Morgunblaðið - 24.08.1979, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979
+
Móöurbróðir minn,
SIGURÐUR PÁLMASON
Ásvallagötu 16 Reykjavík,
andaöist miövikudaginn 22. ágúst. Jaröarförin ákveöin síöar.
Fyrir hönd aöstandenda,
Einar Jóhannesson.
Faöir okkar
JÓN Ó. GUNNLAUGSSON,
fyrrverandi stjórnarráósfulltrúi,
lést í Borgarspítalanum 23. ágúst.
Börnin.
+
Fósturfaöir okkar og tengdafaöir,
HALLUR PÁLSSON,
frá Garöi í Hegranesi
lést 23. ágúst aö Hátúni 10 Reykjavík.
Guörún Eiríksdóttir, Ragnar J. Trampe
Leifur Unnar Ingimarsson, Steinunn Halldórsdóttir.
+
Konan mín og móöir okkar
MARÍA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
Máfahlíö 36
lést á Landakotsspítala 14. ágúst. Jaröarförin hefur fariö fram í
kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Þökkum auösýnda samúö. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á
augnadeild Landakotsspítala fyrir mjög góöa umönnun.
Einar Þóröarson og börn.
+
Dóttir mín, eiginkona, móöir og systir okkar
HALLDÓRA SIGRÚN ÁRNADÓTTIR
póst- og símstöövarstjóri
Grundarfirói
andaöist í Landspítalanum 22. ágúst.
Kristín Kristmundsdóttir,
Friörik A. Clausen,
Þröstur Líndal, Friörik Rúnar Friöriksson, Anna Dröfn Friöriksdóttir.
Dadda Árnadóttir,
Ólafur Árnason,
Árni Sædal Geirsson,
+
Faöir okkar, tengdafaðir og afi
SIGURJON K. SIGURÐSSON
bifreiöastjóri,
Hjarðarhaga 28, R.
verður jarösunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 25. ágúst
kl. 2 e.h.
Jóhanna Sigurjónsdóttir, Smári Jónsson,
Sigrún K. Sígurjónsdóttir, Guðmundur Karlsson,
Gunnar Sigurjónsson, Hjördís Sigurjónsdóttir
og barnabörn.
+
Útför konunnar minnar, móöur og ömmu
SVEINBJARGAR MARÍU JÓNSDÓTTUR
Drápuhlíð 9,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. ágúst n.k. kl. 13.30.
F.h. vina og vandamanna
Olafur Pálsson,
Páll Ólafsson,
Sveinbjörg M. Pálsdóttir.
+
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og bróöir,
SKÍRNIR HÁKONARSON,
bóndi, Borgum,
Hornafíröi,
veröur jarösunginn frá Bjarnaneskirkju laugardaginn 25. ágúst kl.
2 síödegis.
Jarösett veröur í heimagrafreit. Þeim, sem vildu minnast hins
látna, er bent á aö láta Hjúkrunarheimiliö Höfn, njóta þess.
Margot Gamm,
Ingiríöur Skírnisdóttir, Hákon Skírnisson,
Karl Skírnisson, Ástrós Arnardóttir,
Sigurgeir Skírnisson, Hjördís Skírnisdóttir,
Björk Hákonardóttir og börn.
Laufey Sveins-
dóttir—Minning
Fædd 6. júní 1913
Dáin 10. júlí 1979
í byrjun þessarar aldar voru
fiskiþorp í örri uppbyggingu víða
um landið. Mesta breytingin varð-
andi sjósókn og aflabrögð fylgdi í
kjölfar vélbátaútgerðarinnar. Á
Austfjörðum voru víða góð skil-
yrði fyrir slíka útgerð, án teljandi
hafnarbóta. Aðeins bryggjustúfur
fram á marbakkann var látinn
nægja, og hafði gjarnan hver
útgerð sína bryggju. Svo var um
Nes í Norðfirði sem síðar hlaut
kaupstaðarréttindi sem kunnugt
er, og nefndist Neskaupsstaður.
Á Nesi settist að hinn kunni
athafnamaður Sigfús Sveinsson
kaupmaður. Hafði hann mikla
útgerð ásamt verslun og margt
dugandi fólk réðst til starfa við
hans fyrirtæki, bæði á sjó og
landi.
