Morgunblaðið - 24.08.1979, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979
Álögð gjöld í Kópavogi:
Einni mill jón króna
hærri en áætlað var
ÁLÖGÐ gjöld í Kópavogi
voru tæplega einni milljón
króna hærri^ en áætlað
haíði verið. Álögð útsvör
árið 1978 voru þannig
1.252.494.00 krónur, en
voru í ár 2.033.861.00
krónur, sem er 62.4%
hækkun milli ára. Áætlað
hafði verið að útsvarsupp-
hæðin yrði 1.970.000.00
krónur og er munurinn á
álögðu útsvari og áætlun-
inni 3.24%.
Svipaður munur var prósentu-
lega á áætluðum aðstöðugjöldum
einstaklinga og félaga og álagn-
ingunni, eða 2.87% en aðstöðu-
gjöld um 82.8% milli ára. Gert
hafði verið ráð fyrir því að að-
stöðugjöldin samtals næmu um
210 milljónum króna en álagning-
in varð 216 milljónir.
Kurt Schleucher afhendir forseta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
bókagjöfina.
Hafnarfjörður:
Bókagjöf til Bæjar- og
héraðsbókasafnsins
Frá nýloknu þingi samtaka norrænna leigubifreiðastjóra, sem haldið var að Hótel Sögu í Reykjavík.
Betri nýting á leigubif-
reiðum er nauðsynleg
Arlegu þingi samtaka norrænna leigubifreiðastjóra nýlokið
SAMTÖK norrænna leigubif-
reiðastjóra eða Nordisk Taxirád
héldu hið árlega þing sitt að
Hótel Sögu f Reykjavík dagana
12.—15. ágúst sl., og er það í
fyrsta sinn, sem það er haldið hér
á landi. Nordisk Taxir&d var
stofnað 1958 og var þetta 22.
Íiing ráðsins, en 6. þingið, sem
slendingar taka þátt í. Af hálfu
íslands sátu þingið Úlfur
Markússon, formaður Bandalags
fslenskra leigubifreiðastjóra,
Guðmundur Valdimarsson, Gfsli
Jónsson og Björg Sigurvins-
dóttir.
Á þinginu var einkum rætt um
olíukreppuna og afleiðingar
hennar fyrir leigubifreiðastjóra.
Kom þar fram hjá öllum full-
trúum þingsins vilji til að hvetja
til eldsneytissparnaðar, og að
akstur með leigubifreiðum nyti
sömu viðurkenningar yfirvalda og
aðrir almennings farþega-
flutningar eins og til dæmis
strætisvagnaferðir. Samþykkt var
að senda tilmæli til ríkisstjórna
allra Norðurlanda, þar sem meðal
annars var bent á nauðsyn betri
nýtingar á leigubifreiðum, sem
mætti ná með aukinni samræm-
ingu við rekstur almenningsfar-
artækja, en skilyrði til þess að
slíkt gæti gerst væri að róttæk
breyting yrði á afstöðunni til
leigubifreiðaaksturs frá því sem
nú er, þannig að leigubílar hljóti
fulla viðurkenningu sem
almenningsfarartæki.
Á þinginu voru einnig til um-
ræðu tryggingamál leigubifreiða,
kostnaður við rekstur bifreiða-
stöðva, ökugjaldið og fleira. Sýnd
var og útskýrð ný tölvutækni í
sambandi við afgreiðslu á bif-
reiðastöðvum, sem gerir það að
verkum, að hægt er að fækka
afgreiðslufólki um allt að 70%, en
hraða samt afgreiðslu til við-
skiptavina.
Flugmálastjóm efnir til
fundahalda um allt land
seti bæjarstjórnar sem veitti
gjöfinni viðtöku.
INNLENT
aNiiifc
Richard Pryor fer með þrjú aðalhlutverkin í kvikmyndinni „Stefnt á
brattann“
Pryor í þremur aðalhlut-
verkum í Laugarásbíói
KURT Schleucher forstöðu-
maður „Die Martin-Belham-
-Gesellschaft“ í Darmstadt í
Þýskalandi afhenti hinn 9.
ágúst s.l. Bæjar- og héraðs-
bókasafninu í Hafnarfirði
vandaða bókagjöf, alls nær
200 bindi. Þetta eru eingöngu
tónlistarbækur, enda er tón-
listardeild starfrækt við safn-
ið.
Die Martin-Belhalm-Gesell-
shaft er stofnun sem vinnur að
gagnkvæmum menningarkynn-
um milli þjóða undir kjörorðinu
„Brýr yfir breiddargráður" og
hefur m.a. gefið bækur til bóka-
safna, skóla og sjúkrahúsa víða
um heim.
