Morgunblaðið - 24.08.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 17
„Reyndum að hafa við-
brigðin sem minnst”
- segir séra Sigurður Guðmundsson sem hefur yfirumsjón
með undirbúningi að komu flóttafólksins frá Víetnam
„UNDIRBÚNINGURINN að
komu flóttafólksins frá Víet-
nam gengur vel,“ sagði séra
Sigurður Guðmundsson í sam-
tali við Mbl. en hann hefur
yfirumsjón með undirbúningn-
um fyrir hönd Rauða Kross
íslands. Framkvæmdastjórnin
er í höndum Björns Þórleifsson-
ar.
„Það er að sjálfsögðu í mörg
horn að líta. Við erum nú að
hefja söfnun á fatnaði og
heimilistækjum handa flótta-
fólkinu. Við munum auglýsa
eftir því og við höfum nú þegar
auglýst eftir sjálfboðaliðum til
að taka á móti, flokka og koma
þessum hlutum fyrir. Við undir-
búum nú einnig aðra sjálfboða-
liðavinnu og hvernig hún kemur
til með að falla inn í myndina,
eins og t.d. hvernig vinafjöl-
skyldur, sem við munum auglýsa
eftir, koma til með að hjálpa til.
Þá munu þeir Björn Þórleifsson
og Björn Friðfinnsson halda af
stað til Kuala Lumpu 28. ágúst
og koma aftur með flóttamenn-
ina 30 þann 20. september. Flug-
félag Islands hefur tekið mjög
vel í að flytja fólkið frá Kaup-
mannahöfn til íslands og eins
SAS í að flytja það frá Kuala
Lumpu til Kaupmannahafnar
þannig að flutningskostnaðurinn
verður í lágmarki.
Það er líka að ýmsu að huga
eftir að flóttafólkið er komið til
íslands og þá þarf sérstaklega að
athuga alla heilbrigðisþjónustu
því þetta fólk er illa á sig komið
eftir veruna í flóttamannabúð-
unum. Það þarf því að huga að
því að það beri ekki neina smit-
sjúkdóma. Einnig þarf ýmislegt
að athuga í sambandi við matar-
venjur þessa fólks t.d. þarf e.t.v.
að afla ýmissa kryddtegunda
sem það er vant en við ekki. Við
munum reyna að hafa viðbrigðin
sem minnst."
— Hvar mun fólkið dvelja
eftir komuna hingað?
„Fyrst í stað mun það dvelja
allt saman meðan fram fer
læknisrannsókn og meðhöndlun
gegn sjúkdómum. Það er ekki
endanlega frá því gengið hvar
það mun dvelja en það verður
hér á Reykjavíkursvæðinu. Eftir
það mun það einnig dvelja sam-
an, a.m.k., fyrsta árið, til þess að
auðvelda eftirlit með þeim og
kennslu, bæði í íslensku og um
Séra Sigurður Guðmundsson.
það samfélag sem við lifum í og
það kemur til með að lifa í.
Námsflokkar Reykjavíkur hafa
tekið að sér málakennsluna. Við
höfum aflað okkur reynslu ann-
ars staðar frá og munum haga
okkar kennslu á svipaðan hátt og
Danir. Þeir hafa hagað sinni
kennslu þannig að þeir sem sjá
um hana eru ekki kínversku-
mælandi. Hins vegar er hér
töluvert af fólki sem talar kín-
versku, báðar þær mállýskur
sem það fólk talar sem hingað
kemur."
Sigurður er nýkominn frá
Danmörku þar sem hann kynnti
sér hvernig Danir hafa tekið á
móti flóttafólkinu frá Víetnam.
„Þar og alls staðar annars
staðar var þeim borin góð saga.
Danir sögðu að þetta væri það
besta fóttafólk sem þeir hefðu
haft með að gera. Það væri bæði
fljótt og viljugt að aðlaga sig
umhverfinu og breyttum að-
stæðum. Það er eiginlega alveg
sama hvar á Norðurlöndunum
þú spyrð, alls staðar er Víetnöm-
unum borin góð saga.
Einu vandræðin sem hlotist
hafa í Danmörku, vegna komu
þeirra, hafa komið upp í kring-
um einstaklinga. Fyrstu flótta-
mennirnir sem þangað komu
voru börn sem áttu engar fjöl-
skyldur og það var ekki vitað í
upphafi hvort þau yrðu áfram í
Danmörku eða yrðu send aftur
til Víetnam. í fyrstu komu upp
einhver vandræði í kringum
þessa unglinga en þau hafa nú
verið leyst. Það hefur hins vegar
ekki mikið borið á því að upp
hafi komið vandræði í kringum
fjölskyldur sem hafa komið til
Danmerkur.