Einn af þeim mönnum var
Norður-Þingeyingurinn, Sveinn
Jónsson mikið karlmenni, sem
lent hafði ungur í miklum mann-
raunum og sloppið að vísu nauðug-
lega vegna meðfædds þreks og
kjarks, en komst til heilsu á ný. Sú
saga verður ekki rakin hér. Sveinn
kvæntist eftir komu sína til Norð-
fjarðar, Lukku Aradóttur frá
Naustahvammi. Eignuðust þau
tvær dætur, Ólu sem var eldri og
Laufeyju sem nú er nýlátin.
Hjónaband þeirra var skamm-
vinnt. Hans unga kona veiktist að
segja má i blóma lífsins af þeim
sjúkdómi sem dró hana til dauða.
Var Laufey þá 7 ára en Óla um
fermingu.
Má nærri geta hvílíkt áfall það
hefir verið fyrir þær systur á þeim
aldri og svo föður þeirra.
+
Ástkær unnusta mín, dóttir okkar, systir og mágkona,
ELÍSABET LEIFSDÓTTIR
Baldursgötu 12
Keflavík,
er lést af slysförum 18. ágúst verður jarösungin frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 25. ágúst kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarsjóð Keflavíkur-
kirkju. Minningabók liggur frammi í Kirkjulundi útfarardag frá kl.
10.00 f.h.
Rúnar Þór Sverrisson,
Guörún Sumarliöadóttir, Leifur S. Einarsson,
Einar S. Leifsson, Hrefna Traustadóttir,
Oddný G. Leifsdóttir, Bryndís M. Leifsdóttir,
Leifur G. Leifsson, Brynja Hjaltadóttir.
+
Þökkum sýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför
JÓHÖNNU ÞORVALDSDÓTTUR,
Hjaröarhaga 28.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild A-5 og A-7
Borgarspítalans.
Gunnar Sigurósson,
Siguröur Atli Gunnarsson,
María Gunnarsdóttir,
Sævar Jónsson,
Jón Gunnar Sævarsson,
Ásmundur Sævarsson.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
GUÐRUNAR MAGNÚSDÓTTUR
Bergbórugötu 16A
Börn og tengdabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, fööur og tengdafööur
FINNBOGA S. JÓNASSONAR
forstööumanns Kristneahælis
Helga Svanlaugsdóttir,
Svanlaug Rósa Finnbogadóttir,
Aöalbjörg Jónasína Finnbogadóttir,
Jónas Finnbogason, Eyrún EyÞórsdóttir.
Síðar fer Laufey að Skorrastað í
Norðfjarðarsveit sem nú heitir, til
Kristjönu Magnúsdóttur og
Bjarna Jónssonar er þar bjuggu.
Var Laufey þá 8 ára, þar hefir hún
vafalaust átt góðu að mæta, hjá
þeim mannkostamanneskjum. Þar
er hún, þar til hún flytur til Ólu
systur sinnar árið 1927. Þá var Óla
gift Þorsteini Stefánssyni trésmið,
sem nú er látinn. Þau bjuggu þá að
Oddsstöðum á Melrakkasléttu. Ári
síðar flytur hún með þeim til
Akureyrar og býr hjá þeim þar til
hún giftist fyrri manni sínum,
Eyþór Tómassyni trésmið þar í
bæ. Þau eignuðust 4 börn tvær
dætur og tvo syni. Eru þrjú þeirra
búsett á Akureyri en önnur dóttir-
in í New York. Þau Laufey og
Evþór slitu síðar samvistum. Síð-
ari maður hennar er Magnús
Ágústsson vélstjóri á Raufarhöfn,
en þangað flutti hún er þau
Magnús giftust, og áttu sitt heim-
ili þar alla tíð síðan. Þau eignuð-
ust tvær dætur, býr önnur á
Raufarhöfn en hin í Neskaups-
stað.
Þær systur, Óla og Laufey, voru
ætíð samrýmdar og samband
þeirra náið alla tíð meðan báðar
lifðu. Laufey bjó hjá þeim Ólu og
Þorsteini sem fyrr er getið og eftir
að Laufey stofnaði sitt heimili
voru þær nágrannar í sama bæ,
fyrst á Akureyri en síðan á Rauf-
arhöfn, er þau Þorsteinn fluttust
þangað. En á þeim árum var mikil
uppbygging á Raufarhöfn vegna
síldaræfintýrisins sem og víðar.
