Morgunblaðið - 24.08.1979, Síða 32

Morgunblaðið - 24.08.1979, Síða 32
"f iSími á afgreiöslu: 83033 JHírennblnbi?) FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINE \l «.l.\ >l\«. \ SlMIW Kl(: 22180 Rainbow W arrior og áhöfn leyst úr gæzlu íslenzku hestamir með flensu og 40 stiga hita Samkvæmt upplýsingum, er fréttaritari Morgunbladsins í Ósló, Truis Martinsen, fékk í Noregi í gær, hafa norsku loðnuskipin virt þá ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar að hætta loðnuveiðum á Jan Mayen-svæðinu á miðnætti 22. ágúst. Meðfylgjandi mynd tók Bjarni Helgason skipherra í gæzluflugi TF43YN í gær og er af norsku loðnuskipi á heimleið. Heildarafli norsku loðnuskipanna við Jan Mayen varð um 125 þúsund lestir, en það mun vera um 30% meira en gert var ráð fyrir í viðræðum við íslendinga. Norsku nótaskipin halda nú til sumarloðnuveiða á Barentshafi og munu 30 norsk skip þegar vera komin af stað áleiðis þangað. LÖGREGLAN í Reykjavík hætti í gær þeirri vakt, sem hún hefur haft með höndum um borð í Rainbow Warrior síðan um helgi, þar sem sem dómarinn í sjópróf- unum, sem fram fóru í gær, taldi dóminn ekki hafa neina þörf á þvi lengur, að skipið og áhöfn þess væru höfð í haldi. Munu því Rainbow Warrior og skipverjar þess leystir úr haldi. Við sjóprófin í gær voru dóm- kvaddir matsmenn til þess að kanna gúmbát þann, sem Land- helgisgæzlan tók um borð í varð- skipið Ægi siðastliðinn laugardag og er þess vænzt, að bátnum verði skilað um borð í Rainbow Warrior í dag. Þá mun eftir að yfirheyra háseta og einn stýrimanna Hvals 7. áður en sjóprófum verður að fullu lokið. Er þess einnig vænzt Frá Valdimar KristínsHvni. fréttaritara Mbl. á EM f Hullandi. 2.3. áftúst. ALLIR íslenzku hestarnir, sem héðan fóru til keppni á Evrópumóti íslenzkra hesta, sem haldið er um helgina í hænum Uddel í Hollandi, eru nú veikir og ósennilegt að þeir taki þátt í keppninni. Hestarnir í íslenzku keppnissveitinni eru sjö og fóru þeir utan með flugi fyrir siðustu helgi. Voru þeir hafðir í einangrun ytra til að byrja með en eftir að þeir höfðu verið einn dag með öðrum hrossum voru þeir allir komnir með hrossainflúensu, sem er að ganga hér. Hafa keppnishestar frá öðrum löndum einnig - ÍPl. Inflúensan lýsir sér í háum tekið þátt í keppninni sem hefst á morgun, föstudag. Verið er að útvega nýja hesta fyrir íslenzku knapana þannig að þeir þurfi ekki að vera á mótinu sem áhorfendur heldur geti tekið þátt í keppninni. Sex knapar eru í íslenzku sveitinni og þegar þetta er skrifað er búið að útvega fjóra hesta hér ytra en það eru Grettir frá Svarfhóli, stóðhesturinn Fróði frá Ásgeirs- brekku og hestar, sem bera nöfnin Stútur og Grákollur. Um 200 íslendingar komu að heiman til að fylgjast með mót- inu og er stærstur hluti þeirra eða um 150 manns í hópferð á vegum Hestamannafélagsins Fáks en einnig skipulagði ferða- skrifstofan Samvinnuferðir för hingað. að skýrslur verði teknar af þeim í dag. Samkvæmt yfirlýsingum Peters Wilkinsson, leiðangursstjóra um borð í Rainbow Warrior, sem hann gaf á blaðamannafundi síð- astliðinn mánudag, mun það vera ætlun áhafnarinnar að fara aftur út á hvalamiðin um leið og þeir losna — þar sem ætlun þeirra mun vera að halda uppteknum hætti og trufla hvalveiðar. Segir af sér sem for- maður Seðlabanka og Síldariitvegsnefndar hita og eru allir hestarnir með um eða yfir 40 stiga hita en eðlilegur líkamshiti íslenzkra hesta er um 38 gráður. Hrossin eru á batavegi en talið er þó frekar ósennilegt að bau eeti íslenzka keppnissveitin á EM — Lengst til vinstri er Reynir Aðalsteinsson á Penna, Ragnar Hinriksson á Vála en hann átti einnig að keppa á Gusti, Aðalsteinn Aðalsteinsson á Skelmi, Trausti Þór