Morgunblaðið - 24.08.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.08.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 29 ..JV' V ELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI w ujAjmoí~aa'u it með því orðið þess valdandi að þjóðin verður nú að sæta afarkost- um olíukónga. Fyrst heimta þessir menn rafmagnshunda að sunnan upp á tugi milljarða þótt ljóst sé að bráðlega verður lítil sem engin orka til að senda norður eða austur. Það er verið að taka Deildartunguhver, og svæði um- hverfis eignarnámi. Því má ekki eins taka Laxárvirkjun 3 og um- hverfi hennar eignarnámi? Eða eru Borgfirðingar annars flokks fólk? • Óvænt hjálp Það er augljóst allt frá síð- ustu stjórnarskiptum að orkuyfir- völd vilja ekki annað en að þjóðin verði sem mest háð Rússum hvað orku varðar. Enda beinlínis á kosningastefnuskrá Alþýðubanda- lagsins að stöðva allar meirihátt- ar virkjunarframkvæmdir. Sjálf- sagt er að styðja þá landshluta sem litla virkjunarmöguleika hafa, til dæmis Vestfirði. Fyrir stuttu má segja að uppi væri „fótur og fit“ hjá íslenskum vísindamönnum, bílstjórum og fleirum, þar sem bent var á fjölmargar leiðir gegn og út úr orkukreppunni bæði með orku- sprnaði og framleiðslu íslensks eidsneytis. Nú hefur skyndilega allt tal um orkuvanda „dottið í dúnalogn" og ekki er hlífst við að puðra út í loftið sem mestu ben- síni bæði á lengri og skemmri leiðum. Hvað veldur? Eru menn að bjarga ríkisstjórninni því segja má að hún lifi að nokkru bæði á brennivíni og bensíni. Ríkisstjórn- inni hefur líka borist óvænt hjálp til að svæfa orkumálin í bili, en það er Jan Mayen og Bernhöfts- torfan. Sennilega eru nú að gerast ill tíðindi bak við tjöldin úti í heimi. Olíuvopnið er sterkasta yfirráða- vopnið nú og því munu olíuþjóð- irnar, Arabar og Rússar, beita óspart á næstunni. En hvað eru Arabahöfðingjar að gera hingað? Vonandi lætur ríkisstjórnin ekki glepjast af neinum olíuauð- valdsgylliboðum því við getum auðveldlega losað okkur við mestu olíukóngana á fáum árum ef stjórnin og þjóðin vill nýta þær orkuauðlindir sem segja má að liggi á borðinu hjá okkur og margsinnis áður hefur verið bent á. Ingjaldur Tómasson. AAriútu. myndir a minutunni í ö/i skírteini A/íinútu, . VD LŒKJARTORG myndir simi 12245 Þessir hringdu . . • Gólfteppi stolið Húsmóðir í Norðurmýrinni hringdi til Velvakanda í gær: „Ég setti í gær út teppi sem ég ætlaði að viðra. En þegar ég kom út aftur til að ná í teppið var það horfið. Ég prýddi barnaherbergið mitt með þessu gólfteppi. Mér finnst það hreint ótrúlegt hversu lúalegt fólk getur verið, að taka slíka hluti og jafnvel prýða híbýli sín með þeim, hlutum sem það veit að tilheyra öðrum. Mig langar líka að koma því til þess sem tók teppið að skila því aftur.“ Þakkir Vilhjálmur Gíslason hringdi SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Es- bjerg í Danmörku í sumar kom þessi staða upp í skák pólsku alþjóðlegu meistaranna Doboza og Beduaiskis, sem hafði svart og átti leik. tam é ip 9 é WB k M...111 17... Hxc3!, 18. Dxc3 - Dh6+, 19. Kg4 - f5+!, 20. Kxf5 - Dg6+, mát. Jafnir og efstir á aðalmótinu urðu þeir Mestel, Englandi og Vadasz, Ungverjalandi, sem hlutu báðir 9.5 vinninga af 13 möguleg- um. I síðustu umferð nægði Mestel jafntefli til þess að ná stórmeist- araárangri og verða einn efstur á mótinu. En hann þurfti þá að mæta Vadasz með svörtu og ung- verski stórmeistarinn gaf enginn grið og vann örugglega. og bað fyrir þakkir til starfsfólks sundlaugarinnar í Ytri-Njarðvík. „Ég hef reynslu af því að þar er veitt mjög góð þjónusta og starfs- fólkið er mjög lipurt í framkomu og stendur sig vel við að halda þar öllu hreinu.“ Velvakandi kemur hér með þessum þðkkum á framfæri við rétta aðila. HÖGNI HREKKVÍSI QAkÐOZ _____________rilldagur “ ÆWWr ^ „j m ,jL ' b.<f Fullt hús mjtar Skráð Okkar verð tilboð Kálfasnitchel............. 3340 - 2970,- Folaldasnitchel....... 2960- Folaldagullasch....... 2880,- Nautasnitchel............. 6032 - 4825,- Nautaroast-beef........... 4840 - 3950- Nautagullasch............. 4640 - 3880,- Nautahakk 10 kg pakkn. 2969- 1980,- Lambagrillsteik....... 1790- Kálfagrillsteik....... 1070,- Grillkjúklingur 10 stk. í k. 1830,- Nýrsmálax............. 2500 kg. Opiö til kl. 7 í kvöld. Lokaö í hádeginu 12.30—2. DS.^j^TT[K^]DE)©Tr®ÐO[Rí] },|/| LAUGALÆK 2. stml 35030 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.