Morgunblaðið - 24.08.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979
31
Ahangendur
Barcelona
óska eftir leik!
Svo sem frá hefur verið skýrt í
Mbl. koma hingað til lands um
170 áhangendur spænska liðsins
Barcelona, er það mætir ÍA í
Evrópukeppni bikarhafa. Það
mun vera venjan hjá áhangenda-
flokki þessum. að leika knatt-
spyrnuleik við áhangendur
þeirra liða sem Barcelona mætir
og leggja Spánverjarnir mikið
kapp á það.
Þeir hafa leitað hófanna hjá ÍA
og er verið að athuga möguleikan
á því að úrvalslið stuðningsmanna
Barcelona mæti íslenskri saman-
tekt daginn áður er Evrópuleikur-
inn fer fram. Hefur komið til tals
að liðið verði látið leika gegn
gullaldarliði ÍA, en allt er enn í
athugun. ss.
Einkunnasiöfin
KR: Hreiðar Sigtrygasson 2, örn Guðmundsson 2, Siguröur
Indriðason 2, Stefán Orn Sigurðsson 3, Ottó Guðmundsson 3,
Börkur Ingvarsson 3, Birgir Guöjónsson 1, Sæbjörn Guðmunds-
son 2, Elías Guðmundsson 2, Jón Oddsson 2, Sverrir Herbertsson
1, Vilhelm Fredriksen (vm) 2,
ÞRÓTTUR: Ólatur Ólafs 2, Ottó Hreinsson 2, Ólfar Hróarsson 3,
Jóhann Hreiðarsson 3, Sverrir Einarsson 3, Arnar Friórkisson 2,
Sverrir Brynjólfsson 2, Rúnar Sverrisson 2, Daöi Harðarson 2,
Þorgerir Þorgeirsson 1, Páll Ólafsson 2, Ásgeir Árnason (vm) 1,
Halldór Arason (vm) 2.
DÓMARI: Róbert Jónsson 4.
VALUR: Siguröur Haraldsson 2, Magnús Bergs 4, Grímur
Saemundsen 2, Höröur Hilmarsson 2, Dýri Guðmundsson 2, Sævar
Jónsson 2, Atli Eðvaldsson 2, Guðmundur Þorbjörnsson 3,
Hálfdán Örlygsson 2, Albert Guðmundsson 2, Ólafur Danfvalsson
2, Ingi Bjðrn Albertsson (vm) 1, Jón Einarsson (vm) 1.
VÍKINGUR: Diðrik Ólafsson 2, Magnús Þorvaldsson 2, Róbert
Agnarsson 3, Jóhannes Báróarson 2, Hinrik Þórhallsson 2, Helgi
Helgason 3, Ómar Torfason 2, Sigurlás Þorleifsson 3, Aðalsteinn
Aöalsteinsson 1, Magnús Ó. Hansson 2, Gunnar örn Kristjánsson
2, Jóhannes Sævarsson (vm) 1.
DÓMARI: Rafn Hjaltalfn 2.
ÍA: Jón Þorbjörnsson 3, Guójón Þóröarson 2, Jóhannes
Guðjónsson 3, Jón Gunnlaugsson 3, Siguröur Halldórsson 3,
Kristján Olgeirsson 2, Kristinn Björnsson 1, Jón Alfreösson 3, Árni
Sveinsson 2, Matthías Hallgrímsson 2, Sigpór Ómarsson 1,
Sveinbjörn Hákonarson (vm) 1.
FRAM: Guómundur Baldursson 3, Gunnar Bjarnason 2, Hafpór
Sveinjónsson 3, Gunnar Guömundsson 1, Marteinn Geirsson 3,
Kristinn Atlason 3, Ásgeir Elfasson 3, Gunnar Orrason 1, Kristinn
Jörundsson 1, Guömundur Steinsson 2, Rafn Rafnsson 2, Símon
Kristjánsson (vm) 1.
DÓMARI: Kjartan Ólafsson 2.
