Morgunblaðið - 24.08.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979
15
1978 — Skæruliðar Sandinista í
Nicaragua ná þjóðarhöllinni og
sleppa meira en eitt þúsund
gíslum þegar Somoza forseti
greiddi hálfa milljón dollara í
lausnargjald.
1976 — Tveir sovézkir geimfar-
ar snúa til jarðar eftir 48 daga
dvöl í geimnum.
1975 — Egyptar og ísraelar hafa
að sögn leyst öll helztu ágrein-
ingsmálin varðandi nýjan samn-
ing um Sinai.
1974 — Fakhruddin Ali Ahmed,
Múhammeðstrúarmaður, verður
forseti Indlands.
1972 — Öryggissveitir í Argen-
tínu handtaka hundruð verka-
manna námsmanna og stjórn-
málaforingja eftir átök og óeirð-
ir í öllum helztu borgum og
bæjum landsins.
1969 — írak líflætur 15 menn
ákærða um njósnir fyrir Banda-
ríkin og Israel.
1965 — Sameinaða arabalýð-
veldið og Jemen undirrita friðar-
samning.
1%4 — Hvítir málaliðar koma
til Kongó að berja á uppreisnar-
mönnum.
1953 — Kenyastjórn skorar á
Mau Mau samtökin að gefast
upp.
1939 — Þýzkaland og Sovétríkin
úndirrita tíu ára friðarsamning.
1922 — Arabaráðstefna í
Nablus hafnar brezkri yfirstjórn
í Palestínu.
1898 — Rússar bjóða ýmsum
helztu stórveldum heims að
hefja samvinnu til að draga úr
vopnabúnaði.^
Angie Brooks, líberískur dipló-
mat, Siaka Stevens, forseti
Sierra Leone.
Andlát. Gaspard de Coligny,
Húgenottaleiðtogi, 1572 —
Thomas Blood ofursti, ævintýra-
maður, 1680 — August von
Gneisenau, hermaður, 1831 —
Adam von Krusenstern, sæfari,
1846 — J.G. Strijdom, stjórn-
málaleiðtogi, 1958.
Innlent. Sæsímasamband við
útlönd opnað 1906 — d. Björn
Halldórsson prófastur 1794 —
Bjarni Thorarensen 1841 — f.
Stefán Þórarinsson amtmaður
1754 — d. Gísli Magnússon kenn-
ari 1878 — Kæra Þórðar sýslu-
manns Henrikssonar um
verzlunarhagi á Hólminum 1647
— Oddur Sigurðsson ftr. stift-
amtmanns bjargast við látra-
bjarg 1714 — Jón Ólafsson segir
'af sér þingmennsku 1885 —
Alþingi styður stofnun hluta-
félagsbanka 1899 — Bæjarstjóra
Akraness vikið úr starfi 1960 —
Norræna húsið vígt 1968 — f.
Jón Kaldal 1896 — Björn Karel
Þórólfsson 1892 — d. Kristín
Jónsdóttir listmálari 1959 —
Skeggi Njálsson 1262.
Orð dagsins. Sárara öllu er að
eiga vanþakklátt barn, William
Shakespeare.
Blind að degi,en sjáeðli-
lega er skyggja tekur
Ffladelffu, Pennsylvaníu,
23. ágúat. AP.
SÉRFRÆÐINGAR kanna nú sér-
stæðan augnsjúkdóm er hrjáir tvö
júgóslavnesk börn, em hann lýsir
sér þannig að börnin eru svo til
alblind að degi til, en sjá hins
vegar eðlilega þegar dimma
tekur. Ilefur sjúkdómurinn verið
nefndur „ugluveikin“.
Verið er að hanna sérstök gler-
augu fyrir börnin, sem eru 13 ára
og 7 ára, við augnlækningastofn-
unina í Pennsylvaníu. Ekki er
hægt að lækna sjúkdóminn, sem er
blanda af meðfæddri sjóndepru og
fjarsýni, með skurðaðgerðum, en
vonast er til að gleraugun, sem
verið er að smíða geri þeim kleift
að sjá að degi til.
