Morgunblaðið - 24.08.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 Oráðið með viðræður BSRB og ríkisins — samningar runnu út fyrsta júlí BANDALAG starfsmanna ríkis ok hæja hefur la)?t fram kröfu(?erð fyrir ríkisstarfsmenn í væntanleK- um kjarasamnin)?um milli opin- herra starfsmanna o({ fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs. en nú er unnið eftir samningnum frá 1977 sem gilti til fyrsta júlí síðast- liðins að sögn Haralds Steinþórs- sonar varaformanns BSRB. Hann sagði að samkvæmt lögum skyldi unnið eftir gildandi samningi þar til nýr hefur verið gerður. Harald- ur sagði að kröfugerð BSRB væri nú í höndum sáttasemjara og það væri undir honum komið hvenær samningaviðraHÍur hæfust. BSRB myndi hins vegar halda fund með samninganefnd bandalags- ins upp úr mánaðamótum águst — september til að ræða stöðuna í málinu. Hann sagði að kröfugerð BSRB væri 20 síðna rit og byggðist að verulegu leyti á kröfugerðinni frá því 1977. Ekki hefði verið lagður fram launastigi í kröfugerðinni að svo stöddu en áskilinn hefði verið réttur til að gera það þegar fram í sækti. „En þetta eru það viðamiklir samningar að ekki er hægt að taka nein sérstök stærstu baráttumál út úr,“ sagði Haraldur. Hann sagðist hins vegar búast við að umræður yrðu um samningana innan vébanda BSRB i september og úr því ætti að komast skriður á málið. Jón Gunnlaugsson er látinn JÓN Gunnlaugsson fyrrverandi stjórnarráðsfulltrúi lézt á Borg- arspítalanum í Reykjavík í gær. Hann fæddist 8. október árið 1890 á Kiðjabergi í Grímsnesi, sonur Gunnlaugs Þorsteinssonar bónda og hreppstjóra þar og konu hans Soffíu Skúladóttur frá Breiðabólstað. Jón var við nám í MR, Skov og Ladelund landbúnað- arskólanum á árunum 1905—1912. Hann stundaði búskap á Hjalla í Ölfusi 1913—1915, á Minniborg í Grímsnesi 1915—16 og í Skálholti í Biskupstungum árin 1916—22. Hann starfaði sem fulltrúi í ýms- um ráðuneytum frá árinu 1920 fram til ársins 1960 og sá meðal annars um útgáfu Stjórnartíðinda árin 1936—60. Hann starfaði að margvíslegum félagsmálum meðal annars innan Góðtemplararegl- unnar og einnig starfaði hann mikið að málefnum vangefinna. Jón Gunnlaugsson var tví- kvæntur, fyrri kona hans var Jórunn Halldórsdóttir sem lézt árið 1919 en síðari kona hans var Ingunn Þórðardóttir sem lézt árið 1968. Jón á sjö börn á lífi. MF A hyggst selja hús forseta ASÍ: „Hélt húsið vera komið í hendur þeirra er sæu sóma sinn í að varðveita það” segir Þorkell Valdimarsson sem gaf húsið HÚSIÐ Vesturgata 29 í Reykjavík er nú á söluskrá, en það er í eigu Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Þorkell Valdimarsson kaupsýslumaður gaf MFA húsið fyrir rösklega ári síðan, vegna þeirra sögulegu tengsla sem verkalýðshreyfingin á við húsið. Þar bjó áður Ottó N. Þorláksson fyrsti forseti A.S.L, og þaðan var skipulögð og gengin fyrsta kröfuganga íslensks verkafólks þann 1. maí árið 1923. Auglýsing fasteignasölunnar það er núverandi eigenda hvernig sem auglysti húsið í fyrradag var svohljóðandi:„Vesturbær. Gamalt forskalað timburhús, hæð og ris, ca. 70 fm. grunnflötur til sölu á hornlóð. Verzlun er í húsinu í dag. Tilboð óskast. Nánari upp- lýsingar á skrifstofunni, ekki í síma.