Morgunblaðið - 19.08.1979, Side 30
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979
sLagBRGOTXJR.
Brunaliðið kallað
út víða um land
„Útkall“ nefnist hljómplata
ein, sem nú ætti að vera nýkomin
í plötuverzlanir hérlendis. Ef-
laust gera lesendur sér það f
grun hvaða hljómsveit gefi út
þessa plötu, mikið rétt það er jú
Brunaliðið og er „Útkall“ þriðja
plata hennar. Ef að líkum lætur
munu þeir verða margir, er
fagna útkomu plötunnar, þvf
Brunaliðið á marga aðdáendur
Sem stendur er enginn fastur
gítarleikari og trommuleikari í
hljómsveitinni. Þeir Friðrik
Karlsson og Björgvin Gíslason sjá
um allan gítarleik á plötunni og
leikur Friðrik í flestum lögunum,
eða öllum nema einu. Þá leikur
Jeff Seoparde á trommur á plöt-
unni og aðrir aðstoðarmenn eru
Kristinn Svavarsson, saxafónleik-
ari og þremenningarnir Magnús
allan söng eins vel úr garði og
frekast var kostur og væri fágun
rétta orðið yfir sönginn og radd-
irnar. Þá mun platan vera mun
kraftmeiri, en fyrri plötur Bruna-
liðsins.
Að lokum má geta þess að
Brunaliðið hefur nú hafið reisu
um landið og hófst það ferðalag
um Verzlunarmannahelgina. Lék
Brunaliðið þá fyrir dansi í Árnesi
og eru vinsældir lagsins „Ég er á
leiðinni“ skýrt dæmi um það.
Nokkrar breytingar hafa orðið á
Iiðskipan Brunaliðsins, frá því
seinasta plata þess kom út, en
hljómsveitin er skipuð eftirtöldum
einstaklingum. Ragnhildur Gísla-
dóttir, Eva Albertsdóttir, Erna
Þórarinsdóttir og Erna Gunnars-
dóttir sjá um sönginn, en þrjár
þær síðasttöldu voru áður í akur-
eysku hljómsveitinni Hver. Pálmi
Gunnarsson leikur á bassa og
Magnús Kjartansson á hljómborð.
Kjartansson, Andrés Helgason og
Ingvi Jón Kjartansson leika á
trompet.
Alls eru á „Útkall" níu lög, öll
frumsamin og hafa liðsmenn
Brunaliðsins, Jóhann G. Jóhanns-
son og Jóhann Helgason og fleiri
séð um þá hlið málanna. Platan
var hljóðrituð í Hljóðrita suður í
Hafnarfirði fyrr á árinu og stjórn-
aði Magnús Kjartansson því verki,
en Jónas R. Jónsson sá um upptök-
una. Að sögn þeirra sem til þekkja
var mikil rækt lögð við að gera
þrjú kvöld í röð og var ætíð fullt
hús og feikigóð stemmning. Á
fimmtudag lék hljómsveitin í
Tónabæ og daginn eftir í Stapa. í
dag, laugardag, verður hljómsveit-
in að Flúðum og á morgun á
Selfossi. Aðrir dansleikir eru:
Fimmtud. 23. ágúst Akranes
Föstud. 24. ágúst Stykkishólmur
Laugard. 25. ágúst Stapi
Föstud. 31. ágúst Stapi
Laugard. 1. sept. Hvoll
Að lokum má þess geta að með í
förinni verða þeir Birgir Hrafns-
son gítarleikari og Jeff Seopardie.
RUST NEVER SLEEPS
Neil Young
(Reprise, Fálkinn) 1979
Stjörnugjöf
(Fimm stjörnur)
Flytjendur:
Neil Young: söngur, kassa-
gítar, rafmagnsgítar og munn-
harpa. Nicolette Larson: raddir.
Joe Osborne: bassi. Carl
Himmel: trommur.