— Hvernig tekur fólkið því
sjálft að flytjast svo langt norð-
ur?
„Ég talaði við mikið af því
flóttafólki sem var komið til
Danmerkur og það var almennt
mjög þakklátt fyrir að eignast
framtíðarheimili. Framtíðin í
flðttamannabúðunum er allt
annað en glæsileg. Fólkið hefur
kannski einhverja von um að
börn þeirra eignist einhvern
tíma þegnrétt einhvers staðar í
heiminum en sjálft á það litla
von um að eignast samastað. Það
hefur líka sýnt sig að það fólk
sem hefur komið til Danmerkur
er afskaplega viljugt að aðlaga
sig ríkjandi þjóðháttum og dug-
legt enda eru það ekki aðrir sem
leggja út í flótta. Og í Kanada
þar sem hitamismunur er allt
upp að 70—80 gráðum þrífst
Víetnamska flóttafólkið vel,“
sagði Sigurður að lokum.
Frá flóttamannabúðum í Hong Kong en þar munu dvelja um 52.000
Víetnamar.
Bókaklúbbur AB:
Gefur út bókaflokk um
heimsstyrjöldina síðari
Heimdalhir fordæmir mák
fhitning herstöðvaandstæð-
inga um Tékkóslóvakíu
BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka-
félagsins mun gefa út bókaflokk
um heimsstyrjöldina síðari i sam-
vinnu við Time-Life útgáfufyrir-
tækið bandaríska. Fyrsta bókin
er nú komin út og nefnist hún
„Aðdragandi styrjaldar“.
Bækurnar eru í mjög stóru broti
og eru ríkulega myndskreyttar
m.a. með litmyndum. Aðdragandi
styrjaldar er 216 blaðsíður.
Höfundur er Robert T. Elson
rithöfundur og blaðamaður, en
þýðandi er Jón O. Eðvald. Rit-
stjóri íslenzku útgáfu bókaflokks-
ins er Örnólfur Thorlacius. Hann
segir m.a. svo í grein er hann ritar
í Fréttabréf AB:
„Þessar bækur, sem unnar eru á
vegum Time-Life útgáfunnar, eru
að stærð, broti og allri gerð mjög
áþekkar Time-Life bókum þeim,
sem Almenna bókafélagið gaf út
fyrir nokkrum árum undir nafn-
inu ALFRÆÐASAFN AB. Eins og
í bókum Alfræðasafnsins eru í
heimsstyrjaldarritunum megin-
málskaflar í samfelldu máli og
þeirra á milli myndasyrpur, hver
syrpa um afmarkað efni og grein-
argóðar skýringar með hverri
mynd. Hver bók er samin af
sérfræðingi um hlutaðeigandi efni
með aðstoð frá Time-Life útgáf-
unni.
Aðdragandi styrjaldar hefst á
frásögn um lok fyrri heimsstyrj-
aldar og um Versalasamningana,
og bókinni lýkur þar sem innrás í
Pólland er að hefjast. Auk frá-
sagna um aðdraganda stríðs í
Evrópu — um byltinguna í Rúss-
landi, um kreppuna og uppgang
fasista á Ítalíu og nasista í Þýska-
landi, um Spánarstríðið og her-
nám Tékkóslóvakíu og Austurríkis
— er greint frá ástandi og átökum
í öðrum heimsálfum, innrás ítala í
Abyssiníu, frá millistríðsárunum í
Bandaríkjunum og vaxandi
spennu milli Bandaríkjamanna og
Japana, borgarstyrjöld í Kína og
innrás Japana í landið.
Aðalhöfundur Aðdraganda
styrjaldar, Robert T. Elson, á að
baki langan feril hjá Time-Life
sem fréttastjóri og höfundur bóka
um söguleg efni. Við samningu
þessa verks hafði hann sér til
halds og trausts ýmsa ameríska og
evrópska sérfræðinga um milli-
stríðsárin.
Að undanförnu hefur hulu verið
svipt af ýmsum heimildum um
síðari heimsstyrjöldina og aðdrag-
anda hennar, auk þess sem mönn-
I MORGUNBLAÐINU í dag er
klausa efst á annarri síðu með
fyrirsögninni „loðnuverð er 31
kr. í Noregi en rúmar tuttugu
krónur hér“.
Samanburður þessi er afar
villandi svo ekki sé meira sagt.