“ þeif vilja gæta þeirrar vöggu en ekki mítt. Þeir hafa allan lagaleg- an rétt sín megin og geta gert það sem þeim sýnist við húsið, en ég gaf þeim það í júní á síðasta ári, þó formleg eigendaskipti færu ekki fram fyrr en nú nýlega er þinglýsing fór fram. Morgunblaðið ieitaði í gær til Þorkels Valdimarssonar og spurði hann álits á því að nú stæði til að selja gjöfina. Þorkell sagði: „Ég álít þetta hús vera vöggu vinstri hreyfingar á íslandi, og Gjöfin var algjörlega kvaðalaus af minni hálfu, en ástæða þess að ég gaf þetta hús er að sjálfsögðu saga þess og fortíð. Hélt ég satt að segja að húsið væri nú komið í hendur þeirra aðila er sæu sóma sinn í að sjá um það og varðveita. Húsið Vesturgata 29. Hér bjó fyrsti forseti Alþýðusambands Islands, og héðan fór verkalýðshreyfingin í sína fyrstu kröfugöngu árið 1923, þann 1. maí. Nú vill Menningar- og fræðslusamband alþýðu selja hÚSÍð. Ljósm: Ól.K.Mag. Jonathan Castle skipstjóri svarar spurningum dómarans, Garðars Gíslasonar borgardómara, í sjóprófunum í gær. Dómtúlkur var Hilmar Foss. — Ljósm.: ól. K. M. Framburður Greenpeace sam- hljóða framburði hvalveiði- manna og varðskipsmanna SEX skipverjar af 16 manna áhöfn Rainbow Warriors gáfu í gær skýrslur í Sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur um atburðina á hvalamiðunum sfðastliðinn laugardag. Við yfirheyrslurnar kom í raun ekkert nýtt fram, en framburður Greenpeace-manna var að mestu samhljóða vitnisburði áhafna Hvals 7. og varðskipsins Ægis. Við upphaf sjóprófanna í gær lagði Hörður Ólafsson hæsta- réttarlögmaður, verjandi Green- peace-manna, fram kröfu um að ríkissaksóknari leysti bæði áhöfn og skipið úr haldi og að útbúnaði þeim, sem tilheyrði Rainbow Warrior og tekinn hefði verið af Greenpeace-mönn- um, yrði skilað þegar í stað. Ákveðið var að kveðja til mats- menn til þess að skoða 28 feta gúmbátinn, sem Landhelgis- gæzlan hafði tekið um borð í varðskipið Ægi. Einnig var þess óskað að myndir yrðu teknar af bátnum. Fyrst var Jonathan Castle skipstjóri Rainbow Warriors yfirheyrður og beindust spurn- ingar dómsins aðallega að siglingu gúmbátsins í kringum Hval 7. Skipstjórinn taldi ekki að neinar siglingareglur hefðu verið brotnar, né önnur laga- ákvæði. Einnig komu fyrir dóm- inn tveir stýrimenn, bátsmaður og Bell Densie, sem sæti á í stjórn Greenpeace h.f. í London. Loks kom fyrir dóminn Peter Wilkinsson framkvæmdastjóri Greenpeace-aðgerðanna, sem lýsti því yfir, að hann væri endanlega ábyrgur fyrir aðgerðunum þótt öll áhöfnin tæki ákvörðun um aðgerðir sameiginlega. í lok sjóprófanna óskaði lög- maður Greenpeace eftir því, að skipi og áhöfn yrði sleppt og sagði þá fulltrúi ríkissaksókn- ara, að skipið væri ekki í haldi hans vegna. Vísaði hann á lög- reglu og landhelgisgæzlu. Land- helgisgæzlan kvaðst ekki hafa skipið í sinni umsjá, aðeins 28 feta gúmbátinn. Greenpeace- menn áskildu sér rétt til að krefjast bóta fyrir ólögmæta handtöku og skipstökuna og bóta fyrir tjón, sem kynni að hafa orðið á búnaði þeirra og tækjum. Þá krefjast þeir alls málskostn- aðar. Sjóprófin voru öll tekin upp á segulband og þegar endurritun þeirra er lokið, verður málið sent ríkissaksóknara til ákvörðunar. Tekur hann ákvörðun um, hvort ákæra beri Greenpeace-menn fyrir athæfi þeirra eða hvort málið verður látið niður falla. Útsölur á bílum ORKUKREPPA og erfitt efna- hagsástand í ýmsum löndum