Guðmundsson á Jökli, Sigurður Sæmundsson á Val og Sigurbjorn Bárðarson á Garpi. ráðs Seðlabankans 1. janúar 1977. Varaformaður er nú Sverr- ir Júlíusson, fv. alþingismaður. Jón er einnig formaður Síldarútvegsnefndar en hann hef- ur átt þar sæti um langt árabil. Varaformaður Síldarútvegsnefnd- ar er nú Guðfinnur Einarsson í Bolungarvík. Jón Skaftason tekur við starfi yfirborgarfógeta í Reykjavik 1. september n.k. Hann staðfesti það í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði ákveðið að segja af sér formennsku í bankaráði Seðla- bankans og Síldarútvegsnefndar og væri ástæðan sú, að hann vildi helga sig óskiptur hinu nýja starfi. JÓN Skaftason hefur ákveðið að segja af sér störfum í bankaráði Seðlabankans og í Sfldarútvegs- nefnd frá 1. september n.k. Jón var skipaður formaður banka- Seldu 130 bíla á einum degi! DAIHATSUUMBOÐIÐ seldi í gær 130 bifreiðar af gerðinni Daihatsu Charmant eftir að bif- reiðarnar höfðu verið auglýstar á sérlega hagstæðu verði í Morgun- blaðinu í gær. Væntanlegir kaup- endur þessara 130 bifreiða greiddu eina milljón króna inn á pantanir sfnar og staðfestu þær þar með. Auk þess sýndu mun fleiri áhuga á að kaupa þessar bifreiðar, og giska forsvarsmenn Daihatsuumboðsins á, að á næstu dögum muni seljast um 120 bifreiðar til viðbótar. Hafa þá selst samtals 250 bifreiðar eftir auglýsinguna í Morgunblaðinu í gær. Verð bifreiðanna er kr. 3.590.000 fyrir sedan og kr. 3.715.000 fyrir station. Er verðið miðað við bifreiðarnar séu komnar á götuna ryðvarðar. Fyrstu 60 bílarnir Seðlabanki íslands: V extir hækka um5,5% 1. september SAMÞYKKT var á fundi bankaráðs Seðlabanka Islands að hækka verðbóta- þátt vaxta um 5,5% og verða vextir frá og með 1. septem- ber 41% á vaxtaaukalánum en 31% á víxillánum. Samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir þessari ákvörðun lá fyrir á fundinum og mun því hækkunin taka gildi 1. september. verða afgreiddir á þriðjudaginn. í auglýsingu umboðsins segir, að hér sé um að ræða bíla frani- leidda fyrir Daihatsuumboðið í Hollandi á tímabilinu desember 1978 til apríl 1979. Vegna sam- dráttar í bílasölu í Evrópu á þessu ári vegna orkukreppu sé lager Hollendinga hins vegar of stór nú þegar árgerð 1980 er að koma á markaðinn. Því hafi umboðið hér á landi ákveðið að reyna að selja bílana ef þeir fengjust á hagstæðu verði. Flugleiðir: Viðgerðin á DC- lOvél- inni dregst ALLT útlit er fyrir að viðgerðin á DC-10 flugvél Flugleiða dragist fram yfir helgina. en gert hafði verið ráð fyrir því að vélin kæmist aftur í gagnið í dag. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða þurfti að taka hreyfil tvö af vélinni til að komast að biluninni og þar sem það er tímafrek viðgerð dregst væntan- lega fram yfir helgina að Flugleiðir fái vélina aftur, en viðgerðin er framkvæmd í París. Sveinn Sæmundsson sagði að þetta ylli Flugleiðum nokkrum erfiðleikum á New York flugleiðinni, þar sem erfitt er að fá leiguvélar á þessum árstíma. Hann sagði þó að sennilega yrði málið leyst um helgina með DC-10 leiguvél frá Martiner í Hol- landi. Lítil loðnuveidi LÍTIL loðnuveiði hefur verið undanfarinn sólarhring, að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá loðnunefnd. Þeir bátar sem landað hafa Ioðnu í vikunni munu nú flestir vera komnir á loðnumiðin fyrir vestan land á ný, en það munu vera um 37 bátar. Aðeins tveir bátar tilkynntu loðnunefnd um afla síðasta sólarhring, en það voru Helga II með 270 tonn og Súlan með 430 tonn. Sólarhring- inn þar áður tilkynnti einn bátur sig til loðnunefndar með afla til viðbótar þeim sem greint var frá í Morgunblaðinu á miðvikudag, en það var Albert með 600 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.