar við
Imperial-olíufélagið færu út um
þúfur, svo að þeir gætu komið
inn í myndina. Ef ekki yrði
gengið að kröfu hans — og
hann vÍ8si að Logan Field
myndi geta leikið tveimur
skjöldum fram á sfðustu stundu
— þá gæti hann með hægðinni
komið Sovétunum inn í mynd-
ina. Hann vonaðist eftir þvf að
Logan Field yrði staðinn að þvf
að bjóða honum mútur. Það
ræki smiðshöggið á málið og
hann stæði uppi með pálmann f
höndunum og gæti lagt niður-
stöðurnar samstundis fyrir
keisarann. Hann ætlaði að láta
að því liggja. að hann hefði ekki
á móti því að þiggja gjöf. Hann
ýtti á taltækið og stúlkan, ritari
hans, kom inn. Hún var falleg
1 og eggjandi í meira lagi. En þó
var hún ekki lagskona ráðherr-
ans. Stundum hafði hugmyndin
hvarflað að honum þegar ekki
var mjög mikið að gera. Hann
dáðist að fegurð hennar og
hann þóttist vita að um fyrir-