Móðir barnanna sagði í dag, að
hingað til hefðu börnin orðið að
halda sig innan dyrá að degi til, en
hins vegar getað leikið sér eðlilega
er skyggði.
Sjö fórust í eldsvoða
Nakina, Ontario, 23. ágúst, AP
SJÖ ungmenni fórust er þau
urðu innlyksa í skógareldi á
afskekktum stað í Ontario-fylki
í gær. Ungmennin störfuðu hjá
ráðuneyti Ontario-fylkis er fer
með umhverfismál
Ætluðu þau að brenna kjarr-
svæði, en vindar mögnuðu og
breiddu út eldinn með þeim
afleiðingum að þau urðu
innlyksa að undanskildum ein-
um er komst undan og gerði
viðvart. Ungmennin, fjórir piltar
og þrjár stúlkur, voru öll á
aldrinum 17—23 ára.
Systurnar braggast
Napólí. 23. ágúst, AP.
SYSTURNAR þrjár, sem einar
lifa af ítölsku áttburunum, hafa
braggast að því er tilkynnt var á
San I’aolo-sjúkrahúsinu f dag.
Anna og Valentina hafa bætt við
sig í líkamsþyngd og Silvana er
laus við guluna er hún fékk fyrir
þremur dögum.
Læknar vöruðu þó við óþarfa
bjartsýni og sögðu að hjá börnum,
sem fæddust svo löngu fyrir tím-
ann, gætu auðveldlega komið upp
öndunar- og meltingartruflanir.
Einnig væru börnin aðeins
730—760 grömm á þyngd, en líf
þeirra væri vart tryggt fyrr en þau
væru orðin 1.808 grömm og væri
ekki að búast við því fyrr en eftir
tvo mánuði. „Ef mér tekst að halda
lífi í einum áttburanna verður það
einn merkasti áfanginn á læknis-
ferli mínum en læknir hef ég verið
í 30 ár,“ sagði barnalæknirinn sem
annast systurnar í dag.
Atta manns líflátnir
Beira, Mozambique, 23. ágúst. AP.
STJÓRN marxista í Mozam-
bique dæmdi í gær átta menn til
dauða þar eð þeir hefðu aðstoð-
að andspyrnuhreyfinguna í
landinu (Mnrm) er berst gegn
stjórninni.
Fregnir herma að Mnrm hafi
orðið talsvert ágengt að undan-
förnu, m.a. hafi liðsmenn sam-
takanna fellt marga stjórnar-
hermenn og eyðilagt olíubirgða-
stöð í Beira.
Flugrán í Bandaríkjunum
Portland. Oregon. 23. ásúst, AP Krafðist maðurinn þess, að
MAÐUR, er kvaðst vera með vélinni yrði snúið til Portlands
sprengju í fórum sínum, rændi í er hún átti skammt ófarið til Los
gær farþegaþotu er var í Angeles, en er komið var aftur
áætlunarflugi frá Portlandi í til Portiands gafst maðurinn
Oregon til Los Angeles í upp. Áhöfn og farþega, alls 119
Kaliforníu. manns, sakaði ekki.
• smjörliki hf
Dodge Diplomat 78
Við eigum til afgreiðslu nokkra super deluxus
DODGE DIPLOMAT 1978 á ótrúlegu afsláttarverði,
sem ekki verður endurtekið.
í þessum glæsilegu bílum er m.a. eftirtalinn útbúnaöur: 318 cu. in
V8 sparneytin vél, sjálfskipting, vökvastýri, aflhemlar, styrktur
undirvagn, deluxe frágangur aö innan og utan, sólþak, rafhituö
afturrúöa, kassettu útvarp, tilt-stýri og auk þess má nefna, aö t.d.
framsæti, hliöarrúöur, huröarlæsingar og skottlok er knúiö
rafmagni.
Gleymiö ekki aö hér
er aðeins um fáeina
bíla aö ræöa
Kaupið DODGE DIPLOMAT í dag — á morgun kann þaö aö vera of seint.
CHRYSLER
Suðurlandsbraut 10. Símar 83330 - 83454
DODGE er bíllinn
sem dugir.