Crazy Horse: Frank Samp-
edro: rafmagnsgítar. Billy
Talbot: bassi. Ralph Molina:
trommur. Ben Keith: dobro.
Stjórn upptöku: Neil Young,
David Briggs og Tim Mulligan.
Nú er komin út ein sú besta
þlata sem Neil Young hefur gert.
Hún er að mestu „live“ og hefur
skemmtilegt „concert sound“. Að
venju eru textar plötunnar mjög
athyglisverðir og laglínur mjög
grípandi. Að mínu áliti hefur
Neil Young aldrei sungið eins vel
og á þessari plötu en því til
stuðnings má benda á lagið
„Thrashers". Á fyrri hliðinni er
Neil Young bara með kassagítar
og munnhörpu og ekki er laust
við að hún minni á Crosby,
Stills, Nash & Young tímabilið,
annars er hann mjög líkur
Loudon Wainwright III á köflum
(ef einhver skyldi þekkja hann).
Á hinni hliðinni er rafmögnuð
tónlist ráðandi þar sem Crazy
Horse aðstoða Young. Neil
Young er mjög sérkennilegur
rafmagnsgítarleikari og er sam-
leikur hans og Frank Sampedro
afar skemmtilegur. Þótt þetta sé
ein besta plata sem Neil Young
hefur gefið út frá því „After The
Goldrush" kom út 1970 held ég
að hún stækki ekki aðdáendahóp
hans hér á landi því að það hefur
sýnt sig að annaðhvort grípur
fólk hann strax við fyrstu heyrn
eða ekki og það breytist lítið með
þessari plötu.
Bestu lögin eru „Thrasher",
„Pocahontas" og „Powder
Finger“. há
HLjóðrítuóu pnÉupptökur
fyrir fund CBS í Lundúnum
Þá er hljómsveitin Mezzoforte farin að huga að plötugerð og stendur til að sú breiðskífa komi út seint í
haust, cða snemma vetrar, í það minnsta fyrir jól. í vikunni hélt hljómsveitin suður í Hljóðrita og tók þar
upp þrjú lög, sem síðar er ætlunin að kvnna á fundi CBS í Lundúnum síðar í mánuðinum.
Mezzoforte er að mestu skipað
sömu einstaklingum og eru í
Ljósunum í bænum, en þeir eru:
Friðrik Karlsson, Eyþór Gunnars-
son, Gunnlaugur Briem, Stefán S.
Stefánsson og Jóhann Ásmunds-
son. Hljómsveitin hefur verið
starfandi undanfarin misseri, þó
með hléum og hefur sérhæft sig í
leik jazz-rokks.
Svo vikið sé aftur að væntan-
legri breiðskífu, þá stóð einu sinni
til að Jazzvakning gæfi hana út,
en nú mun vera afráðið að Steinar
gefi hana út. Þrjú lög, sem tekin
voru upp nú, eru „Þegar Angóinn
fékk sér nýjan kjól“ og „Skrif-
stofan" eftir Friðrik Karlsson og
„Fyrirkomulagið" eftir Eyþór
Gunnarsson. Upptökur þessara
laga voru þó aðeins svokallaðar
„demo-upptökur“, en það verður
svo í september, sem Mezzoforte
hefst handa við plötugerðina.
Eins og fyrr sagði verða þessi
þrjú lög síðan kynnt á fundi hjá
CBS í Lundúnum 21. ágúst. Þá
mun Steinar ísberg, sem sækir
fundinn, einnig kynna lög með
Ljósunum í bænum.
Þegar hausta tekur og skólarnir
hefjast mun Mezzoforte leggja leið
sína þangað og leika tónlist sína í
sem flestum framhaldsskólum
Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þá
hefur einnig heyrzt að hljómsveit-
in hyggi á ferðir til annarra staða
á borð við Akureyri og ísafjörð, en
tíminn mun leiða hið sanna í ljós.