Laufey reyndist börnum Ólu
systur sinnar sem móðir er hún
náði til þeirra.
Laufey var ein af þeim konum
sem hafði stórt hjarta eins og sagt
er. Allir nágrannar hennar og
kunningjar sem áttu bágt af ein-
hverjum ástæðum áttu hennar
samúð. Hún leitaðist jafnan við að
hjálpa náunganum þar sem henni
fannst hjálpar þörf.
Hún hafði oft börn annarra
manna langtímum saman á sínu
heimili sem hafa notið þeirrar
ástúðar og móðurumhyggju sem
var henni svo eðlislæg.
Á heimili þeirra hjóna var ætíð
rúm fyrir gesti enda hefir löngum
verið sagt að þar sem er hjarta-
rúm þar sé einnig húsrúm.
Laufey var glæsileg kona, svip-
hrein og djarfmannleg. Hún var
ávallt hress og glöð og kunni vel
að gleðjast í góðra vina hópi og
var þar hrókur alls fagnaðar. Þó
gat hún eigi síður á döprum
stundum lífsins tekið þátt í erfið-
leikum og sorgum náungans er
þær bar að garði sem svo oft vill
vera í lífi voru. Hin sterka og
hjartahlýja kona hefur þá eflaust
með nærveru sinni og hlýju hand-
taki létt þeim erfiðar stundir sem
slík manngerð getur á sinn hóg-
væra hátt.
Síðastliðið vor fóru þau Laufey
og Magnús til Norðfjarðar serr
voru æskustöðvar Laufeyjar. Hef-
ir sú dvöl eflaust orðið þeim tii
mikillar ánægju að heimsækja
vini og kunningja og dvelja hjá
dóttur sinni þar. Eflaust hefir það
glatt Laufeyju að sjá hina mynd-
arlegu uppbyggingu þar í bæ sem
nú er í fremstu röð bæja hér á
landi af þeirri stærð, hvað mynd-
arskap í uppbyggingu þróttmikils
athafnalífs varðar, og mannlífs
alls. En Nes í Norðfirði var aðeins
barn í reifum þegar Laufey var
þar í bernsku. Þá er og mikil
myndarleg uppbygging í sveitinni
þar sem hún dvaldi næstu árin
eftir að móðir hennar féll frá,
Kristjana á Skorrastað sem Lauf-
ey var hjá sem barn í þessari
sviphýru og sumarfögru sveit, er
enn á lífi í hárri elli og þangað
fóru þau hjón að sjálfsögðu í
þessari ferð.
Vafalaust hefir fáum dottið í
hug að þetta yrði síðasta ferð
hennar þangað í þessu lífi. En svo
hverfult getur lífið verið og við
vitum sem betur fer ekki hvað
langt kann að vara eftir ólifað og
lífsþráðurinn slitnar stundum svo
skjótt. Laufey lést af slysförum á
leið frá Norðfirði þar sem hún
lifði sína bernsku og móðir hennar
hafði átt þar heima sína skömmu
æfi. Atvikin hafa hagað því svo að
ég sem þessar línur rita átti ekki
þess kost að kynnast Magnúsi
eftirlifandi manni Laufeyjar, en
svo mikið veit ég að hann hefði
reynst sinni látnu konu góður
eiginmaður. Mikill harmur er
honum kveðin nú við lát sinnar
ágætu eiginkonu, svo og börnum
og aldraðri systur.
Við sem viljum trúa því að ekki
sé öllu lokið við lok þessa lífs,
þykjumst vita að þessi góða kona
hafi verið kölluð til starfa þar sem
þörf var fyrir hennar ástúð og
kærleika.
Ég vil að lokum óska þess að
höfundur lífsins létti manni henn-
ar og öðrum aðstandendum skiln-
aðinn sem svo óvænt bar að
höndum og minningin um hana
megi veita þeim ljós og yl í von um
endurfundi að leiðarlokum.
ólafur Brandsson.