hef- ur orðið til þess að nokkur bflaumboð bjóða nú nýjar bifreið- ar af árgerðinni 1979 á lágu verði, allt að því á útsöluverði. Þannig hefur Daihatsuumboðið til dæmis boðið Daihatsu Charmant bifreiðar á 3.6 til 3.7 milljónir króna vegna þess að umboðið í Hollandi gat ekki selt umsaminn fjölda bifreiða. Ford-umboðið Sveinn Egilsson hefur einnig boðið bifreiðar á lágu verði, Cortínubfla sem fara áttu til Grikklands. Þá hefur Fiatumboðið Davíð Sigurðsson h.f. cinnig auglýst ódýrar bifreið- ar, útborgunin er einn þriðji heildarverðs en eftirstöðvar á einu ári. Þar er að vísu um notaða bfla að ræða. Á sama tíma er lítil hreyfing á notuðum bílum, og standa bílasöl- ur nú fullar af bílum sem ekki seljast. Einkum eru það stærri og BILUN varð í miliistöðvastreng hjá Pósti- og síma á Hverfisgöt- unni gegnt Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld með þeim afleiðing- um, að ekki hefur verið hægt að hringja úr símum ef númerin byrja á 8 og 3 í númer sem byrja á 1 og 2. í gærkvöldi var ekki búið að komast að þvf hvað valdið orkufrekari bifreiðar sem illa seljast, en auðveldara hefur verið að selja minni og sparneytnari bíla, en um leið er framboð á þeim minna. Að sögn bílasala er því talsvert um það að bílar séu seldir með lítilli útborgun, eða þá á lágu verði við staðgreiðslu. Hafa marg- ir bifreiðaeigendur orðið að selja bíla sína á verði undir markaðs- verði sakir þess að þeir hafa gert fjárhagsskuldbindingar sem and- virði bifreiða hefur átt að ganga upp í- Framangreint ástand er þó mjög mismunandi eftir tegundum eins og fyrr sagði, og þess éru dæmi að bifreiðaumboð geti ekki annað eftirspurn og hjá sumum þeirra eru langir biðlistar og nokkurra mánaða afgreiðslufrest- ur. Guðmundur Geir Gunnarsson hjá Hondaumboðinu tjáði Morgunblaðinu til dæmis, að um- boðið fengi mun færri bíla hingað til lands en óskað væri eftir og hefði biluninni auk þess sem aðstæður eru erfiðar til viðgerða. Þá mun það ekki hafa flýtt fyrir viðgerð að hitaveiturör var höggv- ið í sundur þegar farið var að grafa. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem fengust hjá Pósti- og síma í gærkvöldi var allt útlit fyrir að strengurinn kæmist ekki í lag fyrr en í fyrsta lagi síðdegis í dag. markaður væri fyrir. Verksmiðj- urnar í Japan eru þegar búnar að selja alla ársframleiðslu ársins 1979, og langir biðlistar eru þegar á árgerð 1980. Hálfs árs af- greiðslufrest sagði Guðmundur vera á bílunum hingað til lands, og fá færri bila en vilja. Skemmtiferð fy rir eldri borgaraíNes- og Melahverf i FÉLAG sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi hyggst bjóða eldri borgurum í hverfinu í skemmtiferð n.k. sunnudag, þann 26. ágúst. Verður lagt af stað frá Neskirkju kl. 1 e.h., ekið fyrir Esjuna og um Kjósarskarð til Þingvalla. Þar verður áð, drukkið kaffi í boði félagsins, en síðan ekið niður Grímsnes og heim um Hveragerði. Reiknað er með að koma aftur til bæjarins kl. 6—7 á sunnudagskvöld. I frétt um þessa skemmtiferð frá félaginu hvetur það alla eldri borgara í Nes- og Melahverfi til að slást í hópinn og biður það að tilkynna þátttöku í síma 25635, eða skrifstofunni í Sörlaskjóli 3, kl. 4—7 í dag (föstudag) eða fyrir hádegi á morgun. Er síminn bilaður?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.