KA: Aðalsteinn Jóhannsson 2, Steinpór Þórarinsson 2, Helgi
Jónsson 2, Einar Þórhallsson 3, Haraldur Haraldsson 2, Njáll
Eiösson 1, Eyjólfur Ágústsson 1, Elmar Geirsson 2, Gunnar
Gíslason 2, Gunnar Blöndal 2, Jóhann Jakobsson (vm) 2, Óskar
Ingimundarson (vm) 2.
IBK: Þorsteinn Ólafsson 2, Guöjón Guöjónsson 2, Óskar Færset
2, Guöjón Þórhallsson 2, Gísli Eyjólfsson 3, Siguröur BjÖrgvinsson
2, Einar Ásbjörn Ólafsson 2, Friórik Ragnarsson 2, Ragnar
Margeirsson 2, Steinar Jóhannsson 2, Ólafur Júlíusson 1, Rúnar
Georgsson (vm) 1.
DÓMARI: Ingi Jónsson 2.
HAUKAR: örn Bjarnason 2, Ólafur Torfason 2, Vígnir Þorláksson
2, Úlfar Brynjarsson 1, Daníel Gunnarsson 3, Guðmundur
Sigmarsson 3, Lárus H. Jónsson 1, Björn Svavarsson 2, Gunnar
Andrésson 2, Kristján Kristjánsson 1, Hermann Þórisson 2.
ÍBV: Ársæll Sveinsson 3, Snorri Rútsson 2, Vióar Elíasson 2,
Þórður Hallgrímsson 2, ValÞór Sigþórsson 3, Sveinn Sveinsson 2,
Örn Óskarsson 3, Óskar Valtýsson 2, Ómar Jóhannsson 1, Tómas
Pálsson 2, Gústaf Baldvinsson 1.
DOMARI: Þorvaróur Björnsson 3.
Systurnar knau, Kagnheiöur og Kut Ólafsdætur. Kagnheiður (t.v.). sem er aðeins 16 ára, setti Islandsmet í
1,000 metra hlaupi í Köln í fyrrakvöld. Met hennar er jafnframt meyja- og stúlknamet. Rut sem er 15 ára.
var skammt frá íslandsmetinu í 800 metra hiaupi, náði sínum bezta árangri og setti nýtt stúlkna- og
meyjamet á vegalengdinni. Ljósm. Mbl. Kristján.
Ragnheiður setti met og
Rut var skammt frá öðru
Ragnheiður Ólafsdóttir
hlaupakona úr FH setti nýtt
íslandsmet í 1.000 metra hlaupi á
frjálsíþróttamóti í Köln í
Vestur-Þýzkalandi í fyrrakvöid.
Hljóp Ragnheiður á 2:50,9
mfnútum og bætti met Lilju
Guðmundsdóttur ÍR um 'k
sekúndu, en Lilja setti met sitt í
Troisdorf, skammt frá Köln, í
fyrra. Tekinnn var og opinber
tími á Rut Ólafsdóttur, systur
Ragnheiðar á 800 metrum
hlaupsins og fékk Rut tímann
2:06,7 mínútur, sem er hennar
bezti árangur og ekki langt frá
íslandsmeti Lilju Guðmunds-
dóttur á vegalengdinni, en það er
2:06,1, sett í Kaupmannahöfn
fyrir tveimur árum.
Árangur Ragnheiðar og Rutar
er athyglisverður, en þær hafa
verið í stöðugri framför. Báðar
náðu sínum bezta árangri á
Evrópumeistaramóti unglinga í
Póllandi fyrir nokkrum dögum, en
nú lítur út fyrir að þær ætli að
gera enn betur á mótum í
Vestur-Þýzkalandi á næátunni. í
1.000 metra hlaupinu sigraði
Ólympíumeistarinn í 800 og 1,500
metrum frá Montreal, Tatyana
Kazankina frá Sovétríkjunum.
Hlaut hún 2:39,0 mínútur. Rut
hékk vel í Kazankinu og voru þær
svo til samhliða á 800 metrum.
Rut hljóp ekki 1.000 metrana til
enda og stóð það raunar ekki til.