Viðstaddir afhendinguna
voru, auk yfirbókavarðar og
forstöðumanns tónlistardeild-
arinnar, sendiráðunautur,
Karlheinz Krug og frú frá
þýska sendiráðinu í Reykjavík,
bæjarstjórinn í Hafnarfirði,
bókasafnsstjórnarmenn og for-
Skilafrestur
framlengdur
FERÐAMÁLARÁÐ íslands kynnti í
febrúar s.l. verðlaunasamkeppni sem
haldin er á vegum Europa Nostra
um framkvæmdir er a einn eða
annan hátt teljast athyglisvert
framlag til varðveitingar náttúru-
vermæta eða verðmæta í húsagerð-
arlist. Skilafrestur hefur nú verið
framlengdur til 30. september n.k.
þAUGARÁSBÍÓ hefur í dag sýn-
íngar á bandarísku kvikmynd-
inni „Stefnt á brattann“ (Which
Way is up). Framleiðandi er
Steve Krantz en leikstjóri er
Michael Clinich. Handritið að
myndinni gerðu Carl Gottlieb og
Cecil Brown og er það gert upp
úr kvikmyndinni „The Seduction
og Mimi“. Með aðalhlutverkin
fara Richard Pryor, en hann fer
reyndar með þrjú helstu hlut-
verkin, Lonette McKee og
Margaret Avery.
Myndin segir frá manni nokkr-
um, Leory Jones, sem á í mestum
erfiðleikum um að fá konu sína til
að þýðast sig. Dag nokkurn verður
hann fyrir því af tilviljun að bjóða
vinnuveitendum sínum byrginn og
er ráðlagt að flytjast úr bænum.
En hann kemur þangað aftur og
þá með frillu sína og barn með sér.
Áður en yfir lýkur er Lory kominn
í ástarsamband við þrjár konur
sem yfirgefa hann allar en Leory
situr einn eftir og upphugsar ráð
til að sanna karlmennsku sína.
Prentvilla
PRENTVILLA slæddist inn í
greinina Lífríki og lífshættir á
blaðsíðu 31 í blaðinu í gær. Þar er
listi yfir olíuframleiðslulönd og
þar stendur að írak framleiði 255
milljónir tonn, en á að vera 155
milljónir.
FLUGMÁLASTJÓRN
mun gangast fyrir upplýs-
inga- og kynningarfund-
um um flugmál á Islandi á
næstu dögum. Á fundun-
um munu mæta tækni-
menn flugmálastjórnar.
Til fundanna eru boðaðir
fulltrúar viðkomandi flug-
félaga, flugmálastarfs-
menn, sveitarstjórnar-
menn og þingmenn
dreifbýlisins.
Fundirnir verða opnir öllum
áhugamönnum um flugmál.
Fundirnir verða sem hér segir:
HLJÓMSVEITIN Brimkló,
söngvarinn Björgvin Halldórsson
og sprellikarlarnir Halli & Laddi
fara í „skreppitúr“ um landið
þrjár næstu helgar.
Brimkló hefur að undanförnu
unnið að gerð fimmtu breiðskífu
sinnar og mun kynna efni hennar í
túrnum. Fyrsti dansleikurinn
verður í Egilsbúð á Neskaupstað í
kvöld, föstudagskvöldið 24. ágúst.
Kvöldið eftir verður Brimkló með
Halla & Ladda í Valaskjálf á
Egilsstöðum.
Suðurland, á Selfossi þriðju-
daginn 28. ágúst kl. 20:00 í
Selfossbíói. Vestfirðir, í Hnífs-
dal miðvikudaginn 29. ágúst kl.
16:00 í Félagsheimilinu.
Vesturland, í Stykkishólmi
fimmtudaginn 30. ágúst kl.
16:00 í Hótelinu. Austurland, á
Hornafirði laugardaginn 1.
september í Nesjaskóla kl.
16:00. Norðurland, á Akureyri
þriðjudaginn 4. september kl.
20:00 í Hótel Varðborg. í frétt
frá Flugmálastjórn um fundina
eru allir áhugamenn hvattir til
þess að sitja fundina þar sem
þeir séu ekki síst haldnir til
þess að taka á móti ábending-
um frá heimamönnum.
Föstudagskvöldið 31. ágúst
verður dansleikur í Félagsheimil-
inu Stykkishólmi og á laugardags-
kvöldinu 1. september að Loga-
landi í Borgarfirði. Síðustu helg-
ina, 7. og 8. september, verða
dansleikir í Stapa í Njarðvík og
Borg í Grímsnesi.
Þetta er þriðja árið í röð, sem
Brimkló og Halli & Laddi leggja
land undir fót og skemmta í
flestum landshornum.
t
Eiginmaöur minn
SIGURDUR ÁSGRÍMSSON
Vesturgötu 78B
Akranesi,
veröur jarösungínn frá Akraneskirkju laugardaginn 25. ágúst kl. 2.
Ágústa Jónsdóttir.
Brimkló, Halli og Laddi
í „skreppitúr” um landið