Eins og skýrt kemur fram í
tilkynningu Verðlagsráðs sjáv-
arútvegsins er það heildarverð,-
sem íslenzku verksmiðjurnar
greiða nú til veiðiskipanna fyrir
loðnu til bræðslu kr. 25.50 þar af
skiptaverð kr. 21.01, og er þá
miðað við 16% feita loðnu með
15% þurrefnisinnihaldi. Eigi að
bera þetta verð saman við loðnu-
um veitist eftir því sem stundir
líða auðveldara að meta hlutlaust
og af sanngirni þátt ýmissa þjóða
og aðila í þeirri örlagaríku fram-
vindu atburða sem hér er greint
frá.“
Prentstofa G. Benediktssonar
annaðist setningu bókarinnar og
filmuvinnu en prentun og band er
unnið hjá Artes graficas, Toledo,
Spáni.
verð í öðrum löndum er eðlilegt
að bæta við það 5% útflutnings-
gjaldi, sem verksmiðjurnar
greiða af f.o.b.-verði afurðanna
og rennur að mestu til greiðslu á
útgerðarkostnaði. Ætla má, að
þetta gjald bæti rúmum tveimur
krónum við hráefnisverðið.
Þannig er hráefnisverð íslenzku
veirksmiðjanna nú í raun og veru
27 til 28 krónur á hvert loðnukíló
sé miðað við 16% fituinnihald og
15% fitufrítt þurrefnisinnihald.
Samkvæmt upplýsingum frá
norskum loðnubræðslum er verð
á hvert kíló fyrir loðnu með
þessu efnainnihaldi nú um
Á fundi sínum þann 22. ágúst
sfðastliðinn samþykkti stjórn
Heimdallar, samtaka ungra sjálf-
stæðissmanna f Reykjavík. eftir-
farandi ályktun:
Hinn 21. ágúst s.l. voru 11 ár
liðin frá innrás Varsjárbandalags-
ríkjanr.a í Tékkóslóvakíu. í tilefni
af því efndu Hernámsandstæðing-
ar til falskra mótmælaaðgerða
með slagorð á lofti eins og „Island
úr Nato — herinn burt“. Stjórn
Heimdallar fordæmir þann falska
og lúalega málflutning að reyna
að telja almenningi trú um, að
íbúum Tékkóslóvakíu muni vegna
32—33 íslenzkar krónur miðað
við fyrsta flokks loðnu. En í
Noregi er loðna til bræðslu
metin í þrjá gæðaflokka en ekki
verðlögð í einum gæðaflokki eins
og hér er gert. Fyrir annan
gæðaflokk'er verðið 7% lægra og
fyrir þriðja gæðaflokk 30%
lægra en fyrsta flokksverð.
Þannig er verð á loðnu í öðrum
gæðaflokki um 29—30 íslenzkar
krónur og í þriðja gæðaflokki
22—23 krónur. Ekki eru fyrir-
liggjandi nákvæmar upplýsingar
um skiptingu loðnuafla Norð-
manna í gæðaflokka, en sam-
kvæmt upplýsingum frá opin-
betur fari varnarliðið og ísland
gangi úr Nato. Slíkur málflutning-
ur er forkastanlegur og þjónar
einungis hagsmunum þeirra, sem
fótum troða mannréttindi Tékka
og annarra Austur-Evrópuþjóða.
Jafnframt því sem stjórn Heim-
dallar vonar, að slíkur málflutn-
ingur endurtaki sig ekki, tekur
stjórnin undir orð þeirra, sem
fordæma afskipti Varsjárbanda-
lagsins af innanríkismálum
Tékka. — Heimdallur mun styðja
hverja þá viðleitni, sem miðar að
tryggingu mannréttinda í heimin-
um og mun haga málflutningi
sínum í samræmi við bað.
berum aðilum í Noregi, má ætla,
að meðalverð á loðnu hjá norsk-
um verksmiðjum sé nú um
29—30 krónur á hvert kíló.
samanborið við 27—28 krónur
hér á landi. Verð í Færeyjum
fyrir loðnu mun nú vera um 31
króna á hvert kíló, en ekki eru
tiltækar upplýsingar um efnis-
eða gæðaviðmiðun þess verðs.
Reykjavík, 23. ágúst 1979.
Jón Sigurðsson
Jón R. Magnússon
Guðm. Kr. Jónsson
Ingólfur Sig. Ingólfsson
Páll Guðmundsson
Athugasemd frá yfirnefnd verðlags-
ráðs sjávarútvegsins um loðnuverð