Jón Diðriksson tók einnig þátt í
mótinu í Köln, hljóp 400 metra á
51,3 sekúndum. Hefur Jón verið
kvefaður síðustu daga og var því
nokkuð frá sínu bezta. Oddur
Sigurðsson keppti í 200 metra
hlaupi á móti í Troisdorf á þriðju-
dagskvöldið og hlaut 21,4
sekúndur. Að sögn Jóns Diðriks-
sonar var úrhelli þegar hlaupið fór
fram, en þrátt fyrir það jafnaði
Oddur sinn bezta árangur á vega-
lengdinni. — ágás.
KR áttrætt en
sjaldan sprækara
GAMLA góða KR er 80 ára á þessu ári. 1899, einhvern tíma í mars sýndu
nokkrir strákar það framtak að kaupa sér bolta. Var það stórfyrirtæki í þá
daga. Vafalaust hefur margur talið þeim 25 aurum sem strákarnir lögðu
fram hver um sig verið kastað á glæ, enda. íslendingar þá mun skemmra á
veg komnir í lífsgæðakapphlaupinu. En piltarnir létu ekkert slíkt á sig fá,
keyptu sinn bolta, greiddu fyrir hann með afborgunum, og hófu að æfa.
Hét KR í þá daga Fótboltaféiag Reykjavíkur.
Arið 1912 var í fyrsta sinn efnt til
íslandsmóts í knattspyrnu og sigraði
FR með glæsibrag, en liðin í deild-
inni voru þá aðeins þrjú, Fram og
Fótboltafélag Vestmannaeyja. Það
var nú skammt stórra högga á milli
hjá félaginu og 1915 skipti það um
nafn, hét og heitir Knattspyrnufélag
Reykjavíkur (KR)!
Á ýmsu gekk, en 1924 kom fjör-
kippur, KR vann 5 mót af 7 það ár og
mörg næstu árin endaði íslands-
meistaratitillinn í vörslu þeirra.
11 íþróttadeildir starfa í KR í dag
og má því segja að innan félagsins er
lögð stund á flestar þær íþrótta-
greinar sem stundaðar eru hérlend-
is. Eignir félagsins skipta milljónum
króna og framkvæmdir eru í gangi
við 2 grasvelli og einn malarvöll, auk
þess sem í bígerð er að reisa félags-
heimili. Raunar er framkvæmdum
viö fyrrnefnda velli lokið og fram-
undan er framkvæmd við þriðja
grasvöllinn.
Stærstu deildirnar innan KR,
handknattleiks og knattspyrnu-
deildirnar, eru á uppleið á ný eftir
nokkur mögur ár. Bæði handbolta og
fótboltaliðið unnu sig upp úr 2. deild
á síðasta keppnistímabili og fót-
boltaliðið hefur verið í fremstu röð á
núverandi íslandsmóti. Afrekaskrá
KR er löng og mikil lesning. Hún
verður ekki rakin hér. En geta má
þess, að liðið hefur haft innan
vébanda sinna 3 Evrópumeistara og
einn þrefaldan heimsmeistara.
Evrópumeistarana Gunnar Huseby
(kúlu 1946 og 1960), Torfa Bryngeirs-
son (langstökki 1950) og Hrein Hall-
dórsson (kúlu 1977) og heimsmeist-
ara öldunga Valbjörn Þorláksson í
stangarstökki, 110 metra grind og
fimmtarþraut á þessu ári. Ef að
líkum lætur, heldur KR áfram á
sömu braut.
A komandi Kaupstefnu ’79 í Laugardalshöll, dagana 24.08,—09.09., munum viö sýna NÝTINGARVAKT,
, sem er tölvustýrt nýtingarkerfi fyrir flökunarvélar frá Vélsmiöjunni Völundi hf, Vestmannaeyjum.
I sýningarbás okkar nr. 111 munu sérfræöingar frá SCANV/EGT, AVERY, og Vélsmiöjunni Völundi hf„ vera
til staöar og leiöbeina um notkun og val voga og nýtingarkerfa fyrir fiskvinnslustöövar.
Væntum viö þess aö allir sem vilja nýta hráefni í fiskiönaði notfæri sér þetta einstaka tækifæri.